Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi: Væri ekki heillaráð að hætta að rífast um rjúpuna, en fylgjast með henni Væri það nú ekki heillaráð — im stund — að hætta að rífast um •júpuna, en reyna heldur að fylgj- ist með henni? Það er ólíklegt að þær deilur, ,em orðið hafa manna á milii um •júpuna, hafi farið hávaðalaust ram hjá nokkrum, sem horfir í >löð og hlustar á útvarp. Menn íafa skipst á skoðunum um það, ívað valda muni því, hve fáiiðaðar >ær hafa verið síðasta áratuginn, niðað við það, sem áður var. Þetta íefur þó verið misjafnt, eftir andshlutum, eins og löngum áður. k Suðvesturiandi telja sjónarvott- ir, sem að öðru jöfnu gefa iruggastar heimildir, að ekki hafi )ar verið eins mikið af rjúpum nú >g síðast liðið ár, og er þá miðað dð tímann, sem þær foru ófriðað- ir, frá 15. okt. til 22. des. s.l. \stæðan fyrir því er án efa sú, að )ær hafa hópast þangað frá öðrum andshlutum, eins og t.d. héðan frá 'lorðausturlandi, þrátt fyrir það, tð þar voru þær óvenju fáliðaðar á /arpstöðvum s.l. vor, því í sumum sveitum sáust sárafáar rjúpur með unga, en safnast þá er saman kemur. Þessar fréttir frá Suð- vesturlandi minntu strax á þau fyrirbæri, sem eru vel þekkt og hafa oft komið fyrir áður, frá því fyrst varð vart við þau á þessari öld, veturna 1918 til 1920, og þó aldrei eins áberandi og yeturna 1928 til 1930, enda voru rjúpur þá margfalt fleiri en nú. Það dylst engum að því fleiri, sem þær eru, því síður dyljast þær. Það vekur t.d. ólíkt minni athygli að sjá tíu til tuttugu rjúpur í hóp en væru þær eitt til tvö hundruð, svo ég tali ekki um þúsund. Sú stórfellda fækkun, sem varð á stofni þeirra fyrrnefnda vetur, endurtók sig síðar á svipuðum tíma hvern ára- tug, þótt stórum minna bæri á því af fyrrnefndum ástæðum, og þar sem þær virtust líka nota hinar löngu vetrarnætur til sinna ferða- laga, eins og fleiri fuglar. Af Reykjanesi Snæfellsnesi og Vestfjörðum eru til ótal heimildir sjónarvotta af þessum fyrir- bærum. í bókum og blöðum og einnig í minni þeirra, er þá voru ungir að árum og enn eru í kallfæri. Að mótmæla því, að þau fyrirbæri hafi átt sér ótal, hefur svipaðar afleiðingar og að berja höfðinu við steininn, en á því uppgefast flestir til lengdar. Það vakti því undrun margra, að þessum fyrirbærum var ekki meiri gaumur gefinn en raun varð á, svo forvitnileg sem þau voru. Á fyrrnefndum stöðum, við sjó fram, sáust rjúpur þessa fyrr- nefndu vetur svo þúsundum skipti, þar sem þær dvöldu örfáa daga, eða parta úr dögum og hurfu svo jafnskyndilega og þær komu. Vorin 1921, og aftur 1928 og 1929, mátti segja að í sumum sveitum hér í Þingeyjarsýslum hafi mátt telja rjúpnamæður á fingrum sér, og refaskyttur, er lágu þá á grenjum síðarnefnd vor, áttu oft í erfiðleikum með að ná í bezta agn fyrir yrðlinga, en það er ósvikinn rjúpukarri. Þá var geysi- hátt verð á yrðlingum, sérstakl. mórauðum, og valt því á miklu að ná þeim óskemmdum ... Á sama tíma og áðurnefnd fyrirbæri gerð- ust, voru rjúpur í afbragðs holdum og flugþol þeirra því í bezta lagi. Það var því ekki um að kenna fæðuskorti, því hvort tveggja er, að rjúpur eru mestu mathákar, og á hina hlið afar fljótar að missa mátt, ef efnaskortur þjakar þeim. Til sönnunar eru þær staðreyndir, að setjist þær að í skógivöxnum klettakvíum í stórviðrum, þar sem þær