Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Greinargerö Lœknaráðs Landspítala og Rannsóknarstofu Háskólans: Bygging geðdeildar tefur fgrir byggmgarácethm Landspítrdans —Hefur tekið fé frá upp- byggingu annarra deilda ____________Inngangur________________ Umræður um heilbrigðisþjónustuna og kostnað við hana hafa verið ofarlega á baugi undanfarið og er það ekki óeðlilegt, þar sjem kostnaður er vaxandi og fara nú nær 33% af útgjöldum ríkissjóðs til heilbrigðis- og tryggingamála. Til reksturs Landspítalans og Rann- sóknastofu Háskólans við Bar. gera fjárlög 1979 ráð fyrir 6,6 milljörðum króna eða um 3,2% af heildarupphæð fjárlaga. Læknaráð vill með eftirfarandi greinargerð kynna Landspítalann og þá þjónustu, sem þar er veitt. Fjallað verður urn hlutverk Landspítal- ans í heilbrigðisþjónustunni, rekstur hans og byggingaráætlun. Ennfremur verður gerð grein fyrir húsnæðisvanda- málum Landspítalans og samnýtingar- áformum um hina nýju geðdeildarbygg- ingu.________________________________ Hlutverk Landspítalans Þekking í læknisfræði hefur fleygt óðfluga fram á síðustu árum og áratugum og eru stöðugt að opnast nýir möguleikar til lækninga. Með vaxandi þekkingu hefur læknisfræðin hinsvegar þróast út í sífellt fleiri og þrengri sérgreinar, sem krefjast mikils sérmenntaðs mannafla, góðs rýmis og dýrra tækja. Góður árangur í lækningum og mögu- leikar til að nýta ýmsar framfarir í læknisfræði byggist því á góðri samvinnu margra sérfræðinga og sérgreina. Land- spítalinn er stærsti spítalinn á landinu með 508 rúm og eru reknar þar allar sérgreinar læknisfræðinnar, nema heila- skurðlækningar, sem eru reknar á Borgarspítala og augnlækningar, sem eru staðsettar á Landakotsspítala og hjarta- skurðlækningar, sem ennþá eru ekki gerðar hér á landi. Geðdeild hefur ekki verið við Land- spítalann, en á þessu ári mun taka til starfa 30 rúma geðdeild og stór göngu- deild fyrir geðsjúklinga í hinni nýju geðdeildarbyggingu Landspítalans og er þannig bætt úr brýnni þörf. A Landspítalanum er veitt margskonar sérhæfð læknisþjónusta fyrir landið í heild, sem ekki er veitt á öðrum sjúkra- húsum landsins. Má þar nefna: 1. Blóðsíun (gervinýra). 2. Bæklunarlækningar. 3.. Sérhæfðar hjartarannsóknir (hjarta- þræðing). 4. Brunameðferð. 5. Geðlæknisþjónustu fyrir börn. 6. Göngudeildarþjónusta fyrir sjúklinga með sykursýki, gigt, háþrýsting og fyrir bráðveik börn. 7. Öldrunarlækningar. 8. Geislalækningar fyrir krabbameins- sjúklinga. 9. Isotóparannsóknir. 10. Sérhæfðar hormónamælingar. 11. Fæðingadeild, tekur við erfiðum fæð- ingum af öllu landinu og þar er einnig rekin nýburadeild. 12. Taugasjúkdómadeild annast sérhæfð- ar rannsóknir og meðferð á tauga- sjúkdómum. Landspítalinn er ennfremur aðal kennsluspítalinn fyrir heilbrigðisstéttir og fer þar fram stór hluti kennslu læknastúdenta, hjúkrunarfræðinga, tannlæknanema, sjúkraþjálfara, röntgen- tækna, meinatækna o.fl. Nú er svo komið, að hér á landi er hægt að veita nær alla sérhæfða læknisþjón- ustu og eru utanferðir sjúklinga að verða mjög fátíðar. Eina undantekningin er hjartaskurðlækningar, en síðastliðið ár