Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
41
fclk í
fréttum
+ HVERN myndi hafa órað fyrir
því fyrir svo sem 10 árum, að sá
hinn sami ætti eftir að heyra
dösum saman stöðugan frétta-
flutning af ferðum eins af ráða-
mönnum Rauða Kína um hið
dæmigcrða frjálshyggjuland,
Bandaríkin, og heyra um leið
hverju sinni meira og minna
harðar kínverskar ásakanir á
hendur Sovétríkjunum og ráða-
mönnum í Kremí. — En nóg um
það. — Þessi mynd er tekin er
varaforsætisráðherra Kína, Teng
Hsiao-ping, kom til flugvallarins
í Washington. — Hann stendur í
dyrum flugvélar sinnar, klapp-
andi lof í lófa — sem virðist
alfarið kínverskur siður er láta
skal í ljós virðingu, vináttu eða
gleði — eða allt í senn.
+ ÞESSI mynd er hvergi nærri
nógu skýr til þess að í einum
hvelli verði fullyrt, að hér sé ekki
á ferðinni á skíðum sjálfur
heimsmeistarinn Stenmark hinn
sænski. — Þessi náungi og faðir
barnanna tveggja sem með
honum eru á myndinni er Huss-
ein Jórdaníukonungur með prins-
essurnar, dætur sínar, í skíðabæ
einum í austurrísku Ölpunum.
Prinsessurnar heita Sumaja (til
v.) og Rahma.
+ FORVERI MANNSINS. í Bandaríkjunum hefur hópur vísinda-
manna unnið að því að rannsaka forvera mannsins — bæta þar
enn einum þætti í þróunarsögu hans. Þeir telja sig hafa fundið enn
eitt þrepið „afar apr apr-manninn“. A myndinni er einn þessara
vísindamanna með höfuðkúpu, sem þeir hafa gert af þessum
forvera okkar. Vísindamaðurinn dr. Donald Johanson og félagar
hans telja „afar apr apr-manninn“ hafa verið uppi fyrir fjórum
milljónum ára. Hann hafi gengið uppréttur sem ég og þú, en
höfuðkúpan og andlit hafa verið nánast hið sama og apans — eins
og það er og hefur verið.
Verður Hess sleppt?
+ FYRIR skömmu var sagt frá því í þýzku vikublaði, að Helmut
Schmidt væri farinn að vinna að því að fá lausan hinn
aldurhnigna striðsglæpamann Rudolf Hess, sem einn situr eftir í
Spandaufangelsi. — Sagði þetta vikubiað „Bunte Illustrierte* að
kanslarinn hefði hug á því að fá hann leystan úr haldi gegn því
að V-Þjóðverjar sleppi topp-njósnaranum Giinther Guillaume —
manninum sem varð til þess að Willy Brandt varð að leggja
niður kanslaraembættið. — En þetta mál, að fá Hess á þennan
hátt leystan úr Spandaufangelsi, er undir því komið að
Sovétstjórnin gefi samþykki sitt til þess.
Og myndin er tekin af Iless í sakborningastúkunni í
NUrnberg, við stríðsglæparéttarhöldin þar. Að baki hans með
gleraugu er Ribbentrop sem var utanríkisráðherra Ilitlerstjórn-
arinnar.
Vióarþiljur
L oftplötur
Nýjar sendingar komnar.
PALL ÞORGEIRSSON & CO
Ármúla 27 — Símar 34000 og 86100.
» rússnesk kjötsósa«
Kynningahornið í AIA’. biiðinni mun að jafnaði
standa fyrir kynningum á nýjungum í framleiðslu
Mjólkursamsölunnar með leiðbeiningum um
notkun og notagildi mjólkurafurðanna til daglegrar
neyslu.
Sannarlega tímabcer neytendaþjónusta.
MSbúðin
í Mjólkursamsöluhúsínu við Laugaveg 16i
sem kostar AÐEINS 175 kr. lítrinn og fœst ískalt og
freyðandi í afgreiðslu okkar í Þverholti.
HF. ÖLGERÐIN
EGILL SKALLAGRÍMSSON
Þverholti 22