Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 21

Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 21 ans, Læknafélagi íslands og læknadeild Háskóla Islands, ásamt fleiri aðilum. Mótmælin voru fyrst og fremst vegna hinnar gríðarlegu stærðar byggingarinn- ar svo og að hún var tekin út úr byggingaráætlun Landspítalans og myndi tefja hana um ófyrirsjáanlega framtíð. Því var spáð, að þetta myndi skapa mikíl vandamál á öðrum deildum spítalans, sérstaklega stoðdeildum, sem þyrftu m.a. að þjóna geðdeildinni, þegar hún tæki til starfa. Ennfremur var talið, að þörf fyrir geðsjúkrarúm væri ýkt og ýmsar aðrar leiðir færar til að leysa þann vanda. Svör ráðamanna á þeim tíma voru þau, að sérstök fjárveiting yrði til geðdeildarhússins og því aðrar fram- kvæmdir ekki tefjast. Þáverandi bygg- ingarnefnd Landspítalans átti enga aðild að hönnun Geðdeildarhússins og þegar teikningar lágu fyrir, taldi hún sig ekki geta tekið ábyrgð á stærð byggingarinn- ar. Vegna breyttra aðstæðna á Landspít- alalóð var árið 1972 mynduð — Yfirstjórn Mannvirkjagerðar á Landspítalalóð — skipuð af fjármála-, menntamála- og heilbrigðismálaráðuneytum. Formaður var skipaður Jónas H. Haralz banka- stjóri. Yfirstjórnin fékk því byggingu geð- deildarhúss, sem pólitískan arf. Húsnæðismál Landspftalans Læknisfræðin hefur haldið áfram að þróast, þó byggingaráætlun Landspít- alans hafi stöðvast. Ný þekking berst með nýjum sérfræðingum, sem koma til starfa og eldri sérfræðingum, sem fara í náms- ferðir. Nú er svo komið, að starfsemi spítalans í heild er trufluð og óhagkvæm og nokkrir sjúklingahópar líða vegna aðstöðuskorts. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim þáttum í þjónustu spítalans sem verst eru komnir: 1. Rannsóknadeildir: Allt frá 1970 hefur það verið álit lækna Landspítalans og bygginganefnda, að rannsóknadeildir (eða stoðdeildir) ættu að hafa forgang með lausn á húsnæðis- og aðstöðuvandamálum. I samræmi við yfirlýsingar ráðamanna um að framkvæmdir skyldu ekki tefjast vegna geðdeildarhúss, skipaði Yfirstjórn Mannvirkjagerðar á Landspítalalóð nefnd lækna, til að vinna með arkitektum að hönnun byggingar A í byggingaráætl- un, en hún átti að hýsa stoðdeildir spítalans aðrar en röntgendeild, þ.e. blóðmeina- og meinefnafræði, sýkla- og veirufræði ásamt meinafræði. Þessari hönnun lauk 1973, en framkvæmdir eru ekki ennþá hafnar. í staðinn var byggt bráðabirgðahúsnæði norðan við Land- spítala sem leysti að hluta vandamál meina- og sýklafræði, en lausn á húsnæð- isvanda þessara greina var þá ekki lengur hægt að fresta. Engin lausn hefur fengist á vanda annarra stoðdeilda. Þrengsli á þessum deildum skerða að nokkru leyti nýtingu sjúkrarúma, sem þegar eru á spítalanum og kemur í veg fyrir nýja þjónustu, eins og aukna göngudeildar- starfsemi á Landspítalanum. Opnun væntanlegrar geðdeildar mun auka þessi vandamál. Nýjungar í rannsóknatækni eru stöð- ugt að koma fram og jafnvel nýjar greinar eins og ónæmisfræði, en húsnæð- isskortur hindrar nýtingu þeirra. Þær nýjungar í rannsóknatækni, sem þó hafa verið upp teknar undanfarin ár, eiga verulegan þátt í að stytta dvalartíma sjúklinga á sjúkrahúsum. Röntgendeild býr við sérlega þröngan kost. Hún er til húsa í kjallara gömlu Landspítalabyggingarinnar, sem var byggð um 1930. Húsnæðið hentar illa þörfum röntgendeildar og litlir möguleik- ar eru á breytingum. 