Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 36

Morgunblaðið - 08.02.1979, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 Faðir okkar, SIGURÐUR ÁRNASON, Stórageröi 13, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 9. febrúar kl. 3 e.h. Árni Sigurðeson, Aöalsteinn Sigurösson, Hjördís Þorbjörg Siguröardóttir, Bryndís Ágústa Siguröardóttir. t Sysfir okkar og frænka, LÁRA FRIÐRIKSDÓTTIR hjúkrunarkona, Noröurbrún 1 andaöist í Landspítalanum miövikudaginn 7. febrúar. Útförin veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. febrúar kl. 1.30. Helga og María Friöriksdaetur og aörir aöstandendur. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, MAGÐALENA BJARNADÓTTIR Baldursgötu 28, lézt í Borgarspítalanum, þrlöjudaglnn 6. febrúar. Jóhanna Noröfjörö, Grétar Noröfjörö, Guörún Runólfsdóttir Brown, Stanley Brown, Halldór Runólfsson, Björg Stefénsdóttir, Siguröur Runólfsson, Guöbjörg Björgvinsdóttir og barnabörn. t Móöir mín, tengdamóöir og amma HULDA S. EYJÓLFSDÓTTIR andaölst á Elllheimlllnu Grund 6. febrúar. Fyrir hönd annarra vandamanna Brynjar Laifsson, Jean Leifsson, Bryndfs Brynjarsdóltir, Bjarki Brynjarsson. t Dóttir mín, SUNNA HILDUR SVAVARSDÓTTIR írabakka 8, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 1.30. Ingibjörg Sumarliöadóttir. t Útför JÓHÖNNU SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR Stigahlíö 30, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 9. febrúar kl. 10.30. Hanna D. Jónsdóttir, börn og barnabörn. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð viö andlát og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu. VALGERÐAR SIGURBERGSDÓTTUR, Kirkjuferjuhjáleigu, Ölfusi. Siguröur Guðjónsson, Hrafna Guömundsdóttir, Björn Sigurösson, Ragnheiöur Sigurðardóttir, Guöjón Sigurösson, Vera Valgarðsdóttir, Guðmundur Rafn Sigurösson, Atli Mér Sigurósson, Siguröur Valur Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför konunnar minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Háagaröi 35, og heiöruöu minningu hinnar látnu. Sérstaklega þökkum viö Einari Baldvinssyni lækni fyrir hans hjálp í hennar löngu veikindum. Einnig þökkum við hjúkrunarkonum og starfsfólki á E6 og Gjörgæslu Borgarspítalans fyrir góöa hjúkrun. Guö blessi ykkur öll. Magnús Grímsson, Grímur Magnússon, Ingólfur Magnússon, Ásdís M. Ingólfsson, María P. Ingólfsdóttir, Donna Magnúsdóttir, Dísa Magnúsdóttir, Lou Magnússon, Kolbrún Óskarsdóttir, Bjarni Þórarinsson, Hreióar Elmers, James Magnússon, Kolbrún Arna. Þorsteinn Guðmunds son — Minningarorð Fæddur 6. júní 1890. Dáinn 5. janúar 1979. Ég vil hér minnast aldins vinar og frænda. Þorsteinn Guðmundsson á Eyrarlandi er látinn. Hann var á 89. aldursári og kveður nú þetta líf farinn að kröftum og laminn af hreggi og stormum mannlífsins, en sáttur við allt, bæði Guð og menn. Þorsteinn Guðmundsson var fæddur á Eyrarlandi við Akureyri 6. júní 1890. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson og Sigríður Þorsteinsdóttir frá Öxnhóli í Öxnadal. Sigríður var alsystir Rósu ömmu minnar og leiddi skyldleiki þessi meðal annars til nokkurra kynna okkar Steina, enda var frændrækni einn af hans sterku eðlisþáttum og naut ég þess í ríkum mæli þau ár sem ég var búsettur á Akureyri 1947—‘52 og er nú nokkuð seint þakkað. Hugljúfar eru minningar um gamla Eyrarlandsbæinn og hlýju þá og gestrisni sem maður naut innan dyra hjá þeirri góðu konu Þuríði. Minnist ég lengi kaffisins, kleinanna, flatbrauðs með reykt- um döndli ofaná, sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði. Eyrarlandsbærinn