Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 3 7 Laufey Bœríngsdótt- ir — Minningarorð Hinn 14. febrúar sl. lést Laufey Bæringsdóttir á sjúkrahúsi hér í borginni. Andlát hennar kom ættingjum hennar og vinum ekki á óvart því hún hafði átt við lang- varandi veikindi að stríða og starfsdagar hennar orðnir langir og strangir. Sú kynslóð, sem óx úr grasi um síðustu aldamót, átti við harðari og óblíðari kjör að búa en æskufólk okkar tíma. Breytingar til batnaðar í þeim efnum eru svo stórstígar að vart er hægt að gera sér þær i hugarlund. Skortur ríkti þá á alþýðuheimilum til sjávar og sveita. Þá var oft langt að þreyja þorrann og góuna hjá fátæku fólki. Skólaganga barna var stutt og snemma var börnum ahldið að vinnu þó kraftarnir væru ekki miklir. Öll tækifæri þurfti að nota til þess að hafa til „hnífs og skeiðar" hjá mannmörgum fjölskyldum. Laufey fór ekki var- hluta af þessari lífsreynslu. Ekki var því að undra að hún gerðist vegmóð hin síðari ár og hvíldinni var hún fegin eftir svo langan og erilsaman dag. Laufey Bæringsdóttir var fædd hinn 14. júlí 1896 að Sælingsdals- tungu í Hvammssveit í Dalasýslu og var því á 83. aldursári þegar hún lést. Foreldrar hennar voru Bæring Jónsson og Margrét Sigurðardóttir og var hún næst yngst af 12 börnum þeirra hjóna. Atta af systkinunum náðu fullorðinsaldri, hin létust öll í bernsku. Þegar Laufey var fjögurra ára, missti hún föður sinn og var móðir hennar þá vanfær að yngsta barni þeirra hjóna. Heimilið leystist upp eins og sagt var á þeim árum og varð Laufey þá að fara til vandalausra. Skilnaður- inn við móðurina hafði mikil áhrif á hið viðkvæma litla barn og svo fast greyptist þessi atburður í huga Laufeyjar að fram til hinstu stundar var þessi skilnaðarstund henni ofarlega í huga. Tólf ára að aldri komst Laufey aftur til móður sinnar og hafa það eflaust verið miklir fagnaðarfundir fyrir þær mæðgur báðar. Síðar á ævinni gat Laufey endurgoldið móður sinni alla hennar ræktarsemi, því að Laufey var þess umkomin að taka móður sína, Margréti, til sín og annast um hana síðustu árin, en Margrét andaðist á heimili Laufeyjar í hérri elli árið 1940. Laufey dvelst á æskustöðvum sínum í Dölunum til 16 ára aldurs, þá lá leið hennar til Reykjavíkur í atvinnuleit. Hún ræðst sem vinnu- kona til góðs fólks hérna í borg- inni. Árið 1920 giftist hún fyrri manni sínum Ólafi Eyjólfssyni frá Kötluhóli í Leiru. Stuttu eftir giftinguna fórst Ólafur með vél- bátnum Hauki frá Vatnsleysu- strönd. Eftir andlát Ólafs flytst Laufey til tengdaforeldra sinna að Kötluhóli og þar elur hún son sinn Ólaf. Ekki átti hún þess kost að hafa barnið hjá sér vegna erfiðra aðstæðna heldur verður hún að skilja það eftir hjá tengda- foreldrum sínum og fer til Reykja- víkur í atvinnuleit. Síðar á hún þess kost að taka Ólaf til sín, en hann var þá 12 ára að aldri. Ólafur er kvæntur Dagbjörtu ^Guðjóns- dóttur og eru þau hjón búsett í Hafnarfirði. Árið 1932 giftist Laufey eftirlif- andi manni sínum Hinriki Jórmundi Sveinssyni, stýrimanni úr Reykjavík. Hjónaband þeirra reyndist mjög farsælt og hefur sambúð þeirra varað í 47 ár. Hinrik hefur jöfnum höndum stundað sjómennsku og útgerð um ævina. Þau hjónin flytjast til Flateyjar á Skjálfanda skömmu eftir að þau giftust og voru þar búsett allt til ársins 1949, en þá flytjast þau til Reykjavíkur aftur eftir erilsaman starfsdag og byggja sér reisulegt hús í Grana- skjóli 5 hér í borginni. Fiskisæld mikil var við Flatey á árum áður og mun það öðru fremur hafa laðað þau hjón til að flytjast þangað. Hinrik var góður sjómaður og mikill