Morgunblaðið - 22.02.1979, Side 10

Morgunblaðið - 22.02.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 EFTA: Fullur skilningur á aðstæðum Mendinga MorRunblaðinu hcfur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá ríkisstjórninni: Ríkisstjórnin samþykkti á fundi 6. þ.m. að lýsa þeirri stefnu sinni að hækka jöfnunargjald af inn- fluttum iðnaðarvörum úr 3% í 6% i því skyni að jafna samkeppnisað- stöðu íslensks iðnaðar. Aður en hækkunin væri endanlega ákveðin yrði málið kynnt EFTA og EBE og undirtektir kannaðar. Skipuð var sendinefnd til að annast þetta kynningarhlutverk. í hana völdust Ingi R. Helgason hrl. fulltrúi viðskiptaráðherra, for- maður nefndarinnar, Jón Skafta- son deildarstjóri, Þorsteinn Ólafs- son aðstoðarmaður iðnaðarráð- herra og Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Samstarfsnefndar um iðnþróun. Átti nefndin fyrst viðræður við utanríkisverslunarráðuneytið danska um málsmeðferð og rök- -semdir íslensku ríkisstjórnarinn- ar, en Danmörk er ein Norður- landa í EBE. Var fundurinn mjög gagnlegur og leiðbeinandi fyrir nefndina. I Genf átti nefndin fyrir milli- göngu fastanefndar Islands hjá EFTA óformlegan fund með sendi- herrum allra EFTA-ríkjanna og kom þar á framfæri ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar og rök- semdum fyrir henni. Kom fram fullur skilningur hjá öllum sendi- herrunum á málsástæðum Islands, en þeir töldu að skoða þyrfti nánar sjálfa útreikningana og finna hækkuninni lagastað sem ekki hefði fordæmisgildi. Því var sér- staklega fagnað að málið skyldi kynnt með þessum hætti. Unnið er nú að nánari útreikningum, en lagastoðin byggist á fyrirvara íslands við 20. grein EFTA-sátt- málans á sínum tíma. í Brussel átti nefndin viðræðu- fund með fulltrúum framkvæmda- stjórnar EBE. Kom þar fram sami skilningur á málsástæðum Islands og hjá EFTA, og því lýst yfir að EBE vildi stuðla að sem jafnastri samkeppnisaðstöðu iðnaðar beggja aðilanna í samræmi við samning íslands og EBE frá 1973. Til þess að flýta endanlegri afgreiðslu málsins var ákveðið á þessum fundi að láta sérfræðinga Islands og EBE fara sameiginlega yfir útreikninga jöfnunargjaldsins og skoða betur lagarökin. Eftir að málið hefur verið tekið upp gagnvart EFTA og EBE með þessum hætti, verður því nú með hliðsjón af undirtektum fylgt eftir á næstu vikum. „t>ad á ekki að selja björninn áður en bú- ið er að skjóta hann” KJARTAN Arnórsson, 14 ára gamall piltur, opnaði sína fyrstu myndlistarsýningu á Mokka við Skólavörðustíg síð- astliðinn laugardag. Sýningin fylgir opnunartima veitinga- hússins og mun standa næstu tvær til þrjár vikur. Verkin eru aðallega tússlita- myndir, tuttugu og tvær alls, eldri myndir og myndir gerðar í ár og á síðastliðnu ári. „Eg hef haft mikinn áhuga á teiknun frá barnsaldri, og gert þó nokkuð af því að teikna," sagði Kjartan. „Foreldrar mínir og vinir gáfu mér hugmyndina. Flestar eru þetta nú gamlar myndir, gerðar áður en hug- myndin að sýningunni kom fram. Ég vona, að þessu verði vel tekið en það er aldrei auðvelt að setja upp sína fyrstu sýningu. Ég fór á námskeið hjá Katrínu Briem í Ásmundarsal á sínum tíma, en sem stendur hef ég engar fastar ákvarðanir varð- andi myndlistina. Það fer eftir því hvernig sýningunni verður tekið. Maður á ekki að selja björninn áður en búið er að skjóta hann,“ sagði Kjartan í lokin. Frá lokafundinum í Valhöll. Sjálfstœðisfélögin í Reykjavík: 4—500 manns á skattafundunum Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa nú lokið fundahöldum um skattamál, en fundirnir voru sex og sóttu þá 4 — 500 manns. Fyrst voru haldnir fimm hverfafundir og lokafundurinn var í Valhöll á mánudágskvöld. Þar ræddu þeir Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi og Ellert B. Schram alþingismaður um stefnu Sjálfstæðis- flokksins í skattamálum. 