Morgunblaðið - 08.02.1979, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979
Flcstir hinna þolgóðu HK-pilta. Þad er ekki á þeim að sjá að
annað eins þrekvirki og þeir hafa nýlokið sé aðeins fáar
mínútur að haki þegar myndin var tekin.
HK-strákarnir
settu nýtt met
3. FLOKKUR HK, 16 og 17 ára
piltar, settu um helgina nýtt
Islandsmet í maraþonhand-
bolta. Fór leikur A og B
liðanna fram í Kársnesskóla
og vann A-liðið B-liðið
600 — 529! Markhæsti leikmað-
urinn í A-liðinu og raunar
markhæsti leikmaður vallar-
ins var Ómar Rafnsson sem
skoraði 201 mark. Geri aðrir
betur. HK-strákarnir léku
handknattleik í 21 klukku-
stund samfleytt. Aðeins var
hvílt í 5 mínútur á klukku-
stund hverri og þömbuðu
piltarnir þá Tropikana eins og
þeir ættu lífið að leysa. Engum
varð meint af lotunni, þeir
fengu ekki einu sinni blöðrur
á fæturna. Var það mál
manna, að þeir hefðu getað
leikið mun lengur eí þeir
hefðu ekki verið búnir að slá
metið.
Aheitaseðlar voru seldir fyrir
keppnina og meðan á henni
stóð og lætur nærri að HK hafi
grætt 1,2 milljónir króna. Þetta
er líklega yngsti hópurinn sem
setur maraþonmet til þessa.
Hingað til hafa meistaraflokk-
ar félaganna staðið í þessu.
■ F
I
i Merk tillaga á Alþingi
I
Sfrumvarpinu kemur fram að enn
eru fjölmargar íþróttavörur í
Firmakeppni i
handknattleik
FIRMAKEPPNI UBK í handknattleik fer fram í fþróttahúsinu að
Asgarði sunnudaginn 18. febrúar. Þátttöku ber að tilkynna
Böðvari Benjamínssyni í síma 44461, eða Helgu Jóhannsdóttur í
sama síma. Góð aðstaða er fyrir áhorfendur í fþróttahúsinu við
Asgarð, og því geta stuðningsmenn fylgt liðum sfnum. Leikið
verður á milli 3 og 9 á sunnudögum.
Hreinn ekki á EM
IIREINN Ilalldórsson kúluvarp-
ari mun ekki taka þátt f Evrópu-
meistaramótinu í frjálsum íþrótt-
um innanhúss sem fram fer dag-
ana 24.-25. febrúar næstkom-
andi í Vínarborg í Austurríki.
„Ég hef ákveðið að fara ekki til
keppninnar þar sem ég tel að
þangað hafi ég ekkert að sækja.“
— Flest alla ef ekki alla bestu
kúluvarpara Evrópu mun vanta á
mót þetta. Breski kúluvarparinn
Capes verður á keppnisvcrðalagi
í Bandarikjunum, Udo Baeyer
verður sennilega ekki með, o.fl.
mætti telja, sagði Hreinn í viðtali
við Mbl. í gær. — bað sem skiptir
mestu máli fyrir mig er að ná
góðum árangri, það væri ekki
skemmtilegt að ná sér í Evrópu-
meistaratitil eða sæti á verð-
launapallinum með slökum
árangri. — Nú, ég æfi núa
eingöngu með sumarið í huga og
er í lítilli sem engri kastæfingu.
Ég lyfti aðallega en hef kastað
tvisvar til þrisvar í viku og það er
ekki nægilegt. Það vantar meiri
tilfinningu fyrir köstunum og
meira öryggi í þau. Færi ég út að
keppa, gæti ég allt eins gert öll
köst mín ógild.
— I sumar eru mörg stórmót
framundan og að þeim stefni ég
með allar æfingar í huga. Frjáls-
íþróttasambandið fór þess á leit
við mig að ég færi utan á EM, en
ég gaf strax ákveðið nei, sagði
Hreinn að lokum.
Þrátt fyrir að Hreinn segist ekki
vera í góðri kastæfingu gerði hann
sér lítið fyrir og kastaði kúlunni
20,08 metra á kastmóti KR nú um
síðustu helgi og er það besti
árangur Hreins með leðurkúlu. Á
sama móti setti Guðrún Ingólfs-
dóttir nýtt íslenskt kvennamet í
kúluvarpi innanhúss, kastaði 13,47
metra sem er rúmum hálfum
öðrum metra betra en hún átti
best.
— br.
S
' Éi'
Ljósm. Mbl. — þr.
0 Hreinn Halldórsson gefur aðdáanda eiginhandarundirskrift á
Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum utanhúss sem fram fór í
Prag síðastliðið sumar. Nú hefur Hreinn ákveðið að vera ekki með á
innanhússmótinu síðar íþessum mánuði þrátt fyrir að Ijóst er, að þar
ætti hann mjög góða möguleika á verðlaunasæti.
