Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 37

Morgunblaðið - 08.02.1979, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 37 Hafliði Eiríksson —Minningarorð Fæddur 7. júlí 1895. Dáinn 30. janúar 1979. Hafliði var fæddur í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru þau Eiríkur Ásmundsson bóndi og oddviti og Guðrún Magnúsdóttir þá búandi í Neskoti. Síðar á Reykjarhóli frá 1899—1938. Með þeim ólst Hafliði upp. Hafliði var elstur barna foreldra sinna. Áður hafði móðir hans eignast Önnu Björnsdóttur, er andaðist á s.l. hausti. Systkini Hafliða voru: Arnbjörg ljósmóðir, gift Ásmundi Jósefs- syni, búandi á Sauðárkróki; Magn- ea, gift Árna Jónssyni, búa í Reykjavík; Ásmundur er um mörg ár veitti forstöðu Fíladelfíusöfnuð- inum, kvæntur Þórhildi Jóhannes- dóttur. Hann er látinn; Árni, lengst af bóndi á Reykjarhólí, síðast búandi í Reykjavík, kvæntur Líneyju Guðmundsdóttur. Hann er látinn; Anna, búandi með mág- konu sinni, Þórhildi, að Hátúni 2, Reykjavík. Hafliði byrjaði ungur að taka til verka. 14 ára gamall ræðst hann á hákarlaskip. Var hann á hákarla- skipum norðanlands um 14 ára skeið. Hann fór og í ver til Eyja og var í landskunnum heimilum, hjá Þorbirni á Kirkjubæ og Ólafi Auðunssyni í Þinghól. Árið 1924 hóf Hafliði búskap að Austarahóli í Fljótum. Er hann bóndi allt til ársins 1953, að hann bregður búi og flytur til Akraness með fjölskyldu sinni. Hvort sem Hafliði var til sjós eða lands, þá var hann meira en hlutgengur. Öll árin til sjós var hann með aflamönnum. Bróðir hans Ásmundur hefir í 1. hefti bóka sinna „Skyggnst um af skapabrún" skrifaði mjög skemmtilega frásögn af hákarla- túr á seglskipinu Urion. Er það ein skemmtilegasta sjóferðasaga, er um getur á íslensku máli. Sem bóndi skaraði Hafliði fram úr. Var heiðraður af Búnaðarfélagi íslands. Hann ræktaði afburðagott og heilbrigt sauðfé. Varð aldrei heylaus. Miðlaði oft í hörkum og bjargarskorti af sínum feng. Hafliði steig mikið gæfuspor, er hann kvæntist Ólöfu Björnsdóttur. Ólöf var þá ekkja eftir Guðmund Jónsson frá Austarahóli í Fljótum, með þrjú eftirlifandi börn þeirra. En þau eru Páll Ragnar bóndi að Miðmói, kvæntur Björgu Jóhanns- dóttur og eiga þau þrjú börn; Líney, ekkja eftir Árna Eiríksson, búandi í Reykjavík, áttu þau tvö börn. Yngstur var Axel, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur og búa þau í Reykjavík. Axel var fjögurra ára er hann kom til stjúpa síns. Samleið varaði um 50 ár og var mjög gott með þeim alla tíð. Hafliði og Ólöf eignuðust eina dóttur barna, Guðrúnu, búandi í Dísukoti í Þykkvabæ, gift Kristni Markússyni og hafa þau átt 11 börn. Auk sinna eigin barna ólust upp hjá þeim að meira og minna leyti Hafliði Frímannsson, nú í Keflavík og dóttursonurinn Haf- liði Kristinsson, er dvaldi hjá þeim öll sín skólaár. Hafliði var mikill lánsmaður í lífi sínu og hreinn bjargvættur bæði til sjós og lands. Sigurlaug Guðnadóttir frá Heiði, er gift var Þorsteini Steinssyni vélsmið, taldi sig eiga Hafliða líf sitt að launa. Er hún ásamt 7 öðrum var á leið til Skagafjarðar frá Siglufirði síðla vetrar brast á þau NA-stór- hríð, er þau voru rétt komin í Siglufjarðarskarð. Veðrið var mjög hart. Þeir er til þekkja vita að þarna eru allar aðstæður erfið- ar. Hafliði tók að sér forystuna og giftusamlega var náð til bæja. Var þetta talið þrekvirki eins og á stóð. Einbeitni og ratvísi Hafliða varð þar til björgunar. Arið 1931 hafði Hafliði eignast afturhvarf og frelsandi trú á Jesúm Krist. Sem afleiðingu af því, þá lét hann skíra sig fciblíu- legri skírn í Sandósi í Fljótum 26. dag júnímánaðar 1931. Trúin var Hafliða heilagt mál. