Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Aðalstöðvar Ö.K. í Kaupmannahöfn. I»rátt fyrir að engar náttúru- auðlindir né orkulindir sé að finna f Danmörku ciga Danir stærsta fyrirtæki á Norðurlönd- um I dag, sem ekki er í eijju hins opinhera. Fyrirtæki þctta heitir AusturasíufélaKÍð h.f., Det Öst- asiatiske Kompajini A/S eða ein- faldlejia Ö.K. cins oj; fyrirtækið er daglega nefnt í Danmörku manna á meðal. Ö.K var stofnað 1897 og var þá þegar hafinn rekstur fyrirtækja bæði í Ðanmörku og Thailandi. í dag nær starfsemin hins vegar til um 260 fýrirtækja í yfir 50 löndum og eru starfsmenn um 37000 þar af um 8 þús. í Danmörku. Árið 1977 nam heildarvelta félagsins 23 milljörðum D.kr. eða um 1450 milljörðum ísl. kr. sé miðað við núverandi gengi. Er það um sjö sinnum hærri upphæð en fjárlög íslenska ríkisins nema fyrir árið 1979. HelmingUr þessara tekna varð til vegna verzlunarstarfsemi, 35% af iðnrekstri, 10% af skipa- rekstri og 5% vegna ýmiss annars konar rekstrar. Segja má að félag- ið verzli svo til með allar vöruteg- undir nema vopn og er það í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Austurasíufélagið kaupir ýmist sjálft og endurselur síðan kaup- endum í öðrum heimsálfum eða að það kemur fram sem umboðsaðili ýmissa fyrirtækja úti í heimi og þá ekki hvað sízt norrænna fyrir- tækja allt frá Volvo og Carlsberg til smærri fyrirtækja. Iðnrekstur Ö.K. er all fjölbreyti- legur og ekki er hægt að segja annað en að þeir hafi náð töluverð- um árangri jafnvel á alþjóðlegan mælikvarða. Þeir eru stærstu framleiðendur prentvéla (Heidel- berg o.fl.) í heiminum í dag. Einnig hefur félagið náð langt í matvælaframleiðslu en þar ber hæst nöfn eins og Plumrose, Beauvais og Búklunder sem eru stærstu pylsuframleiðendur í V.-Þýskalandi. Af öðrum iðngrein- um sem Ö.K. hefur með höndum má nefna stálver, skipasmíðar, nýsmíði og samsetningu véla, trjá- vöruiðnað, umbúðaiðnað, lyfja- gerð, ölgerð og málningarverk- smiðjur svo eitthvað sé nefnt. Floti Austurasíufélagsins var í lok október s.l. 27 skip upp á samtals 720.253 tonn dw. Sigla þessi skip m.a. í föstum áætlunar- ferðum milli Evrópu og vestur- strandar N-Ameríku til Asíu og Ástralíu. Nú á seinni tímum hefur nafn félagsins aðallega verið nefnt í viðskiptaheiminum í sambandi við atvinnuuppbyggingu og utanríkis- verzlun Kínverja. O.K. hefur um árabil haft skrifstofu í Peking og er nú svo komið að það hefur fastar áætlunarferðir til Kína, verzlar með hrís og fóðurvörur, er ráðgefandi aðili um uppbyggingu samgöngukerfis Kínverja, er að byggja tvö stáliðjuver þar og er auk þess umboðsaðili fyrir fjölda vestrænna fyrirtækja í Kína. Sér- fræðingar félagsins hafa látið þá skoðun í Ijós að árið 2000 muni Kínverjar standa jafnfætis Japön- um í allri iðnþróun. Það er at- hyglisvert að félagið hefur starf- semi í mörgum löndum sem búa við gjörólíkt stjórnskipulag. Hvað veldur? Mogens Pagh forstjóri Ö.K. telur orsök þessa árangurs vera þríþætta í aðalatriðum. í fyrsta lagi er það stefna félagsins að blanda sér aldrei í stjórnmál, í öðru lagi starfshættir þess og í þriðja lagi skaðar það ekki að koma frá litlu og friðsömu landi eins og Danmörku sem ekki ógnar stöðu neins. Einnig má geta þess að það hefur ekki verið neitt úrslitaatriði af hálfu Ö.K. að eiga meirihlutann í þeim fyrirtækjum sem það hefur tekið þátt í hvorki í þróunarlöndunum né annars stað- ar. Þessir örfáu punktar um stærsta fyrirtæki Norðurlanda í dag sýna ekki aðeins að Danir eru duglegir viðskiptamenn heldur einnig það að félaginu hefur tekist að sanna að eftirfarandi orð stofn- anda þess H.N. Andersens „Jorden er ikke större end at den kan omspændes af tanken", voru ekki hugarburður einn heldur raunhæf hugmynd sem glæða mátti lífi. Danska utanríkisþjónustan: Tæplega 200 manns starf a eingöngu að útflutningsmálum Stærsta fyrirtæki á Nordurlöndum í dag í eigu Dana Þar sem Danir hafa stórlega aukið útflutning sinn hingað til íslands. á si'ðustu árum, meðan útflutningur okkar þangað hefur svo til staðið í stað, er ekki úr vegi að ræða við fulltrúa hins opinbera 1' Danmörku og kynnast nánar hvað það gerir fyrir út- flytjendur þar í landi til að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Fyrir valinu varð K.V. Rasmus- sen deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu — verzlunarmáladeild. Hr. Rasmussen tjáði Viðskiptasíð- unni