stóð á brekk- unni sunnan undir lystigarði Akureyrar í skjóli trjáa og blóma, síðar var garðurinn stækkaður í suður og lenti þá bærinn inní garði og stendur nú aðeins lítið sýnis- horn af því góða býli umvafið ilmjurtum og öðrum gróðri, Steini var lítið fyrir það að nudda sér utaní höfðingja um dagana, hann var hreinn og beinn og kom til dyranna eins og hann var klæddur, jafnt við háa sem lága. Hann var hrjúfur á yfirborði og gat verið svarakaldur, sérstaklega við þá sem honum fannst vera að sperra sig eitthvað upp, en innanundir skelinni var ljúfmennið hjarta- hlýj a gjarnan með „bolsíur" í brúnu bréfi í vasanum til að stinga uppí óánægt barn sem á götu hans varð. Mér finnst vera hægt að líkja Steina við beinvaxna háa svera eik með þykkum, veðruðum berki, en innanundir berkinum kjörviðurinn mesti. Þorsteinn Guðmundsson fædd- ist einhentur, vantaði vinstri höndina framan við úlnlið, hann var löngum kenndur við þessa fötlun og nefndur Steini einhenti. Margur gæti haldið að einhentur maður ætti bágt með að vinna öll algeng störf eins og tíðkuðust áður en vélaöldin gekk í garð, en þar stóð ekki upp á Steina, það var furðulegt að sjá hann t.d. moka með reku eða slá og raka og heyið batt hann einn og lét upp á vagn og klakk. Hann sagði einhvern tíma að enginn þyrfti að vorkenna sér að vera einhentur hann gæti gert margt með sinni hægri, sem aðrir gætu ekki með tveim höndum, enda mun vorkunnsemin ekki hafa verið ríkur eiginleiki hjá alþýðu fólks fyrri tíma, þegar vinnan og stritið sat í öndvegi og sá sem ekki nennti að vinna átti engan mat að fá. Um skólagöngu mun ekki hafa verið að ræða aðra en háskóla lífsins sem dugði þó þessari kyn- slóð undantekningarlítið. Steini mun hafa fermst upp á faðirvorið og hrafl úr Helgakveri en alinn að öðru leyti upp í Guðstrú og góðum siðum sem fylgdi honum ævilangt. Hann Steini frændi minn var mikill gleðimaður og dýrkaði „Bakkus" langa tíð, hann var líka stórmikill hestamaður, feraðist víða um land og tamdi hesta bæði til dráttar og reiðar, mun þá oft hafa gefið á og riðin tæp vöð. En það lýsir manninum og segir ótrú- lega sögu, að svo fatlaður maður skyldi hafa lag á göldum folum og hafa tamningar að starfi. Ég hitti Steina eitt sinn við brúarvígslu vestur í Húnavatnssýslu, mig minnir 1948, þá var hann með 9 hesta. Ég spurði hvort ekki væri vont fyrir hann að vera svona einan. Hreytti hann þá í mig að hann væri aldrei einn, Guð væri alltaf með sér og svo Rebbi sem væri betri og vitrari en þrír menn. Rebbi var Sánkti-Bernharðs-hundur, stór og mikið gersemi. Það væri gaman að SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig getur ungt íólk öðlazt öryggiskennd í þessum hverfula heimi? Eg þjáist af tómleika. Þegar eg var lítil. fannst mér lífið dásamiegt, en nú er eg vonsvikin og veit ekki, hvert eg á að snúa mér. Það er mergurinn málsins, að ekkert raunverulegt öryggi er til án Guðs. Eg þekki menn, sem hafa átt velgengni að fagna á þessa heims vísu, en alltaf vantar eitthvað, ef ekki er gert ráð fyrir Guði. Hann er sú vera sem getur sett saman öll brotin, svo að úr verður heillegt líf, sem hefur mark og mið. Eg vil ekki hugsa til þess, hvað um mig hefði orðið, ef eg hefði ekki fundið Krist, þegar eg var unglingur. Eg hefði sjálfsagt orðið líkur æskufólki nútímans, kannski hvorki betri né verri. En Kristur veitti mér þá blessun, sem hann hefur gefið ótalmörgum öðrum: Hann tengdi allt saman, sem var sundrað og gaf því merkingu og tilgang. Það er óttalegt að verða var við hversu margt fólk hefur brenglaðar hugmyndir um lífið