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var traustur meðlimur í Hvíta- sunnuhreyfingunni á Islandi um nærri hálfrar aldar skeið. Þar var aldrei hik á. Guðs Orð, Heilög Ritning, var sú bók er hann las mest. Hann var einlægur aðdáandi Jesú Krists. Hann var honum Drottinn og frelsari. Hafliði mætti dauða sínum öruggur og viss um hjálpræðið í Jesú Kristi. Árið 1960 flytur Hafliði með fjölskyldu sína frá Akranesi og bjó í eigin íbúð að Bergþórugötu 25 í Reykjavík upp frá því. Við andlát Hafliða Eiríkssonar ríkir birta og heiðríkja um minn- ingu góðs drengs. Samúðarkveðjur eru fluttar Ólöfu ekkju hans og öllum börnum þeirra. Einar J. Gíslason. Hafliði frá Neskoti er dáinn. Hann lézt á Landakotsspítala þann 30. janúar s.l. eftir stutta legu. Hafliði var fæddur að Nesi í Flókadal, 7. júlí, árið 1895. Hann var því á 84. aldursári er hann lézt. Foreldrar Hafliða voru, Eiríkur f. 1867 bóndi og oddviti á Reykjar- hóli í Haganeshreppi, Ásmunds- sonar í Neskoti, Eiríkssonar á Illugastöðum, Ásmundssonar á Bjarnastöðum, Jónssonar á Mann- skaðahóli, Ásmundssonar í Málm- ey á Skagafirði. Móðir Hafliða og sambýliskona Eiríks, var Guðrún f. 1856 Magnúsdóttir, bónda á Hugljóts- stöðum, Gíslasonar í Garðshorni, Guðmundssonar. Ættmenn Haf- liða voru dugmikið bændafólk til lands og sjávar og létu ekki deigan síga, þótt á móti blési. Systkini Hafliða eru: Arnbjörg f. 1896, ljósmóðir, g. Ásmundi Jósefssyni. Þau voru lengi búendur á stóru-Reykjum í Flókadal og var þá Arnbjörg jafnframt ljósmóðir í Haganeshreppi, nú búsett á Sauð- árkróki. Magnea f. 1898, g. Árna Jónssyni. Þau voru lengi búendur í Fljótum og víðar í Skagafirði. Nú búsett í Reykjavík. Ásmundur f. 1899 — d. 1975, lengi forstöðumað- ur Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík. Kv. Þórhildi Jóhannesdóttur. Árni f. 1905 — d. 1967, bóndi á Reykjarhóli í Haganeshreppi 1938—1962. Siðustu árin búsettur í Reykjavík. Kv. Líneyju Guð- mundsdóttur. Anna Magnea f. 1908, óg. búsett í Reykjavík. Tvö hin síðast nefndu voru hálfsystk- ini Hafliða. Þau voru börn Eiríks og seinni sambýliskonu hans, Önnu Magnúsdóttur. Einnig var hálfsystir Hafliða, Anna f. 1888 — d. 1978. Hún var barn Guðrúnar Magnúsdóttur og Björns Björns- sonar, síðar bónda á Þorbjargar- stöðum í Laxárdal, Skag. Ólst hún upp hjá móður sinni og Eiríki. Reykjarhóll heitir bær, sem stendur á ræktuðum marbakka úti við haf í Fljótum. Venjulegast kallaður Reykjarhóll á Bökkum. Fjallshlíðin upp frá bænum er klettótt og ögrandi brött. Norður- hafið fellur ógnandi að hinum mörkum jarðarinnar. Afli er þannig boðið viðfang á báðar hendur. Á hinn veginn getur mannlíf við yzta haf átt sínar unaðsstundir. Um sumarsólhvörf gengur sól ekki í sæ, heldur stend- ur eldrauð í dyrum hins víða norðurs. Klæðir fagra sveit mild- um litum og lætur engan