Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 17 Dansinn í Hruna Leiðrétting á leikhúsfrétt Ágúst Kvaran í „Dansinn í Hruna“. U.M.F. Hrunamanna frum- sýndi leikritið Dansinn i Hruna eftir Indriða Einarsson að Flúð- um 9. des. s.l. Ungmennafélagið hefir starfað af þrótti í 70 ár og á að baki merkan feril í íþrótta- og æskulýðsmálum í sínu héraði. Þá hefir leiklistin einnig skipað þar háan sess, því leikið hefir verið nær óslitið frá stofnun félagsins árið 1908 og var þetta 70 ára afmælissýning. í Mbl. 20. des. s.l. ritar Sig. Sigm. um sýningií þessa sem mun hafa tekist vel og verið þeim til sóma er þar að unnu, ekki sízt leikstjóranum Jóni Sigurbjörns- syni. í umsögn sinni um leikinn ritar S.S. m.a. „... Dansinn í Hruna hefur aðeins tvisvar ver- ið settur á svið áður, þ.e. hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó árin 1925 og 1942. Þetta er ekki rétt. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi Dansinn í Hruna þ. 16. jan. 1937. Leikstjóri var Ágúst Kvar- an, leiktjöld málaði Vigfús Þ. Jónsson, dansana æfði Hermann Stefánsson, en Róbert Abraham sá um forleik og undirleik. Leik- sýning þessi vakti mikla athygli hér á Akureyri og skal hér j?ripið niður í tvo leikdóma. I vbl. Islending þ. 22. jan. ritar „Civis" svo m.a. „Frumsýning L.A. á hinu stór- brotna leikriti Indriða Einars- sonar „Dansinn í Hruna" heppn- aðist tvímælalaut prýðilega, og á Leikfélagið heiður og hrós skilið fyrir að hafa ráðist í að sýna þetta tilkomumikla leikrit og þó sérstaklega leikstjórinn fyrir það þrekvirki er hann hefir leyst af höndum. Leikritið, sem ósjálfrátt minnir á „Faust", er ofið upp úr rammíslenzkri þjóðtrú og hindurvitnum... Ágúst Kvaran leikur aðalhlutverkið Ógautan, sem er skrattinn sjálfur í manns- líki og er meðferð hans á hlut- verkinu svo afburðagóð og svip- brigðin svo meistaraleg, að manni finnst stundum hvorki vanta horn eða hófa.“ Um aðra leikendur fór „Civis“ mjög lof- samlegum orðum, þau Guðrúnu Þorsteinsdóttur (Sólveigu), Svövu Jónsdóttur (Unu), Elsu Friðfinns (Fríði), Ingibjörgu Jónsdóttur (Hlaðgerði), Gunnar Magnússon og Sigvalda Sig- valdason sem léku bræðurna í Hruna, Stefán Jónsson (biskupinn)... „Þá má ekki gleyma að geta um Gottskálk gamla á Berghyl, þennan gamla forherta galdrakarl og illmenni, sem selur skrattanum hiklaust sálu sína... Björn Sigmundsson leikur karlinn afburðavel. .. Leiksýningin er merkilegur viðburður í sögu leiklistarinnar í höfuðstað Norðurlands...“ Hinn ágæti leikari og tón- listarmaður Sveinn Bjarman rit- aði í vbl. ísl. 12. febr.: „... en það er umfram allt heildarsvipurinn yfir sýningu þessari, sem ég tel með þeim ágætum, að dæmalaust sé hér, og sennilega dæmafátt hér á landi. ... leiksýning þessi eykur mjög hróður Ágústar Kvaran, ekki einu sinni sem leikara heldur og miklu fremur sem leikstjóra og leiðbeinanda. Leikur hans er ávalt snild, en með leikstjórn tel ég honum hafa bezt tekist nú...“ Ætíð skal hafa það sem sann- ara reynist og mun S.S. hafa verið alls ókunnugt um sýningu þessa, enda hvorki blöð né frétta- menn þá á hverju strái eins og nú. Með þökkum fyrir birtinguna. Haraldur Sigurðsson. Siguróur Hansson bílamálari: Hvert stefnir í rekstri bíla- verkstæða? 1. Hvaða hagsmunum þjónar stefna verðlagsyfirvalda í mál- efnum er varða útsölutaxta bílaverkstæða? 2) Er það í þágu ríkissjóðs eða hins almenna bílaeiganda að ekki er hægt að reka hér bíla- verkstæði með viðunandi hætti? Stefnan virðist vera sú að loka eigi þeim verkstæðum sem hafa skapað atvinnutæki- færi í stærri einingum þar sem nær engar líkur eru á að svikið sé undan skatti, eða á svo nefndur skúrabisniss að verða hér allsráðandi þar sem bóka má að ríkissjóður verður fyrir verulegau tekjutapi. 