Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 33 varps, og Þorstein Hannesson tónlistar- stjóra útvarps. Báðir eru landskunnir fyrir margháttuð menn ingarstörf og ekki síst fyrir störf að tónlistar- málum. Jón er hámenntað og vel met- ið tónskáld, og Þor- steinn hefur náð einna lengst allra íslenskra söngvara á fjölum erlendra óperuhúsa. aö þjálfa óperusöngvara okkar til stærri verkefna? „Þessi lausn kemur til greina. En ég held aö lítið ynnist viö hana. Slíkur flutningur yrði vart meira en skuggi af raunverulegri óperu. Operan á heima á sviðinu.“ BLM: Hvert er þá, eða gæti verið, hlutverk tónlistardeildar Útvarpsins í óperuflutningi á ís- landi? „Það sem við höfum þegar rætt um, þ.e. konsert-uppfærslur með aðstoð Sinfónhihljómsveitar Is- lands, þó með því sé i raun verið að fara aftan að hlutunum. Hins vegar finnst mér þetta allt í verkahring Þjóðleikhússins, eins og ég sagði áður. Forsvarsmenn þess setja óperuflutning ávallt í samband við óendanlegan íburð. Þess vegna höfum við staðnað. Þjóðleikhúsið gæti hæglega sett óperur. á svið með litlum til- kostnaði væri hugmyndaflugið lát- ið ráða ferðinni.“ BLM: Hvað er þér sjálfum minnisstæðast frá ferli þínum sem óperusöngvara? „Þá er ég söng stór hlutverk í fyrsta sinn í Covent Garden óper- unni í London. Eins stendur ragliacci mér ljóslifandi fyrir augum, en sú ópera er ein af tiltölulega fáum sem Þjóðleikhúsið hefur tekið t.il sýningar. Eg sakna þess að geta ekki sótt óperur á Islandi. Þetta er slæmt ástand og óviðunandi. Vegna þessa naut ég þess að horfa á útsendingar sjón- varpsins í haust, þar sem boðið var upp á fyrsta flokks óperu-upp- færslur. Fjölmargir tónlistarunn- endur hafa tekið í sama streng í mín eyru. mig og sennilega aðra íslend- inga.“ BLM: Flytur óperan boðskap? „Ég sé ekki að óperur þurfi endilega að flytja neinn himin- háan boðskap til að réttlæta tilveru sína, fremur en ýmislegt annað sem rekur á fjörur manna, og við höfum fyrir stafni. Fallegur og viðeigandi söngur er að sjálfsögðu mikils- vert atriði sem óperan hefur fram að færa. Þótt verk Shakespeare og annarra önd- vegismanna séu samin undir kringumstæðum sem okkur eru víðs fjarri höfða verk þeirra til okkar í dag. Slíkt hið sama á við um óperuna.“ BLM: Hefurðu glímt við óperuformið í tón- smíða-frístundum? „Nei, það hef ég ekki gert og hefi engar áætlanir um slíkt að prjónunum.“ Jón Þórarinsson dagskrár- stjóri sagði að lokum, að til tals hefði komið, að sjónvarpsstöðv- ar á Norðurlöndum sameinuð- ust um að setja óperu Jóns Ásgeirssonar, Þrymskviðu, á svið til upptöku. Hér er um margflókið viðfangsefni að ræða, sem krefst mikils undir- búnings ef að lýkum lætur. Sigurður Þorvaldsson stórbóndi á Sleitu- stöðum - Afmæliskveðja Það var haustið 1905 að fundum okkar Sigurðar Þorvaldssonar kennara og síðar stórbónda að Sleitustöðum í Skagafirði bar fyrst saman. Hann var þá 21 árs gamall og hafði þá um vorið lokið kennaraprófi frá Flensborgarskól- anum í Hafnarfirði og var ráðinn kennari við hinn nýstofnaða Lýð- háskóla á Hvítárbakka i Borgar- firði. En skólinn átti að hefja starf í byrjun vetrar það haust og starfa til sumarmála næsta vor. Ég var ráðinn námssveinn í skólann og var þar þann vetur og hinn næsta, þ.e. 1906-1907. Þessa tvo vetur kenndi Sigurður við skólann. Skólinn var báða þessa vefcur fremur fámennur, nemendur töldust 14 fyrri vetur- inn, en 26 þann seinni. Voru sumir nemendanna þó aðeins hluta af námstímanum, bæði árin. Nem- endur voru líka á misjöfnum aldri og reki. Sá elzti mun hafa verið 26 ára en sá yngsti á 15. ári. Kenn- arastarfið mun því hafa verið vandasamt, vegna mismunandi þroska okkar nemendanna. Skólastjóri og stofnandi skólans var hinn kunni skólamaður Sig- urður Þórólfsson. Hann rak Lýð- háskólann á Hvítárbakka í 15 ár eða til ársins 1920 að hann varð frá að hverfa vegna heilsubrests. Á þeim tíma náði skólinn mikl- um metum og var sóttur af ungum mönnum úr flestum eða öllum héruðum landsins. Ég tel að skól- inn hafi verið miklu láni gæddur að fá Sigurð Þorvaldsson sem kennara, þessi tvö fyrstu skólaár sín. Báðir