Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Það var kjarni stefnu hans, að
landsmenn ættu sjálfsagðan
rétt til að vita fyrirfram, hvað
af þeim yrði tekið eftir á í
heinum sköttum.
Loforðaþakið er svo hátt uppi,
að menn eygja ekki slíka hæð.
Þakið á efndunum nær varla í
skóvarp og helzt þurfa menn að
nota stækkunargler til að sjá
það.
Þessir ósjálfráðu „hljóðeffekt-
ar" þingmannsins höfðu öfug
áhrif á við það, sem til var
ætlazt. Sannleikurinn var
öllum auðsær. Fjárlögin höfðu
verið afgreidd með halla.
í vor greiddi hann atkvæði með
fyrningu samkvæmt endur-
mati. af því að hún væri nauð-
synleg vcgna verðbólgunnar.
Nú réttlætti hann niðurfell-
ingu verðstuðuls fyrningar, af
því að hún væri óréttmæt í
verðbólgu.
Halldór Blöndal:
Við megum búast við
eitmi skattagusunni enn
Þeir, sem búa í eigin íbúðum, fá mestu hœkkunina
Mér fannst óhjákvæmilegt að
skrifa nokkur orð í tilefni af
sjónvarpsþætti um skattamál á
þriðjudagskvöld. Þar urðu fjórir
alþingismenn fyrir svörum: Jón
Helgason, Matthías Á.
Mathiesen, Ólafur Ragnar
Grímsson og Sighvatur Björg-
vinsson.
í máli þeirra allra kom sitt-
hvað fram, sem vert er að gefa
nokkurn gaum.
Ilalli fjárlaga
varð öllum auðsær
í sambandi við skattheimtu
ríkissjóðs vaknar fyrst spurn-
ingin: Eru fjárlögin með halla
eða ekki?
Matthías Á. Mathiesen vakti
athygli á, að raunverulegur halli
er á fjárlögum, þótt annað hafi
verið samþykkt með handaupp-
réttingu á Alþingi. Þegar þar
kom sögu hans, heyrðist undar-
leg hlátursroka, sem ógjörn-
ingur er að lýsa, í Ólafi Ragnari
Grímssyni. Hann var að reyna
að yfirgnæfa þann, sem hafði
orðið, til þess að mál hans
kæmist ekki til skila.
Þessir ósjálfráðu
„hljóðeffektar" þingmannsins
höfðu öfug áhrif við það, sem til
var ætlazt: Sannleikurinn varð
öllum auðsær á augabragði.
Fjárlögin höfðu verið afgreidd
með halla. Af því stafaði tauga-
titringur Ólafs Ragnars.
Ég skal tíunda fimm atriði,
sem ég man eftir hér við
ritvélina:
1. Samkomulag er orðið innan
ríkisstjórnarinnar um að
halda óbreyttum niður-
greiðslum til ársloka. Þar
vantar 2,7 milljarða í fjár-
lögin eins og fjármálaráð-
herra viðurkenndi á beinni
línu.
2. Samningsbundnar grunn-
kaupshækkanir opinberra
starfsmanna eru ekki reikn-
aðar inn í fjárlagadæmið.
Þar vantar 1,3 milljarða, því
að varla er að búast við að
þeir gefi eftir, á sama tíma
og beinir skattar eru
hækkaðir þvert ofan í fyrir-
heit ríkisstjórnarinnar við
verkalýðshreyfinguna.
3. Á útflutningsbætur vantar 1
milljarð.
4. Samdrátturinn í atvinnulíf-
inu ásamt minnkandi ráð-
stöfunartekjum launamanna
veldur því, að minna næst
með óbeinu skattheimtunni
en áætlað var.
5. Auðsætt er, að 2% skattur á
allar nýbyggingar í atvinnu-
rekstrinum kemur ekki til
skila. Skattar af vörum til
byggingariðnaðarins drag-
ast verulega saman.
„Landsmenn vita
stefnu okkar“
Þegar Sighvatur Björgvinsson
var spurður, hver stefna hans
flokks væri. varðandi beina
skatta, sagði hann: Ég býst við,
að landsmenn viti, hver sé okkar
stefna.
Það er rétt hjá Sighvati, að
menn þekkja það af verkum
þeirra fjögurra þingmanna, sem
sátu í sjónvarpssal,. hver er sú
raunverulega stefna, sem þeir
fylgja í skattamálum.
Annars vegar var Matthías Á.
Mathiesen. Meðan hann var
fjármálaráðherra gátu menn
gengið út frá því, að hann myndi
ekki leggja á afturvirka skatta.
Það var kjarni hans stefnu, að
landsmenn ættu sjálfsagðan
rétt til að vita fyrirfram, hvað
af þeim yrði tekið eftir á í
beinum sköttum. Þetta kom
skýrt fram í sambandi við
skattalagafrumvörp hans á
Alþingi.
Hins vegar voru vinstri þing-
mennirnir þrír, sem lögðu auka-
skattinn á sl. haust. Síðan
þyngdu þeir skattana enn í
desember. Loks kom það fram á
þessu þriðjudagskvöldi, ekki sízt
í máli Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, að svokallaðir eignamenn
(hér á hann við íbúðareigendur)
hafa engan rétt í þessu þjóð-
félagi og mega búast við einni
skattagusunni enn, hvenær sem
er. Meira um það síðar.