hefur farið fram undirbúningur að því að þær hefjist á brjóstholsskurðdeild Land- spítalans. Ennfremur þarf að senda utan nokkra krabbameinssjúklinga til geislun- ar vegna ófullnægjandi aðstöðu hérlend- is. Sérfræðiþjónustan, sem veitt er hér á landi getur fyllilega staðist samanburð við þá þjónustu, sem veitt er erlendis, ef eðlilega er búið að starfseminni. Sem dæmi má nefna að árið 1976 hófst náin samvinna milli fæðinga- og barna- lækna og var þá stofnuð nýburadeild Landspítalans. Þau 3 ár, sem deildin hefur starfað hefur dánartíðni ungbarna á Islandi verið með því lægsta, sem þekkist, en dánartíðni ungbarna er viður- kenndur mælikvarði á heilsugæzlu þjóða. Rekstur Landspítalans Á árinu 1977 var heildarkostnaður Landspítalans reiknaður á legudag 26.784 kr. Fjöldi sjúklinga er lagðist inn á hinar ýmsu deildir sjúkrahússins það ár var 12.854 og heildarlegudagafjöldi 164.505. Á sama ári voru sjúklingakomur á göngu- deildir sjúkrahússins alls 54.331. Sé dreginn frá kostnaður við göngudeildar- sjúklinga svo og tekjur er þeim fylgja ásamt þeim hluta skrifstofukostnaðar Ríkisspítalanna er ekki tilheyrir Lsp., kemur í ljós, að kostnaður á hvern inniliggjandi sjúkling á því ári var 23.631 kr. Á sama ári var meðalkostnaður legudags á Borgarspítala í Fossvogi 24.605 og Landakotsspítala 20.942 kr. I fjárlögum fyrir árið 1979 kemur fram, að áætluð útgjöld til tryggingamála eru 51 milljarður 125,7 milljónir eða 25,3% fjárlaga, meðan bein útgjöld ríkisins til heilbrigðismála eru 15 milljarðar 815,6 milljónir eða því sem næst 7,8% fjárlaga. Þar af er fyrirhugaður rekstrarkostnaður Landspítalans 6 milljarðar 638,3 milljón- ir eða 3,3% fjárlaga. Þar eð legurúmafjöldi Landspítalans nú eru 496 að frátöldum rúmum gjör- gæzludeildar kemur í ljós, að heildar- kostnaður við legurúm á dag árið 1979 er áætlaður 36,700 krónur. Til samanburðar má geta þess, að daggjöld Borgarspítal- ans þ. 1.12.1978 eru 46,810, Landakots- spítala 36,800 að viðlögðu jöfnunargjaldi. Fyrri hluti Rekstrarkostnaður Landspítalans er þannig áætlaður minnstur þessara þriggja sjúkrahúsa þrátt fyrir þá sér- hæfðu þjónustu sem þar er innt af hendi. Þess ber einnig að geta, að margskonar þjónusta er veitt af Landspítala öðrum heilbrigðisstofnunum án þess að kostnaðargjöld séu innheimt. Má þar nefna sérhæfðar hormónamælingar, ísotóparannsóknir, geislanir, hjartaþræð- ingar og heilaritun með meiru. Ennfrem- ur er þar veitt umfangsmikil þjónusta við göngudeildarsjúklinga og gefin dýr lyf án þess að kostnaður sé innheimtur hjá sjúklingum eða sjúkrasamlagi. Eins og fram kemur í greinargerð þessari er Landspítalanum ætlað að veita Iandsmönnum sérhæfða læknisþjónustu á flestum sviðum læknisfræðinnar. Athyglisvert er því að bera saman daggjaldakostnað sjúkrahúsa í Kaup- mannahöfn og London, sem ætlað er að veita samskonar sérhæfða þjónustu. Er hann samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins á bilinu 88.900—119.000 kr. eða 2—3svar sinnum hærri en kostnaður Landspítalans. Ein af ástæðum þessa mismunar er sú staðreynd að á síðastliðnum áratug hefur meginverkefni heilbrigðisyfirvalda hér- lendis verið uppbygging heilsugæzlu- stöðva og sjúkrahúsa utan Reykjavíkur- sv.