Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsíngastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiösla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Forysta S j álfstæðisflokksins í hafréttarmálum Barátta íslendinga á sviði hafréttarmála heldur áfram — þó að mikilvægir áfangar séu að baki. Þingmenn Sjálfstæðisflokks úr öllum kjördæmum fluttu þegar í upphafi þings þrjár tillögur á þessum vettvangi, sem ýmist voru samþykktar eða vísað til ríkisstjórnar með samþykkjandi umsögn utanríkismálanefndar og Alþingis. Fyrsta tillagan fjallaði um rannsókn á landgrunni Islands og afstöðu til landgrunns nálægra ríkja. Réttindi strandríkja til landgrunns utan 200 mílna efnahagslögsögu eru nú til umræðu á alþjóðavettvangi. Reglur þjóðarréttar um þetta efni geta mótast í næstu framtíð. Eigin þekking á íslenzka landgrunninu utan 200 mílna — til suðurs, vesturs og á íslandshafi á Jan Mayensvæðinu — getur haft úrslitaþýðingu varðandi íslenzka framtíðarhagsmuni á þessum þýðingarmiklu hafsvæðum. Önnur tillagan fjallar um samninga við Norðmenn um réttindi landanna á íslandshafi. Gerir hún ráð fyrir því að ríkisstjórnin taki nú þegar upp samninga við Norðmenn um fiskveiðiréttindi og hagnýtingu auðæfa landgrunnsins, utan 200 mílna efnahagslög- sögu íslands í norðurhöfum, umhverfis Jan Mayen. Lögð er áherzla á að ná samkomulagi á grundvelli sanngirni og eðlilegrar niðurstöðu, eins og komizt er að orði í drögum að hafréttarsátt- mála um samninga ríkja í milli. Þriðja tillagan fól ríkisstjórninni að mótmæla öllum tilraunum Breta til að slá eignarhaldi á klettinn Rockall í þeim tilgangi að teygja yfirráð þeirra út á hafsbotnsvæði, sem tilheyrir Islending- um eftir þeim þjóðréttarreglum, sem nú eru í mótun. Sú forysta sem Sjálfstæðisflokkurinn tók í þessum málum í upphafi þings er í samræmi við það hlutverk sem hann hefur haft í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar: lýðveldisstofnun, landhelgisbar- áttu, útfærslu fiskveiðilögsögu í 200 sjómílur og Óslóarsamningum, er bundu endi á sex alda veiðisókn Breta og V-Þjóðverja á íslandsmiðum. Æ fleiri landsmenn fylkja nú liði um þau sjónarmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn mótaði með tillöguflutningi á Alþingi í haust. Má í því sambandi nefna leiðara Þórarins Þórarinssonar, fv. formanns utanríkismálanefndar, í Tímanum í fyrradag. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild Alþingis sl. mánudag, vegna ummæla Benedikts Gröndals utanríkisráðherra í norska sjónvarpinu fyrir réttri viku, varðandi norska efnahagslögsögu við Jan Mayen. Spurðist hann þar fyrir um, hvað ríkisstjórnin hygðist gera til að tryggja hagsmuni Islands á Jan Ma/ensvæðinu og hver áform væru uppi um rannsóknir á landgrunni Islands. Taldi hann nauðsynlegt að utanríkisráðherra tæki af öll tvímæli um, að Islendingar gætu ekki fallizt á einhliða útfærslu Norðmanna á efnahagslögsögu við Jan Mayen, og jafnframt, að þegar yrðu hafnar viðræður milli þjóðanna til að leysa þessi hafréttarmál friðsamlega út frá sanngirnissjónarmiðum. í því sambandi vakti Eyjólfur Konráð athygli á eftirfarandi staðreyndum: 1) Jan Mayen er á íslenzka landgrunninu. 2) Jan Mayen má teljast óbyggð smáeyja. 3) Eignarhald Norðmanna að Jan Mayen hefur aðeins varað í nokkra áratugi. 4) Jarðfræðilega hefur Jan Mayen ætíð verið talin tilheyra íslenzku „hásléttunni". 5) Hagsmunir Islendinga á þessu svæði eru allt aðrir og meiri en Norðmanna. 6) 200 sjómilna efnahagslögsaga Noregs umhverfis Jan Mayen mundi skerða hafsbotnsréttindi íslendinga. 