aflamaður. Róið var á litlum bátum og stutt var á hin fengsælu mið og mikill afli oft a'ð landi dreginn. Hinrik átti sína eigin báta á þessum árum. Umsvif þeirra hjóna fóru vaxandi með árunum og oft voru margir í vinnu hjá þeim. Hinrik byggði þar reisulegt íbúðarhús og aðstöðu til fiskvinnslu og mun hin dugmikla kona hans ekki hafa latt hann í þeim framkvæmdum. Starfsdagurinn var oft langur og þá sérstaklega á sumrin þegar mest af aflanum var dregið á land. Húsmóðirin þurfti að sjá þeim, sem hjá þeim unnu, fyrir fæði og öðrum aðbúnaði og vann auk þess jöfnum höndum við fiskvinnslu þegar stund gafst frá búverkunum. Laufey var mjög tápmikil og dug- leg kona og taldi ekki eftir sér þótt starfsdagurinn yrði stundum langur. Stundirnar til hvíldar munu oft hafa verið fáar hjá henni yfir sumarmánuðina. Flatey á Skjálfanda er fögur eyja og útsýn til landsins heillandi á fögrum og björtum vordegi. Þar ríkir „nóttlaus voraldar veröld" eins og skáldið sagði. Á síðari árum ræddi Laufey oft um árin setn þau hjónin dvöldu í Flatey og það trygglynda og góða fólk, sem þau kynntust þar. Efst var henni í huga sólsetrið í Flatey á fögru sumarkvöldi og dimmir og skammir dagar vetrarins við hið ysta haf. Nú eru gömlu félagarnir allir fluttir burt úr Flatey og eyjan komin í auðn. Snögg getur breytingin orðið á skömmum tíma. Laufey og Hinrik eignuðust tvær dætur, Guðrúnu, sem er fædd í Flatey árið 1936 og er hún gift Jónasi Runólfssyni framreiðslu- manni. Yngri dóttirin heitir Margrét, fædd í Reykjavík árið 1944. Maður hennar er Ágúst Guðmundsson deildarstjóri. Kynni okkar Laufeyjar hófust árið 1952. Þá festi ég og kona mín kaup á íbúð í húsi þeirra hjóna í Granaskjóli 5. Kunningsskapur okkar hjónanna við þau Laufeyju og Hinrik varð brátt mjög náinn og mikill samgangur milli heimil- anna. Laufey var ágætlega greind og skemmtileg kona í allri um- gengni. Hún var gædd mjög ríkri kímnigáfu og gat alltaf séð það spaugilega í flestum málum. Þessi eiginleiki var snar þáttur í eðli Laufeyjar. Gaman var á góðum stundum að rabba við þau hjónin og maður kom alltaf léttari í lund af þeim samfundum. Laufey hafði mikið yndi af því að spila á spil og mörg kvöldin sat ég hjá þeim að spilum. Margt var þá spjallað og oft hlegið hátt. Ég og kona mín þökkum Laufeyju fyrir þá miklu hlýju og vinsemd, sem hún sýndi tveimur ungum börnum okkar á þessum árum. Börnin okkar áttu alltaf athvarf hjá þeim hjónum á efri hæðinni og vel var litið eftir þeim. í mörg ár hafði Laufey átt við margskonar sjúkleika að stríða. Hún æðraðist samt aldrei og bar sín veikindi af stakri hugprýði. Maður hennar og dætur reyndust henni mjög vel í langvarandi veikindum og léttu henni erfiðar stundir. Ég og kona mín þökkum Laufeyju að leiðarlokum liðnar samverustundir. Það er göfgandi að kynnast fólki eins og hún var. Við sendum eftirlifandi manni hennar, börnum hennar og öðrum nánum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Klemens Jónsson. Einar H. Ásgrímsson: Stífudans ritstjóra Moggans við undirspil Gilchrists í Reykjavíkurbréfi 10. des. ‘78 brugðu ritstjórar Morgunblaðsins sér í stífudans með tilþrifaríku undirspili Gilchrists. Var tilefnið útkoma bókar Gilchrists í Bretlandi fyrir skömmu. Framan af hafði dansinn menningarlegasta yfirbragð, en brátt spilltist takturinn og er ekki örgrannt, að ónákvæmu undirspili hafi verið um að kenna. Skens Afleiðingarnar urðu, að Reykja- víkurbréfið varð útatað rang- færslum um gang Genfarráð- stefnunnar 1958 um hafréttarmál og skensi um fulltrúa Islendinga á ráðstefnunni þeim öldungis að ósekju. Hafréttarráðstefnan 