leita skjóls, en þar sem hvergi næst til jarðar fyrir snjó og þurfa eingöngu að nærast á karlreklum af þeim hríslum, er upp úr standa, t.d. í tíu til 14 daga, þá eru þær orðnar svo þróttlausar, að þær komast ekki burtu, ef harðindin haldast og deyja þar því drottni sínum. Strax í nóv. s.l. bárust þær fréttir hingað norður, að á Suð- vesturlandi væri nú meira af rjúpum en nokkru sinni áður á þessum áratug. Þá vaknaði sá grunur að verið gæti að enn væri að gerast það fyrirbæri, sem áður er frá greint. Það væri því fyllsta ástæða að fylgjast vel með þeim núna, og það er vandalaust, ef ekki skortir viljann. Ég ætla því hér að lýsa aðferð, sem mér virðist einna vænlegust til ávinnings. Fyrst vil ég þó taka fram, að þær heimildir, sem bezt hafa reynst mér um allt hátterni rjúpna og refa, og ég hef mest leitað eftir, eru fengnar hjá þeim mönnum, er stundað hafa þær veiðar og sumir um áratugi. Samhljóða frásagnir sjónarvotta er það eina, sem trúin verður að láta í minni pokann fyrir, þó voldug sé og snillingur að verjast. Slíkar heimildir eru einnig að finna hjá mönnum, sem oftast eru á stjái um byggðir og óbyggðir þessa lands á öllum tímum ársins. Löngunin til þess að kynnast sem bezt gróðurfari þess, dýralífi og dásemdum öræfanna er það afl, sem knýr þá áfram. Engir vaka þó eins margar nætur á vorin og þeir, sem á grenjum liggja, en það er sá tími, sem gefur öruggastar upplýs- ingar um það, hvar rjúpur hafa valið sér varpstaði, því karrarnir eru þá mest á ferli um lágnættið og láta til sín heyra, svo ekki þarf um að villast. Það hefur margt verið gert til að kynnast lifnaðarháttum rjúpunn- ar síðustu áratugi, og fylgjast með afkomu hennar og ferðum um landið, með merkingum. Þeir, sem Nauðungaruppboð sem auglýst var í 59., 62. og 64. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978, á Steypustöð á land- spildu úr landi Fífuhvamms, (Dinglýstri eign Breiðholts h.f., fer fram á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 1. mars 1979 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 105. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 og 1. tölublaði 1979, á Spildu úr landi Fífuhvamms, þinglýstri eign Járn£miðju Kópavogs, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. mars 1979 kl. 11.15 Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978 og 1. tölublaði 1979, á Mánabraut 17, þinglýstri eign Borgþórs Björns- sonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 2. mars 1979 kl. 14.30 Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 105. tölublaði Lögbirtingablaösins 1978 og 1. tölubiaði 1979, á Kópavogsbraut 78, hluta, þinglýstri eign Hjálmars Magnússonar, fer fram á eignini sjálfri föstudaginn 2. mars 1979 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978 og 1. tölublaði 1979, á Álfhólsvegi 66, hluta, þinglýstri eign Friðrikku B. Líkafrónsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstu- daginn 2. mars 1979 kl. 10.15 Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 105. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1978 og 1. tölublaöi 1979, á Kársnesbraut 24, hluta, þinglýstri eign Hermanns Sölvasonar, fer fram á eignínni sjálfri föstudaginn 2. mars 1979 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Miðvikudaginn 31. jan. komu fréttir af fundi bænda, er haldinn hafði verið tveim dögum áður í Rvík. 11 svokallaðir skammsýnir bændur höfðu komið þar saman til viðræðna um landbúnaðarmál. Tilgangurinn var sýnilega að reyna að koma því inn hjá alþingismönnum, að þeir þessir 11 skammsýndu bændur væru hinir réttu málsvarar bænda í landinu, og reyna með því enn að tefja framgang frumvarps þess, sem bandastéttin hefur barist fyrir að fá samþykkt í þinginu. í viðtali við bóndann í Svein- bjarnargerði, þann er oftast sést í sjónvarpi, kom fram að þeir vilja mótmæla aðferðum við fram- kvæmd kvótakerfis og kjarnfóður- skatts og segja að þess vegna þurfi breytingar á frumvarpinu. Athug- um nú fyrst þessa staðhæfingu. I lagafrumvarpinu, sem er rammalöggjöf, er hvergi tekið fram hvaða aðferðum skuli beitt í kvótakerfi og kjarnfóðurgjaldi. Þess vegna geta alþingismenn hætt að lítilsvirða samtök bænda og samþykkt frumvarpið þegar í stað. Athugum nú það sem þessir 11 sjálfskipuðu fulltrúar bænda hafa að athuga við reglugerð um framkvæmd þessara laga sem þeir Þórður Pálsson, Refsstað: Opið bréf til bænda og alþingismanna ranglega tengja frumvarpinu. í fyrsta lagi segja þeir, að þeir vilji hafa annars konar kvótakerfi, þ.e. viss hundraðshluti vöru á fullu verði, en afgangur á útflutnings- verði. Gaman er nú að sjá þegar umræður skammsýnu bændanna eru komnar inná atriði, sem hafa verið margrædd í stéttarsam- tökum bænda og Stéttarsamband- ið kom fyrst fram með. Þetta gætu 11-menningarnir vitað, ef þeir hefðu lesið fundargerðir Stéttar- sambandsins undanfarin árin í Frey, eða ef Norðlendingarnir Haukur, Tryggvi, Guðmundur og Ágúst hefðu gert sér það ómak að fylgjast með umræðum um þessi mál á fundinum í Eyjafirði síðast- liðið sumar. En það passár ekki að kynna sér umræður sem ekki miðast við að hrópa hátt, berjast. í stuttu máli sagt þá hefur það komið í ljós við umræður og athugun málsins, að kvótaaðferð sú er hinir skamm- sýnu tala um er ekki fram- kvæmanleg, ef bæði þarf að draga úr kjöt- og mjólkurframleiðslu. Norðmenn þurfa einungis að draga úr mjólkurframleiðslu, þar hentar þetta vel og bændur þar geta í staðinn aukið kjötframleiðslu. Einnig má benda á, að hvaða kvótaleið, sem farin verður, mun hún koma svipað niður og sú sem samstaða hefur náðst um að beita. Ekki minni munur á því hvað leggst á stórbú og minni bú, en þarna er gert ráð fyrir. Og þá er komið að öðrum lið. Tvenns konar verð á kjarnfóðri í stað flatrar gjaldtöku. Hugmynd þeirra ellefumenninga er gjaldfrír kvóti á framleiðslumagn í hverri búgrein. Tillaga þeirra er 250 gr á rnjólkurlítra og 750 gr á kjötkíló, tilsvarandi á annað. Nú skulum við reikna: Við flytjum inn 65—70 þúsund tonn af kjarnfóðri. Mjólkurframleiðsla er áætluð 128 þús. lítrar 1979, 128 x 0.250 = 32.000 tonn. Kjötframleiðsla í sauðfjár- og nautgriparækt um 18 þús. tonn x 0,750 = 13.500 tonn. Af innfl. kjarnfóðurs til hrossa er talið að fari 3000 tonn, segjum að gjaldfrítt sé = 2.500 tonn. Hænsn og svín lifa eingöngu á þessu fóðri og nota 15 þús. t. segjum gjaldfrítt = 12 þús. tonn Og þá er komið að samlagningu: 32.000 13.500 2.500 12.000 _ 60.000 af 65—70 þús. tonnum. Þarna er nú aldeilis eftir slatti til að skattleggja í því augnamiði að draga úr framleiðslu. Ég er undrandi á því að full-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.