3) Er það pyngju bíleiganda vegna eða öryggis sem honum er stefnt óbeint inn á þessi skúra- verkstæði þar sem vinnan er unnin við mjög svo vafasöm skilyrði oftast af einhverjum fúskurum? 4) Hvaða tilgangi þjónar það að leifa sölu á bílum til Péturs og Páls samanber hvað trygging- arfélögin gera við bíla sem orðið hafa oft á tíðum fyrir stórkostlegu tjóni, þessum hræjum, er hverjum sem er selt, ég fyllyrði það að ekki er það til að auka umferðaröryggi þegar þessum beyglum er hrófl- að saman hingað og þangað oftast í skúrum. Hvernig kann- ar bifreiðaeftirlitið þetta, hvað með öryggisútbúnað t.d. hjóla- búnað, stýrisbúnað svo eitthvað sé nefnt? 5) Er það í þágu bíleigandans að álagningu er haldið svo niðri að verkstæðum er fyrirmunað að fjárfesta í skipulagi og tækni sem eykur afköst, tæknibúnaði sem eykur öryggi og afköst í framkvæmd sem og bíleigand- ans í umferðinni? Er það í þágu bíleigandans að hann verður fyrir mun meiri bílamissi en hann þyrfti ef þessi mál væru í viðunandi horfi? Tæknin er til en það er ekki hægt að fjárfesta í henni nema í litlum mæli. fi) Ég tel að málefni þessi séú orðin slíkur frumskógur að taka verður öll þessi mál til gagnlegrar skoðunar svo að þoka megi þeim í það horf að engum verði til skaða, ekki bíleigendum, ekki verkstæðis- eigendum né ríkissjóði. Ég myndi leggja til að verð- lagsnefnd myndi viðurkenna í raun álagningarþörf vel rekins verkstæðis, en ég vil taka fram að, hún er mismunandi t.d. bílamlun þarf mun meira hús- pláss heldur en t.d. viðgerðar- verkstæði. Og löggilda ætti öll verkstæði að fullnægðum skil- yrðum samkvæmt reglugerð og gera ætti kröfur um einhverja rekstrarþekkingu. Skrifað að gefnu tilefni þar sem hagsmunasamtök bílgreinarinnar virðast gjörsamlega hafa misst málið. Með fyrirfram þökk um birt- ingu. Sigurður Hannesson bflamálari. M2 MS MS 3EIN sw MS p AUGLÝSINGA- TEIKNISTOFA MYNDAMOTA Ad<ilstraiti 6 simi 25810 Rafveitu Siglu- fjarðar verði greiddur rétt- mætur hluti verðjöfnunar- gjalds MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun bæjarstjórnar Siglufjarðar um verðjöfnunargjald á rafmagni: „Bæjarstjórn Siglufjarðar samþykkir að krefjast þess að sanngjarn og réttmætur hluti verðjöfnunargjalds verði greiddur Rafveitu Siglufjarðar. Kröfur sínar byggir bæjar- stjórn á því, að Rafveita Siglu- fjarðar hefur nýlokið við viðbótarvirkjun Neðri-Skeiðs- foss, og því þungar greiðslu- byrðar vegna afborgunar og vaxta gengistryggðra lána og vísitölubundins láns fyrstu árin. Verði ekki fallist á þessa kröfu bæjarstjórnar, sér bæjar- stjórn Siglufjarðar engar fram- bærilegar forsendur til að krefja Rafveitu Siglufjarðar um verðjöfnunargjald með til- liti til fjárhagsstöðu Rafveit- unnar. Samþykkt að fela raf- veitustjóra og rafveitunefnd að vinna að framgangi þessarar samþykktar við stjórnvöld." sparíö 107.000 vegna hagstæöra samninga getum viö boöiö takmarkaö magn á kr. 269.000- en rétt verö fyrii lækkun átti aö vera kr. 376.000.- Electrolux heimilistæki fást á þessum útsölustööum: Akranes: Þóröur Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfiröinga, Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, ísafjöröur: Straumur hf., Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauöárkrókur: Hegri sf., Siglufjöröur: Gestur Fanndal, Ólafsfjöröur: Raftækjavinnustofan sf., Akurevri: K.E.A.. Húsavík: Grímur & Árni, Vopnafjöröur: Kf. Vopnfiröinga, Egilsstaöir: K.H.B., Seyöisfjöröur: Stálbúöin, Eskifjöröur: Pöntunarf. Eskfiröinga, Neskaupsstaöur: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friöriksson, Vestmanneyjar: Kjarni sf., Keflavík: Stapafell hf.. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sími 86117 Electrolux kæliskápur Hvítur kælískápur RP1180 335 lítr. með 24 lítr. frystihólfi. H: 1550 mm. B: 595 mm. D: 595 mm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.