Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979 vtít) KAffinu \\ fs •4C-; GRANI GÖSLARI Borða með skipstjóranum. — Ertu vitlaus maður, — að ég borði með áhöfninni! 131 £S! betta er í fyrsta skipti sem búktaiari er í stólnum hjá mér! Róleg vina, róleg vina. — Þú ert örugglega ekki fyrsta unga konan sem verður fyrir þeirri reynslu að fiskibollurnar brenna við. f^rrPTTTíTs fm ■ ? i % * f, , ? n ? j® I>á hefðu þjón- ar mínir barist BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Samæfing tveggja góðra og reyndra spilara er auðvitað ein helsta forsenda góðs árangurs. En sama er hversu vel spilarar eru samæfðir hættan á misskiln- ingi er ávalt fyrir hendi. Og sé að auki ímyndunaraflinu ekki hald- ið í skefjum geta komið fyrir dýr atvik eins og spilið f dag sýnir en það er frá meistaramóti Suður-Ameríku á síðasta ári. Norður gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. KD86432 Vestur H. G4 T. 8 Austur S. G107 L. 864 S. Á5 H. K5 H. ÁD7632 T. K2 Suður T. 7543 L KDG1075 s; q H.1098 L. 9 T. ADG1096 L. A32 Norður hóf sagnir á þrem spöð- um og tvö pöss fylgdu. Vesturvildi ekki láta þar við sitja, valdi að segja 3 grönd, sem var vægast sagt vafasöm ákvörðun með áslausa hendi og ekkert í^spaðanum. Sjálf- sagt hefðu 3 grönd unnist en þó ákvað austur, að 4 hjörtu væri betri. Þá fannst spilaranum í suður mál komið að dobla. Hann vonaðist eftir spaðaásnum á hendi norðurs en þá myndi spaðatromp- un hnekkja hjartagameinu. En austur hefði þá unnið það auðveld- lega. Reyndar 11 slagir öruggir með því að taka trompin og nýta lauflitinn. En annað hefði orðið uppi á tengingnum hefði suður tekið fyrsta slag á tígulás og spilað aftur tígli. Lesendur ættu líta sérstaklega á slíkt upphaf varnar- innar. En víkjum aftur að sögnunum. Eftir doblið sögðu bæði vestur og norður pass en austur gaf ímyndunarafli sínu lausan taum- inn. Gat verið, að vestur hefði með sögn sinni, þrem gröndum, ætlast til sagnar í betri láglit? Og með tilliti til dobls suðurs virtist austur það sennilegt. Samkvæmt því flýði hann í 5 tígla(!) og í þetta sinn dogblaði suður ekki. Vildi ekki fá þá aftur í hjartasamning- inn enda átti hann sex slagi örugga í tígulspili. Það varð loka- sögnin, norður-suður fengu 400 og frá hinu borðinu komu 150 í viðbót fyrir þrjá niður í opnunarsögninni þrem spöðum. Fyrir jólin kom út bókin „Félagi Jesús“ sem þarf áreiðanlega ekki að kynna fyrir lesendum því svo rækilega var hún auglýst af gagn- rýnendum í fjölmiðlum landsins. Blaðaskrif og umræður spruttu upp og átti kristin kirkja í fullu fangi með að benda fólki á þá villukenningu höfundar sem fram kemur í bókinni. Þar segir að Jesús hafi verið uppreisnarleiðtogi sem hafi ætlað með ofbeldi og uppreisn að koma fram stefnu sinni. Eg get ekki betur séð en að höfundur og þeir menn sem honum eru sammála hafi sjálfir orðið sekir um tilraun til byltingar og uppreisnar gegn Guði og/eða skoð- un þeirra og trú er á helköldum misskilningi byggð eða hér sé aðeins um þekkingarleysi að ræða. Árás þessi kom sem þruma úr heiðskíru lofti yfir okkar fámennu þjóð. Þó óvinurinn hafi læðst að herbúðum okkar voru hermenn- irnír í viðbragðsstöðu og veittu óvininum strax andstöðu er þeir sáu hættuna steðja að. Séu enn einhverjir eftir sem ekki hafa séð viilurnar í bókinni „Félagi Jesús" langar mig til að taka af allan vafa um þetta mál. Lítum fyrst í 18. kafla Jóhannesarguðspjalls vers 36 en þar segir: „Jesús svaraði Pílatusi: Mitt ríki er ekki af þessum heimi, væri mitt ríki af þessum heimi þá hefðu þjónar mínir barist, til að ég yrði ekki framseldur Gyðingum, en nú er mitt ríki ekki þaðan.“ I öðru Korintubréfi 10. kafla versi 3—5 segir svo: „Því að þótt vér lifum jarðnesku lífi þá berjumst vér ekki á jarðneskan hátt, — því vopnin sem vér berjumst með eru ekki jarðnesk heldur máttug fyrir Guði til að brjóta niður vígi.