Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Ný skýrsla Hafrannsóknastofnunnarinnar hvorki svört né grá heldur flekk Tímabundin fóm með- an þorskstofninn er byggður upp að nýju — ENGUM ætti að koma á óvart að Hafrannsóknastofnun- in skuli nú mæla með um 250 þúsund lesta þorskafla á þessu ári. þegar haft er í huga hvað gerzt hefur á undanförnum ár- um. Við höfum veitt 60 — 70 þúsund lestum meira af þorski en mælt hefur verið með. Hrygn- ingastofn þorsksins er nú minni en nokkru sinni fyrr og verðum við að takast á við það vanda- mál með timabundinni fórn meðan verið er að byggja upp stofninn á ný. Þannig mæltist Kristjáni Ragnarssyni framkvæmdastjóra LÍÚ er Morgunblaðið spurði hann í gær álits á skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar um ástand nytjastofna og aflahorfur 1979. Slíkar skýrslur stofnunar- innar á undanförnum árum hafa ýmist verið kallaðar svartar eða gráar, en í máli sínu kallaði Kristján þá skýrslu, sem nýlega var birt, flekkóttu skýrsluna. Kristján hafði eftirfarandi að segja: — Tækifærið er fyrir hendi vegna þess að tveir sterkir ár- gangar eru í uppvexti, þ.e. frá árunum 1973 og 1976, þótt mjög sé nú gengið á þann fyrri. Við getum nú stjórnað þessum mál- um alfarið sjálfir, ólíkt því sem áður var því nú munu aðrar fiskveiðiþjóðir ekki spilla árangri af friðunaraðgerðum okkar. — Þess verður nú greinilega vart að ýsustofninn fer stækk- andi og getum við vænst nokk- urrar aflaaukningar. Hefur stækkun möskva í botnvörpu haft mjög góð áhrif á ýsustofn- inn. Ufsaaflinn var rýr á síðasta ári eða nokkru minni en árið áður. Ekki er að vænta neinnar teljandi aukningar á ufsaafla á árinu þótt Hafrannsóknastofn- unin mæli með aflaaukningu. — Ekki tókst okkur að auka karfaafla á síðasta ári þrátt fyrir að Þjóðverjar væru farnir af miðunum, en þeir veiddu yfir 30 þúsund lestir 1977. Frjáls að- gangur að þorskstofninum og óhagstætt verð á karfa miðað við Kristján Ragnarsson. þorsk hafa hér vafalaust valdið mestu. Sagt hefur verið í þessu sambandi, að það veiðist ekki, sem ekki er verið að leita að. Ástæða til að fara með gát gagnvart loðnustofninum — Okkur er tjáð að við getum þrefaldað skarkolaaflann, en það kemur að litlu gagni þegar öll þau svæði, sem skarkolinn held- ur sig á, eru lokuð með lögum. Ber nauðsyn til að breyting verði gerð á til rýmkunar á veiðisvæð- um skarkola. Aukningar má vænta á grálúðuveiðum á næstu árum. Þessi stofn var rányrktur af A-Þjóðverjum og Pólverjum um árabil, en við brotthvarf þeirra af miðunum mun stofninn vaxa á ný. — Lagt er til að við megum veiða 35 þúsund tonn af síld eins og á síðasta ári. Við höfðum vænzt þess að mega auka síldar- aflann og veldur þessi tillaga því vonbrigðum. Okkur hefur hins vegar reynzt farsælt að fara að ráðum Hafrannsóknastofnunar- innar um takmarkanir á síld- veiðum og munum við væntan- lega gera það eins og áður. — Lagt er til að loðnuveiðar á vetrarvertíð verði aðeins 350 þúsund lestir. Þessi tillaga kem- ur á óvart þegar höfð eru í huga ummæli fiskifræðinga um tak- markaða vitneskju um stærð loðnustofnsins. Gert hafði verið ráð fyrir að ræða þessi mál að loknum leiðangri, sem nú stend- ur yfir. Þegar haft er í huga hve illa fór fyrir loðnustofni Norð- manna og til hve alvarlegra friðunaraðgerða þeir hafa gripið, er ástæða til að fara að öllu með gát gagnvart okkar loðnustofni. — Athyglisverð er athuga- semd í skýrslunni um líkur á stóraukningu á selastofninum við landið vegna minnkandi veiði. Bendir allt til þess að selur sé stórlega að raska lífríkinu við landið, því hann étur þorsk í tugþúsundum tonna og hann er liður í lífkeðju hringormsins, sem spillir fiski og veldur veru- legum kostnaðarauka við fisk- vinnsluna. Virðist mikil þörf á sérstökum ráðstöfunum til minnkunar á selastofninum. — í skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar eru ýmis jákvæð og önnur neikvaæð atriði. Því mætti kalla þessa skýrslu flekk- ótta. Þegar tekið er tillit til þeirra umskipta, sem orðið hafa við útfærslu landhelginnar í 200 mílur og þeirrar vissu að við munum einir sitja að auðlindun- um