1958 reyndist íslendingum í meira lagi heilladrjúg og er hún einhver merkasti áfangi í landhelgisbar- áttu landsmanna. Sendinefnd ís- lendinga í Genf 1958 á því annað betra skilið en rangfærslur og skens. Morgunblaðið sýndi viðleitni til að leiðrétta nefnt Reykjavíkurbréf strax 12. des. ‘78. Sú viðleitni mátti sín þó lítils enda var hún einskorðuð við að leiðrétta aðeins part af einni villu. Kveöja frá útlendingí Endurminningabók sendiherra Breta hér á landi 1956 til 1959, Sir Andrew Gilchrists er skemmtileg aflestrar sem kveðja frá út- lendingi, sem vill sýna þakklætis- vott fyrir að hafa fengið tækifæri til að búa á íslandi í þrjú ár, fengið að umgangast forystumenn þjóðarinnar og veiða lax og skjóta gæs og rjúpu eins og hann lysti. Sem heimild um fiskveiði- deiluna er bók Gilchrists með öllu gagnslaus, sökum þess að hún er morandi af geysilegum vitleysum um grundvallar staðreyndir máls- ins. Þessar vitleysur eru svo marg- ar og augljósar, að sem sögurit ætti að mega láta bókina liggja í þagnargildi. Öðru máli gegnir um stífudans- inn í nefndu Reykjavíkurbréfi, hann ber nauðsyn til að leiðrétta, vegna þess að Reykjavíkurbréfið er að jafnaði haldgóð heimild. Undirspil Gilchrists I fiskveiðideilunni höguðu Is- lendingar sér afar heimskulega og það gerðu Bretar reyndar líka allir nema Sir Andrew Gilchrist. Stífudans rit- stjóranna Athyglisverðasta ábendingu Gilchrists í bókinni hans og viðtölum við Morgunblaðið segir Reykjavíkurbréfið vera, að Gilchrist sýni fram á það merki- lega atriði, að sendinefnd ís- lendinga á hafréttarráðstefnunni 1958 hafi verið svo glámskyggn, að hún hafi næstum því verið búin að fyrirgera öllum möguleikum Is- lendinga til að geta fært fiskveiði- lögsögu sína út fyrir 12 mílur um langa framtíð með því að styðja það, að 12 mílna fiskveiðilögsaga yrði gerð að alþjóðalögum. Einungis glópska brezku sendi- nefndarinnar hafi bjargað ís- lendingum frá þessum voða. Það hafi verið Bretum einum að kenna, að bandaríska tillagan um 12 mílna fiskveiðilögsögu með nokkr- um undanþágum náði ekki tveimur þriðju hluta atkvæða á ráðstefnunni 1958. Hefði brezka sendinefndin farið að ráðum Gilchrists og greitt atkvæði með bandarísku tillögunni, þá hefði 12 mílna fiskveiðilögsaga orðið að alþjóðalögum. Hefði ,þá 12 mílna reglan festst svo í sessi til frambúðar, að Islendingum hefði verið fyrirmunað að færa út í 50 mílur. Staðreyndirnar 1. Bandaríska tillagan 1958 fjallaði um 6 mílna landhelgi og 12 mílna fiskveiðilögsögu en með fullum undanþágum upp að 6 mílum handa útlendingum, sem ættu tilkall til hefðbundins veiði- réttar, og þýddi frá íslenzku sjónarmiði aðeins útfærslu í 6 mílur. 2. Sendinefnd íslendinga barðist á móti bandarísku tillögunni með oddi og egg og greiddi atkvæði á móti henni bæði í nefnd og á allsherjarfundi ráðstefnunnar. 3. Sendinefnd Breta studdi bandarísku tillöguna og greiddi atkvæði með henni við öll tæki- færi. 4. Tillaga Bandaríkjamanna var eina tillagan um víðáttu fiskveiði- lögsögu, sem hlaut fylgi meira en helmings ríkjanna 86 á ráðstefn- unni 1958, en þrátt fyrir ákafan stuðning Breta vantaði hana sjö atkvæði til þess að ná tveimur þriðju hluta atkvæða. Skilyröislausar 12 mílur Tillaga Kanadamanna 1958 um skilyrðislausa útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 12 mílur, sem sendi- nefnd íslendinga studdi með ráðum og dáð, átti því miður ekki nægu fylgi að fagna. í fyrstu studdu Bandaríkjamenn tillögu Kanadamanna á ráðstefn- unni 1958, en er ráðstefnan var hálfnuð snérist þeim hugur og lögðu þá fram bandarísku tillög- una