Morgunblaðið - 26.04.1979, Page 16

Morgunblaðið - 26.04.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979 Holdanautin í Hrísey: Sæði úr fyrstu nautunum flutt til lands í sumar NÚ ÞESSA dagana er veriö aö byrja aö taka fyrsta sæöi úr blendingunum í Holda- nautaræktarstööinni í Hrísey á Eyjafirði, en beir eru á ööru ári, veröa tveggja ára í sum- ar beir elstu, aö bví að Jónas Jónsson hjá Búnaðarfélag íslands tjáði Morgunblaöinu í gær. Jónas sagði að ræktunin hefði byrjaö fyrir þremur ár- um með því að íslenskar kýr voru sæddar með sæði úr skoskum Gallowaynautum, en sæöið var djúpfryst og flutt til íslands. Fyrstu kálfarn- ir fæddust síöan í júní 1977 og eru flestir þeirra mjög vel lagaðir, og er mikill munur á þeim og íslensku kálfum. Sem fyrr segir verður nú næstu daga tekið sæöi úr þessum kálfum, bestu nautunum. Kálfarnir eru orðnir mjög vænir, allt að 600 kílógrömm að þyngd tæplega tveggja ára. Að sögn Jónasar segir í lögunum um þessa ræktun, að ef ekkert óvænt kemur upp, en ekki er útlit fyrir að þaö verði, þá er heimilt aö nota þetta sæði úr hálfblend- ingunum í sumar, eða þremur árum eftir að fyrst var byrjaö að sæða. — Þá má flytja sæöið til lands úr eynni, þannig að bændur geta notaö það á kýr sínar síðari hluta sumars, nema eitthvaö óvænt gerist. — Nautgripir frá Hrís- ey verða hins vegar aldrei fluttir frá Hrísey, aðeins verð- ur leyft að flytja þaðan sæði, og veröur síðan að hrein- rækta stofninn í landi. Síðar í sumar munu síðan fæðast kálfar undan kvígum sem eru hálfblendingar, og þeir kálfar munu því verða af Gallowaystofni að þrem fjóröu, og síðan er þeir veröa kynþroska fá bændur aftur enn sterkari blöndu, og þann- ig koll af kolli þar til kynið veröur oröið hreint. Þaö er Þessi mynd er tekin við stöðina í Hrísey og sýnir íslenskar kýr og kálfa þeirra, hálfblendinga af Gallowaykyni, ársgamla. dýralæknir sem vinnur að því aö taka sæöiö nú þessa dag- ana, og veröur það síöan djúpfryst og notaö síðar í sumar ef allt gengur samkvæmt áætlun. Þær kýr, sem upphaflega voru notaöar í Hrísey, voru bæði alíslenskar og eins var helmingur þeirra af blandaða stofninum í Gunnarsholti. — Þau naut, sem þar eru, eru upphaflega af Gallowaystofni. Skömmu fyrir síöari heims- styrjöldina voru flutt hingaö til lands skosk naut, sem höfð voru í Þerney. Sjúkdómur kom hins vegar upp í gripun- „Gallowaynaut eru alls ekki heppileg við íslenskar aðstæður SKIPTAR skoðanir hafa verið um það hér á landi, hvort rétt væri farið að við ræktun holdanauta í Hrísey. Hefur því verið haldið fram að Gallowaykynið sé ekki það heppilegasta fyrir okkur, mörg önnur kyn séu betri. Þá hefur það einnig verið gagnrýnt að ekki skuli vera hraðað meira hreinræktun holdanauta hér á landi, en mörgum þykir ganga helst til hægt í Hrísey. Til að kynna þessi viðhorf sneri Morgunblaðið sér til Gunn- ars Jónssonar, bónda á Egils- stöðum, og leitaði álits hans á þessu máli. „Fyrst farið var út í það að velja aðeins eitt kyn, en það var skilyrði yfirdýralæknis, þá er Gallowaykynið alls ekki heppi- legasta kynið fyrir okkur, að mínu viti,“ sagði Gunnar. Þetta