við landið í framtíðinni er ástæða til bjartsýni þótt við takmarkaða erfiðleika verði að etja á næstu árum meðan við endurreisum þorskstofninn. FÍB efnir til ráð- stefnu um kostn- að umferðarslysa — FJÖLDI félagsmanna hefur vaxið talsvert síðustu 3 árin, sagði Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri Félags ísl. bifreiða- eigenda í samtali við Mbl. og sérstaklega hafa margir bætzt við nú frá áramótum, jafnvel alit að 100 — 200 á dag síðustu dagana. Sveinn sagði að félagsmenn væru komnir á annan tug þúsunda FEF undirbýr útgáfu barna- ársplatta FÉLAG einstæðra foreldra er nú að láta hanna veggplatta sem sendur verður á markaðinn af tvfþættu tilefni. f fyrsta lagi vegna harnaársins og einnig vegna þess að FEF á tiu ára starfsafmæli á árinu. Allur ágóði af sölu plattans rennur f Húsbyggingarsjóð FEF. og kæmi það sér vel þar sem félagið gæti þá beitt sér enn betur fyrir ýmsum hagsmunamálum bif- reiðaeigenda. Taldi Sveinn einnig að neytendahugsjónin væri að vakna nokkuð meðal landsmanna bæði á þessu sviði sem og öðrum. Þriðjudaginn 3. apríl n.k. efnir félagið til ráðstefnu um umferðar- slys. Verður þar fjallað um tvær spurningar: Hvað kosta umferðar- slys? og Að hve miklu leyti er hægt að koma í veg fyrir umferð- arslys? Munu sérfræðingar leitast við að svara þessum spurningum, en ráðstefnuna sagði Sveinn vera lið í auknu starfi F.Í.B. Þá hefur verið í gangi undirskriftasöfnun undir kjörorðinu Við viljum vegi. Sagði Sveinn hana ekki hafa geng- ið nógu vel, en nú væri unnið að því að fá sem flestar undirskriftir sem síðan ætti að færa þingmönn- um. Hermann Auðunsson verslunarstjóri hljómtækjadeildar Nesco afhend- ir hinni heppnu vinningsskjalið. A þriðja þúsund sendu inn úrlausnir DREGIÐ var í getraunasamkeppni Nesco h.f. „Hvað heita Marantz tækin á strætisvögnunum?" hinn 22. desember s.l. Vinning, vöruút- tekt að fjárhæð 300.000 krónur, hlaut Sigurbjörg Guðmundsdóttir Reykjavík. Á þriðja þúsund manns sendu inn úrlausnir. Gagnfræðaskóli Akureyrar brautskráir tíu sjúkraliða Akureyri, 2. febrúar. FYRSTI sjúkraliðahópurinn hefur nú brautskráðst frá Gagnfræðaskóla Akureyrar og hlotið full starfsréttindi. I hópnum eru 10 sjúkraliðar, sem allir hafa ráðið sig til starfa hjá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. bessa áfanga var minnst með hófi, sem hald- ið var í matstofu FSA í dag. Sjúkraliðarnir hafa hlotið menntun sína samkvæmt ákvæðum reglugerðar frá 1975, en þá var sjúkraliðanámið þyngt og lengt að miklum mun, frá því sem áður var. Inntökuskilyrði eru lands-, gagnfræða- eða grunnskólapróf með lágmarks- einkunnum til inngöngu í fram- haldsskóla. Námið sjálft tekur tvö skólaár í Gagnfræðaskólan- um (heilsugæslubraut fram- haldsdeildar) og að auki 34 vikur verklegs náms á 5 deildum FSA. í skólanum er sérkennslu- rými til þessarar kennslu, en FSA hefir lánað þangað mikið af tækjum, líni og öðrum búnaði, sem nauðsynlegur hefir verið. Ragnheiður Árnadóttir hjúkrunarkennari hefir verið brautarstjóri á þessari náms- braut þar til sumarið 1978, þegar hún gerðist forstöðukona Fjórðungssjúkrahússins. Þá tók Guðfinna Thorlacius hjúkrunar- kennari við brautarstjórastarf- inu. í hófinu í dag ávarpaði einn hinna nýbökuðu sjúkraliða, Gerður Möller, Ragnheiði og og færði henni blómakörfu frá hópnum í þakklætisskyni fyrir leiðsögnina. Auk Gerðar töluðu í hófinu Ragnheiður Árnadóttir, Sverrir Pálsson, skólastjóri G.A., Torfi Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri FSA, og Svala Steinþórs- dóttir, formaður Sjúkraliða- félags Akureyrar. Valgerður Valgarðsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri FSA, fór með kvæði eftir Benedikt Valdemarsson, en Jóhann Konráðsson stýrði al- mennum söng. Sjúkraliðarnir, sem nú hafa lokið námi sínu, eru: Ása Björk Þorsteinsdóttir, Gerður Möller, Guðný Björgvinsdóttir, Guðrún Hrönn Stefánsdóttir, Jónína Vilborg Björgvinsdóttir, Rebekka Sigurðardóttir, Val- gerður Stefánsdóttir, Þórdís Aradóttir, Þórhalla Halldórs- dóttir og Þórunn Inga Gunnars- dóttir. St. Eir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.