Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Steindór Árnason: Samvinnustefn an hefur sett ofan í Árnessýslu Samvinnumenn sýslunnar hafa ekki farið hamförum til að hnekkja aðför drottningardýrk- enda að Eyrum. Þeir hafa í ár læðst með veggjum án þess að hljóta þá ráðningu, sem er best við hæfi þeim er leggja í rústir. Sem fyrr verða hafnarmál Eyra rædd af sanngirni. Raunsæjum rökum beitt, gerður samanburður með studdum dæmum. Greinin verður lengri vegna hinna mörgu sem ekki þekkja forsendur hafnar- gerða, en þeir eiga rétt á aðgengi- . legu auðskildu lesefni til sjálf- stæðrar skoðanamyndunar. Fróð- leikur þeirra skúmaskotsbræðra er oft Leitis-Gróu-ættar-vísindi. Ég nota Eyrar um sjávarþorp Flóamanna og fleira til styttingar. Þrjár hafnargerðir harðar undir tönn. „Norðrið er opið þar Ægir hlær. auðugur. djúpur og sandana slær“ Þessi sannindi eiga ekki síður við um suðrið. Ströndin frá Garðs- skaga austur fyrir Eystra-Horn er mjög fátækt af skjólum, sem létta hafnarframkvæmdir. Algengust eru: firðir, eyjar, nes , eyrar, skerjaklasar, grandar rif og fol. Úthafsaldan 4—5 metra há, 150 m breið með 10—15 m hraða á sek. er mikill ógnvaldur hafnarmann- virkjum, ef aðdýpi leyfir henni að leika listir af fullum þunga. Fljóta leiðin í skjólið, innfyrir Kambinn, hefur ekki ennþá verið reynd á strönd vandræðanna, hana þekkj- um við aðeins af hinni sjálfgerðu Hornafjarðarleið. Vestast á ströndinni hafa verið hannaðar þrjár hafnir, allar við fremur slæm ytri skjól. Sandgerð- ishöfn er hönnuð í skjóli hinnar frægu Býskerjaeyrar. Hún er styst komin í smíði. Verkefnið er stórt þröfin brýn og biðin orðin ærið löng. Grindvíkingar grófu sig í gegnum kambinn og inn í hópið, stóra skál í hrauninu, dýpkuðu hana eftir þörfum og styrktu kambinn veggja vegna hafnar- mynnisins. Þó verður verulega um að bæta, sérstaklega að sunnan- verðu við innsiglinguna. Báðar eru þessar hafnir miklar gullkvarnir og með sjálfsögðum endurbótum vaxandi siglingahafnir flutninga- skipum. Þær eru einnig mikið notaðar af fiskibátum, sem gerðir eru út frá innanverðum Faxaflóa. Það verður að teljast mikil fram- för, að hönnuður Sandgerðishafn- ar virðist hafa tekið fullt tillit til mikillar flóðhæðar, sem verður hér SV-lands um stórstrauminn þegar miklr lægðir og fl. góðgæti er honum samfara. Sú þriðja er landshöfnin í Þor- lákshöfn. Hún hefur lakast skjól frá náttúrunnar hendi. Hafnar- nesið snubbótt og aðdýpið nægi- legt úthafsöldu til óræðra athafna. Hafnargerðin reyndist talsvert harðari undir tönn en áætlað var í fyrstu, skjólið fremur draumsýn en veruleiki. Arðsemdarsjónarmið virðist ekki hafa ráðið vali hafnar- stæðis Þorlákshafnar. Fyrst höfn, síðar önnur utanum hina. Hvað verður næst er óráðin gáta. Þor- lákshöfn er sönnum þess hvað það er aðkallandi að fjölga en ekki fækka höfnum á strönd suðursins. Þá eykst arðsemi sjófangs þegar stutt er á miðin. Það hefur ekki breyst með vélaöld. Stuttar flutn- ingaleiðir minnka útgjöldin. Þor- lákshöfn hefur komið að góðum notum. Hún er fastalandshöfn Vestmannaeyja, talsverð um- -u.. Bátar við hafnargarðinn á Eyrarbakka skipunarhöfn afla Faxaflóabáta hafnarbær Selfyssinga o.fl. En fyrst og fremst er hún fiskihöfn fólksins, sem þar býr, lifir lífi sínu, sækir sjó, verkar aflann og vinnur hin margbreytilegu störf nútím- ans, sem fylgja athafnasemi sjávarþorpanna. Hér hefur verið drepið á þrjár hafnarframkvæmdir allar hann- aðar á