Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
27
þingfréttir í stuttu máli þingfréttir í stuttu máli þingfréttir i stuttu máli þingfréttir
Hækkar verðjöfmmargjald
raforku um milljarð?
Hækkun
verðjöfnunar-
gjalds á raforku
I gær voru fundir í báðum
deildum Alþingis. í efri deild
var haldið áfram umræðu um
hækkun verðjöfnunargjalds á
raforku, stjórnarfrumvarp,
sem gerir ráð fyrir hækkun
gjaldsins úr 13% í 19%. Málið
hefur hlotið samþykki í neðri
deild. Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra mælti fyrir
frumvarpinu sl. mánudag.
Ragnhildur Helgadóttir (S)
mælti þá gegn frumvarpinu,
m.a. með hliðsjón af samþykkt
borgarráðs Reykjavíkur en
gjaldið þýðir 300 m.kr.
hækkun á rafmagnsnotendur í
Reykjavík. Óbreytt gjald gefur
rúmlega 1500 m. kr. tekjur.
19% gjald er talið gefa um
2200 m.kr. Hér er því um að
ræða a.m.k. 700 m.kr. nýjan
skatt á neytendur, og sumir
telja hækkunina nema mun
meira — eða allt að einum
milljarði.
í gær tóku eftirtaldir þing-
menn til máls: Jón G. Sólnes
(S), sem mælti gegn frum-
varpinu, Karl St. Guðnason
(A), sem mælti gegn því, Bragi
Sigurjónsson (A), sem hafði
ekki gert upp hug sinn en fann
á því ýmsa annmarka, m.a.
þann að það kæmi þyngst
niður á þeim er greiddu hæst
raforkugjald, Eyjólfur Konráð
Jónsson (S), sem mælti gegn
því, m.a. með tilvísun til sam-
þykktar bæjaryfirvalda í
Siglufirði, Stefán Jónsson
(Abl), sem talaði með frum-
varpinu og loks iðnaðarráð-
herra, er varði frumvarpið.
Umræðunni lauk ekki.
Ríkisábyrgð á launum
við gjaldbrot
Efri deild sendi frá sér í
gær, til neðri deildar, frum-
varp um ríkisábyrgð á van-
greiddum launum við gjald-
þrot. Frumvarpið kveður svo
á, að ábyrgðin taki til
vinnulauna, sem forgangs-
réttur fylgir skv. lögum um
skipti á dánarbúi og félags-
búum. Leiki vafi á réttmæti
kröfu leytar ráðuneyti úr-
skurðar skiptaréttar. Frum-
varpið fer nú til neðri deildar.
Bein leynileg kosning
til stjórnar SÍS
Finnur Torfi Stefánsson
(A) mælti í neðri deild fyrir
fruinvarpi, sem hann flytur
ásamt fleiri þingmönnum
Alþýðuflokks, þess efnis, að,
sambandsstjórn SÍS skuli kos-
in árlega beinni, leynilegri
kosningu, sem fari fram sam-
tímis í öllum aðildarfélögum í
samvinnusambandinu.
Kosningarétt og kjörgengi eigi
allir félagsmenn. í frumvarp-
inu eru einnig ákvæði um
verkefni og boðun fulltrúa-
funda. Finnur Torfi taldi
núgildandi löggjöf um sam-
vinnufélög ófullnægjandi, við
breyttar aðstæður; almennum
félagsmönnum sé ekki tryggð
Lagafrumvarp um
húsaleigusamnmga
nægileg áhrif á stjórn sam-
bandsins eða samstarfsfyrir-
tækja. Breyting í þá átt, sem
frumvarpið geri ráð fyrir, færi
samvinnufélög í átt til þess
atvinnulýðræðis, sem þeim
hafi verið ætlað að tryggja, en
virkni hinna almennu félaga
nú sé í algjöru lágmarki.