2. Skurðlækningar: Á skurðstofugangi Landspítalans eru 4 skurðstofur og eru tvær þeirra full- nægjandi að stærð og aðbúnaði, en aðrar tvær eru of litlar. Auk þess er mjög lítið rými fyrir sótthreinsun, geymslur og aðra starfsemi í kringum skurðstofur. Aðal- vandamál við skurðstofugang er þó það, að hann er á röngum stað í húsinu. í byggingaráætlun Lándspítalans er gert ráð fyrir skurðstofuálmu (K-álmu) norðan við aðalbygginguna og á hún einnig að hýsa röntgendeild. Þessi álma ásamt álmu A fyrir rannsóknardeildir átti að hafa forgang i byggingaráætlun Landspítalans að áliti Læknaráðs, en var frestað eins og öðrum framkvæmdum vegna forgangs geðdeildarhúss. Veruleg vandamál hafa nú skapast á skurðdeild- um og stafa þau bæði af því að skurðstof- ur eru of fáar og óhagkvæmar og einnig eru sjúkrarúm of fá. a) Bæklunarskurðlækningar: Miklar framfarir hafa orðið í bæklunarskurð- lækningum undanfarin ár og er nú t.d. hægt að skipta um mjaðmarliði og hnjáliði og eru síðarnefndu aðgerðirnar rétt að hefjast á Landspítala. Jafnframt hefur verið hægt að framkvæma þessar aðgerðir á sífellt eldra fólki vegna bættrar svæfingartækni og gjörgæzlu. Hér er því um að ræða einar merkustu framfarir í læknisfræði á síðustu áratug- um. Nú er hægt að lækna fjölda einstakl- inga, sem áður voru ekki vinnufærir, ósjálfbjarga eða jafnvel rúmlægir vegna bæklunar. Frá því að farið yar að skipta um mjaðmarliði á bæklunarlækninga- deild Landspítalans, hafa 600 slíkar aðgerðir verið framkvæmdar. Nú eru á biðlista 145 sjúklingar, sem bíða eftir slíkri aðgerð, og er biðtími 2—3 ár. Alls eru um 573 sjúklingar á biðlista bæklunarlækningadeildar. Álag á bækl- unardeildir hefur einnig aukist vegna aukinnar tíðni slysa. b) Almennar skurðlækningar, brjóst- holsskurðlækningar og lýtalækningar: Á biðlistum þessara deilda eru nú um 700 sjúklingar. Um er að ræða sjúklinga með margskonar kvilla, t.d. kviðslit, æðahnúta, þindarslit og lýti eftir bruna eða áverka. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að búa sjúkrahúsið og starfslið þess undir að geta framkvæmt hjartaskurðlækningar í náinni framtíð. Nauðsynlegt er að gera nokkrar breyting- ar á skurðstofugangi áður en þessi starfsemi hefst, en aðalskurðstofa Land- spítalans er í núverandi ástandi talin fullnægjandi fyrir hjartaskurðaðgerðir. Fram að þessu hefur þurft að senda slíka sjúklinga til annarra landa, en minniháttar hjarta-aðgerðir hafa þó verið framkvæmdar hérlendis. Meðal- kostnáður við að senda einn slíkan sjúkling til Bretlands er um 2 milljónir, en í Bandaríkjunum er kostnaður tvöfalt hærri. Síðastliðin ár hefur reynst erfiö- ara að fá þessa þjónustu erlendis, einkum í Bretlandi, þar sem þeir anna ekki sínum eigin sjúklingum. Árið 1978 voru gerðar 74 kransæða- myndatökur (hjartaþræðingar) á 71 sjúklingi og var álitið að hægt væri að hjálpa 30 þeirra með aðgerð á kransæð- um. Aðeins 19 hafa verið skornir, en 11 bíða og hafa sumir beðið það lengi að þörf er á að endurtaka rannsóknina áður en þeir fara út. Fjöldi sjúklinga, sem þarf á kransæðamyndatöku og/eða aðgerð að halda fer stöðugt vaxandi. Þegar hjartaskurðaðgerðir hefjast, aukast vafalaust vandamál almennu handlæknisdeildarinnar vegna þess að brjóstholsaðgerðadeildin hefur sinnt þeim sjúklingum hingað til í nokkrum mæli, en það verður erfitt eftir að hjartaskurðlsékningar hefjast. 