brimóttri strönd, við erfið skilyrði. Hafnarbætur sem áður þóttu varla framkvæmanlegar eru nú mjög áuðveld verkefni, með aðstoð nýrra véltækniáhalda. Austan Ölvusár Þá skal halda austur yfir Ölvusá og staldra við á Eyrum. Hvergi á allri strandlengjunni, frá Garð- skaga að Eystra-Horni, er jafn auðvelt að gera hafnir utan við sjávarkambinn, eins og innan við skerjagarðinn mikla úti fyrir Flóa. Þetta sjónarmið er haft eftir útlendum manni, lærðum í gerð hafna. Ég býst við að margir séu honum sammála eftir a hafa kann- að skjólið, sem skerjagarðurinn veitir gegn hamförum úthafsöld- unnar. En vegna þess, að hann er forsenda hafnarmannvirkja á Eyr- um þá rifja ég upp nokkur sann- leikskorn til heiðurs brimbrjótn- um volduga. Öldubrjóturinn Þarna var honum markaður bás fyrir árþúsundum, segja fræðin. Jafn lengi hefur öldubaninn mikli tætt í flygsur voldugustu úthafs- öldur og lamað miskunnarlaust orku þeirra til skemmdarverka. Hann er sagður verndarvættur suðurhluta Flóans, án hans óræð auðn. Landnámsmenn lærðu fljótt að meta og nota skjólið, sem hann veitti skipunum þeirra, stórum og smáum, eins og fjölmargar sagnir herma okkur sannastar. Mikil og heilladrjúg viðskipti við útlönd fóru hér fram í skjóli brjótfins um aldir. Fjölmenn sjávarþorp uxu hér er aldir liðu, vegna gjöfulla fiskimiða og verslunarumsvifa. Héðan var fast sóttur sjór með fjölmennu hjálparliði úr sveitinni grösugu, en fátt fólk flýði land. Margur málsverðurinn, ýsa, þorsk- hausar, lifur, hrogn og kúttmagar hafa borist inn fyrir brjótinn, vnettað svanga um breiða byggð en þorskbolurinn að mestu þá í út- löndum, allt til Barceiona. Síðustu áratugi hefur brjóturinn verið skjól fiskibátunum smáu, sem gerðir hafa verið út frá Eyrum. Ekki verður annað sagt en brjót- urinn hafi skilað erfiðu starfi trútt og farsællega. Það mun hann einnig gera eftir að honum hefur verið falin gæsla hafnarmann- virkja Arnesinga, sem fljótlega rísa að Eyrum. Stór verkefni vestan Ölvusár er eins hægt að framkvæma austan hennar. Margra miljarða hagnaður af veiði og vinnslu sjávarafla hafa glatast Arnesingum vegna ástands hafn- anna að Eyrum. En heiður þeim sem heiður ber. Senn roðnar af degi athafna í skjóli brjótsins. Dagur hans nálgast hröðum skref- um. Brimlendingarhafnir þurfa sérhönnuð skip Eyrarbakki, Sandgerði, Grinda- vík, Stokkseyri, Hornafjörður og fl. hafnir sem hafa langa og erfiða brimlendingu, ættu að láta stál- skipasmiðjur okkar hanna sérstök skip fyrir sig. Það hefur ekki enn verið gert svo mér sé kunnugt. Ég er sannfærður um að mjög veru- lega er hægt að létta stálskipin án þess að slaka nokkuð á um öryggi skipa eða búnað. Ég hef kynnst skipi, sem smíðað var úr þunnu og mjög seigu kafbátastáli. Ekkert skip hefi ég þekkt eins létt í sjo og frábært á undanhaldi. Helstu kostir góðra brimlendingarskipa gætu verið: létt, aðeins breiðari en önnur sömu stærðar, stöðug, auð- veld í stjórn, grunnskreið og er þó margt ótalið. Það hefur verið rætt undanfarið að fækka skipum. Þetta er góð hugmynd þó ekki væri nema vegna þess að við höfum í áratugi gert út mikinn fjölda smáskipa, sem ekki eru hæf til sjósóknar á vetrum vegna slysa- hættu. Nú er tækifærið þegar skipum á að fækka, að hanna ný skip til brimlendinga. Þrjú dæmi um að ekki sitja allar hafnir við sama borð Þó landshöfnin á Rifi hafi verið í smíðum þá hefur hún ekki tafið Ásgeir Sigurgestsson: Um „Ógeðfellda tilburði” — í Reykjavíkurbréfi