Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 35

Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 35 upp í tengslum við hugsanlegan skipasmíðaiðnað á Reykjavíkur- svæðinu. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra sagði umsögn nefndarinnar um Bifreiðaeftirlit ríkisins engan veginn tæmandi. Þar þyrfti enn margt að skoða áður en ákvarðanir yrðu teknar. Hann hefði sent skýrslu nefndar- innar, þetta mál varðandi, til ýmissa umsagnaraðila, m.a. for- stöðumanns eftirlitsins, en málið væri langt frá_því fullkannað. Matthías A. Mathiesen. fv. fjármálaráðherra, gerði grein fyr- ir aðdraganda að stofnun nefndar- innar, starfsháttum o.fl. Ætíð hefði verið meiningin að skýrslur nefndarinnar yrðu sendar til við- komandi umsagnaraðila og skoð- aðar af aðilum í stjórnkerfinu. Það væri svo ríkisstjórnar og Alþingis að segja til um framhaldið, stefnu- mótun og framkvæmd. En full ástæða væri til að huga að því, með hvaða hætti mætti draga úr ríkisumsvifum ekki sízt á þeim sviðum, þar sem eðlilegt væri að einstaklingar eða samtök þeirra hefðu starfsvettvang. Lands- byggð og land- búnaður TVEIR þingmenn Framsóknar- flokksins, Jón Helgason og Vil- hjálmur Hjálmarsson, hafa flutt tillögu til þingsályktunar, þar sem ríkisstjórn er falið að kanna, hve stór hluti þjóðarinn- ar hefur atvinnu af framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða og þjónustustörfum í tengslum við landbúnaðinn. Ennfremur, hver áhrif hugsanicgur sam- dráttur í búvöruframleiðslu hefði á íslenzkt atvinnulíf í heild og þá sér í lagi á þróunar- möguleika í ullar- og skinna- iðnaði, sem verið hefur vaxandi útflutningsgrein í þjóðarbú- skapnum. í greinargerð er sagt að land- búnaðurinn eigi mestan þátt í því að halda landinu öllu í byggð og sé veigamikill í atvinnutæki- færum fólks í þéttbýliskjörnum vítt um land. Vinnsla og dreifing búvöru sem og ýmiss konar þjónustuiðnaður og verzlun, tengd landbúnaði, veiti miklum fjölda manna atvinnu og fram- færi. Mikil röskun á högum landbúnaðar sem undirstöðuat- vinnugreinar myndi því hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í félags- og byggðamálum. allar í þá átt, að tryggja betur en nú er gert rétt foreldra eða for- ráðamanna barna, með hagsmuni barnsins fyrir augum. Er þá geng- ið út frá þeirri meginforsendu, að barnið sé hluti fjölskyldu, sem umfram allt megi ekki stía í sundur nema til þess liggi óum- deilanleg rök og ástæður. í ís- lenskri löggjöf er allsráðandi sú meginregla, að fjölskyldan búi og lifi saman, og aldrei má til þess koma, að barni sé ráðstafað og það tekið úr umsjá foreldra vegna rangra upplýsinga eða á röngum forsendum. Hér er ekki einvörðungu um það að ræða, að sjálfsagður réttur barnsins og fjölskyldunnar sé hafður í huga, heldur höfðað til þeirrar grundvallarreglu í réttar- ríki, að aðilar máls eigi heimtingu á því að vera upplýstir um máls- ástæður og gögn, sem úrskurður kann að byggjast á. Á þetta skortir nokkuð í núgildandi lögum. Einstakar greinar skýra sig að mestu sjálfar. Bridgefélag kvenna Úrslit sl. mánudag urðu þessi: Meistaraflokkur: Sigríður Ingibergsdóttir — Gunnþórunn Erlingsdóttir 15-5 