er seinþroska kyn, líklega eitt það seinjtroskaðasta kyn sem til er. Gripir af þessu kyni fá til dæmis ekki fitu inn á milli vöðva fyrr en þeir eru tveggja ára, vel aldir, en án þess er kjötið ekki gott. Bretar nefna þetta „late maturing". Sagt er að Gallow- aykynið sé harðgert, og það er rétt. En það er hinn mesti misskilningur að við höfum eitthvað við harðgert kyn að gera hér á landi. Við höfum nokkra reynslu af þessum naut- um hér, og staðreynd er að það verður aldrei búið með þessa gripi á útigöngu. Þeir verða að vera á húsi frá því að nokkurt föl kemur á jörð, og þeim verður ekki sleppt fyrr en á kafgróðri. Við þurfum því ef til vill síður á harðgerðu kyni að halda en aðrar þjóðir, þar sem þó er verið að reyna að þvælast með það úti. Fráleitt er að tala um nokkra vetrarbeit hér á landi, þessir gripir standa i höm um leið og eitthvert krap kemur á jörð. Gallowaykynið er ákaflega hægvaxta og vegna þess að við þurfum að hafa gripina inni í átta mánuði á ári, þá er að sjálfsögðu ákaflega mikilvægt að þeir vaxi sem hraðast, þannig að bændur sleppi með éinn vetur á gjöf-“ — Hvaða kyn kæmu þá helst til greina að þínum dómi? „Ég legg eindregið áherslu á Hereford, það er enskt að upp- runa, en er til um allan heim. Það er langútbreiddasta kynið og er notað við margvíslegar kringumstæður. Það er til dæm- is að finna nyrst í Alaska, og suður um alla Ameríku, í Afríku og í Evrópu og víðar. Þetta kyn er þekkt fyrir hvað það nýtir gras vel, en það er að sjálfsögðu mikilvægur eiginleiki hér á Islandi, þar sem við erum ekki mikil kornræktarþjóð. Hereford gripir vaxa hraðar en Galloway, þeir verða þyngri, því Gallowaykynið er frekar létt, og það er ókostur því hver kálfur er dýr. Fleiri kyn kæmu til greina, svo sem Aberdeen-Angus sem að mínum dómi væri einnig mjög heppilegt og er mikið notað við svipaðar kringumstæður og hér eru. — Einn af kostum þess kyns er að kúm gengur mjög vel að bera vegna þess hve kálfarnir eru hauslitlir." — Hafa Skotar ekki Gallow- aynaut enn í heiðri? „Hafa í heiðri og hafa ekki í segir Gunnar Jónsson á Egilsstöðum heiðri. — Á mjög afmörkuðu svæði eru þeir með gripi af því kyni, á vesturströndinni þar sem mjög mikil úrkoma er, og þeir hafa gripina úti að vetrinum. Það munum við hins vegar aldrei gera eins og ég sagði fyrr. Þeir beita gripunum á land sem þeir geta ekki nýtt til annars, votar mýrar, hálfdeigjumýrar. En Gallowaynaut eru orðin fáséð í Skotlandi miðað við hin kynin. Séu skoskir bændur spurðir álits á þessu kyni, þá hrista þeir bara hausinn, og segja sem svo að nota megi þá til að „skrúbba" niður óþverra- gróður eins og þeir segja. En þeir eru ákaflega lítið spenntir fyrir þessu kyni, nema á þessum akveðnu svæðum, og fáir gripir eru af þessu kyni." — Er það ekki röksemd sem mælir með þessu kyni, að blend- ingar af því eru fyrir í landinu? „Ég fær ekki séð að það breyti neinu. Sá blendingsstofn sem fyrir var í landinu var ekki notaður nema að örlitlu leyti í „íslenskir nautgripir eru það holdskarpir að öll kyn bæta það íslenska.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.