Morgunblaðið - 08.02.1979, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Ríkið og atvinnureksturinn:
að tillögur nefndarinnar nái fram
að ganga.
Ráðherrar á öndverðu málí um
störf endurskoðunarnefndar
Athugun á
opinberum
atvinnurekstri
Friðrik Sophussun (S) vakti
máls á störfum nefndar, sem
fyrrv. fjármálaráðherra skipaði
hinn 30. marz 1977 til að meta,
„hvort ýmissi framleiðslu- og
þjónustustarfsemi, sem hið opin-
bera hefur með höndum sé betur
fyrir komið hjá einstaklingum eða
samtökum þeirra" og „hvort aðild
ríkisin að atvinnustarfsemi í land-
inu í samkeppni við einstaklinga
sé æskileg" — á Alþingi sl. þriðju-
dag. I nefndina voru skipuð: Arni
Vilhjálmsson prófessor, sem var
formaður, Gísli Blöndal hagsýslu-
stjóri, Guðríður Elíasdóttir, for-
maður Verkakvennafélags Hafn-
arfjarðar, Ingvi Tryggvason fyrrv.
alþingismaður, Ólafur Sverrisson,
kaupfélagsstjóri KB, Steinþór
Gestsson, fyrrv. alþingism. og
Víglundur Þorsteinsson forstjóri. I
september 1978 tók Brynjólfur I.
Sigurðsson, settur hagsýslustjóri,
sæti Gísla Blöndal.
Friðrik sagði nefnd þess skipaða
fólki úr ýmsum starfsstéttum og
skoðanahópum. Nefndin hefði þeg-
ar skilað niðurstöðum um fimm
aðila: Landssmiðju, Siglósíld,
Ferðaskrifstofu ríkisins, Bifreiða-
eftirlitið og Slippstöðina á Akur-
eyri.
Niðurstöður
nefndarinnar
Friðrik Sophusson sagði nefnd-
ina hafa orðið sammála um niður-
stöður í þeim athugunarþáttum
sem hún hefði skilað áliti um,
nema í einu tilfelli; þær niður-
stöður voru efnislega þessar, í
stuttu máli:
Landssmiðja: Rekstur fyrirtæk-
isins, sem ríkisfyrirtækis, skyldi
hætt, það selt, og fjármunir nýttir
til annars.
Siglósíld: Ríkið stofni hlutafé-
lag um reksturinn og seldi að því
búnu meirihluta aðilum, sem vildu
standa saman um reksturinn, eða
að hrein eign fyrirtækisins yrði
seld aðilum, sem vildu stofna félag
um kaup og rekstur þess.
Ferðaskrifstofa ríkisins: Starf-
seminni verði komið úr umsjón
ríkisins. Fyrirgreiðslu við ríkis-
starfsmenn verði fyrir komið með
öðrum hætti. Miðlun gistihúsnæð-
is verði verkefni sérstakrar bókun-
armiðstöðvar, með þátttöku hags-
munaaðila, sem hefðu áhuga á
samstarfi á þessum vettvangi.
Þeim hluta af starfsemi, sem
fólgin er í eigin hópferðum og
rekstri Eddu-hótela, ætti að vera
hægt að koma í hendur einkaaðila.
Ríkið gæti og stofnað til hlutafé-
lags um þennan rekstur, t.d. með
starfsfólki fyrirtækisins, aðilum
sem hefðu áhuga, menntun á þessu
svið, ferðaskrifstofum o.fl.
Bifreiðaeftirlitið: Er þar gert
ráð fyrir mun rækilegri skoðun
ökutækja en verið hefur. Er þar
m.a. talað um skoðun, a.m.k. að
hluta til hjá verkstæðum, er valda
muni eigendum ökutækja minni
fyrirhöfn.
Slippstöðin: I þessu máli klofn-
aði nefndin. Hluti hennar vildi að
ríkið seldi hlutabréf sín í Slipp-
stöðinni hf. Akureyri. Minnihlut-
inn vildi óbreytta eignaaðstöðu
ríkisins.
