Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 19

Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 19 í hverju á þá endurnýjunin að vera fólgin? Nýjar vélar til framleiðslunnar kosta peninga, hvað þá ný hús. En Ólafur Ragnar ætlar að gera þetta öðru vísi. Hann ætlar hvorki að kaupa nýjar vélar né auka atvinnuhúsnæði i landinu. Hann ætlar bara að leika sér að tölum og ákveða útkomuna fyrirfram. Þess vegna sagði hann við Matthías Á. Mathiesen, þegar hann hafði sýnt fram á þyngingu skattanna: „Þetta er bara broslegur talnaleikur." Ég leik mér öðru vísi með tölur en þú, bætti hann við í hljóði. Síðan kvartaði hann yfir, því að Matthias skildi ekki skattastefnu ríkisstjórnarinnar. Matthías viðurkenndi það fús- lega, en sagði, að verra væri, að þeir skildu hana ekki sjálfir. — „Því er ekki von, að vel fari“, bætti hann við. Verðbólguhítin tekur við öllu Ég varð fyrir vonbrigðum með frammistöðu Jóns Helgasonar. Sérstaklega í sambandi við fyrningarnar. í vor greiddi hann atkvæði með fyrningum sam- kvæmt endurmati, sem hefur svipuð áhrif og verðstuðulsfyrn- ing af því að hún væri nauðsyn- leg vegna verðbólgunnar. Nú réttlætti hann niðurfellingu verðstuðulsfyrningar af því að hún væri óréttmæt í verðbólgu. Jón Helgason er einkum kunnugur landbúnaði. Hann veit vel, að skerðing fyrningar- ákvæðanna í haust hefur komið illa við bændur nú þegar, hvað þá á þessu ári. Honum er einnig kunnugt um, að margur bónd- inn, sem stendur í framkvæmd- um í vor, verður að byrja á því að greiða 2% nýbyggingargjald áður en fyrsta skóflustungan er tekin, nema hann hafi verið svo forsjáll að ganga frá sínum málum fyrir 15. janúar. Af 30 millj. kr. fjósi er þetta 600 þús. kr. skattur, sem ríkissjóð munar ekkert um en bóndann mikið. Jón Helgason á bara eftir að koma því heim og saman, að bændur sitji uppi með mikinn verðbólgugróða, eins og hann segir nú og hinu, sem hann segir endranær, að verðbólgan sé mesti bölvaldur bóndans og að til hennar megi rekja þá erfið- leika, sem nú eru í landbúnaðin- um. Það er dýrt að búa í eigin íbúð Með þessari grein eru þrjú dæmi um það, hvað ríki og borg taka í skatta af eigin húsnæði Þessi skattheimta er orðin til- finnanleg hjá fjölda manns, ekki sízt öldruðum, sem vilja búa áfram í íbúðinni sinni, þótt hún sé þannig staðsett í Reykjavík, að fasteignamatið sé að knýja það fram, að henni sé breytt í skrifstofu. Kjarni málsins er vitaskuld sá, að íbúð, sem maður á og býr í, gefur ekki af sér arð. Það vantar því allar forsendur fyrir því að hækka tekjuskattinn, þótt maður búi i íbúð, — því hvar á hann annars staðar að búa? Það er nú einu sinni svo, að menn veigra sér við þvi að taka sér bólfestu í kirkjugarðinum, fyrr en þeir eru allir. Ríkisstjórnin hefur hækkað eigin húsaleigu úr 1,1% í 1,5% eða um nær 50% þegar tekið er tillit til fyrningar. Eignarskatt- urinn hækkar jafnmikið og fast- eignagjöldin hækka líka, þar sem „félagshyggjumennirnir" eru við völd. Yfirleitt geta menn gengið út frá því, að hafi þeir borgað 100 þús. kr. af íbúðinni sinni sl. ár, þurfa þeir að borga núna 200—250 þús. kr. og upp í 300 þús. kr. Nú er ég ekki að tala um neina eignamenn í almennum skiln- ingi þess orðs, heldur eigna- menn í skilningi Ólafs Ragnars Grímssonar og Alþýðubanda- lagsins. Ég er að tala um „borg- arastéttina“ í landinu, um alla þá, sem hafa náð því marki að eignast þak yfir höfuðið. Hagfræðingur Alþýðusambandsins Ég þekki