Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 21 FRIÐHELGI EINKALIFSINS GILDISKÓLANS OG MARKMIÐ Friðhelgi einkalífsins emð tilliti til barna og foreldra var fundarefni Hvatar og Heim- dallar 14. febrúar s.l. í máli Sigurðar Pálssonar námsstjóra m.a. kom fram eftirfarandi: Það er mér fagnaðarefni, að vakin skuli umræða um frið- helgi einkalífs, einkum með tilliti til barna og foreldra þeirra, og að sú umræða skuli tengd markmiðum og innihaldi skólastarfs. Ég vona að þessi umræða kafni ekki í því sem er kveikjan að frumvarpi Ragnhildar Helga- dóttur til breytinga á grunn- skólalögum, þ.e. könnun þeirri sem íslenskir sálfræðinemar við Árósaháskóla gerðu hér í öllum 8. bekkjum grunnskóla í Reykja- vík á árunum 1974—1975. Ljóst er að sú könnun var um margt ámælisverð, bæði að því er varðar gerð spurninga og fram- kvæmd, eins og þegar hefur komið fram. Um það verður því varla deilt að nauðsynlegt er að setja skýrar reglur um slíkar kannanir, sem gerðar eru á uppeldis- og fræðslustarfi skól- ans. Skóli getur aldri verið hlutlaus stofnun. Enda þótt honum beri að veita hlutlæga fræðslu um hin ýmsu efni er ljóst að hann verður að taka afstöðu til þess hvað er æskilegt og miður æskilegt, hvað rétt og hvað rangt o.s.frv. að því er varðar ýmis grundvallaratriði er snerta uppeldi og skólastarf, þ.e. hann er viðhorfamótandi (innrætandi). Enda er af ýmsum álitið óhugsandi að ala fólk upp til dómgreindar og sjálfstæðis í stofnun sem engin viðmið hefur (í normatívu tómarúmi). Sú viðhorfamótun, sem á sér stað í skólanum á að vera öllum ljós og þess eðlis, að meirihluti þegnanna sé sammála um hana, þ.e. hún á að grundvallast á þeim gildum sem almennt eru viðurkennd í samfélaginu. Þetta vekur spurninguna um það hvað er „almennt viður- kennt“. I hinu íslenska þjóð- félagi er ólíklegt að fullkomin eining ríki um slíkt, þjóðfélagið er það sem kallað er pluraliskt. I _______________________________________JW Á myndinni cru f.v. Ilagnhildur Helgadóttir, Halidóra Rafnar. Ragnar Ingimarsson, Erna Ragnarsdóttir. Ester Guðmundsdótt- ir, Jóhanna Thorsteinsson, Sigríður Jónsdóttir. Sigurður Pálsson. Kjartan Gunnarsson. grunnskólastigi, þannig að frið- helgi einkalífs sé ekki rofin og vísindalegrar nákvæmni verði gætt. Það sem einkum vekur áhuga minn er þó sá hluti frumvarps Ragnhildar Helgadóttur, sem tengist markmiðsgrein grunn- skólalaganna, 2. gr. og kveður á um að skólinn skuli i fræðslu- og uppeldisstarfi sínu ekki vinna gegn trúar- og lífsskoðunum forráðamanna barnanna og forðast einhliða áróður um slík- ar skoðanir og um álitaefni og ágreiningsmál í þjóðfélaginu. Þetta er í fullu samræmi við 1. mgr. þessarar sömu greinar, sem kveður á um að skólinn skuli rækja hlutverk sitt í sam- vinnu við heimilin. Þetta hlýtur því að kalla á ýtarlega og málefnalega um- ræðu um það hver sé vilji for- eldra og forráðamanna barna og því er tekur til viðhorfamótunar skólans og gildismiðlunar hans. í markmiðsgrein grunnskólalag- anna er kveðið á um að starf skólans skuli mótast af um- burðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi og skal skólinn temja nemendum víðsýni, skilning á mannlegum kjörum o.s.frv. Markmið grunnskólans segir því til um hvað löggjafinn hefur talið hafa grundvallarþýðingu í lýðræðisþjóðfélagi hafa allir rétt til að láta í ljós skoðun sína á því hver eigi að vera gildis- grundvöllur skólans og hljóta að verða um það nokkur átök. Baráttan um þennan grundvöll er til lykta leidd á löggjafarsam- kundu þjóðarinnar. Umræða foreldra og forráðamanna barna um þetta atriði er því afar mikilvæg, svo að stjórnmála- menn hafi hugmynd um vilja þeirra. Sömuleiðis er brýnt að stjórnmálamenn og stjórnmála- flokkar ræði viðhorf sín fyrir opnum tjöldum svo að kjósendur kaupi ekki köttinn í sekknum. Þegar löggjafinn hefur sam- þykkt ákveðinn grundvöll skóla- starfs og hafnað öðrum, er það skortur á umburðarlyndi og trúnaðarbrot gagnvart foreldr- um að vinna gegn samþykktum meginmarkmiðum. Állt uppeldisstarf grundvall- ast á því hvert viðhorf uppal- andinn hefur til mannsins. Hverrar gerðar er hann, hvaða möguleika hefur hann, hvert er takmark hans? Að mínu mati er æskilegt að uppeldis- og skóla- starf grundvallist á hinu kristna viðhorfi til mannsins sem sköp- unar Guðs. Hvað það viðhorf felur í sér í einstökum atriðum er mál sem gera þyrfti fyllri skil en tök eru á að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.