“ Það er vissulega rétt að postular Jesú og lærisveinar vígbjuggust og gera það enn í dag en aðeins á annan hátt en vígbúnaður fer fram í hinum veraldlega heimi. Vígbúnaður kristinna manna er laus við allt sálarstríð og þreytu, þess í stað er hann fullur af fögnuði og Guðsfyllingu sem eng- inn fer varhluta af. En það undar- legasta og stórkostlegasta við vopnin er það að þau eru aðeins hættuleg því illa og þeim sem af því stjórnast. Jafnvel er ekki réttust sú skýring að þau séu hættuleg þjónum þess illa heldur gera þau yfirleitt gott eitt til um leið og andstæðingurinn missir liðsmenn. Nú og hvernig eru þessi vopn kannt þú að spyrja og hvað gera þau? Hvað er leyndarmálið? Hvaða hernaðarleiðtogi vildi ekki svar við þessum spurningum? Já, undursamlegt er það að við „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 54 að að tala um þetta og óskaði sér þess áreiðanlega að hann sykki í góifið. — Ja, hún sagði það þýddi ekki að við værum að gaspra um allt sem við vissum því að — Því að ... — Ja, því að það mætti senda fólk í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir. Ilún ... hún kom með nokkur dæmi um það hvað við segðum og gerðum ... sem liti einkennilega út... — Einkennilega? Bernild lyfti brúnum spyrjandi. — Já, þér þekkið ekki Lydiu. Ég á við að hún getur sýnt fram á það á tveimur mínútum að hvítt er svart og öfugt og fullkomiega einskisverðir hlut- ir geta fengið óhemju þýðingu þegar hún er búin að velta þeim fyrir sér og litu í meira lagi einkennilega og kannski grunsamlega út í lögreglu- skýrslum. — Og J)ér eigið við að fórn- arkrukkan falli undir þetta með einskisverða hluti...? Það var Jasper scm spurði. — Ja, ég var að forvitnast um hana, en hún sagði að það væri áreiðanlega jafn þýðing- arlaust og lítilvægt og annað í þessu máli öllu ... Ilann leit biðjandi yíir á Ilerman Kelvin. Bernild horfði á þau til skiptis. Svo skellti hann aftur bókinni sinni og reis á fætur. — Nú hef ég víst ónáðað ykkur alltof lengi I kvöld, sagði hann. — Vill einhver sitja í. — Ég ^ield að gestaherberg- ið sé tilbúið bæði fyrir Jaspar og Ilolm lækni sagði Magna frænka og um stund var sem hún hygðist bjóða lögrcglufor- ingjanum gistingu líka en áður en hún hafði ákveðið sig stóð Herman upp og opnaði dyrnar. 12. kafli Þegar Susanne lá í rúminu sínu í stóra gestaherberginu sem hún hafði fengið til um- ráða fór hún að óska af öllu hjarta að hún hefði ekki látið Lydiu fá báðar svefntöflurnar. því að það var alveg víst að svefninn myndi ekki nálgast hana í bráð. Enn vafðist mjög fyrir hcnni að tengja þcssa vinalcgu fjöl- skyldu á Eikarmosabæ hinu viðbjóðslega morði á Einari Einarsen en sem hún lá hér og braut heilann í myrkrinu varð hún þó að viðurkenna að það var eitthvað bogið við fjöl- skyldu Martins — þótt hún gerði sér ekki grein fyrir því hvað það væri. Það var til dæmis þessi fórnarkrukka full af eitri, sem hvarf rétt áður en þau ætluðu að skoða hana. Stafli af peningaseðlum sem enginn vildi gcfa neina skýr- ingu á ... en auðvitað kom þetta henni ekki við hvernig þau ráðstöfuðu fjármunum sínum ... en skrítið var þetlji óneitanlega ... hugsanir henn- ar flögruðu víðar. Niðri heyrði hún að klukkan sló eitt og síðan tvö en ekki sótti á hana syfja enn. Hvers vegna hafði hún ckki drifið í að spyrja Martin um gleraugun? Hún hefði átt að segja honum að Lydia hefði tekið þau. Hún hafði aðeins séð þau í einni andrá þcgr þau voru í göngu- ferðinni á stígnum og hann tók þau upp en hún var viss um að þetta voru sömu gleraugun. En meira að segja Martin hlaut að gera sér grein fyrir því að þarna voru ekki á ferð- inni gleraugu Holms læknís. Hvers vegna hafði hann ekki afhent þau lögreglunni? Var ekki sannleikurinn sá, að hann var raunverulega hræddur um, að fjölskylda hans væri á einn eða annan hátt flækt í málið? Fótatak og hljóðskraf heyrðist frammi. Það virtust vera Martin og Jasper og Susanne ákvað að kíkja út um dyrnar. Fyrst Martin var ekki farinn að sofa gat hún auðvitað innt hann eftir þessu með gler- t augun nú snarlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.