Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 r i i ! Bikarkeppni HSÍ: FH Haukar EINN leikur fer fram í hikar- keppni HSÍ í kvöld otc er það einn af stórleikjum þessarar umferðar. í Hafnarfirði mætast Kömlu fjendurnir FH og Hauk- ar <>k hefst leikurinn klukkan 20.00. Liðin hafa virst svipuð að styrkleika í deildarkeppn- inni í vetur og má því vænta grimmilegrar orrustu. Bayern rak þjálf- arann GAMLA vestur-þýska stórveld- ið Bayern Munchen hefur rekið hinn ungverska þjálfara liðs- ins. Gyala Lorent. Lorant þessi mun hafa ritað nokkrar grein- ar í þýsk dagblöð, greinar sem innihéldu ýmislegt sem féll stjórnendum Bayern ekki vel í geð. Þeir hafa því losað sig við hann. Greinarnar voru þó ekki hin opinbera skýring. heldur að Lorant hefði ekki tekist að rífa liðið upp úr öldudalnum sem það væri í. Til að bæta gráu ofan á svart hjá Bayern, hefur markakóngur liðsins í gegn um árin, Gerd Muller, heimtað að vera leystur undan samningi þegar í stað. Hann og Lorant voru miklir mátar, en Miiller kom illa saman við kappann sem þegar var skipaður í stað Lorants, Paul nokkurn Csernai. Frestaó bad- minton FYRIRHUGAÐ var að Reykja- víkurmótið í badminton færi fram um næstu helgi í Laugar- dalshöllinni, en mótinu hefur verið frestað og mun það fara fram í marz í húsi T.B.R. Kristins- mót á skíóum KRISTINSMÓT sem jafnframt er punktamót í göngu og stökki fer fram í Ólafsfirði dagana 3,— -4. mars. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Karlar fl. 20 ára og eldri ganga 15 km. Karlar fl. 20 ára og eldri stökk. fl. 17—19 ára ganga 10 km. fl. 17 —19 ára stökk. fl. 15—16 ára ganga 7,5 km. fl. 15—16 ára stökk. fl. 13—14 ára ganga 5 km. íl. 13—14 ára stökk. flrl3 —15 ára stúlkur 3 km. Þátttökutilkynningar þurfa að haía borist fyrir 1. mars til Magnúsar Stefánssonar. Aðal- götu 33. sími 62264. Ólafsfirði. Sérstaklega skal bent á göngu stúikna. • Þessi mynd var tekin, þegar dregið var í riðla fyrir keppnina á Spáni. Lengst til hægri má sjá D-riðil: Checo, Islandia, Israel. Jæja, þá er það alvaran IIANDKNATTLEIKSLANDSLIÐIÐ er nú komið til Spánar, þar sem alvaran hefst í dag með leik ísraela og Tékka í D-riðli. En það er einmitt riðillinn sem íslendingar leika í. Segja má, að allir handknattleiksaðdáendur og liklega enn fleiri hérlendis séu í hálfgerðri spennitreyju um þessar mundir. Enginn veit hvaða kröfur er hægt að gera og fæstir þora nokkuð að vona. Það er tilhneiging til að taka leikinn gegn úrvalsliðinu í Laugardalshöll of alvarlega. Vissulega var landsliðið afar lélegt í þeim leik, en menn hugsa dálítið aTtur í tímann, til Austurríkis fyrir 2 árum, kemur svipuð sveifla í Ijós. Þá var þjálfun liðsins undir stjórn Janusar Cherwinskis í góðu lagi og í landsleikjum fyrir keppnina í Áusturríki unnu íslendingar frækilega sigra á þjóðum eins og Dönum, Pólverjum, Tékkum og tvívegis gegn Vestur-Þjóðverj- um, sem urðu síðan heimsmeist- arar aðeins ári síðar. Síðan var haldið til Austurríkis og þar lék íslenska liðið 2 eða 3 æfingaleiki við félagslið og úrvalslið. Nákvæmlega eins og nú, en landsliðið lék við Fram og Hauka á Selfossi rétt fyrir brott- förina til Spánar, auk leiksins gegn úrvalsliði Ingólfs Óskars- sönar. Leikir íslenska landsliðs- ins gegn hinum austurrísku félagsliðum