Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
13
Breyttar reglur
yrðu gestum til
mikils hagrœðis
kvöldinu, í stað þess að verða
skemmtun fyrir þá sem fara út.“
„En hvað varðar veitingamenn
sjálfa, þá hef ég ákveðinn fyrirvara á
því, hvort þetta verði til hagsbóta
fyrir þá,“ sagði Jón. „Eg fer hins
vegar ekki ofan af því að þetta er
mikill áfangi fyrir gestina. Veitinga-
menn munu hins vegar ekki njóta
neitt sérstaklega góðs af þessu,
peningalega séð að minnsta kosti.
Fólk kemur nú þegar frekar seint og
þetta gæti jafnvel orðið til þess að
fólk kæmi enn seinna. Það þýðir því
að veitingamenn halda uppi starfs-
fólki yfir litlu, selja það sama og nú,
en á lengri tíma.“
Jón sagðist ekki vilja hafa neitt
tímamark á því hvenær fólk kæmi
inn, því ætti fólk að ráða sjálft. „Eg
vil gestanna vegna að þeir ráði því,
en ef til vill væri best fyrir okkur að
fólk ætti að vera komið inn fyrir níu
og út fyrir klukkan eitt. — Ég hef
hins vegar engan áhuga á slíkum
reglum," sagði hann.
Þá kvaðst hann vera þeirrar
skoðunar að leyfilegt ætti að vera að
hafa opið til klukkan eitt, tvö á
virkum dögum, og hóflegt væri að
hafa opið til fjögur, fimm á morgn-
ana um helgar. Það ætti að vera sá
tími sem leyfilegur væri, en síðan
fyndu húsin þann tíma sem heppi-
legur væri með tilliti til aðsóknar.
„Þessar skemmtanir eiga heima í
veitingahúsunum, en ekki í blokkun-
um, til ónæðis fyrir nágrannana, þá
sem vilja hafa sinn næturfrið i
heimahúsum."
Jón sagði að hann væri þvi ekki
hlynntur að lögbinda opnunartíma
húsanna þannig, að þau yrðu að loka
á misjöfnum tima samkvæmt ein-
hverjum reglum. „Við eigum að
forðast á flestum sviðum öll
skömmtunar- og kvótakerfi. Eftir
nokkurn tíma verður það svo að
húsin finna út hve lengi þau geta
haft opið, og miða þá sinn tíma við
það. Fólki á skemmtistöðunum mun
ekki fjölga við þessar breytingar, en
skemmtanirnar munu verða öðru-
vísi.“
Friðrik kvaðst þeirrar skoðunar
að kominn væri tími til að Islend-
ingar gætu umgengist þessa hluti
með eðlilegum hætti. Það þekktist
nánast hvergi annars staðar að
þessir hlutir væru bundnir og
njörvaðir niður eins og hér tíðkað-
ist. Sagði hann það sína skoðun að
boð og bönn af því tagi sem hér
væru við lýði leiddu óhjákvæmi-
lega til „barbarisma" í þessum
efnum, í umgengni Islendinga við
áfengi og skemmtanahald.
Núverandi að-
stœður leiða
til barbarisma
• „Það er athyglisvert að nú skuli
koma fram samtímis tillögur bæði
í borgarstjórn og á Alþingi, sem
ganga í sömu átt,“ sagði Friðrik
Sophusson einn flutningsmanna
tillögunnar um breytta áfengislög-
gjöf á Alþingi. Sagði Friðrik að
svo virtist sem þessar tillögur
nytu töluverðs stuðnings á báðum
stöðum, þó að enn væri of snemmt
að segja til um afgreiðslu þeirra.
hópa í þjóðfélaginu, en vonandi
væri á því áhugi að ræða þessi mál
af fullri skynsemi. Breytingar á
núverandi fyrirkomulagi ættu alls
ekki að leiða til aukinnar drykkju
eða meira svalls, enda væri það
alls ekki tilgangurinn með fram-
komnu lagafrumvarpi.
Að lokum kvaðst Jón vera því
mjög hlynntur, að opnunartíminn í
miðri viku yrði lengdur. Staðreynd
væri að margt fólk ynni þannig
vinnu, að þeirra helgar bæri upp á
miðja vikuna, laugardagar sumra
væru raunverulega á þriðjudögum.
Fólk sem þannig stæði á hjá væru
sjómenn, hjúkrunarfólk, vakta-
vinnufólk alls konar, flugfólk, fólk
utan af landi og ferðamenn. Þetta
fólk ætti sinn rétt til skemmtana,
þótt ekki væri helgi þegar það ætti
frí.
Friðrik sagði að flutningsmenn
málsins á Alþingi væntu þess og
gerðu ráð fyrir því að íslenskir
skemmtistaðir sérhæfi sig meira
en nú væri. Núna væri það svo að
gerðar væru nánast alveg sömu
kröfur til allra staða sem vínveit-
ingaleyfi hafa, án tillits til þess
hvað þar væri boðið upp á.