Alda Hansen — Sigrún Pétursdóttir 20-0 Hugborg Hjartardóttir — Guðrún Bergsdóttir 16-4 Guðrún Einarsdóttir — Sigríður Jónsdóttir 15-5 Staðan í meistaraflokki eftir 5 umferðir: Sigríður Ingibergsdóttir 78 Alda Hansen 76 Gunnþórunn Erlingsdóttir 71 Hugborg Hjartardóttir 66 Næsta mánudag spila m.a. saman tvær efstu sveitirnar. Úrslitin í fyrsta flokki: Kristjána Kristinsdóttir — Kristín Jónsdóttir 20—0 Sigríður Guðmundsdóttir — Jóhanna Thors 20—0 Anna Lúðvíksdóttir — Gerður ísberg 17—3 Aldís Schram — Guðrún Þórðardóttir 16—4 Gróa Eiðsdóttir — Björg Pétursdóttir 15—5 Staðan í fyrsta flokki: Aldís Schram 93 Sigríður Guðmundsdóttir 58 Gróa Eiðsdóttir 55 Anna Lúðvíksdóttir 53 Bridgefélag Kópavogs Fjórða umferð aðalsveita- keppni Bridgefélags Kópavogs var spiluð fimmtudaginn 1. febr. Úrslit urðu þessi: Grímur Thorarensen — Sigrún Pétursdóttir 10—10 Vilhjálmur Sigurðsson — Sigurður Sigurjónsson 4—16 Guðmundur Ringsted — Kristmundur Halldórsson 12—8 Friðrik Brynleifsson — Sigríður Rögnvaldsdóttir 8—12 Sævin Bjarnasón — Böðvar Magnússon 4—16 Árni Jónasson — Ármann J. Lárusson 0—20 Staða efstu sveita að fjórum umferðum loknum: Ármann J. Lárusson 80 Grímur Thorarensen 56 Sævin Bjarnason 53 Sigríður Rögnvaldsdóttir 46 Böðvar Magnússon 42 Sigurður Sigurjónsson 41 Bridgefélag Selfoss Úrslit í firmakeppninni eftir 3. umferð 25. janúar 1979. Rafveita Selfoss Bjarni Jónsson 222 Guðnabakarí Sigurður Sighvatss. 222 Sorphreinsun Suðurlands Garðar Gestsson 219 Búnaðarbanki íslands Guðmundur Sigursteins. 217 Höfn h/f. Kristmann Guðmundsson 214 G.Á. Böðvarsson h/f. Halldór Magnússon 212 Sendibílastöð Selfoss Oddur Einarsson 212 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Þórður Sigurðsson og fl. 204 Almennar Tryggingar Jónas Magnússon 203 Hitaveita Selfoss Gunnar Þórðarson 203 Bridge L é Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON Trésmiðja Guðmundar Sveinss. Haukur Baldvinsson 203 Samvinnutryggingar Haraldur Gestsson 202 Smiður h/f. Ingvar Jónsson 199 Magnús Magnússon h/f. Örn Vigfússon 199 Suðurgarður h/f. Grímur Sigurðsson 198 Verslun Á.Á. Vilhjálmur Þ. Pálsson 196 Trésmiðja Þorsteins & Árna Brynjólfur Gestsson 195 Einarshöfn h/f Friðrik Larsen 190 Fossnesti h/f. Stefán Larsen 186 Iðnaðarbanki Islands Guðjón Einarsson 181 Árborg h/f. Valgeir Ólafsson 180 Félagið þakkar öllum sem tóku þátt í þessari keppni veitt- an stuðning. Bridgefélag Hafnarfjarðar Butler-tvímenningskeppni B.H. er nú lokið og urðu helstu úrslit sem hér segir: Ólafur Gíslason — Þorsteinn Þorsteinsson 246 Jón Pálmason — Sævar Magnússon 233 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 221 Bjarnar Ingimarsson — Þórarinn Sófusson 208 Bjarni Jóhannsson — Björn Eysteinsson 208 Páll Valdemarsson — Valur Sigurðsson 204 Friðþjófur og Halldór Einarssynir 203 Meðalskor 190 Næstu tvo mánudaga verður spilaður einmenningur sem að venju er jafnframt firmakeppni. Til gamans skal þess getið, að frumraun blaðafulltrúa B.H. var einmitt slík keppni. Var það árið 1953. Þá tóku 64 firmu og 64 spilarar þátt í keppninni. Nú- verandi stjórn er að vísu bjart- sýn á að fá 64 firmu en reiknar hvergi nærri með 64 