I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 11. þ.m. er vikið að mál- flutningi Ragnhildar Helgadóttur á Alþingi, þar sem „hún gagnrýnir afskipti af persónulegum einka- málum unglinga í grunnskólunum og hnýsni í hagi þeirra." Milli- fyrirsögn blaðsins yfir skrifum þessum er „Ógeðfelldir tilburðir — í nafni „vísinda." Það hefur komið fram í máli Ragnhildar Helgadóttur í þingsöl- um, að áhyggjur hennar af málum þessum séu einkum sprottnar af félags- og sálfræðilegri könnun, sem gerð var í 8. bekk grunnskól- anna í Reykjavík í febrúar 1976. Er greinilega átt við þá könnun í skrifum höfundar Reykjavíkur- bréfs, Sjö íslenzkir sálfræðinemar við Árósaháskóla stóðu að könnun þessari og notuðu tölulegar niður- stöður hennar við ritgerðarsmíðar í námi sínu. Er mér undirrituðum málið skylt á þann veg, að ég var einn af nefndum sjömenningum. Nú er það sjálfsagt og eðlilegt, að rætt sé um réttmæti og sið- fræðileg atriði félagsvísindalegra rannsókna, þar sem fjallað er um atriði, sem mega teljast einkamál hvers og eins. Sömuleiðis tel ég eðlilegt, að settar séu ákveðnar reglur um slíkar rannsóknir í íslenzkum skólum. Við slíkri um- ræðu skal sízt amast, út af fyrir sig. Hins vegar er óhjákvæmilegt, eigi slík umræða að fara fram af nokkru viti, að velta fyrir sér í hvaða tilgangi félags- og sálfræði- legar rannsóknir eru gerðar, hvernig að þeim er staðið og hvernig farið er með þær upplýs- ingar, sem gefnar eru þeim, er rannsóknina annast. Hafi höfund- ur Reykjavíkurbréfs ,velt þessum atriðum fyrir sér, hefur hann í bezta falli lent á villigötum, a.m.k. hvað ofangreinda unglingakönnun varðar. Af einhverjum illskiljan- legum ástæðum virðist honum einungis hafa komið í hug, að hér hafi verið að verki „pólitíkusar á vinstri væng“ í leit að ómerkileg- um kjaftasögum um einkalíf ein- stakra unglinga í grunnskólum borgarinnar. Trúi því hver sem vill. Vegna þessara skrifa í Reykja- víkurbréfi verður ekki hjá því komist að gera eftirfarandi at- hugasemdir: 1. Fyrrgreind unglingakönnun var gerð með fullu samþykki Menntamálaráðuneytisins og fræðslustjórans í Reykjavík, að höfðu samráði við prófessorana í sálfræði og uppeldisfræði við Há- skóla Islands. Sá spurningalisti, sem lagður var fyrir nemendurna, var því að sjálfsögðu lagður fyrir þessa aðila til samþykktar. Auk þess var könnunin, tilgangur hennar og efni spurningalistans, kynnt ýtarlega á fundi með skóla- stjórum viðkomandi skóla. Veittu þeir góðfúslega aðstoð sína við framkvæmd verksins. Þess má og geta, að þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, sem vissulega er þekkt- ur fyrir flest annað en stuðning við „pólitíkusa á vinstri væng“, greiddi götu okkar við prentun spurningalistans. Kunnum við þessum aðilum beztu þakkir fyrir veitta aðstoð. 2. Það var skýrt tekið fram við nemendur, að þeir skyldu ekki rita nafn sitt á spurningalistann. Þá var ekki spurt um atriði, sem varpað gátu ljósi á hverjir hefðu svarað einstökum spurningalist- um, svo sem bekkjardeild, fæðing- ardag (einungis var spurt um fæðingarmánuð), nafnnúmer ellegar önnur persónuleg auð- kenni. Einu auðkenni spurninga- listanna voru númer, sem notuð voru til að geta borið saman hin ýmsu skólahverfi borgarinnar. Enda var að sjálfsögðu aldrei ætlunin að afla upplýsinga um ákveðna einstaklinga, heldur skyldi reynt að draga upp mynd af unglingahópnum sem heild. Allar dylgjur höfundar Reykjavíkur- bréfs um, að hér