7) Engar alþjóðareglur, hvorki „de facto“ né „de jure“ heimila Norðmönnum einhliða aðgerðir, án samþykkis Islendinga. Það ber að fagna því að Benedikt Gröndal utanríkisráðherra dró verulega úr þeim ummælum, er hann viðhafði í norska sjónvarp- inu, í svari sínu á Alþingi. Hann sagði í fyrsta lagi, að í ummælum sínum hefði ekki falist neins konar viðurkenning á rétti Jan Mayen til fiskveiðilögsögu. Hann sagði í öðru lagi að fyrir lægi fyrirheit norskra yfirvalda, þess efnis að Norðmenn færðu ekki út fiskveiðilögsögu við Jan Mayen, án þess að ræða það mál fyrst vandlega við íslenzk yfirvöld. Morgunblaðið fagnar báðum þessum yfirlýsingum utanríkisráð- herra og telur þær mikilvægar. Jafnframt telur blaðið eðlilegt, að hann komi nauðsynlegum leiðréttingum á ummælum sínum, eða túlkun á þeim á framfæri á sama vettvangi og þau voru fram sett á, til að norskur almenningur hafi á hreinu afstöðu og sjónarmið íslenzkra stjórnvalda í þessu efni, eins og Ragnhildur Helgadóttir hefur eindregið hvatt hann til. Ríkisstjórninni ber að gera hvort tveggja: taka af öll tvímæli um afstöðu sína til íslenzkra hagsmuna á Jan Mayensvæðinu og hefja nú þegar viðræður við Norðmenn um hugsanlegt samkomulag, byggt á sanngirnissjónarmiðum. Síðast en ekki sízt hvetur Morgunblaðið til samstöðu þingflokka og þjóðar bæði í störfum og stefnumótun varðandi hafréttarmál, sem íslenzkir framtíðarhagsmunir tengjast svo ríkulega. Tillögu um beinar greiðslur til bænda vísað til um- sagnar búnaðarsambanda — Stéttarsambandið athugar hver áhrif yrðu af slíku fyrirkomulagi ÁKVEÐIÐ var á sameiginlegum fundi landbúnaðarnefnda beggja deilda Alþingis í fyrradag að fela Stéttarsambandi bænda að gera á því athugun, hver yrðu mismunandi áhrif beinna greiðslna til bænda, hve mikið þær myndu bæta hag þeirra og stuðla að því að minnka framleiðslu. Var fundi nefndanna, sem fjalla um frumvarp um Framleiðsluráð landbúnaðarins, frestað á meðan athugun á þessu fer fram. Þessi athugun fer fram í beinu framhaldi af tillögu, sem Eyjóifur Konráð Jónsson, alþingismaður. hefur flutt og þegar hefur verið send til búnaðarsambanda til umsagnar. Inntak tillögunnar er, að flytja skuli fjármuni þá, sem ríkið greiðir til landbúnaðarins, að talsverðu leyti beint til bænda og næmi sú upphæð, sem í tillögunni er nefnd, nálægt 2/3 hlutum þeirra 25 milljarða króna, sem renna til landbúnað- arins á þessu ári sem niður- greiðslur og uppbætur. Afgang- inum yrði síðan varið eftir nánari ákvörðunum, svo sem tillagan ber með sér. Samkvæmt tillögunni myndi hámarks- greiðsla á hvert lögbýli vera ákveðin upphæð, t.d. 6 milljónir króna, en þótt bú væru mjög stór, fengju þau ekki hærri greiðslur. Þannig yrði um að ræða óbeint kvótakerfi í stað þess flókna kerfis, sem frum- varpið gerir ráð fyrir. Þá má benda á að þar sem hluti verðs- ins hefur þegar verið greiddur bændum, verður innlagsverðið, þegar afurðirnar eru lagðar inn til vinnslu, þeim mun lægra, sem fyrr hefur verið fyrir þær greitt. Engum yrði þó bannað að framleiða eins mikið og þeir vildu á markaðsverði. Tillagan er svohljóðandi: „í stað frumvarpsins verði ákveðið, að hluti niðurgreiðslna og útflutningsbóta verði greidd- ur beint til bænda, t.d. 6 milljón krónur að hámarki til hvers bónda árlega eða 500 þúsund krónur á mánuði miðað við verðlag 1978. Rækileg skoðun færi síðan fram á því, hvernig afganginum yrði ráðstafað." Frumvarpið að lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins og þessi tillaga voru lögð fram á sameiginlegum fundi landbún- aðarnefnda beggja deilda Al- þingis fyrir jól og fylgdi tillög- unni ósk um að hún yrði send búnaðarsamböndum til umsagn- ar ásamt frumvarpinu. Það var hins végar ekki gert, en á fundi nefndanna nú eftir að þing kom saman, var spurzt fyrir um tillöguna og sendi þá Stefán Valgeirsson formaður landbún- aðarnefndar neðri deildar tillög- una til allra búnaðarsambanda til umsagnar. Fundinn í fyrradag, þar sem fjallað var um hinn mikla vanda landbúnaðarins, sat Gunnar Guðbjartsson, formaður Stétt- arsambands bænda. Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum: Skorar á ríkisstjórnir að gera átak í málefnum fatlaðra BANDALAG fatlaðra á Norður- löndum. sem eru samtök fatlaðs fólks í Danmörku, Noregi, Finn- landi, íslandi og Svíþjóð, beinir eftirfarandi áskorun til ríkis- stjórna Norðurlandanna í tilefni árs fatlaðra 1981. sem Sameinuðu þjóðirnar munu gangast fyrir: „Bandalag fatlaðra á Norður- löndum skorar á ríkisstjórnir Norðurlandanna að gjöra verulegt átak í málefnum fatlaðra á innan- landsvettvangi vegna árs fatlaðra 1981. Jafnframt verði veitt fé.til þróunarlandanna til ákveðinna framkvæmda, sem stuðlað geti að bættum hag fatlaðs fólks í þessum löndum. Bandalagið vill fyrst og fremst benda á þörf endur- hæfingarstöðva fyrir börn og fullorðna. Þörfin á endurhæfingu fatlaðra í þróunarlöndunum er knýjandi og verkefnin óþrjótandi á því sviði. Við heitum á ríkisstjórnir Norðurlandanna að leggja þessum málum lið.“ Einnig hefur stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Stjórn Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum leggur þunga áherslu á nauðsyn þess, að sam- þykktur verði alþjóðlegur staðall um lyftur, salerni og annað þjónusturými í gistihúsum og öðrum ferðamannabyggingum. Það er skilyrðislaus krafa bandalagsins, að þessi húsakynni verði sniðin að þörfum hreyfi- ÓÁNÆGJA er nú ríkjandi meðal kvikmyndagerðarmanna hvernig háttað er tilnefningu í kvikmynda- hátíðarnefnd listahátíðar. Þegar síðasta kvikmyndahátíð var haldin hafði framkvæmdanefnd lista- hátíðarinnar þann háttinn á, að hún fékk félag kvikmyndagerðar- manna til að tilnefna tvo fulltrúa í kvikmyndahátíðarnefndina. Framkvæmdanefnd listahátíðar nú tilnefndi hins vegar sjálf full- hamlaðra, sem og önnur mann- virki. Við væntum góðra undirtekta við málaleitan okkar, sem verði sýndar í verki með því að skapa hreyfihömluðum umferðarmögu- leika um gistihús og önnur hlið- stæði mannvirki, TIL JAFNS VIÐ AÐRA ÞEGNA. trúa í þessa nefnd og enda þótt formaður Félags kvikmynda- gerðarmanna sé meðal nefndar- manna, hefur komið fram óánægja innan félagsins með að ekki skyldi leitað samráðs við félagið sjálft um tilnefningu í nefndina. Félags- menn hafa undirritað yfirlýsingu, þar sem þeir óska eftir því að formaður félagsins, Þorsteinn Jónsson, segi sig úr nefndinni á þessum forsendum. Kvikmyndagerðarmenn: Vilja úrsögn formanns úr kvikmyndahátíðanefnd Vilhjálmur Jónsson forstj. Qlíufélagsins hf: „Olíuverð í Evrópu víðast hærra en hér” „ÉG HELD að Kristján verði að skoða þetta mál svolítið betur,“ sagði Vilhjálmur Jónsson for- stjóri Olíufélagsins hf. aðspurður um þá fullyrðingu Kristjáns Ragnarssonar, að útgerðarmenn gætu keypt gasolíulítrann á 43 krónur í Bretlandi á sama tima og lítr- inn kostaði hér í innkaupi 50 krónur af Sovétmönnum. „Það er rétt að gasolíuverðið er lágt í Bretlandi og hefur sáralítið hækkað að undan- förnu. Hins vegar hafa Bretar hér nokkra sérstöðu vegna eigin olíuframleiðslu í Norðursjó. I Þýzkalandi kostar gasolíulítrinn nú 61,40 krónur, 69 krónur á Spáni og 71,50 kr. í Noregi, samkvæmt nýjum upplýsingum þaðan og eru Norðmenn þó með olíuframleiðslu að hluta. Útsöluverðið hér á Islandi er í dag 57,50 krónur," sagði Vilhjálmur. Hann sagði ennfremur að Rotterdamskráningin væri orð- in ráðandi á olíumarkaðnum og bæði Sovétmenn og Portúgalar krefðust þess að innkaupsverð til Islands væri miðað við þá skráningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.