Ágætt starf
Friðrik Sophusson taldi nefnd-
ina hafa skilað ágætu starfi og sé
hún enn að störfum. Niðurstöður
nefndarinnar hefði hins vegar ekki
verið kynntar né ræddar með þeim
hætti, sem þurft hefði. Þess vegna
væri við hæfi að bera fram fyrir-
spurn til fjármálaráðherra, hvern
veg hann hygðist kynna niðurstöð-
ur nefndarinnar og hvort ríkis-
stjórnin myndi beita sér fyrir því,
Ekki rætt í
ríkisstjórninni
Tómas Arnason
fjármálaráðherra sagði að
nefndin hefði unnið ágætt verk.
Sjálfsagt væri að háttv. þingmenn
fengju skýrslur hennar og niður-
stöður í hendur og myndi hann sjá
svo um, að svo yrði gert. Niður-
stöður nefndarinnar hefðu ekki
verið ræddar í ríkisstjórninni og
hann myndi ekki gera þær hér að
umræðuefni, enda hefði nefndin
ekki skilað af sér nema að hluta
til. Skiptar skoðanir væru í núv.
ríkisstjórn um þessi efnisatriði.
Persónulega teldi hann ekki
ástæðu til breytinga á rekstri t.d.
Skipaútgerðar ríkisins, sem væri
nauðsynlegur þjónustuaðili við
landsbyggðina — eða á eignaformi
við Slippstöðina á Akureyri, a.m.k.
ekki að sinni. Ráðherrann kvaðst
vera lítill þjóðnýtingarmaður.
Ekki væri ástæða til að þenja
ríkisbáknið meira út en nú væri,
frekar ætti að draga úr því.
Störí nefndarinnar
óeðlileg
Iljörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra sagði að störf
nefndarinnar hefðu á margan hátt
verið óeðlileg. Stefna síðustu ríkis-
stjórnar speglaðist í störfum
hennar. Innan núv. ríkisstjórnar
væru viðhorf önnur. Óeðlilegt væri
að nefndin starfaði áfram án þess
að viðfangsefni hennar væru tekin
til endurskoðunar. Innan hennar
væri t.d. ekki fulltrúi frá Alþýðu-
bandalaginu.
Þá sagði iðnaðarráðherra að
hann vildi byggja Landssmiðjuna
Tillaga á Alþingi:
Lækkun tolla og
afnám vörugjalds
af íþróttavörum
Ellert B. Schram (S), Einar
Ágústsson (F), Árni Gunnarsson
(A) og Lúðvík Jósepsson (Abl)
hafa flutt tillögu til þingsályktun-
ar um lækkun og niðurfellingu
opinberra gjalda á íþróttavörum:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að — a) gera breytingar
á tollskrá, þar sem tollar á íþrótta-
vörum eru samræmdir og lækkað-
ir og b) fella niður vörugjaid á
íþróttavörum. Ofangreindar
breytingar verði lagðar fyrir
næsta reglulegt Alþingi. þannig
að þær geti hlotið afgreiðslu jafn-
hliða næstu fjárlögum."
I greinargerð kemur m.a. fram,
að nær 70.000 félagar eru skráðir í
íþróttafélög landsins. Þar að auki
stundar gífurlegur fjöldi almenn-
ings íþróttir sér til skemmtunar og
heilsuræktar.
Samkvæmt lauslegri athugun
sem gerð hefur verið á aðflutnings-
gjöldum á árinu 1977 námu þau
samtals 116.4 milljónum króna.
Árið 1978 verða þau væntanlega
enn hærri (97 m.kr. fram til 1.
september það ár). Hér er um
verulegar fjárhæðir að ræða, sem
þó skipta ekki stóru máli í fjárlaga-
dæminu. Ekki er heldur gert ráð
fyrir að fella tolla niður, en inn-
flutningur myndi aukazt við þessa
gjörð og þannig vega að nokkru upp
tekjutap ríkissjóðs vegna lækkun-
ar. Tímamörk eru sett til að hafa
nægan aðdraganda að þessari
breytingu fyrir ríkissjóð.
