Morgunblaðið - 22.02.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 22.02.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 7 r Ríkisstjórn nauös og naggs Ekki fékkst upplýst í sjónvarpspættinum á priðjudagskvöld, hvers konar samkomulag er milli torsætisráðherra og A-A-flokkanna. Þó voru Þar formenn pingtlokka peírra beggja, Lúðvík Jósepsson og Sighvatur Björgvinsson, og minntu einna helzt á hund og hrafn: Sá síöarnefndi reyndi meó krunki sínu að espa hinn, sem óöara glefsaði til hans eða spangólaði upp í loftið og lyngdi aftur augunum: „Þaö er ekki ágreiningur við okkur um pað, sem Degar er búiö að taka ákvörðun um.“ Undir Þetta tók for- sætisráðherra og Sig- hvatur miklaði fyrir sér, hversu langt hefði miðað í samkomulagsátt. Þó var Þaö nú svo, aö forsætisráöherra komst í Ijótan bobba, Þegar hann var spuröur, á hvað hann vildi leggja áherzlu á sínu efnahagsmálafrumvarpi. Flest ákvæðin eru mjög mikilvæg, sagði hann. Þó vildi hann ekki svara Því, hvort honum fyndist eitt- hvaö í frumvarpinu ófrá- víkjanlegt. Allt yrði Það til athugunar. Samt væri frumvarpið gott. Og svona hring eftir hring. Enginn fastur punktur var í málflutningi forsætisráöherra, heldur undansláttur, undan- brögð og undirhyggja, Þegar launÞegar áttu í hlut. Eöa hvers konar mál- flutningur er Það gagn- vart launafólki, pegar fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar segja sama kvöldið, að Þeír hafi rænt svo og svo mörgum vísitölustigum bótalaust eins og Sig- hvatur eða að Þeir hafi ekkert krukkaö í vísitöl- una eins og Lúðvík? Sjálfur segir forsætisráö- herra, að tilfinnanleg lífs- kjaraskerðing verði á Þessu ári, á sama tíma og báöir fulltrúar A-A-flokk- anna, Sighvatur og Lúð- vík, eru aö tíunda fyrir- sjáanlegar lífskjarabætur eða aukningu kaupmátt- ar. Ekki einu sinni um Það, hverju spáð sé í pessum efnum, getur ríkisstjórn nauösins og naggsins verið sammála. En Það er annað, sem ráðherrarnir eru allir á einu máli um, og Það er að standa ekki upp af stólunum. Þegar peir voru spurðir um pað Olafur, Lúðvík og Sig- hvatur í sjónvarpspættin- um, hvort Þeir byggjust við Því, að fólki Þættu Þeir trúverðugir, eins og Þeir töluöu við og um hver annan, kom aðeins eitt hljóö úr Þeirra strokkum. Eins og eín sál og einn búkur brostu Þeir í sjónvarpssal framan í landsfólkið allir Þrír og gerðu sig landsföðurlega í framan: „Við náum samkomulagi"! 11 „Fyrst 1. marz er tapaöur" „Það liggur ekki svo óskaplega á núna, fyrst 1. marz er tapaður," segir forsætisráðherra í Morgunblaðinu í gær og er ekki meira um en manni, sem ekki kemst í Elliöaárnar, Þótt hann hafi fengið laxveiðileyfi gefins, en hugsar sér í staðinn aö reyna að kom- ast í Laxá í Þingeyjar- sýslu. En kratar segja vita- skuld ekki neitt. Það er búið að leggja frumvarp- iö fram í ríkisstjórninni og pað finnst Þeim mikill munur eða fyrir jólin, Þegar Það var einungis lagt fram á flokkstjórnar- fundi Þeirra sjálfra. Utanríkisráðherrar Norðurlanda: Heita S.