að af hálfu hins opinbera væru það aðallega utanrikisráðu- neytið og viðskiptaráðuneytið sem önnuðust þennan málaflokk en auk þess veitir ríkið fé til sérstakrar stofnunar Útflutn- ingsmiðstöðvar atvinnulífsins en þar eru fulltrúar atvinnulífsins í meirihluta og sjá þeir um að ráðstafa því fé sem ríkið veitir atvinnulífinu á þennan hátt. I dag eru um 190 opinberir starfsmenn eða hálf opinberir starfsmenn (styrkþegar) sem ein- göngu hafa það verkefni að að- stoða danska útflytjendur í þeirra starfi. Um 90% af öllum fyrir- spurnum danskra fyrirtækja fara beint til fulltrúa okkar erlendis en þær voru samtals um 50 þús. á síðasta ári 40000 skriflegar og um 10 þús. í formi heimsókna. Að meðaltali berast 10 fyrirspurnir til fulltrúa okkar erlendis frá hverj- t.d. út um 30 þús. eintök af hinum ýmsum bókum ár hvert, en auk þess gefum við viku- og mánaðar- lega út tímarit þar sem getið er um nýjustu horfur á útflutnings- mörkuðum. Þróunin hefur venju- lega verið sú að fyrst eru sendir fulltrúar til ákveðinna markaðs- svæða og þegar grundvöllurinn er talinn nægilega trúverðugur stofn- um við sendiráð í viðkomandi landi til að tryggja hann enn frekar sagði hr. Rasmussen. Um það opinbera fé sem atvinnulífið sjálft ráðstafar fer það að mestu til greiðslu kostnaðar vegna þátt- töku í vörusýningum eða sameig- inlegum auglýsingum og er þá miðað við að greidd séu 45% heildarkostnaðarins með þessu opinbera fé. Nú nýlega hefur starfsemin verið færð út þannig að sama hlutfall er greitt til þeirra verktakafyrirtækja sem þátt taka í útboðum á alþjóðlegum markaði og láta hanna verklýsingar í því sambandi. Ef fyrirtækið fær hins vegar pöntunina endurgreiðir það þetta fé. Udenrigsministeriets erhvervstjeneste Eksportervejledning ISLAND Forsíða bókar sem utanrikisráðu- neytið danska hefur gefið út til aðstoðar útflytjendum í þeirra starfi. um útflytjenda hér á ári. Á undan- förnum árum hefur starfsemi ut- anríkisráðuneytisins orðið æ meira viðskiptalegs eðlis og í hinu daglega starfi okkar leggjum við mesta áherzlu á miðlun upplýs- inga um fyrirtæki og vörur en einnig þurftum við að fjalla um ca. 1500 mál á árinu 1978 vegna þess að kaupendur höfðu ekki staðið í skilum á réttum tíma. Útgáfu- starfsemi er töluverð og gefum við K.V. Rasmussen deildarstjóri í danska utanríkisráðuneytinu. Á árinu 1977 skiptist útflutn- ingur okkar sem hér segir: Til land innan Efna- hagshandalagsins 43% Til landa innan Fríverslunar- bandalagsins 28% Til landa innan A-Evrópu 4% Til annarra Evrópulanda 2% Til Bandaríkjanna og Kanada 6% Til Mið- og Suður-Ameríku 5% Til Afríku 4% Til Asíu 7% Til Ástralíu 1% Það er athyglisvert að útflutn- ingur okkar til Islands nam þetta ár 0.7% af heildarútflutningi og er það há tala þegar haft er í huga að heildarútflutningur okkar til Austur-Evrópu á sama tíma nam 4%, enda er ísland okkar stærsti útflutningsmarkaður miðað við fjölda íbúa, sagði hr. Rasmussen að lokum. Skip félagsins lestar kanadískt hveiti til Kína. Gáðstafa opinberu fé til atvinnuveganna... VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Lánamál atvinnuveganna hafa vcrið all mikið til umræðu að undanförnu og því er ekki úr vcgi að kynna starfsemi einnar lána- stofnunar í Danmörku. Fyrir valinu varð Finansieringsinstit- uttet for Industri og Iláandværk A/S, sem leggja mætti út sem Fjármálastofnun iðnaðarins á íslensku. Þessi stofnun varð til sem hlutafélag árið 1958 og cru helztu hluthafarnir Seðlahankinn danski, viðskiptahankarnir. tryggingarfélög og ýmis samtök vinnuveitenda. I samtali við Viðskiptasíðuna sagði Finn Sörensen fulltrúi að Fjármálastofnunin lánaði einung- is stofnlán þ.e.a.s. lán til fasteigna og framleiðslutækja en hins vegar væri ekki lánað til fyrirtækja í formi rekstrarlána, þar koma við- skiptabankarnir inn í myndina, Almenn lán eru fjármögnuð með sölu verðbréfa á hinum almenna markaði í Danmörku og eru bæði vextir og lánstími fyrir fyrirtækin háð þeim kjörum sem stofnunin verður að hlýta á almennum markaði. í dag er um fjögur mismunandi lán að ræða og er lánstími fyrir fasteignalán 8—10 ár en vegna framleiðslutækja 5—6 ár. Algengustu vextir eru m milli 12—15% en hér á markaðinum þekkjast allt upp í 18% vextir. Því má skjóta hér inn í að verðbólgan í Danmörku er nú innan við 10%. Er við spurðum dr. Sörensen hver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.