Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Kvikmyndaiðnaður kominn á flug Hollywood Boulevard er ein af sóðalegustu götum í heimi. Sá sem gengur þá breiðgötu frá hinum frægu gatnamótum „Hollywood and Vine“ til „Chinese Theatre", þar sem þúsundir ferðamanna horfa með aðdáun á degi hverjum á steinsteypt handa- og fótaför stjarna fyrri daga, verður varla var við neitt, sem gæti borið vitni um ljóma og töfra vörumerkisins Hollywood. Vændiskonur og alls kyns óþjóðalýður ræður lögum og lofum á þessu „Stræti stjarn- anna“, sem er hlaðið ómerkilegum minjagripabúðum, niðurníddum bíóum og sóðalegum matbörum. Hollywood Boulevard, er Reeper- bahn Suður-Kaliforníu (Reeper- bahn í Hamborg er glaumgata fræg að endemum), háðuleg af- skræming fyrirheita skemmtana- iðnaðarins. Sem þó gengur betur nú en nokkru sinni, svo vel að bókhald- arar hatfs láta sér í léttu rúmi liggja, þótt kjarni hins 75 ára gamla bæjar, Hollywood, drabbist niður. Hefðir eru lítils metnar í þessum bæ, sem í áratugi hefur skipzt á að vera blómstrandi borg eða draugabær. Sérhver kreppa eða lægð boðar senn nýjar sveiflu upp á við, hver heppni nýjar ófarir. Það gefst enginn tími til að hugsa um minnismerki. Hér býr sig vart nokkur unndir neitt til frambúðar. Flestar þær kvikmyndir, sem Hollywood „sendir á markaðinn", eru líka ætlaðar til skjótrar notk- unar: með fjöldafrumsýningum í 400—500 kvikmyndahúsum, með feikilegum auglýsingaherferðum og gróðavænlegu framboði á varn- ingi eins og T-skyrtum, nælum, plakötum og öðru drasli, plötum og bókum í vasabroti. „Okindin 2“, sem var framhald á „Hvíta hákarl- inum“, aflaði í fyrrasumar á einni einustu helgi tíu milljóna dollara tekna. Með 2.8 milljarða dollara veltu 1978 var það metár í sögu amerískra kvikmynda. Nýir öfgar ráða ferðinni í Holly- wood, sjúkleg áfergja í hið risa- vaxna, í súperstjörnur og súper- verk. En þeim mun hærri sem launin verða og framleiðslukostn- aðurinn, þeim mun stórfenglegri og furðulegri sem hin tæknilegu brögð kvikmyndaiðnaðarins eru, því ópersónulegri og vélrænni verða kvikmyndirnar. Þær eru eins og uppfundnar af tölvu — „Stjörnustríðið", „Ókindin 2“, „Grease". Persónuleg einkenni, handbragð leikstjóra myndi aðeins trufla þessa áferðarfallegu plast- framleiðslu gervimenningar. En þegar vandfýsnir og þótta- fullir Evrópumenn, sem halda fast við gamaldags kröfur í listrænum efnum, leggja fram nokkurn skerf til þessarar framleiðslu, fer ekki hjá því, að eitthvað verði hrífandi við þessar myndir. I öllum sínum munaði og hávaða tákna þær ekki aðeins neyðarútgöngudyr fyrir þá, sem vilja flýja raunveruleikann, heldur eru þær eins og minnis- varði um þjóðarstolt. Aðeins í „Guðs eigin landi", þar sem aftur ríkir friður og velmegun, geta slík furðuverk orðið til, óhemju fé verið varið til að búa til ævintýri, sem heilla allan heiminn eða að minnsta kosti þann hluta hans, sem kallaður er frjáls. Engin kvikmynd lætur þennan stolta draum rætast á jafn sann- færandi hátt og 35 milljón dollara ævintýrið „Superman", dýrasta og glæsilegasta andaflakk allra tíma. Þar birtist mönnum Ameríka á óþægilegan hátt, þar sem hún vegsamar sjálfa sig í mynd góðlát- legs risa, sem fljúgandi skáta og bjargvætt, sem er alls staðar nálægur. Jimmy Carter var við- staddur frumsýninguna í Washington. I þessari mynd getur teikni- myndahetjan frá fjórða áratugn- um virkilega flogið. Hin háþróaða brellutækni loka áttunda áratugs- ins leysir auðveldlega smávanda- mál eins og þyngdarlögmálið. Og Ný stórvirki frá Holly- wood: það er gaman að sjá Superman fljúga. A kvöldhimni New York- borgar, þar sem hann starfar á daginn sem fréttamaðurinn Kent Clark hjá „Daily Planet", ófram- færinn og með gleraugu, stígur hann dans af æskufjöri við vin- konu sína, bjargar Kaliforniu frá tortímingu með því að fara hraðar en hljóðið á vettvang og nær í kettl’’r'g í sjálfheldu upp í tré fyrir litla sLÚlku. Hin 135 mínútna mynd um Superman er full af sjónrænum furðuverkum, yfirþyrmandi atrið- um og stórkostlegum byggingum. Reikistjarnan Krypton lítur út eins og kristals- og íshöll sprottin af mikilmennskubrjálæði Alberts Speer, en frá stjörnunni sendir Jor-El (Marlon Brando