« x {í (ff * _...m
Ellert B. Schram:
Vemd bama og unglinga
Ellert B. Schram (S) hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp,til
breytinga á lögum um vernd
harna og ungmenna. Efnisatriði
frumvarpsins eru þessi:
1) Taka barns af heimili og
kyrrsetning barns er óheimil og
ógild, nema foreldrum og forráða-
mónnum sé birtur úrskurður skv.
14. gr. í síðasta lagi innan viku frá
því er ráðstöfun fór fram og gætt
sé ákvæða 20. og 32. gr.
2) Hafi rannsókn sérfræðings
farið fram er skylt að afhenda
foreldrum og forráðamönnum
tafarlaust fullkomna skýrslu um
niðurstöður hennar. Gögn og upp-
lýsingar um ölvun eða áhrif lyfja
skal óheimilt að taka til greina
nema blóðrannsókn (læknisrann-
sókn) liggi fyrir eða sannað sé að
viðkomandi aðili hafi neitað gang-
ast undir slíka rannsókn.
3) Foreldrar og forráðamenn
skulu ætíð hafa óhindraðan að-
gang að öllum gögnum er þá eða
börn þeirra varða. Skal þeim
heimilt að fá staðfest afrit af
þeim. Séu gögn dregin undan, er
óheimilt að nota þau i barna-
verndarmáli.
4) Foreldrar eða aðrir forsjár-
menn barns svo og aðrir þeir sem
hagsmuna eiga að gæta vegna
ráðstafana barnaverndarnefndar,
geta borið mál undir barna-
verndarráð til fullnaðarúrskurðar.
Er ráðinu skylt að taka málið til
skjótrar meðferðar og úrlausnar.
Skal úrskurður ráðsins liggja fyrir
innan 30 daga frá því að ráðinu
barst málið til meðferðar. Ákvæði
14., 15., 16. og 20. gr. eiga hér
einnig við og getur bamaverndar-
nefnd mælt fyrir um formlegan
málflutning fyrir ráðinu.
í greinargerð segir:
Fá mál eru viðkvæmari og vand-
meðfarnari en barnavernd og af-
skipti af heimilum eða ein-
staklingum af þeim sökum. Það
verður að teljast neyðarráðstöfun,
þegar samfélagið þarf að grípa inn
í fjölskyldumál og leysa úr vanda-
málum, sem stafa af sálrænum,
tilfinningalegum eða persónuleg-
um ástæðum, ekki síst þegar börn
eða ungmenni eiga í hlut. Barna-
verndarnefndir, barnaverndarráð,
félagsfræðingar og aðrir, sem
afskipti hafa af slíkum málum,
bera að þessu leytL mikla og
vandasama ábyrgð.
Allajafna fara störf þessara
aðila fram í kyrrþey, og ljóst er, að
hversu margar lagagreinar og
reglur sem settar eru um fram-
kvæmd og meðferð barnaverndar-
mála reynir fyrst og fremst á
þroska, skilning og lipurð þeirra,
sem til slíkra ábyrgðarstarfa
veljast að dæma um velferð barns
eða ungmennis. Óhætt er að full-
yrða, að við allan meginþorra
barnáverndarmála gætir slíkra
sjónarmiða.
Á hinn bóginn er nauðsynlegt,
að löggjöf móti meginstefnu, sem
taki tillit til mannúðlegra viðhorfa
og beri hag einstaklinganna, sem í
hlut eiga, fyrir brjósti.
Lög um vernd barna og ung-
menna, nr. 53/1966, hafa verið í
endurskoðun um nokkurt skeið, en
lítið virðist miða og hljótt er um
þá endurskoðun.
Að gefnu tilefni hefur flutnings-
maður þessa frumvarps ákveðið að
bera fram nokkrar breytingartil-
lögur við nefnd lög, en þær hníga