voru ekki sannfær- andi, áhugaleysi og mikið skorað á báða bóga. Þeir voru ekki alvaran. Þegar út í keppnina kom, náði landsiiðið lofsverðum árangri og lék m.a. til úrslita við Tékka um 3. sætið. í þeim leik þurfti framlengingu til að skera úr um úrslit. Þetta er tínt til, til þess að benda á, að fall lands- liðsins gegn úrvalsliðinu og naumir sigrar gegn Fram og Haukum þurfa ekki að vera forsmekkur ' af því sem koma skal, þvert á móti. Sama „kúrfan" hefur nú endurtekið sig, þ.e. góðir landsleikir (Baltic cup og Frakklandsferðin), en síðan slakir marklausir æfinga- leikir rétt fyrir stríðið. Um HM í Danmörku skal sem minnst ræða, en aldrei skyldu Islendingar þá gleyma því sem þar gerðist, heldur miklu frekar muna það vel svo að af því megi læra. Þá fór þjálfun liðsins fram um bréfaskóla, allt starf fór í vaskinn, sem var miður, því að þá eins og ávallt lögðu leikmenn- irnir allt í sölurnar. Og það sem enn verra var, að vegna hins góða árangurs í Austurríki héldu flestir hérlendis að Island væri á leiðinni á toppinn. Vonbrigðin urðu því gífurleg þegar ísland tapaði öllum leikjum sínum í Danmörku og féll aftur niður í B-hóp. Blekkingin hafði verið svo alger meðan á undirbúningn- um stóð, að allt kom þetta eins og reiðarslag yfir þjóðina. Nú varð að byrja aftur frá grunni og fyrsti liðurinn var að ráða innlendan þjálfara. Ekki var hægt að treysta á þá erlendu meir. Jóhann Ingi Gunnarsson var skipaður landsliðsþjálfari og einvaldur liðsins og þó að á ýmsu hafi gengið í þeim landsleikjum sem liðið hefur leikið undir hans stjórn, má segja, að í heildina hefur hann gert mjög góða hluti. Árangurinn á Baltic Cup ber þar hæst, sigurinn yfir Dönum í Randers, í sömu höll og Danir rassskelltu íslendinga á HM. Fyrstu skrefin voru Jóhanni Inga erfið, tvö töp fyrir Dönum í Höllinni, en síðan hefur Jóhann sýnt rækilega að hann er á réttri leið með liðið og þó að maður sé hættur að þora að vona nokkurn skapaðan hlut með íslensk hand- knattleikslandslið, er óhætt að vera dálítið bjartsýnn. En ekkert má út af bregða. íslenska liðið er nú statt á Spáni og á morgun er sannkallaður tímamótaleikur í íslenskum handknattleik. Við mætum þá Israelum. Þeir leika við Tékka í dag og talið er víst að ísraelar muni að nokkru leyti fórna Tékkaleiknum, ekki leika af full- um styrkleika og leggja allt kapp á að vinna íslendinga. ísraelar verða engin lömb að leika við, þeim hefur farið stórlega fram í handbolta og eiga góða sigra að baki gegn þjóðum sem Island vinnur ekki alltaf, Noregi, Sviss o.fl. Næstu dagana fæst því úr því skorið hvort íslendingar eru nafn á handboltakortinu eða ekki. Sigur gegn Israel verður að vihnast til að svo megi verða. Þegar (og ef) því marki er náð, verður síðan enn að vinnast sigur gegn væntanlegum mót- herja í milliriðli og tapi íslend- ingar fyrir Tékkum og hafni í öðru sætinu í riðlinum, verður sá mótherji væntanlega Holland. — KK- Grindavík vann GRINDAVÍK vann B-lið Njarðvík- ur í bikarkeppni KKÍ í Njarðvík í gærkvöldi. Lökastaðan varð 112-88 (56-36). Mark Holmes skoraði langmest þeirra Grindvík- inga 38 stig, þar af 30 í fyrri hálfleik. Rúnar Georgsson skoraði mest fyrir UMFN, 18 stig, Elvar Jónsson skoraði 17 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.