ekki viðhorf hag- fræðings Alþýðusambands ís- lands, sem fram kom í sjón- varpsþættinum, að öðru leyti en því, sem þar kom fram. En ég var óánægður með hans innlegg. Þannig láðist honum algjörlega að vekja athygli á þeirri stað- reynd, að það er stefna laun- þegahreyfingarinnar að beinir skattar séu lækkaðir en óbeinir komi í staðinn. Þetta var mikil gleymska. Honum láðist algjörlega að vekja athygli á því, að beinir skattar hafa hækkað verulega, sem ekki kemur fram í vísitölu. Á hinn bóginn voru launin lækkuð um 2% gegn fyrirheiti ríkisstjórnarinnar um lækkun beinna skatta, sem ekki var staðið við. Sömuleiðis hafa óbeinir skattar verið lækkaðir og vísitalan í samræmi við það, svo að ég fæ ekki séð, hvernig hagfræðingurinn fær það út, að í því felist einhver réttarbót launþegum til handa. Einkum þegar tekið er tillit til þess, að þessi tilfærsla hefði aldrei verið gerð nema hallaði á launþega. Það veit hver einasti maður að stjórnvöld krukka í yísitöluna í þeim eina tilgangi. Hafi hagfræð- ingurinn fengið annað út úr dæminu, held ég að hann verði að reikna það upp á nýtt. Loks sagði hagfræðingur Al- þýðusambands Islands, að skattar í ár yrðu svipað hlutfall af tekjum lágtekju- og miðl- ungstekjufólks og áður. Vita- skuld breytist tekjuskatturinn ekki hjá þeim, sem engan borg- uðu í fyrra og engan í ár. Svo einfalt er það. En hvað kallar hagfræðingurinn miðlungs- tekjufólk? Það væri fróðlegt að fá það upplýst. Einnig hvað „svipað" merkir á hans tungu og loks hvað hann reiknar með, að laun hafi hækkað mikið frá skattárinu 1977 til 1978. Síðast en ekki sízt er nauðsynlegt að fá það fram, hvað hann reiknar með, að laun hækki mikið á þessu ári til þess að það skiljist, hvað hann á við með því að segja, að „skattar í ár verði svipað hlutfall" af miðlungs- tekjum. Ég efast ekki um, að þessi ummæli hagfræðings Alþýðu- sambands íslands reynist fávíst hjal, þegar hallar sumri og skattseðlarnir hafa verið sendir til fólksins í landinu. Hitt er örðugra að sjá fyrir, hvað þeir verða margir, einn, tveir eða kannski þrir. Þannig lítur hún út loðnan, fiskurinn sem tilveran snýst svo mikið um þessa dagana. Loðnuhrognin sjást til hliðar á borðinu, einstakt ljúfmeti og gleðigjafi að því er Japanir segja! Ljósm. Sigurgeir. Loðna fryst í V estmannaeyjum fyrir Japani Með bros á vör skilja þa>r hrygnuna frá karlfiskinum. Skipverjar á Hugin henda gömiu nótinni og taka aðra grynnri um borð. Nótin kostar nú um 50 milljónir og fyrirferðin er ekki lítil eins og sjá má. þeim frystihúsum, sem loðna er fryst, eru bros- mildir, japanskir eftirlits- menn til að fylgjast með hlutunum. í ár hafa Japan- ir minnkað kröfurnar fyrir frystinguna, en sem fyrr þykja loðnuhrogn gómsæt vara í Japan og hrognin einstaklega örvandi — á ýmsan hátt. Auk Vestmannaeyja hef- ur loðna einnig verið fryst á Austfjörðum á vertíðinni til þessa. FYRSTA loðnan barst til Vestmannaeyja í fyrrinótt er Seley kom þangað með hátt í 200 tonn. Síðan fylgdu Hafrún með um 300 og Huginn með 200 tonn í kjölfarið. Huginn tók nýja nót, en eitt stykki nót er ekki lítið fyrirtæki og kostar um eða yfir 50 milljónir króna. En loðnan borgar slíka hluti þegar vel veiðist og dýrmætast er hráefnið, sem fer í fryst- ingu. Til að Japanir vilji frysta loðnu þarf hrognafyllingin að ná ákveðnu hlutfalli og í Vigtin verður að vera upp á gramm hjá stúlkunum í Fisk- iðjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.