og tilgang þess. Það metur ómerkilega hluti mikils virði, en lítils virðir það, sem einhveer veigur er í. En við skulum minnast þess, að Guð breytir aldrei mati sínu. Biblían segir: „Hinn vitri hrósi sér ekki af vizku sinni, og hinn sterki hrósi sér ekki af styrkleika sínum, heldur hrósi sér hver af því, sá er vill hrósa sér, að hann sé hygginn og þekki mig“ (Jer. 9,23). Kristur er svarið við vonleysi. Aldrei hefur verið maður á þessai’i jörð, sem þekkti hann og varð fyrir vonbrigðum af honum. Hann getur gefið lífi þínu tilgang og markmið! vera þess umkominn að geta skrifað ævisögu slíkra stórmenna sem ég tel að Steini einhenti hafi verið, en fæstir rithöfundar virð- ast vera fundvísir á þvílíka fjár- sjóði. Einn var sá eiginleiki í fari Steina sem gleymdist ekki, það var gjafmildin, hann var sígefandi, ég held hann hefði gefið utan af sér spjarirnar ef hann hefði séð þess þörf. Enda varð honum aldrei neitt veraldlegt við hendur fast, þeim mun ríkari var hann af hinum andlega auði sem er ósýni- legur og óáþreifanlegur. Ég fór nokkrum sinnum á bak með Steina á Akureyrarárunum og kynntist ég þá nokkrum eðlisþáttum hans. Éngan mann hef ég séð jafn samgróinn hestinum og Steina, það var eins og hann væri límdur í hnakkinn hvernig sem hesturinn lét ég er líka viss um að hestar vissu um fötlun hans, það var ekki einleikið hvað hann fékk þá fljótt setta og létta í beisli. Eitt atvik er mér ákaflega minnisstætt. Við vorum á ferð til Dalvíkur síðast í júlí 1949 í miklum hita og sólskini, hestarnir svitnuðu mikið og við fórum hægt yfir. Þegar komið var norður yfir Hörgárbrúna áðum við í hvammi rétt neðan við brúna og tóku hestarnir strax niðri í grænu grasi. Við Steini hölluðum okkur við þúfu og hugðumst minnast við stút, þegar gamall vörubíll hljóð- deyfislaus fór yfir brúna. Það var gamla trébrúin, og gaf í svo drundi við. Hrukku þá klárarnir við, hálffældust og skipti það engum togum að þeir fóru í ána svo til samtímis. Þó varð Skjóni Steina það á eftir, að hann náði hendi í reiðann, um leið og hann stökk fram af bakkanum og vó sig þannig í hnakkinn og yfir var hann kominn og búinn að ná taumhaldi á Skjóna, það lítið á eftir lausu hestunum, að þeir voru sex, að þeir komust ekki nema á eyrina sunnan árinnar, enda Rebbi kominn óbeðinn, hafði hlaupið á brúna og stóð fyrir. Þetta var svo mikið og snarlegt óþróttaafrek að manni um sextugt að ég var enn þann dag í dag alveg undrandi. En þetta atvik lýsir Steina vel hvað hann var fljótur að hugsa og óvílinn á hverju sem gekk. Ekki fékk ég hann til að hella vatninu úr stígvélinu fyrr en við áðum næst, það var á túninu á Hofi, þá sagði Steini og hló átt, að Skjóni hefði oft synt með sig lengri sund en yfir sprænuna Hörgá. Nú þegar þetta náttúrubarn hefur lokið lífshlaupi sínu verður minningin sú að hann hafi verið gæfumaður. Hann giftist Þuríði Guðmunds- dóttur, ágætiskonu sem lifði með honum súrt og sætt í gamla Eyrar- landsbænum sem var fæðinga- staður hans. Þeim hlotnaðist sú gæfa að eignast dóttur sem ól önn fyrir þeim gömlum og firrti þau þeirri raun að þurfa að fara á stofnun, sem var eitur í beinum Steina. Það að gamalmenni fái að kúra í skjóli barna sinna heyrir nú nánast sögunni til á tímum stofn- ana og mammonsdýrkunar. Að endingu færi ég hjónunum Asdísi og Páli eiginmanni hennar og börnum hugheilar þakkir fyrir þeirra fórnfúsu umönnun sem frændi naut í þeirra garði. Ég óska Steina einhenta velfarnaðar á engjunum hinum megin og kveð hann að sinni. Hjálmar Júlíusson, Dalvík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.