En Sighvatur sagði meira:
„... sem vonandi eru
bráðabirgðaráðstafanir" .. .
„bráðabirgðarráðstafanir, sem
ekki eiga að vera varanlegar".
Varanlegar fyrir hvern?
Nýja skattþrepið nú er varan-
legt að því leyti, að fjármunirnir
munu ekki skila sér aftur til
einstaklingsins. Heldur ekki
aukaskattarnir í haust, 50%
hækkun eignarskattsins né stór-
hækkun tekjuskatts af eigin
húsaleigu. Á hinn bóginn endur-
heimtist skyldusparnaðurinn.
Hann var endurgreiddur nú 1.
febrúar vegna álagningarinnar
1976.
Sighvatur sagði líka, að hann
vildi setja þak á alla mögulega
hluti í sambandi við ríkis-
reksturinn, — þak á útgjöld, þak
á peninga í umferð, þak á lán
hér og þak á lán erlendis.
Síðustu fjárlög sýna að vísu að
Sighvatur er lítill þak-gerðar-
maður í ríkisfjármálum. Annað
er um loforðaþakið, nema að það
er svo hátt uppi, að menn eygja
ekki slíka hæð. Þakið á efndun-
um aftur á móti nær varla í
skóvarp og helzt .þurfa menn að
nota stækkunargler til að sjá
það.
Til þess þarí
ekki peninga
Aldrei hefur mér dottið í hug,
að Ólafur Ragnar Grímsson sé
utan við sig eins og sagt er um
prófessora. Hins vegar hefur
hvarflað að mér að þjóðfélags-
fræðin sé utan við sig sem
fræðigrein að geta notazt við
slíkan prófessor.
Þessi maður er höfundur að
atvinnumálastefnu Alþýðu-
bandalagsins og lagði til vitið í
hana eins og talað er um að
menn hafi hundsvit á einhverju.
Hann lét ljós sitt skína í sjón-
varpsþættinum: Ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar skildi svo
illa við atvinnureksturinn aðvið
þurftum að hjálpa honum. Þess
vegna lögðum við á hann nýja
skatta, sem nema milljörðum
króna og ekki eru öll kurl komin
til grafar í þeim efnum. Það er
rétt, að nauðsynlegt er að endur-
skipuleggja atvinnureksturinn
en til þess þarf ekki peninga.
Þetta taka borg og ríki í skatta afíbúðinni þinni
1. íbúð í blokk:
Fasteignamat íbúðar ’79 12.913.000 og lóðar 1.726.000.
1978: 1 asteignagjöld kr. 67.963
lékjuskattur (40%) af eigin húsaleigu
að frádreginni fyrningu - 37.335
Samtals kr. 105.298
1979: I asteignagjöld kr. 108.714
1 ekjuskattur (40%) af eigin húsaleigu
að frádreginni fyrningu — 76.123
Samtals kr. 184.837
Hækkun milli ára kr. 79.539 e«a 75,54%.
2. Raðhús:
r-;i icignamat húss 79 22.533.000. bilskúrs; 1.556.000og lóðar: 3.062.000
Kuknaó cr meó. a<5 á húsinu hvíli 4 niillj. kr. vió útreikning eignarskatts.
|9'T8; Fasteignagjöld kr. 112.754
Tckjuskattur (40%) af eigin húsaleigu
að frádreginni fvrningu — 61.135
f.ignurskattur (Ó.ffrr) — 7.935
Samtals kr. 181.824
1979: Fasteignagjöld kr. 200.679
Tekjuskattur (50%) af eigin húsaleigu
að frádreginni fyrningu - 176.482
Fignarskattur (1.2%) - 73.338
Samtals kr. 450499
Hækkun milli ára kr. 268.675 eða 147,77%.
Auk þess álagt i september skv. bráðabirgðalögum:
Lignarskattsauki kr. 3.967
Tekjuskattsauki - 9 170
Samtals til viðbotar kr. 13.137
3. Einbýlishús:
1 ,i>tcignamat húss 79 28.246.000. bíUkúrs 3 461.000 og lóðar 5.566.000. Rciknaö er með. aö á húsinu h\ ili 6 millj. kr. \ ið útreikning eignarskatts.
1978: Fasteignagjöld kr. 158.516
Tekjuskattur (40%) af eigin húsaleigu að frádrcginni fvrningu _ 95.590
Eignarskattur (Ó.8%) - 69.108
Samtals kr. 323.214
1979: Fasteignagjöld kr. 258.708
Tekjuskattur (50%) af eigin húsaleigu að frádreginni fyrningu _ 242.275
Eignarskattur (1.2%) - 171.777
Samtals kr. 672.760
Hækkun milli ára kr. 349.546 eða 108,15%.
Auk (wss lagt á í september skv bráðabirgðalögum:
Eignarskattsauki kr. 34.554
Tekjuskattsauki - 14339
Samtals til viðbótar kr. 48.893