ósnort- inn. Þau Eiríkur og Guðrún höfðu byrjað búskap sinn að Nesi í Flókadal árið 1895. Þar búa þau í þrjú ár. Síðan eitt ár að Höfða á Höfðaströnd, 1898—99 og þaðan flytjast þau í Reykjarhól. Á Reykjarhóli slítur Hafliði síðan barnsskónum, í glöðum systkina- hópi á kærleiksríku heimili. Hann gengur snemma til erf- iðisverka, eins og títt var með unglinga á þessum árum. Þó að hann væri ekki hár vexti, var hann tilþrifamikill og þolgóður til átaka eins og hann átti kyn til. Eiríkur faðir hans var mikill félagsmála- og framkvæmdamaður, sem breytti Reykjarhóli á skömmum tíma, í stærsta bú sinnar tíðar í Vestur-Fljótum. Ein af fjáröflunarleiðum Fljóta- manna á þessum tíma var að komast í skiprúm á hákarla- eða fiskiskipum. Hafliði lét ekki sitt eftir liggja í þessum efnum frekar en öðrum. Fljótlega eftir fermingu ræðst hann á seglskip frá Siglufirði. Þar með hófst nýr þáttur í lífi Hafliða, — sjómennskan. Næsta áratug er Hafliði meira og minna á sjó, á siglfirzkum eða eyfirzkum skipum. Þess á milli vinnur hann að búi foreldra sinna heima á Reykjar- hóli. Árið 1924 byrjar Hafliði svo sjálfur búskap að Austarahóli í Flókadal. Þar býr hann í þrjú ár. Næst býr hann í Neskoti 1927—28 og á Minni-Reykjum 1928—29. Árið 1929 flytur hann aftur í Neskot og býr þar síðan samfleytt til ársins 1953 eða í 24 ár. Neskot er falleg og góð bújörð í vestan- verðum Flókadal. Skýla sveitinni há og tignarleg fjöll, en við túnfót- inn rennur Flókadalsá lygn og bakkafögur. Á þessari jörð, höfðu ættmenn Hafliða búið af og til frá árinu 1849, er langafi hans Eiríkur Ásmundsson fluttist þangað ásamt konu sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur. Árið 1931 reyndist mikið gæfuár í lífi Hafliða. Þá kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Ólöfu f. 1895, Björnsdóttur, bónda á Sigríðarstöðum, Hafliðasonar, rímnaskálds Fljótamanna Finn- bogasonar. Ólöf er hin mætasta kona og var samlíf þeirra hjóna til mikillar fyrirmyndar. Dóttir þeirra er Guðrún f. 1932 g. Kristni Markússyni og eru þau búsett að Dísukoti í Þykkvabæ. Hjá þeim Hafliða og Ólöfu, ólust einnig upp í Neskoti: Axel f. 1924 Guðmunds- son, sonur Ólafar frá fyrra hjóna- bandi. Nú búsettur í Reykjavík, kv. Rannveigu Jónsdóttur. Og Hafliði f. 1927 Frímannsson, er kom til þeirra 5 ára gamall. Nú búsettur í Keflavík, kv. Elínu Ormsdóttur. Ólöf hafði áður verið gift Guð- mundi Jónssyni frá Austarahóli í Flókadal, mætum manni er lézt á bezta aldri árið 1927. Börn Ólafar og Guðmundar, sem upp komust éru: Páll f. 1917, bóndi á Mið-Mói í Fljótum, kv. Björgu Jóhannsdótt- ur. Líne'y f. 1919, ekkja eftir Árna Eiríksson, fyrrum bónda á Reykj- arhóli. Nú búsett í Reykjavík. Og Axel er áður er nefndur. Eftir að Hafliði og Ólöf fluttust hingað suður, ólst upp hjá þeim að miklu leyti, dóttursonur þeirra, Hafliði f. 1956, Kristinsson. Búsettur i Reykjavík, kv. Steinunni Þorvalds- dóttur. Haustið 1953 flytur Hafliði með fjölskyldu sinni alfarinn úr Fljót- um. Hann sezt fyrst að á Akranesi, þar sem dvalartíminn verður sjö ár. En árið 1960 flytur fjölskyldan hingað til Reykjavíkur. Hefur heimili þeirra hjóna staðið að Bergþórugötu 25, alla tíð síðan. Þó að Hafliði væri fyrst og fremst bóndi í eðli sínu, þá