Að lokum sagði Friðrik, að ekki
léki vafi á því að í þessu máli eins
og til dæmis bjórmálinu kæmi
fram mikil andstaða skipulagðra
I>að er snjór og slabb úti. og þcssar yngismeyjar prísa sig sennilega
salar yfir því að hafa náð í leiguhíl. Á sama tíma eru sennilega
hundruð eða þúsundir Reykvíkinga í leit að leiguhíl: annað hvort til að
komast heim eða til að fara í partý einhvcrs staðar hjá kunningjafólki
því skcmmtistaðirnir loka klukkan eitt á föstudögum.
• „Ég hef trú að að við fáum miklu
betra yfirbragð á skemmtanalífið,
alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu,
ef af breytingum í þessa átt verður,“
sagði Jón Hjaltason veitingamaður í
Óðali. „Það er mín skoðun að hér sé
nokkurs konar skógur af flöskuháls-
um sem löggjafinn hefur búið til,“
sagði Jón ennfremur, „þessir hálsar
skapa margvisleg vandræði, svo sem
erfiðleika á að ná í leigubíla svo
dæmi sé nefnt."
Jón sagði, að núverandi fyrir-
komulag yrði til þess að af skemmti-
stöðunum kæmi það mikill fjöldi
fólks á sama tíma, að útilokað væri
að allir gætu náð í leigubíla að
skemmtununum loknum. Þvi væru
það aðeins hörðustu spretthlauparar
sem kæmust heim á þann hátt. Þetta
ylli miklum vandræðum, því það
gæfi auga leið að lítið spennandi
væri að reika um götur borgarinnar
að nóttu til í misjöfnum veðrum.
Það sama sagði Jón að ætti við um
regluna um að loka klukkan hálf tólf.
— Enginn skildi hvers vegna, það
væri aðeins eitt dæmið um fárán-
leikann í þessum málum. Allir væru
á ferðinni á sama tíma, bæði inn í
húsin og út úr þeim aftur. Troðning-
ur yrði því bæði innan dyra og utan,
í miðasölu, anddyri, fatahengi og
nánast alls staðar í veitingahúsun-
um. „Það er allt stílað upp á það að
fólk hafi frekar ama og leiðindi af
segir Jón Hjaltason í Óðali
segir Friðrik Sophusson alþingismaður
Fylgjandi af-
námi hálf
tólfreglunnar
segir Bjarki Elíasson gfirlögregluþjónn
• „í þessum tillögum er nú komið
inn á marga hluti, bæði opnunar-
timann og annað,“ sagði Bjarki
Elíasson yfirlögregluþjónn er
hann var spurður álits á breyting-
um á opnunartíma veitingahúsa í
tilefni þeirra tillagna er liggja
fyrir Alþingi og borgarstiórn.
„Ef við einskorðum okkur við
lokunartímann, klukkan hálf tólf,
þá er ég því fyllilega meðmæltur
að honum verði breytt, og hann
helst tekinn alveg af. Ég tel hann
algjörlega óraunhæfan," sagði
Bjarki.
„Hins vegar er ég mótfallinn því
að unnt verði að hafa dansleiki
ótakmarkað fram á morgun. Mér
finnst það ekki koma til greina."
Bjarki sagðist þeirrar skoðunar
að um helgar væri hæfilegt að
hafa opið til klukkan þrjú, en í
miðri viku vað hann slíkt ekki
æskilegt, þá ætti ekki að vera opið
lengur en til eitt. Óæskilegt væri
að hafa opiö í ótakmarkaðan tíma
þá daga vikunnar sem vinna væri
strax morguninn eftir.
„í sambandi við aldurstakmörk-
in,“ sagði Bjarki, „þá vil ég ekki
leggja neinn dóm á það hvaða
aldur eigi að gilda, en mér finnst
alveg ótækt annað en að saman
fari aðgangsaldur og vínaldur.
Hann verður að vera sá sami,
annars er óframkvæmanlegt að
framfylgja nokkrum reglum. —
Hvort sem það yrðu 18 ár eða 20
sem yrðu ofan á, en um það eru
skiptar skoðanir."
Bjarki sagðist því fylgjandi, að
reynt yrði að hafa opnunartíma
húsanna mismunandi, þannig að
frekar yrði unnt að aka öllu því
fólki er vildi heim í leigubílum.
Það gæti þó orðið erfitt í fram-
kvæmd, og yrðu veitingamenn
líklega að komast að einhverju
innbyrðis samkomulagi um þá hlið
málsins.
„En mér finnst alveg ótækt að
verið sé að miða við einhvern
ákveðinn tíma, upp á mínútu, að
allir hætti á sama tíma og tugir
þúsunda manna fara út á göturnar
á sama tíma,“ sagði Bjarki enn-
fremur, „það skapar óhjákvæmi-
lega vanda, einkum að vetri til og
þegar vond eru veður. — Það sama
má segja um þessa hálf tólf reglu.
Hún skapar þessa leiðinda bið-
raðamenningu fyrir utan húsin
langt fram á kvöld, sem alls ekki
er viðfelldin. Fólk ætti að vera
frjálst að því að fara á milli og
ganga út og inn meðan húsin eru
opin.“
Að sögn Bjarka mun það láta
nærri að tíu til fimmtán þúsund
manns séu að skemmta sér á
veitingastöðum Reykjavíkur og á
ýmsum smærri sölum víða um
bæinn þegar mest er. Augljóst er
því að vandamál hljóta að koma
upp þegar allt þetta fólk er á
ferðinni á sama tíma.