1200 manns koma við sögu læknamálsins TÆPLEGA 1200 manns koma við sögu læknamálsins svokallaða og hafa 265 manns þegar verið yfir- heyrðir vegna málsins. Þetta kom MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152-17355 frá hjá Steingrími Hermannssyni dómsmálaráðherra á Alþingi í gær, þegar hann svaraði fyrir- spurn frá Vilmundi Gylfasyni alþm. um stöðu nokkurra dóms- mála. Svo sem kunnugt er var læknir einn í Reykjavík kærður árið 1977 fyrir meint misferli í sambandi við greiðslur frá sjúkrasamlögum. Lék grunur á að hann hefðí sent inn reikninga fyrir aðgerðir og vitjan- ir, sem aldrei voru framkvæmdar. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær hefur þessi grunur styrkst í yfirheyrslum yfir þeim 265 sjúklingum, sem tekin hefur verið skýrsla af. Kannast þeir ekki við að hafa gengist undir sumar þær læknisaðgerðir, sem læknirinn hefur rukkað sjúkra- samlögin fyrir. Ekki liggur ljóst fyrir hve marga sjúklinga til viðbótar þarf að yfirheyra af þeim 1200, sem eru á skrá hjá sjúkrasamlögum. Ranh- sókn málsins er geysiumfangs- mikil og tímafrek og má sem dæmi nefna að læknirinn gaf út 3000 reikninga á þá 265 sjúklinga, sem þegar er búið að yfirheyra. Enn- fremur er ógjörningur að segja um það á þessu stigi, hve háar upp- hæðir er hér um að ræða. Jarðhitaskóli tekur til starfa ORKUSTOFNUN og Iláskóli Sameinuðu þjóðanna hafa undirritað samning um að Orkustofnun tengist Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sjái um rekstur jarðhitaskóla þar sem veitt verði starfsþjálfun fyrir styrkþega Háskólans á sviði rannsókna og nýtingar jarðhita. Jafnframt verður Orku- stofnun ráðgjafaraðili Iláskóla Sameinuðu þjóðanna um jarðhitamálefni. Upphaf þessa máls er að í janúar 1976 sendu íslensk stjórnvöld Háskóla Sameinuðu þjóðanna óformlegar tillögur um samstarf á sviði rannsókna og nýtingar jarðhita. Sumarið 1977 kom aðstoðarrektor HSÞ, dr. W. Manshard, ásamt ráðu- naut sínum, fyrrum aðstoðar- framkvæmdastjóra Unesco, til að ræða tillgöurnar við fulltrúa íslenskra stjórnvalda og vísindastofnana. I lok við- ræðnanna óskuðu fulltrúar HSÞ eftir formlegum tillögum um skipulag og umfang þjálfunarstarfsemi fyrir styrk- þega HSÞ í rannsóknum og nýtingu jarðhita á vegum Orkustofnunar í samvinnu við Háskóla íslands. Jafnframt var ákveðið að HSÞ héldi alþjóðiega vinnuráðstefnu á íslandi sumarið 1978 til að fjalla um skipulag jarðhita- þjálfunar í heiminum og þarfir þróunarlandanna fyrir slíka þjálfun. Síðan starfaði hópur manna að máli þessu og skipuðu þann starfshóp fulltrúar mennta- málaráðuneytisins, iðnaðar- ráðuneytisins, utanríkisráðu- neytisins, Orkustofnunar, Háskóla íslands, Rannsókna- ráðs ríkisins og íslensku Unesco-nefndarinnar. Sam- kvæmt tillögu þessa hóps sendi ríkisstjórn Islands í mars 1978 tillögur til HSÞ um fyrirkomu- lag þjálfunar styrkþega HSÞ hér á landi á sviði rannsókna og vinnslu jarðhitaorku. í til- lögunum var gert ráð fyrir að íslendingar stæðu straum af meginhluta þess kostnaðar sem beint væri tengdur inn- lendri aðstöðu og innlendum mannafla en HSÞ kostaði ferðir og dvöl styrkþega. Jafn- framt tilkynnti ríkisstjórnin að hún hefði í hyggju að veita árlega einn styrk er tengdur væri þessari starfsemi og myndi sá styrkþegi valinn af íslenskum stjórnvöldum. Á alþjóðlegri vinnuráðstefnu sem haldin var á vegum HSÞ á Laugarvatni í júlí 1978 voru síðan lögð drög að samningn- um sem nú hefur verið undir- ritaður milli Orkustofnunar og Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefur verið gerður samningur milli Orkustofnun- ar og Háskóla íslands um þátt Háskóla íslands í þjálfun styrkþeganna og verður hugsanlega einnig leitað til verkfræðiskrifstofa, hitaveitna og annarra jarðhitafyrirtækja Samningar milli Orkustofnunar og Háskóla Sameinuðu þjóðanna hafa verið undirritaðir um rekstur skóla á sviði rannsókna og nýt- ingar jarðhita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.