Morgunblaðið - 22.02.1979, Page 5

Morgunblaðið - 22.02.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 5 Matthías Bjamason: / Sé ekki hvernig Olafur ætlar að láta 300 þús. tn. fara saman við frumv. sitt >ÉG SÉ engar ástæður. hvorki vísindalegar né aðrar, til þess að fara með þorskaflann niður í 250 þúsund tonn og 300 þúsund tonna mark er niðurskurður líka, sem ég sé ekki hvernig forsætisráðherra ætlar að láta fara saman við efna- hagsmálafrumvarp sitt,“ sagði Matthías Bjarnason alþingismaður, er Mbl. leitaði álits hans á þessu máli í gær. „Samkvæmt efnahags- málafrumvarpi forsætisráðherra á að afnema aflatryggingasjóð, en það mundi valda honum milljarða- útgjöldum. ef aflamagnið yrði bundið við 300 þúsund tonn. eins og forsætisráðherra sagði í sjónvarpi, að hann teldi hæfilegt. Ég er ennþá bjartsýnni á ástand fiskistofna en ég var í fyrra,“ sagði Matthías. „Það hefur engin þjóð beitt friðunaraðgerðum i jafn ríkum mæli og við og þá sérstaklega á undanförnum árum. Ég nefni bara Björn Dagbjartsson: Oheppileg yfirlýs- ing á þessu stigi „ÉG verð að segja það eins og er, að mér finnst þessi yfirlýsing ekki heppileg á þessu stigi.“ sagði Björn Dagbjartsson aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra, er Mbl. leitaði í gær álits hans á þeim ummælum Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra f sjónvarpi í fyrrakvöld að hann teldi 300 þúsund tonna þorskafla hæfileg- an. Björn sagði, að nú stæðu yfir viðræður milli sjávarútvegsráðuneyt- isins og fulltrúa þingflokkanna, fiski- fræðinga og hagsmunaaðila í sjávar- útvegi, þar sem reynt væri að finna niðurstöðu varðandi fiskveiðistefnu, sem hægt yrði að vinna eftir. Sagði Björn að þar væri meðal annars til umræðu hvernig bæta mætti upp minni þorskafla með öðr- um tegundum eins og karfa, kola, grálúðu, ýsu og ufsa. Reikningslega væri hægt að bæta upp töluvert af þorski, en hins vegar væri það meiri spurning, hversu raunhæft það væri, til dæmis með tilliti til þess, að frystihús, sem hafa eingöngu verið í vinnslu þorsks, ættu ekki svo auðvelt með að söðla um yfir í vinnslu annarra tegunda. „Spurningin er, hvernig við getum minnkað þorskafl- ann sem mest með sem minnstum Björn Dagbjartsson skaða," sagði Björn. Og sagðist hann þeirrar skoðunar að samdrætti í þorski yrði mætt með „litlum viðbót- um af mörgum tegundum." Varðandi loðnuna sagði Björn að hann teldi, að öllum fyndist skynsam- legast að takmarka þær veiðar eitt- hvað, en um aðgerðir hefði engin ákvörðun verið tekin. „Mér sýnist ýmislegt benda til þess að niðurstað- an verði sú, að til takmarkana komi í síðasta lagi, þegar loðnu- og hrogna- frystingu er lokið," sagði Björn. ■ 11 ■B LOFIÞJÖPPUR Jafnan fyrirliggjandi íýmsum stærðum. Ótrúlega hagstætt verð. FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Matthfas Bjarnason minnkun möskva og skyndilokanir. Það sýnir sig líka núna, að hrygning- in hefur heppnast og menn tala um óvenjulega mikið seiðamagn í fjörð- um og flóum. Og nú er allt tal um smáfiskadráp úr sögunni. Það eru svo víðtækar veiðitak- markanir í gangi að ég sé ekki ástæður til að ganga miklu lengra. Við höldum þeim tvímælalaust áfram og ef til vill má bæta þar eitthvað um. En það er ein hlið, sem sjaldan heyrist minnzt á, þegar rætt er um að binda báta og banna mönnum að gera út. Það er fjölgun sels og sjófugls vegna þess að þessir stofnar eru nú ekki nýttir sem áður var. Fjölgun þeirra er óhugnanleg þróun fyrir fiskveiðar okkar.“ Sigfús Schopka: Með 300 þús. tn. marki gæti hrygningarstofninn stefnt í 400 þús. tn. 1983 „VANDINN er fyrst og fremst sá að það er of mikil sókn í þorskstofninn og það stafar fyrst og fremst af því að flotinn er of stór. Og enn er fiskiskipastóllinn að stækka,~ sagði Sigfús Schopka fiskifræðingur er Mbl. leitaði áiits hans á þeim ummælum Ólafs Jóhannessonar, að ekki kæmi til greina að fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar og takmarka þorskaflann við 250 þúsund tonn. „Þessi afstaða forsætisráðherra þýðir einfaldlega það, að því meiri sem veiðin verður í ár, þeim mun lengri tíma tekur að byggja hrygningarstofninn upp og við verðum lengur að ná hámarksnýt- ingunni," sagði Sigfús. Sigfús sagði að hrygningarstofn- inn væri nú talinn 200 þúsund tonn, en áætlun Hafrannsóknastofnunar- innar hefði verið að hann yrði 500 þúsund tonn árið 1983. „Með núverandi sókn, og þá á ég við 330 þúsund tonna ársafla, verður stofn- inn ekki nema 278 þúsund tonn árið 1983,“ sagði Sigfús. „Með 300 þúsund tonna marki, eins og forsætisráð- herra telur hæfilegt, gæti Sigfús Schopka. hrygningarstofninn stefnt í 400 þúsund tonn árið 1983. Til samanburðar má benda á að hefði verið farið að tillögum Haf- rannsóknastofnunarinnar um 270 þúsund tonna hámarksafla árin 1978 og 1979 þá myndi hrygningarstofn- inn vera kominn í 400 þúsund tonn á næsta ári. Þannig er mjög slæmt að ekki var tekið fyrr og betur á þessum vanda, því þá stæðum við betur að vígi nú.“ — Saumastofa Karnabæjar ★ ★ ★ Belgjagerdin ★ ★ ★ Karnabær ★ ★ ★ Björn Pétursson heildverzlun ★ ★ ★ Steinar h.f. <96. í dag bióðum við Vt lukaafslátt af útsöluveról I DAG þvf ALLTáað seljast. Viö tökum fram í dag restina af öllum vörum úr verksmiðjum okkar og Þaö finna allir eitthvaö, við sitt hæfi á útsölunni. Innlendar hljómplötur, verö frá kr. Erlendar hljómplötur verö frá kr. OG ÖNNUR VERÐ ERU EFTIR ÞVÍ Vægast sagt sprenghlægileg verö. -rrr sérstaka eftirtöldum ★ Fataefni ★ Vattefni ★ Poplínefni ★ Kakhiefni ★ Nylonefni ★ Léreft ★ Anorakkar öll no. ★ Pólarúlpur öll no. ★ Föt ★ Blazerjakkar ★ Barnabuxur^ Denim-, flauels-og kakhibuxur ★ Dömudragtir ★ Herra sjóliöajakkar ★ Herra- og dömu- peysur ★ Skyrtur ★ Blússur ★ Regnkápur og jakkar ★ Alls konar barnafatnaöur ★ UTSALAN lónaöarmannahúsinu v/ Hallveigarstíg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.