æðisins er veita eiga landsmönnum almenna læknisþjónustu auk byggingar geðdeildar er nánar verður vikið að. Hefur stefna þessi leitt til stöðvunar eðlilegrar þróunar ýmissa sérdeilda Landspítalans, sem enn er þó ætlað að veita landsmönnum sérhæfða læknis- þjónustu sambærilega við þá er veitt er erlendis. Byggingaráætlun Landspítalans Skipulag og þróunaráætlun fyrir stór sjúkrahús er mjög flókið og vandasamt verk. Huga þarf að því, að allar sérgrein- ar læknisfræðinnar nái að þróast þar við eðlileg skilyrði af eðlilegri stærð og í réttu hlutfalli hver við aðra. Vegna örrar framþróunar í læknisfræði, þarf að vera mikill sveigjanleiki í þróun og skipulagi og gera þarf ráð fyrir eðlilegri stækkun, ef hægt á að vera að nýta framfarir í læknisfræði. Til að vinna að byggingar- áætlun Landspítalans var fengin aðstoð bresks arkitektafyrirtækis Llewelyn Davies Weeks Forestier-Walker and Bor Arcitects, en þetta fyrirtæki hefur mikla reynslu í skipulagningu sjúkrahúsa. Þetta verk var hafið 1971 og árið 1972 lá fyrir mjög ítarleg áætlun um þróun Land- spítalans, sem vel búins 700 rúma kennslusjúkrahúss. Sjá mynd 1. Þrátt fyrir hina miklu og vönduðu vinnu, sem í þessa skipulagningu var lögð, hefur ennþá ekki verið hafist handa um neinar framkvæmdir í þessari áætl- un. Ástæðan fyrir því er sú, að ákveðið var 1971 að taka geðlæknisfræði út úr þessari áætlun og byggja sérstakt geð- sjúkrahús á Landspítalalóðinni og hefur allt nýbyggingarfjármagn Landspítalans runnið til þeirra framkvæmda. Rétt er að geta þess, að nú er hafin bygging læknadeildar og tannlæknahúss sunnan Hringbrautar á vegum Háskól- ans, en þessi bygging er einnig hluti af byggingaráætlun Landspítalans. Hún leysir hinsvegar engin vandamál sjúkra- deilda eða stoðdeilda þeirra. Bygging sérstaks __________geðdeildarhúss____________ Árið 1971 í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar frv. heilbrigðismálaráð- herra var ákveðið að byggja sérstakt geðdeildarhús á Landspítalalóð utan við byggingaráætlun Landspítalans. Talið var að um 670 sjúkrarúm vantaði fyrir geðsjúka og skyldi lausn þessa vanda hafa forgang umfram aðrar framkvæmd- ir. Skipuð var sérstök byggingarnefnd geðdeildar, sem í samvinnu við húsa- meistara ríkisins hannaði 12000 m2 hús fyrir 120 sjúklinga og 24 dagsjúklinga og göngudeild. Byggingu sérstaks geðdeildarhúss var á sínum tíma mót- mælt harðlega af Læknaráði Landspítal- Þetta herbergi sem átti að vera fundarherbergi hýsir nú 4 nýrnavélar af fimm sem nú eru til og annar það nokkurn veginn þörfinni í dag, en heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðstöðuna ófullnægjandi og lagt til að deildinni verði lokað. segir í greinargerðinni, og að ekki sé kunnugt um neina lausn á vandamálum blóðsiunar. Iðjuþjálfun fer fram í einu hergergi og þar eru 4 starfsmenn í senn með jafnmarga til þjálfunar. Á endurhæfingardeild vantar einnig aðstöðu fyrir einstaklingsmeðferð og æfingarmeðferð barna auk sundlaugar. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.