Hoddle
skoraði
ENSKA landsliðið skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri sigraði
jafnaldra sína frá Wales í fyrra-
kvöld. Fór leikurinn fram í úr-
hcllisdembu á leikvelli 3. deildar
liðs Swansea og var leikvöllurinn
líkari fcni en knattspyrnuvelli.
Eina mark leiksins skoraði Tott-
enham-leikmaðurinn Glenn
Hoddle. Voru allir þeirri stundu
fegnastir þegar dómarinn flaut-
aði til leiksloka.
Flytja tillögu um lækkun
tolla og afnáms vörugjalda
á íþróttavörum
MJÖG merkileg tillaga til þings-
ályktunar liggur nú fyrir alþingi
um lækkun og niðurfellingu opin-
berra gjalda á íþróttavörum.
Flutningsmenn tillögunnar eru
úr öllum stjórnmálaflokkum og
eru þeir Ellcrt B. Schram, Einar
Ágústsson, Árni Gunnarsson og
Lúðvík Jósepsson. bings-
ályktunartillagan felur í sér að
gera breytingar á tollskrá, þar
sem tollar á íþróttavörum eru
samræmdir og lækkaðir og fellt
niður vörugjald á íþróttavörum.
í greinargerðinni sem fylgir
eru
50% tolli. Auk þess er mikið
ósamræmi á milli einstakra toll-
flokka á tollum af hliðstæðum
vörum. Þannig má nefna að
skiðaskór eru í 25% tolli, en skíði
og skíðastafir í 50% tolli. Slíkt
ósamræmi þarf að leiðrétta.
Hugmynd flutningsmanna er
sú að allar fþróttavörur, sem
tollur er greiddur af, beri sama
toll, 10—12%. Þá þurfi skófatn-
aður, sem notaður er við innan-
hússíþróttir að fá sérstök toll-
númer f stað þess að flokkast
undir þau almennu tollnúmer þar
sem er almennur skófatnaður.
Samkvæmt lauslegri könnun
sem gerð hefur verið á
aðflutningsgjöldum af íþrótta-
vörum á árinu 1977 námu þau
samtals 116.409.800 kr. og á
árinu 1978 til 1. sept. námu þessi
gjöld samtals 96.863.500 kr. Eru
þá ekki meðtalin gjöld af íþrótta-
skóm og íþróttafatnaði sem ekki
hefur verið mögulegt að sundur-
greina frá öðrum skóm og
almennum fatnaði.
Ljóst er að um allverulega upp-
hæð er að ræða sem þó skiptir ekki
sköpum fyrir ríkissjóð. Nokkuð
öruggt má teljast að þar sem tollar
verða alfarið felldir niður myndi
innflutningur stórlega aukast.
Þess vegna er ólíklegt að tap
ríkisins verði nokkuð, þegar upp er
staðið.
Víst er að breyting í þessa átt
yrði íþróttafélögum að miklu
gagni, þar sem þau verða flest að
kaupa allan íþróttabúnað fyrir
keppnisfólk sitt.
Tollar og aðflutnings-
gjöld úr hófi fram
Til skamms tíma hafa tollar og
aðflutningsgjöld af íþróttavörum
verið úr hófi fram. Þessar vörur
hafa verið skoðaðar sem lúxusvör-
ur og hafa verið tollaðar eftir því.
Það gefur auga leið að það er
fráleitt að ríkissjóður líti á inn-
flutning slíkra vara sem fjár-
öflunarleið, um leið og stjórnvöld
eiga að sjálfsögðu að stuðla að og
styrkja hvers konar líkamsrækt í
landinu.
Æskulýður landsins er einn
stærsti notendahópur íþróttavara
og því stærsti toílgreiðsluhópur-
inn, þetta eru oft efnaminnstu
þegnarnir og hafa því minnsta
getu til að greiða slík gjöld. Þá
kemur þetta þungt niður á barna-
fjölskyldum sem hafa litlu úr að
spila en reyna þó að afla ýmiss
konar íþróttatækja fyrir börn sín
af litlum efnum.
Iþróttir eru ekki einkamál
keppnismanna, heldur eftirlæti
allra landsmanna með einum eða
öðrum hætti. Iþróttir njóta
almennra vinsælda hér á landi
jafnt ungra sem gamalla. Innan
vébanda ÍSÍ eru skráðir nær 70
þúsund félagar, sem eru fyrst og
fremst fólk sem stundar keppnis-
íþróttir á vegum einstakra íþrótta-
félaga, en þessum hópi til viðbótar
stundar gífurlegur fjöldi
almenningsíþróttir sér til heilsu-
bótar og skemmtunar. Sundáhugi
íslendinga hefur lengi verið
rómaður og viðurkenndur, og sókn
fólks í skíðaíþróttina hefur vaxið
stórlega með bættri aðstöðu. Þá
hafa margar fleiri greinar íþrótta
eflst mjög á seinni árum og ber að
fagna því. — þr.