fyrrnefndu. Bandaríkjamönnum snérist hugur af tveimur ástæðum fyrst og fremst. Önnur ástæðan var sú, að þeir sáu, að kanadíska tillagan átti enga möguleika til að ná samþykki ráðstefnunnar. Ennþá veigameiri var hin ástæðan, að þeir sannfærðust um, að þau rök Breta væru rétt, að þær þjóðir sem áhuga hefðu á útfærslu umfram 12 mílur myndu túlka skilyrðislausa 12 mílna útfærslu sem uppgjöf þriggja mílna ríkjanna. Yrði þá strax farið að líta á 12 mílur sem lágmark en ekki sem hámark. Óttuðust Bandaríkjamenn, að hernaðarlandhelgin myndi þá fylgja í kjölfar fiskveiðilögsögunn- ar. Ekki er það á neinn máta víst, að ráðstefnan 1958 hefði samþykkt skilyrðislausu 12 mílurnar, þó að Bretar hefðu gengið til stuðnings við tillögu Kanadamanna og gert það strax við upphaf ráðstefnunn- ar, áður en Bandaríkjamönnum snérist hugur. Enda eru hugleið- ingar um það heldur fánýtar vangaveltur, svo fjarri sem það hlutverk hlaut að vera Bretum að stuðla að útfærslu landhelgi og fiskveiðilögsögu vegna hagsmuna þeirra á sjóhernaðarsviðinu, vegna hagsmuna þeirra sem siglinga- þjóðar og svo vegna hagsmuna þeirra í deilunni við íslendinga. Örari útfærsla Hefði skilyrðislaus 12 mílna fiskveiðilögsaga fengizt samþykkt sem alþjóðalög á ráðstefnunni 1958, eins og íslenzka sendinefndin barðist fyrir, hefði það komið Islendingum að gagni bæði í bráð og lengd en ekki Bretum. íslend- ingar hefðu fengið 12 mílurnar sex árum fyrr en ella, og þar að auki hefði komizt miklum mun örari skriður á útfærslu nágrannaríkj- anna við Atlantshaf norðanvert út í 12 mílur, og það hefði örvað nýfrjálsu ríkin í þriðja heiminum til að gera sínar kröfur. Á næstu 15 árum, frá 1958 til 1973 fjölgaði nýfrjálsum ríkjum um 50. Suður-Ameríkuríkin, sem löngu fyrir 1958 höfðu lýt yfir 200 mílna landhelgi, studdu kanadísku 12 mílna fiskveiðilögsöguna, því að frá þeirra sjónarmiði var hún bezti kosturinn, sem í alvöru kom til greina á ráðstefnunni 1958, og hefði orðið stórkostlegt skref í rétta átt. Islenzka. sendinefndin á ráð- stefnunni 1958 var að vinna að framgangi lattdgrunnslaganna ís- lenzku frá 1948, en einblíndi ekki á 12 mílur sem lokatakmark, eins og ræður Hans G. Andersens og Davíðs Ólafssonar á ráðstefnunni bera með sér, og var því vel á verði, ef sú hætta hefði verið annað og meira en hégómi, að samþykkt 12 mílna hefði getað girt fyrir áframhaidandi framþróun alþjóðaréttar á hafinu. Undanpágur í tíu ár Á hafréttarráðstefnunni 1960 snérust Kanadamenn, íslending- um til skelfingar, til stuðnings við endurskoðaða tillögu Bandaríkja- manna og gerðust meðflutnings- menn hennar. Sú sameiginlega tillaga Banda- ríkjamanna og Kanadamanna fól í sér 6 mílna landhelgi og 12 mílna fiskveiðilögsögu en með fullum undanþágum upp að 6 mílum fyrir erlenda togara í tíu ár. Gegn tillögu Bandaríkjamanna og Kanadamanna 1960 börðust fulltrúar íslendingar af beztu getu, en Bretar studdu hana af miklu kappi. Munaði einu atkvæði Var fögnuður Islendinga mikill, þegar tillagan féll í atkvæða- greiðslu við lok ráðstefnunnar fyrir það, að hana skorti eitt atkvæði til að ná tilskildum tveim- ur þriðju hluta atkvæða. Hefði tillaga Bandaríkjamanna og Kanadamanna 1960 fengið þetta eina atkvæði sem munaði, kynni það að hafa leitt til þess, að Islendingar hefðu orðið að bíða fram undir 1970 eftir viðurkenn- ingu á 12 mílna fiskveiðilögsögu við landið. Sú bið hefði ekki orsakast af 12 mílna ákvæðinu í tillögu Banda- ríkjamanna og Kanadamanna heldur af ákvæðinu um fullar undanþágur til handa útlending- um í tiu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.