spilurum. Blaðafulltrúi lendir því væntan- lega eitthvað framar í röðinni en fyrir 26 árum, þegar hann varö 61. Allt um það hvetur stjórn B.H. félaga til að fjöl- menna. Nýjum féiögum skal bent á, að einmenningskeppni er mjög heppilegt keppnisform fyrir þá sem óvanir eru keppnis- bridge. Þá eru fyrrverandi. félagar vel séðir enda þykja þeir of sjaldséðir gestir á spilakvöld- um félagsins. Spilað er að Hjallahrauni 9 á mánudögum og hefst spilamennska kl. 19.30. Stefán Snævarr: Egill og í ran Sérkenni svargreinar Egils Þor- finnssonar við grein minni um ástandið í Iran eru þau helzt, að hann svarar varla einni einustu athugagrein minni, en skemmtir sér í staðinn við að gera mér upp skoðanir (um leiðréttingu hans á útgáfu minni af útlegðarsögu keis- arans er það eitt að segja að mín vegna má hr. Pahlavi hafa verið á Norðurpólnum). Egill heldur því fram, að ég „rómi og dásami Mossadeq". Það eina sem ég segi um Mossadeq heitinn er, að hann hafi reynt að þjóðnýta eigur erlendra olíufyrir- tækja, og að koma keisaranum frá völdum. Sjálfsagt hefur hann verið hinn mesti fantur á marga lund, en hins vegar reyndi aldrei á jarðnæðis- umbótavilja hans, þar eða hann sat afar stutt við völd. Um jarðnæðisskiptingu keisar- ans fer ýmsum sögum. Bandaríska vikuritið Newsweek gefur berlega á skyn, að hún hafi fyrst og fremst verið átylla til að brjóta á bak aftur vald klerkastéttarinnar. Hvað sem öðru líður er það staðreynd, að á síðustu árum hafa milljónir íranskra bænda flosnað upp, og hírast nú við ömurleg skilyrði í kofabyggðum umhverfis stórborgirnar. Ástæðan er sú, að frumstæður búrekstur þeirra þoldi ekki samkeppni við vélvæddan stórbýlarekstur, svo vart hafa jarðnæðisumbæturnar náð langt. Egill gagnrýnir mig fyrir að minnast hvergi á meintan þátt Sovétmanna í framvindu mála í íran. Því er til að svara, að allt bendir til, að óeirðirnar í Iran hafi komið Sovétmönnum í opna skjöldu, og framan af var frétta- flutningur sovésku blaðanna af ástandinu heldur hliðhollur keis- aranum, ef eitthvað var. Newsweek telur, að Sovétstjórn- inni lítist ekkert allt of vel á tilkomu „íslamsks lýðveldis" við suðurlandamæri sín, það gæti eflt íslamskar þjóðernishreyfingar í Asíulýðveldum Sovétríkjanna. Um vopnabúrssögu Egils hef ég aðeins eina spurningu: hverjar eru heimildirnar? Egill hlýtur að gera sér grein fyrir, að ýmsir aðilar hafa hag af að láta svo líta út sem óeirðirnar í Iran séu „skipulagðar" af hinum illu Rússum. Um kvikmyndahúsabrunann hef ég líka eina spurningu: hvernig getur Egill vitað, að bruninn var verk andstæðinga Iranskeisara en ekki t.d. ögrunaraðgerð leynilög- reglunnar? Hvað sem því líður krefst voldug pólitísk umbylting eins og hin íranska ævinlega sinna saklausu fórnarlamba, í ungversku þjóð- byltingunni árið 1956 var fjöldi alsaklausra manna líflátinn af uppreisnarmönnum. Engu síður treysti ég mér til að halda fram málstað ungversku „óeirðaseggj- anna“ gegn hinni stalínísku harð- stjórn Sovétleppsins Rakosi. Svona í „forbifarten", einsog danskurinn segir væri ekki úr vegi að minna Egil á, að hermenn keisarans hafa skotið þúsundir vopnlausra mótmælenda til bana, þeirra á meðal