3) Krabbameinslækningar: Miklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í meðferð á krabbameinum og með nýjum lyfjum og geislum er nú unnt að lækna algjörlega sumar tegundir krabba- meina, halda öðrum í skefjum og bæta líðan sjúklinga verulega. Einu geislalækningatækin í landinu er staðsett á Landspítalanum. Þar eð lyfja- meðferð er oft gefin samhliða geislun, felst í því augljós hagræðing að hafa þá meðferð á sama stað. Nýtist við það betur sérhæfð læknis- þjónusta, tími sjúklinga og lækna og unnt er að halda ítarlegri spjaldskrá, þar sem öll gögn sjúklinganna eru á einum stað. Með heimkomu tveggja sérfræðinga á þessu sviði, hefur á síðasta ári sprottið upp ný göngudeild á Landspítalanum í húsnæði geisladeildar, sem eru rúmir 200 m2. Það húsrými var áður fullnýtt af starfsemi geisla- og röntgendeildar og eru þar engin viðtals- og skoðunarher- bergi, hvað þá herbergi fyrir lækna né aðstaða til að bæta við nauðsynlegu aðstoðarfólki. Lyfin eru gefin í herbergi, þar sem jafnframt er geislað og þurfa sjúklingar oft að bíða óeðlilega lengi vegna þessara þrengsla. Alls voru á geisladeild 6500 sjúklingaheimsóknir 1978. Þá hefur það og gerst á síðustu árum, að geislunartækni hefur fleygt fram og er nú svo komið, að tæki þau sem til eru á Landspítalanum standast ekki þær kröf- ur, sem gera verður til fyrsta flokks geisladeildar. Ráðamenn hafa sýnt skiln- ing á því að fjármagna nauðsynleg tækjakaup, en af því getur ekki orðið fyrr en tryggt hefur verið nægilegt húsrými. 4. Öldrunarlækningar: Hjúkrunar- og öldrunarlækningadeild Landspítalans með 66 sjúkrarúmum er staðsett 3 km fyrir utan Landspítalalóð í leiguhúsnæði að Hátúni 10 B. Leigusamn- ingúrinn nær til næstu 10 ára, en húsnæðið er á margan hátt óhentugt, enda hannað til allt annarra nota. Deildin þarf mikið að styðjast við aðrar þjónustudeildir spítalans og flutningar á milli, bæði óhagkvæmir og erfiðir fyrir aldraða sjúklinga og starfsfólk. Nútíma læknisþjónusta gerir kröfur til, að mið- stöð öldrunarlækninga sé staðsett við aðalsjúkrahús þjónustusvæðis. 5. Gervinýra: Blóðsíun í gervinýra hefur verið beitt á Landspítalanum í 10 ár og með henni haldið lífi í mörgum sjúklingum með ónýt nýru. Starfsemin hefur frá upphafi verið rekin í bráðabirgðahúsnæði, sem eru rúmir 60 m2. Til eru nú 5 starfhæfar nýrnavélar og eru 4 þeirra fullnýttar 4 daga í viku. Ekki er rúm fyrir þá fimmtu í núverandi húsnæði. Séð er fyrir, að fleiri sjúklingar þurfa á blóðsíun að halda en við núverandi aðstæður verður ekki unnt að sinna þeim. Geta má þess, að heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðstöðu blóðsíunar allsendis ófullnægjandi og raunar lagt til, að deildinni verði lokað. Ekki er kunnugt um neina lausn á vanda blóðsíunar. 6. Kennsluaðstaöa: í gömlu Landspítalabyggingunni, sem byggð er um 1930 er af eðlilegum ástæð- um mjög naumt pláss áætlað fyrir sjúkrarúm og alls ekki er gert ráð fyrir rými, sem notað er sérstaklega til kennslu. í nýju Landspítalabyggingunni sem hönnuð er eftir 1950 er heldur rýmra pláss um hvert sjúkrarúm, en ekki er gert ráð fyrir kennslurými sérstaklega á sjúkradeildum. Ein kennslustofa er á Landspítalanum 100 m2, tvískipt og önnur á Kvennadeild Lsp. 50 m2 í kjallara. Þetta kennslurými er notað til kennslu læknanema, tann- læknanema, röntgentækna, sjúkraþjálf- ara o.fl. og einnig til almennra funda á spítalanum. Kennslu- og fundaaðstaða er þannig allsendis ófullnægjandi og háir það mjög starfsemi spítalans. Sérstök vandamál hafa einnig komið upp við kennslu á sjúkradeildum einkum þegar kenna þarf fjölmennum árgöngum læknastúdenta. 7. Lyfjabúrið: Lyfjabúrið býr við mjög þröngan kost. Húsnæðið er um 40 nv og vinna þar 5 manns. Ekki er hægt að panta lyfjabirgð- ir nema til fárra daga og innrennslislyf þarf að geyma á ganginum ásamt ísskáp. 8. Göngudeild: Göngudeildin er starUækt í 180 m2 húsnæði og eru þar um 20 þúsund sjúklingakomur árlega. Göngudeild syk- ursjúkra býr við mjög þröngan kost, og göngudeild fyrir gigtsjúka hefur þurft að draga verulga úr þjónustu vsgna skorts á aðstöðu. Göngudeildin er nú fullnýtt og hefur ekki verið mögulegt að opna þar nýja göngudeildarþjónustu, sem þörf er fyrir. Göngudeild fyrir sjúklinga með háþrýst- ing er í leiguhúsnæði að Lágmúla 9 og skapar það mikið óhagræði. 