Þá var framhaldið í neðri
deild fyrstu umræðu um frum-
varp þingmanna Alþýðuflokks
um framleiðsluráð landbúnað-
arins. Umræðunni lauk ekki.
Frumvarp
til laga um
húsaleigusamninga
Stjórnarfrumvarp til laga
Um húsaleigusamninga hefur
verið lagt fram á Alþingi.
Frumvarpið er í 14 köflum:
gildissvið, gerð leigumála,
uppsögn leigumála-leigufar-
dagar, riftun leigumála,
afhending og skil leigu-
húsnæðis, viðhald leigu-
húsnæðis, um greiðslu
reksturskostnaðar, um-
gengnisskyldur og réttindi,
greiðsla húsleigu —
tryggingarfé, framsal leigu-
réttar, andlát leigutaka, hjú-
skaparslit o.fl., úttektarmenn,
leigumiðlun og kynning lag-
anna o.fl.
Frumvarpið er samið af
nefnd, er félagsmálaráðherra
skipaði. í henni áttu sæti: Páll
S. Pálsson hrl., Ragnar Aðal-
steinsson hrl., Sigurður E.
Guðmundsson og framkv.stj.,
form. nefndarinnar. í frum-
varpinu eru ýmis nýmæli, sem
nánar verður gerð grein fyrir
er frv. kemur á dagskrá þings-
Gunnar Thoroddsen
hildur Helgadóttir.
Alexander Stefánsson — Ragn-
Fyrirspurnir
Meðal fyrirspurna, sem
lagðar hafa verið fram á
Alþingi til einstakra ráðherra,
eru þessar:
1) Frá Jóni G. Sólnes til
fjármálaráðherra:
1. Hve hárri upphæð nam
skuld Landsvirkjunar við
ríkissjóð í árslok 1978 vegna
svokallaðra víkjandi lána og
hvernig er háttað greiðsluskil-
málum og öðrum lánakjörum
að því er snértir þessi lán?
2. Að hve miklu leyti hafa
framkvæmdir neðangreindra
virkjunaraðila veTÍð fjár-
magnaðar með vísitölu-
tryggðum lánum, og hve háum
upphæðum nema skuldir
þessara fyrirtækja í slíkum
lánum í árslok 1978:
a) Landsvirkjunar,
b) Laxárvirkjunar,
c) Rafmagnsveitna ríkisins,
d) Kröfluvirkjunar?
2) Frá Vilmundi Gylfasyni
til Dómsmálaráðherra:
1. Hvernig háttar með
Pundsmálið?
2. Hvernig háttar með
Grjótjötunsmálið?
3. Hvernig háttar með mál
þau, sem kennd hafa verið við
Guðbjart Pálsson?
4. Hvernig háttar með
Landsbankamálið?
5. Hvernig háttar mað mál
þau, sem kennd hafa verið við
Friðrik Jörgensen?
6. Hvernig háttar með ávís-
anakeðjumálið?
7. Hvernig háttar með mál
læknis þess, sem kærður var
fyrir að hafa fengið greiðslur
fyrir þjónustu, sem ekki var
innt af hendi?
8. Hvernig háttar með
Alþýðubankamálið?
9. Hvernig háttar með
Finansbankamálið?
10. Hvernig háttar með
Antikmálið?
11. Hvernig háttar með mál
bílasala, sem kærðir voru á
fyrra ári?
3) Frá Oddi Ólafssyni til
forsætisráðherra:
Hvað líður framkvæmd á
ályktun Alþingis frá 6. maí
1978 um könnun á atvinnu- og
félagslegri aðstöðu íbúa
byggðarlaganna í nágrenni
Keflavíkurflugvallar?