hafi verið á ferðinni „pólitíkusar á vinstri væng“, sem hafi viljað „lykta af hvers manns koppi", eru því gjör- samlega tilhæfulausar og út í hött. 3. Hér voru hins vegar á ferð- inni nokkrir sálfræðinenar, sem vildu afla upplýsinga um 14 ára unglingahópinn sem heild. Til- gangur okkar var nánar tiltekið sá að sameina í eina rannsókn þær námskröfur, sem nám okkar fól í sér og þá þörf, sem við töldum vera á því að afla upplýsinga um íslenzka unglinga. Hugðum við þá og teljum enn, að sem gleggstar upplýsingar um þennan aldurshóp, geti auðveldað hlutaðeigandi yfir- völdum, einkum á sviði æskulýðs- og skólamála, að gera sér grein fyrir þörfum og óskum ungling- anna og lífi þeirra að öðru leyti. Það segir sig sjálft, að því fleiri gögn, sem fyrir liggja í þessum efnum, þeim mun auðveldar ætti það að vera að taka ákvarðanir þar að lútandi. Þess má geta hér, að í sam- þykktum Sameinuðu þjóðanna um yfirstandandi barnaár er einmitt hvatt til þess, að gerðar séu félagsvísindalegar rannsóknir á högum barna til þess að auka skilning á þörfum þeirra. í ná- grannalöndum okkar eru starfandi sérstakar rannsóknastofnanir til slíkra verkefna (t.d. Socialforskn- ingsinstituttet í Danmörku). Sérstaklega hefur verið amast við í málflutningi Ragnhildar Helgadóttur og Morgunblaðsins, að nokkrar spurningar fjölluðu um kynþroska, kynfræðslu og hugsan- lega reynslu unglinganna af kyn- lífi. í því sambandi er rétt að geta þess, að í námsskrám íslenzka skólakerfisins hafa lengi verið ákvæði um kynfræðslu. Undanfar- in ár hefur námsefni á þessu sviði verið endurskoðað og hefur það verið aukið og bætt verulega. Það ætti að vera augljóst mál, að til þess að geta metið þörfina fyrir kynfræðslu á grunnskólastigi og til þess að geta samið viðeigandi kennsluefni í því sambandi, er nauðsynlegt, að til séu upplýsingar um kynþroska og hugsanlega kyn- lífsreynslu. Slíkar upplýsingar um íslenzka unglinga hafa ekki legið fyrir þar til nú og er Island sennilega eina landið, a.m.k. í Vestur-Evrópu, þar sem þeirra hefur ekki verið leitað fyrr. Könnun okkar leiðir reyndar í ljós, að kynlífsreynsla reykvískra ungl- inga virðist öllu meiri en sumir kunna að kæra sig um að vita og hefur kynfræðsla í skólum verið í engu samræmi við raunveruleika í þeim efnum. Vil ég aðeins benda á, að vafalaust er það heppilegra, að þörfin fyrir kynfræðslu sé metin út frá raunveruleikanum en að getgátur og óskhyggja ráði þar ferðinni. Ekki er mér að fullu ljóst hvað veldur því, að þyrlað er upp slíku moldviðri kringum margnefnda unglingakönnun nú, þrem árum eftir að hún var gerð. Því ekki verður sagt, að leynt hafi verið farið á sínum tíma. Haldinn var blaðamannafundur er könnunin var gerð og voru henni gerð all ýtarleg skil í útvarpi, sjónvarpi og í flestum dagblaðanna. Okkur, sem að könnun þessari stóðu, er það hins vegar sízt á móti skapi, að vakin sé nú athygli á könnuninni og þeim niðurstöðum hennar, sem þegar liggja fyrir. Við álítum, að niðurstöður þessar eigi ekki ein- ungis erindi til yfirvalda skóla og æskulýðsmála, heldur einnig til foreldra og annarra, sem áhuga hafa á málefnum unglinga. Að sjálfsögðu gefst ekki rúm hér til að rekja niðurstöðu könnunarinnar, en gleggstar upplýsingar um fram- kvæmd hennar og niðurstöður er að finna í þeim skýrslum, sem skrifaðar hafa verið þar um og m.a. eru fáanlegar í Bóksölu stúdenta. Ásgeir Sigurgestsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.