Sigurðarnir, skóla- stjórinn og kennarinn, voru miklir áhugamenn um framtíð skólans og önnur skólamál og létu sér annt um nemendur sína í hvívetna. Sigurður kennari gerðist hinn bezti félagi okkar nemendanna, alltaf reiðubúinn að leggja okkur lið þótt utan kennslustunda væri. Hann tók þátt í leikjum okkar og fór með okkur í leikfimi ef vel stóð á. Hann hafði ágæta stjórn í kennslustundum og utan þeirra. Samstarf hans og nemenda var því eins og bezt varð á kosið. Lipurð hans og tilhliðrunarsemi við nem- endur gerði vináttuböndin enn traust.ari og nánari. Allir nemend- ur hans vildu að hans ráðum fara. Hann brást heldur ekki óskum þeirra og vonum. Auðsætt var að nemendur töldu sig stunda námið til þess að auka fróðleik sinn og frama í þeirri von að geta innt af hendi þau störf sem biðu þeirra síðar á ævinni. Andúð gegn nám- inu eða námsleiði var þá ekki kominn til sögunnar, eins og nú er orðið nokkuð almennt meðal ungu kynslóðarinnar. Flestir þeirra sem nám stund- uðu á Lýðháskólanum á Hvítár- bakka 1905 — 1907, eru nú horfnir sjónum. Ef ég veit rétt munu þeir aðeins vera sex ofan moldar: Fimm frúr og sá sem þessar línur skrifar. Ég tel að við öll viljum færa okkar gamla kennara og góða vini Sigurði Þorvaldssyni einlægar þakkir fyrir samveruna og allt það sem hann gerði okkur til frama, jafnframt því sem við óskum honum birtu og yls á ævikvöldinu. Þau störf önnur, sem Sigurður hefur innt af hendi, en hér eru ekki nefnd, eru mörg og mikilvæg. Og hefir hann einnig með þeim reist sér óbrotgjarnan minnis- varða og sýnt með þeim hve íslenzkir menn fá áorkað þegar vilji og atorka eiga samleið. Skrifað á 95 ára afmæli vinar míns, 23. jan. 1979. Jón ívarsson. Stofnad félag tæknimanna í brunamálum LAUGARDAGINN 3. febrúar var stolnað á Hótel Esju félag tækni- manna í brunamálum. Mættir voru slökkviliðsstjórar og eldvarnaeftirlitsmenn allsstað- ar að af landinu. Tilgangur með stofnun félagsins er eins og segir í lögum þess, 3. gr: a. að auka samstarf og samstöðu félagsmanna að brunamálum. b. að beita sér fyrir fræðslu tæknimanna í brunamálum. c. koma upp tækniskóla fyrir slökkviliðsmenn. d. að vinna markvisst að uppbygg- ingu brunamála t.d. með tilliti til hagsmuna sveitafélaga. e. koma á samskiptum við erlenda aðila í brunamálum. Einnig er tilgangur þess að tryggja íbúum landsins meira öryggi, hvað varðar brunavarnir, með því að sjá svo um að sérhæfðir starfskraftar starfi að brunamál- um og aukin verði almenn fræðsla í þessum málum, segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Eftirtaldir menn skipa stjórn félagsins: Formaður Guðmundur Haraldsson, Reykjavík, ritari Sigurður Magnússon, Egilsstöðum, gjaldkeri Björn Sverrisson Sauð- árkróki, meðstjórnendur Guðjón Jónsson, Suðureyri, og Þórður Stefánsson, Borgarfirði. Vara- menn: Guðmundur Guðmundsson Reykjavík, og Sigurður Þórðarson, Hafnarfirði. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Aðalfundur félagsins, verður fimmtudaginn 15. febrúár að Háaleitisbraut 13, kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stiórnin. Steypumót frá Breiðfjörð Lítiö notuð Af sérstökum ástæðum höfum við til sölu nú þegar lítið notuð Flekamót (Form-Lok). Tengimót, kranamót, léttmót Byggingameistarar athugið að nú er rétti tíminn til að panta steypumót fyrir sumarið. Getum bætt við smíðapöntunum. Byggingakranar Höfum á boðstólum nýja og notaða krana frá F. B. Kroll A/S. Almenn blikksmíði Breiðfjörðsblikksmiðja h.f. framleiðir renni- bönd, rennur og niðurföll, kjöljárn og hvers- konar kantjárn eða ál fyrir þök. Kliþpum og beygjum hvers konar málma 3 mm þykkt og þynnra í 3 m lengd. Önnumst smíði og uppsetningar á loftræsi og bilunarkerfum o.fl. o.fl. Byggið á reynslu okkar. Leitið tilboða. Leitið upplýsinga BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HE SIGTÚNI7 • PÓSTHÓLF 742 • SÍMI 29022 óskar efftir blaðburðarfóiki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 VESTURBÆR: □ Skerjafj. sunnan flugvallar II. □ Hávallagata □ Garðastræti □ Faxaskjól □ Lindargata jl UPPL. I SIMA 35408 " \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.