9. Endurhæfingadeild: Endurhæfingadeild er í 300 m2 hús- næði, sem er allt of lítið og illa staðsett. Öll umferð innanfrá spitalanum á göngu- deild þarf að fara í gegnum endurhæf- ingadeild. Rými vantar fyrir iðjuþjálfun, ein- staklingsmeðferð og æfingarmeðferðir barna. Auk þess vantar hópæfingaað- stöðu fyrir talmeinafræðing. Síðast en ekki síst vantar sundlaug. Hin slæma aðstaða á endurhæfingadeild dregur úr nýtingu sjúkrarúma á öðrum deildum. 10. Barnaspítali Hringsins: Barnadeildir þurfa að mörgu leyti sérhannað húsnæði og ýmis konar að- stöðu, sem aðrar sjúkradeildir hafa ekki þörf fyrir. Núverandi húsnæði barna- deildar er að mjög litlu leyti innréttað með sérþarfir slíkra deilda í huga. Meira vandamál er þó það, að enginn möguleiki er á útfærslu starfseminnar m.a. er ótvíræð þörf fyrir stofnun unglingadeild- ar. Geðdeild Barnaspítala Hringsins hefur frá því hún tók til starfa árið 1970 verið í leiguhúsnæði inni í Laugardal, víðsfjarri Landspítalanum. Starfseminni er þröng- ur stakkur skorinn, þar sem húsnæði er lítið og leigutími rennur út innan fárra ára. Stefna ber að því að geðdeildin flytji inn í Landspítalalóð og verði starfrækt í sem nánustum tengslum við barnadeild- ina þar. 11. Móttökudeild: Á Landspítalanum er engin móttöku- deild fyrir slasaða eða bráðveika, og er því ekki hægt að taka við þeim, sem veikjast skyndilega, nema læknir hafi áður séð þá og beðið um pláss á legudeild. Móttökudeild gæti veitt bráðveikum að- gang að lækna- og rannsóknavöktum Landspítalans og létt þannig undir með liðfárri heimilislæknastétt, og einnig dregið úr ónauðsynlegum innlögnum á sjúkrahús og síðast en ekki síst, gert Landspítalann hæfari til að sinna hlut- verki sínu sem helstu kennslustofnun landsins í læknisfræði. Ekkert húsnæði er til fyrir slíka deild. Þörf fyrir móttökudeild kom best í ljós, þegar Barnaspítali Hringsins opnaði slíka þjónustu í bráðabirgðahúsnæði fyrir 2 árum. Alls komu þar 700 sjúkling- ar á síðasta ári þó starfsemin hafi ekki verið auglýst. Auk þess voru margoft gefin ráð og upplýsingar í síma. Nú eru horfur á að þessi starfsemi leggist niður vegna aðstöðuskorts. 12. Aðstaða starfsfólks: Töluverð fjölgun hefur orðið undanfar- in ár á læknum og öðru sérmenntuðu fólki, sem starfar við Landspítalann. Skrifstofuhúsnæði hefur alltaf verið mjög naumt og hefur það lítið sem ekkert aukist lengi. Nú er svo komið, að flest skrifstofuherbergi lækna eru tvísetin og nokkur þrí- eða fjórsetin þar á meðal yfirlæknaherbergi. Allmargir sérfræð- ingar hafa ekki skrifborð eða fataskáp til eigin afnota. Aðstaða fyrir annað starfs- fólk er síst betri og er ekki hægt að uppfylla samningsákvæði um búnings- klefa og fatageymslur. Þessi atriði hafa ekki verið sett ofarlega á vandamálalista Landspítalans meðan svo illa er búið að ýmsum sjúklingahópum. Þessi slæma vinnuaðstaða starfsfólks hlýtur þó einnig að koma fram í lakari þjónustu við sjúklinga. 13. Önnur starfsemi: Eftirfarandi þættir í starfsemi spítal- ans eru mjög truflaðir vegna þrengsla eða rangrar staðsetningar: Bókasafn, skjalasafn, eðlisfræði og tæknideild, símaborð, rafvirkjaverkstæði og heilarit. Ekkert rými hefur fundist fyrir augn- lækningar og dýr augnlækningatæki hafa verið í geymslu í 2 ár. Símaborðið getur ekki í núverandi húsnæði tekið við viðbótanúmerum vegna geðdeildar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.