konur og börn. Þúsund er hærri tala en 377, Egill. Nýlega las ég í breska vikuritinu World Times viðtal við Fred nokk- urn Halliday, sem titlaður var mesti Iranssérfræðingur Breta. Á honum má skilja, að hinni marg- rómuðu iðnvæðingu Iranskeisara megi helst likja við Potemkintjöld, statistik sé fölsuð, og fjöldi fyrir- tækja, sem ekki eru til, fái styrk frá hinu opinbera. Hverjir skyldu nú hirða þá peninga? Halliday segir ennfremur, að þær efnahagsframfarir sem þrátt fyrir allt hafa átt, sér stað hafi fyrst og fremst komið yfir- og millistétt landsins til góða, alþýð- an sé jafn fátæk og hún hefur alltaf verið. Það má skjóta því inn í, að sú iðnvæðing sem orðið hefur getur ekki talist mikið afrek, eitthvað varð að gera við allan þennan olíuauð. Það er ekki keis- aranum að þakka, að olía finnst í íranskri jörð. Halliday segir, að keisarinn hafi ekki hundsvit á efnahagsmálum, og hafi ráðríki hans samfara þekkingarleysi á þessum sviðum haft hinar hörmulegustu af- leiðingar fyrir þjóðina. Sem dæmi um hversu slitinn einvaldurinn væri úr tengslum við þjóðlífið nefnir Halliday, að þegar keisaranum var sagt, að fyrir utan Teheran væri víðfeðm slömm- byggð fékkst hann ekki til að trúa sínum eigin eyrum. Egill gefur í skyn* að það sé vegna fáfræði sinnar, að almenn- ingur rísi gegn Shahnum. Það er þá væntanlega vegna fávisku sinn- ar að stúdentar og háskólakennar- ar skipa sér í fylkingarbrjóst andstöðunnar gegn einræðinu, eða hvað? Það sama gildir væntanlega um íranska blaðamenn og rit- höfunda, sem velflestir eru and- snúnir keisaranum og hyski hans. Fullyrðingar Egils þess efnis, að Islamsklerkar vilji banna kvik- myndahús eru beinlínis rangar. Hins vegar vilja þeir banna allt sem minnir á klám á hvíta tjald- inu. Hvað snertir kvenréttindi hefur Kómení æðstiprestur sagt í nýlegu viðtali, að þau verði í engu skert, „með því skilyrði að þær (konur) fylgi vissum reglum," hvað sem það nú þýðir. Ég vil taka það fram áður en lengra er haldið, að ég hef ekki minnstu samúð með Kómení og trúarofstæki honum tengdu. En eftir aldarfjórðungs harðstjórn þekkir írönsk alþýða enga póli- tíska valkosti, og snýr sér því til þess eina félagslega afls sem keisaranum hefur ekki alveg tekist að temja, kirkjunnar. Það væri því að verulegu leyti á ábyrgð keisar- ans, ef íran breyttist í íslamskt einræðisríki. Það má skjóta hér inn í, að þeir sem halda að stjórn múhameðskra hreintrúarmanna sé endilega andvíg iðnvæðingu ættu að líta til Saudi-Arabíu, sem iðnvæðist af miklum hraða, þótt kóraninn sé þar jafngildi lagabók- stafa. Egill virðist alls ekki hafa skilið, að megininntak fyrri greinar minnar var, að benda mqnnum á, að óeirðirnar í íran eiga sér fremur pólitískar undirrætur en trúarlegar. Margt bendir til þess, að mótmælendur noti Kómení fyrst og fremst sem sameiningar- tákn í andstöðunni gegn keisar- anum, fremur en að þeir fylgi skoðunum hans í einu og öllu. Að lokum vil ég spyrja Egil: trúir þú í fúlustu alvöru, að vígorð „óeirðaseggja“ um frelsi, lýðræði, jöfnuð, og þjóðlegt sjálfstæði séu aðeins yfirvarp yfir íslamskt trú- arofstæki?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.