með hvíta, síðhærða hárkollu, hlutverk á 3.8 millj. dollara) súper'oarn sitt til jarðarinnar. Súperþorparinn Lex Luthor (Gene Hackman) býr í risastórri neðanjarðarjárnbraut- arstöð, nákvæmri eftirlíkingu Grand-Central Station í New York. Menn fá sitthvað að sjá fyrir aðgangseyrinn, en fremur sönnur þess, hversu langt er hægt að komast í tæknilegu óhófi nú á dögum, ef nægilegt fjármagn er fyrir hendi, heldur en kvikmynd, sem veki nokkra athygli vegna persónanna í henni, leikmynda eða átaka. Leikstjórinn, sem hér heitir Richard Donner, gegnir ekki leng- ur neinu hlutverki í þessari gerð kvikmynda. Það er ekki hann, sem kveður á um snið og blæ myndar- innar, heldur er það fjármagnið, sem skilur eftir sig spor á öllum sviðum í víðtækri merkingu — jafnvel í landslagsmyndunum frá goðsögulegri „Mið-Ameríku“, þar sem hinn ungu súperdrengur elst upp. Þá lyftist ljósmyndakraninn yfir auðnina, sem verður svo stór- fengleg, að það er eins og hún hafi verið búin til í kvikmyndaveri. En hinn ameriski kvikmynda- iðnaður á seinni hluta áttunda áratugsins býr þó yfir meiri fjöl- breytni og leyfir sér ekki aðeins smellin uppátæki út af stjörnu- stríðum og súperköllum, heldur og óvenjuleg og áhættusöm fyrirtæki. r Manni eins og Robert Altmann, sem ekki hefur verið sérlega hepp- inn með myndir sínar undanfarið, myndi að vísu ekki vera boðið neitt 35 milljón dollara kvikmyndaver, en hann getur stöðugt fengið að vinna að sínu. Jafnvel Peter Bogdanovich, sem hefur kvik- myndað hver 3ja milljón dollara mistökin á fætur öðrum, fær at-^ vinnu í borg, þar sem menn hafa að þessu sinni ekki gleymt því bara út af peningum, hversu snöggt blaðið getur snúizt við og hve mikilvægt það er að framleiða einnig minni háttar myndir en frumlegar. Það er lærdómur af óförunum á sjöunda áratugnum, þegar flóðbylgja af heimskulegum viðhafnar söngleikjum fylgdi í kjölfar hinnar stórkostlegu vel- gengni myndarinnar „The Sound of Music" og hafði nær riðið Hollywood að fullu. Bogdanovich vinnur nú aftur fyrir sinn gamla lærimeistara, Roger Corman. Hin nýja mynd hans, „Saint Jack“, kostaði ekki nema eina milljón dollara. Sem myndatökumann réð hann til sín frægan Evrópumann, Robby Muller, sem hefur átt hlut að máli í öllum myndum Wim Wenders og kom einnig við sögu myndar Peter Handkes, „Örvhenta konan“. Aðrir leikstjórar skreyta sig einnig gjarna með evrópskum mynda- tökumönnum, en ekki alltaf með góðum árangri. Terrence Malick og Jack Nicholson réðu til sín hinn gamalreynda Spánverja, Almen- dros, sem hefur haft mikið sam- starf með Eric Rohmer og Francois Truffaut. Hann er bráð- snjall myndatökumaður, sem lét — Hinn fljúgandi skáti: „Superman“ (Christopher Reeve) í dæmigerðrí stell- ingu. — þó sínar fyrri listrænu tilhneiging- ar lönd og leið bæði í hryllings- mynd Malicks um vinnumenn í Texas, „Days of Heaven", og í hinum léttvæga vestra Nicholsons, „Goin’ South". Þegar í mynd Malicks, sem amerískir gagnrýn- endur hafa tekið mjög vel, ræðst hann í svo óhóflegar og öfgafullar samsetningar, að sá grunur verður áleitinn, að nú ætli ungur, ame- rískur leikstjóri að bregðast við ferlíkja framleiðslunni í Holly- wood með álíka ferlegri fagur- fræði. Hin listræna kvikmyndun leyfir sér einnig sitt „risaæði" á ári „Supermans". Hin nýja mynd Roberts Alt- mans, „Brúðkaup", grályndur grínleikur með 48 aðalpersónum (í „Nashville" voru þær 24) er skyld- ari „Superman" að mörgu leyti heldur en verk Malicks og Nichol- sons, sem bera svip af misskildum evrópskum áhrifum. Altman vill einnig reyna hið stórfenglega á ameríska vísu — „Brúðkaupið" byrjar með mikilli viðhöfn og lúðrablæstri — og hann fjallar einnig um hinar hégómlegu popp- goðsagnir, sem „Superman" skír- skotar svo mjög til. En aftur á móti endar þessi hátíð dyggðugs, amerísks lífernis, broddþorgara- legt brúðkaup í nágrenni Chicago, með hróplegum ósköpum. Hinir heiðarlegu Clark Kenter (hið borgaralega nafn „Super- mans“), sem ástunda sitt súper- mannlega hugmyndaflug, eiga sér allir sína staði til að flýja til, sína hógværu aðra tilveru: það sem er ósæmilegt, ítalskan bar í kjallar- BRUÐKAUP OG SUPERMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.