gat hann lagt fleira fyrir sig með góðum árangri, t.d. smíðar. Norður í Fljótum var hann talinn með betri fjárhirðingar- mönnum og þar hafði hann á hendi forðagæslu um skeið. Haf- liði var ættfróður og mundi vel liðna tíð, einnig gat hann frætt viðmælendur sína um atburði og árferði í Fljótum langt aftur í tímann. Mér er það í barnsminni hversu mikill aufúsugestur hann var á heimili mínu í Neðra-Haga- nesi, er ég var að alast þar upp. Má vera að nokkru hafi þar ráðið, sá tími sem hann hafði ávallt aflögu fyrir spurulan strák. Hafliði var af kynslóð aldamótamanna og gædd- ur mörgum þeirra tíma mannkost- um, en samt var áhugi hans fyrst og fremst helgaður líðandi stund og framtíðinni. Hinn örláti góð- vilji og mannkærleiki sem honum bjó í brjósti gerði hann síheitan umbótamann á akri hins.mann- lega lífs. Hafliði var mikill trú- maður og gekk hann fljótlega í söfnuð Hvitasunnumanna. Er út- för hans gerð frá kirkju þess safnaðar. Ólöfu konu hans og öðrum nán- ustu vandamönnum sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur og bið þeim guðsblessunar. Guðmundur Sæmundsson. Skyrtu markaður Seljum næstu daga ódýrar herraskyrtur í glæsilegu úrvali. m i é\ Verö aöens kr. 1500.--2500.- GEKSÍB H + Faöir okkar, tengdataöir og afi, GUDMUNDUR HARALDUR ÁRNASON, andaöist að Hrafnistu 3. þ.m. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 3 e.h. Árni H. Guðmundsson Ingibjörg StefAnsdóttir Kéri Guömundsson Elin Sigurjón_,.ttir Lára H. Guömundsdóttir Clarka Arthur E. Clarke og barnabörn. Það eru líka peningar Vöttur SU-37 Jón Jónsson SH-187 Hvalnes GK-121 Sóley ÁR-50 Hrafn Sveinbjarnarson II GK-10 Gunnar SU-139 Hrafn Svelnbjarnarson GK-255 Sæborg RE-20 Geirfugl GK-66 Frár VE-78 Víkurberg GK-1 Vonin KE-2 Garðar II SH-164 Guöbjörg ST-17 Veröandi RE-9 Kambaröst SU-200 Árntýr VE-115 Saxhamar SH-50 Þóröur Sigurðsson KE-16 Þór TFIA Höfrungur III ÁR-250 Stígandi VE-77 Óskar Magnússon AK-177 Ærún HF-60 Bjarni Ásmundar ÞH-320 Kristbjörg VE-70 Steinunn RE-32 Bjarni Ólafsson AK-70 Álaborg ÁR-25 Sigrún GK-380 Grótta AK-101 Fróöi SH-15 Siguröur Sveinsson SH-36 Hrafn Sveinbjarnarson III GK-11 Dalarafn VE-508 Þinganes SF-25 Eldhamar GK-37 Snaetindur ÁR-88 Gunnar Bjarnason SH-25 Kári VE-95 Guðfinna Steinsdóttir ÁR-10 Krossanes SU-5 Sigurbára VE-248 Hólmatindur SU-220 Vísir ÍS-171 Fiskibátar, litlir og stórir, togarar, varöskip, flutningaskip, loönubátar Allar hafa þessar fleytur eitt sameiginlegt: MWM-MANNHEIM Ijósamótora af gerðinnj D-226, þriaqja, fjögurra og sex strokka. Góöur félagsskapur. Gerð D-226, er fáanleg meö eftirfarandi HÖ/SN: 33/1500, 39/1800, 43/2000, 44/1500, 52/1800, 57/2000, 66/1500, 78/1800, 86/2000, 100/1500, 112/1800, 119/200. Allt vestur-þýsk ,A“ hestöfl. Semsagt stór fjölskylda. Viö 1500 snúninga er stimpilhraöi aöeins 6 metrar á sekúndu og vinnuþrýstingur 6,1 BAR. Brennsluolíunotkun 161 —165 grömm á hestaflsklukkustund er allt aö 1/5 hluta mlnna en í mörgum eyöslufrekum mótorum. Þaö eru líka peningar. Þetta er netnilega atburöa gööir motorar. Bjóöum líka stærri rafstöövar og skipavélar, upp í 8000 hestöfl, oft meö stuttum fyrirvara. Og stundum merkilega hagstætt verö. REYKJAVMC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.