Þ. stuðningi i friðarviðleitninni Utanríkisráðherrar Norðurland- anna hafa sent frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa að undanförnu fylgst áhyggjufullar með þróun mála í Suðaustur-Asíu. Þær skora á alla málsaðila að haga gjörðum sínum á þann veg, að friður megi á nýjan leik ríkja á þessu svæði. Ríkisstjórnir Norðurlandanna heita því að veita framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráði þess fyllsta stuðning í viðleitni þeirra til að tryggja frið og öryggi í heiminum. Búlgörsk vika á LoftleiÓum Efnt verður til búlgarskra skemmtikvölda í Víkinga- salnum að Hótel Loftleiðum dagana 22. febrúar til 4. mars n. k. Vandað verður til skemmtiskrár. Á borðum verða búlgarskir veisluréttir framreiddir afHr. Mitev yfirmatreiðslumeistara frá Grand Hotel Vama, Drusba og búlgörsku aðstoðarfólki hans. Einnig verður boðið upp á búlgörsk vín. Matarverð er kr. 4.480,- Þá munu búlgarskir dansarar sýna þjóðdansa á hverju kvöldi. Á eftir skemmtiatriðum leikur Trio Grand Hotel Vama fyrirdansi. Efnt verður til gestahappdrættis hvert kvöld og að lokum dregið um þriggja vikna Búlgaríuferð fyrir tvo. Húsið opnar klukkan 19 öll kvöld. Borðpantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR Peugeot 504 sfation 7 manna árg. 1974 og Peugeot 504 árg. 1977 til sýnis og sölu. HAFRAFELL HF. — VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 ÓTRÚLEGT EN SATT! '»»» -r— JiHnorm wv) Vr' THORO viðgerðarefnin leysa allan vanda THORO efnin hafa veriö framleidd af STANDARD DRY WALL PRODUCTS, siöan 1912, og er komin mikil og góö reynsla á þau. WATERPLUG, THOROPACH og THORITE, eru viögeröarefni i sérflokki. Þar sem önnur viögeröarefni dugöu ekki, hafa þessi viögeröarefni, hvert á sinu sviöi, reynst vel. Og eru ótrúleg dæmi, til um þau. WATERPLUG stöövar rennandi vatn samstundis, harönar undir vatnsyfirboröi. rýrnar ekki, en þenst út um leiö og þaö harönar, dettur ekki af brúnum eöa hornum, einstök ending og þolstyrkur. THOROPATCH er viögeröarefni fyrir gólf, sem hafa slitnað eöa brotnaö. I staöinn fyrír þykk ásteypulög, sem kosta mikinn tima og peninga, er besta lausnin þunnt lag af THOROPATCH yfir allt gólfiö. Eftir 24 tima má hleypa þeirri umferö á gólfiö, sem þvi er ætlaö. Viöloöun og styrklelki THOROPACH er meö eindæmum, auk þess sem þetta er ódýrasta og varanlegasta lausnin. THOROPATCH er hægt aö fá í litum. THORITE er hraðsteypa, sem rýrnar ekki og er sérstaklega hönnuö til viögeröa á nýrri og gamalli steinsteypu. Steypugalla og skemmdir er hægt aö laga á fljótan og ódýran hátt meö THORITE án kostnaöarmikils mótauppsláttar. Muniö eftir THORO viögeröarefnunum og leitaö upplýsinga um möguleikana, og verö Mikiö hefur sparast hjá þeim sem hafa komist upp á lagiö og nota THORO viðgerðarefnin. i: steinprýði ■ ■ DUGGUVOGI 2 SIMI 83340 Útsala HERRADEILD: DÖMUDEILD: Flónel kr. 350,- m. Köflótt denimefni kr. 350.- m. Rósótt bómullarefni kr. 600.- m. Smárósótt bómullarefni kr. 1.000.- m. Krimplin br. IV2 einlitt og rósótt kr. 1.000,- m. Ullarefni, röndótt, köflótt, br. IV2 kr. 1.200.- m. Ullarefni einlit br. U/2 kr. 1.000- m. Buxnaefni br. 1V2 kr. 800 m. Terelynebómull kr. 1.500.- m. Dala ullargarn Fasan Skyrtur kr. 2.500- Peysur frá kr. 4.500.- Sokkar kr. 500.- Stuttar nærbuxur kr. 1.000- Bolir kr. 1.000- Síðar buxur kr. 1.500- Hálferma bolir kr. 1.000- Telpnanáttföt stæröir 6 og 8 kr. 1.000- Notið tæki- færið, kaupið góða vöru fyrir lítið verð. 100 gr. kr. 575- Borðdúkar kr. 1.500- Opið til hádegis laugardag. Egill Sacobsen Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.