Sjónvarpið
efnir til
samvinnu
við leik-
ritahörunda
SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að
efna til samvinnu við höfunda
sem hafa áhuga á því að skrifa
sjónvarpsleikrit og hefur verið
auglýst eftir því að menn tilkynni
bréflega til Lista- og skemmti-
deildar sjónvarpsins ef þeir hafa
áhuga á þátttöku, samkvæmt
þeim upplýsingum sem Mbl. fékk
er það hringdi í Hrafn Gunn-
laugsson leiklistarráðunaut sjón-
varpsins í gær.
Ilrafn sagði. að aðstæður sjón-
varpsins leyfðu að aðeins væri
hægt að taka 12 aðila í fyrsta
hluta þessarar samvinnu. Síðar
cr hugmyndin að þegar þessum
12 umsækjcndum hefur verið
kynnt gerð og vinnsla sjónvarps-
leikrita að 6 þeirra verði látnir
halda áfram og stefnt að því að fá
6 leikritshandrit frá þeim og
verði þau þá væntanlega unnin út
frá þeim aðstæðum sem íslenska
sjónvarpið hýður upp á.
Hrafn sagði að það væri sín
skoðun að það væri skylda sjón-
varpsins að hafa frumkvæðið að
því að koma á tengslum við höf-
undana sjálfa.
„Staðreyndin er sú að margir af
okkar ágætustu höfundum hafa
ekki lagt út á þá braut að skrifa
fyrir sjónvarp og hafa oft borið því
við að þeir þekki ekki þennan
miðil. Eg vona að námskeiðið verði
til þess að brúa þetta bil að
einhverju leyti," sagði Hrafn.
Fyrri hluti námskeiðsins hefst 3.
mars og því lýkur 17. sama mánað-
ar. Námskeiðin verða á mánudög-
um, miðvikudögum og föstudögum
frá 5—7 og laugardögum frá 2—6.
Hrafn Gunnlaugsson er umsjónar-
maður þessarar samvinnu en aðrir
leiðbeinendur verða dagskrárgerð-
armenn sjónvarpsins, Egill Eð-
varðsson, Andrés Indriðason, Tage
Ammendrup og Þráinn Bertelsson
auk Ágústs Guðmundssonar leik-
stjóra. Síðustu forvöð að tilkynna
áhuga á samvinnu þessari er 20.
þessa mánaðar og mun þá útvarps-
ráð skera úr um það hverjir valdir
verða til samvinnunnar ef um-
sóknir verða fleiri en 12.
321 hefur
fengið leyfi til
netaveiða
FRAM til þessa hefur 321 sótt um
netaveiðileyfi til sjávarútvegs-
ráðuneytisins á yfirstandandi
vetrarvertíð. Þessar veiðar voru
gerðar leyfisbundnar í fyrravetur
og sóttu þá alls um 530 bátar um
leyfi. Þá var umsóknum hagað
nokkuð á annan hátt og tiltekinn
sérstakur umsóknarfrestur. Nú
er ekki um slikan frest að ræða.
þannig að menn geta sótt um
leyfið með litlum fyrirvara. ef
það dettur i menn að fara á net,
eins og Þórður Eyþórsson í
sjávarútvegsráðuneytinu orðaði
það í gær.
Miðunum við landið er skipt í 4
svæði. Fyrir Vesturlandi, þ.e. frá
Reykjanesi að Horni, hafa verið
veitt 113 leyfi. Fyrir Norðurlandi,
frá Horni að Langanesi, hafa verið
veitt 86 leyfi. Fyrir Austfjörðum,
frá Langanesi að Ingólfshöfða, eru
leyfin orðin 49. Við Suðurland,
Ingólfshöfði — Reykjanes, hafa
verið veitt 73 leyfi.
Að sögn Þórðar Eyþórssonar
virðist skiptingin á stærð bátanna
vera svipuð og í fyrra, en af þeim
530 bátum, sem þá sóttu um leyfi
til veiðanna, var rúmur helmingur
undir 50 tonnum að stærð. I fyrra
og aftur í ár eru línuveiðarnar
meira stundaðar en árin á undan,
en það er þó breytilegt eftir
svæðum.