Morgunblaðið - 26.04.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 1979
37
Við skólaslit Stjómmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
„Osjaldan gerðust nem-
endur hugsjónamóðir,,
Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins, sá áttundi í röðinni frá endurreisn skólans 1973, var
slitið laugardaginn 24. marz s.l. Skólinn var í fyrsta skipti kvöld- og helgarskóli og stóð samtals
í 13 daga. Nemendaf jöldi hefur aldrei verið meiri, alls sótti skólann 31 að staðaldri.
Blaðamaður Mbl. ræddi stuttlega við nokkra nemendur rétt fyrir skólaslitin og spurði þá,
hvers vegna þeir sæktu skólann og hvernig þeim hefði líkað vistin. Fara svör þeirra hér á eftir:
„Kynnst mörgu
skemmtilegu fólkiu
„Ástæðan fyrir því að ég sótti
skólann var sú, að ég hitti
skólastjórann, Svein H. Skúla-
son, á Búnaðarþingi í vetur og
hann sagði mér af skólanum og
ágæti hans til þess að verða
færari til að tjá mig fyrir
almenningi og á fundum.
Eg er mjög ánægður með
árangurinn, þó tel ég skólann
hafa verið of stuttan. Gripið
hefur verið á mörgum áhuga-
verðum verkefnum, sem ég hefi
ekki hugsað út í fyrr. Einnig
hefi ég kynnst hér mörgu
skemmtilegu fólki, bæði kennur-
um og nemendum. Vonast ég til
þess, að þessi kunningsskapur
verði til þess að okkur takist að
leggja okkar af mörkum til að
byggja upp sterkt og gott félags-
starf í flokknum."
„Fannst tímabært að
treysta íslendinginn
í sjálfri méru
„Þegar ég ákvað að taka þátt í
Stjórnmálaskólanum þá hugsaði
ég, að á þessu námskeiði hlyti að
vera samankominn mikill þjóð-
hagslegur fróðleikur og viðhöfð
skipuleg vinnubrögð. Það hlyti
að spara tíma að gerast þátttak-
andi. Mér fannst tímabært að
treysta böndin við íslendinginn
í sjálfri mér og styrkja mínar
eigin „rætur" á þessum rótlausu
tímum. Svo verð ég að játa, að
ég hef alið með mér þá ósk-
hyggju að gera ræðustólinn og
umhverfi hans mér eilítið undir-
gefnara.
Ég er ekki vonsvikin með
framkvæmdina. Hver dagur
hefur verið öðrum ólíkur og
örvandi verkefni til úrlausnar á
dagskrá með valinkunnum leið-
beinendum. Ósjaldan gerðust
nemendur hugsjónamóðir í
þessu örvandi umhverfi og varð
þá oft að grípa til rökvísinnar'
hið bráðasta.
Þetta hafa verið strangir og
skemmtilegir skóladagar og þot-
ið hjá sem „hvítur stormsveip-
ur“. Ég hef eignast eftirminni-
lega reynslu með frábærum
bekkjarsystkinum og nú kveð ég
þau með trega að sinni, en hef
von um að hitta þau aftur á
öðrum vettvangi.
Öllum aðstandendum Stjórn-
málaskólans og starfsmönnum
vil ég þakka þá vinsemd og
athygli, er þeir veittu okkur
nemendum svo ríkulega. Af
stakri alúð leysir þetta fólk af
hendi ákaflega óeigingjarnt
starf. Að verða vitni að slíku er
svo annar skóli út af fyrir sig.“
„Skóiann sækja menn
á öllum aldriu
„Mig langaði til að kynnast
hinu daglega lífi og gangi þjóð-
mála. Eg tel mig hafa fengið
innsýn inn í stjórnmálaskoðanir
og hvernig skipting þeirra er.
Kom ég hingað gagngert til að
kynnast skoðunum annarra og
tel mig hafa haft mjög gott af
því.
Leiðbeinendur hafa verið sér-
staklega góðir, hver á sínu sviði.
Skólann sækja menn á öllum
aldri, allt frá 16 ára og upp úr og
sýnir það, að allir aldurshópar
hafa áhuga."
Arngrímur sagði í lokin: „Eft-
ir að hafa kynnst stjórnmála-
störfum lítillega vil ég taka
fram, að ég hef sannfærst enn
betur um nauðsyn á lækkun
kosningaaldurs. 18 ára fólk hef-
ur jafnan þroska og hinir eldri
og ef það kynnir sér málin þá
stendur það áreiðanlega jafn-
fætis þeim. Ég vil sérstaklega
hvetja allt áhugasamt ungt fólk
til að sækja þennan skóla. Ég
þakka samstarfið."
„Hélt alltaf að ég
væri ekki pólitísku
„Ég hélt alltaf að ég væri ekki
pólitísk, en nú sé ég að það var
ekki rétt hjá mér. Ég fór í
skólann eingöngu til að fá æf-
ingu í að tjá mig, ég var orðin
þreytt á að vera alltaf kveðin í
kútinn.
Mér finnst að ég hafi lært
heilmikið og skólaveran hefur
byggt mig upp á pólitíska svið-
inu. Einnig hefur verið gaman
að kynnast flokksstarfinu innan
frá. Ég hef hingað til aðeins
verið áhorfandi.
Það hefur verið skemmtilegt
að starfa í þessum nemenda-
hópi. Hér ríkir ekkert kynslóða-
bil, þrátt fyrir mikinn aldurs-
mun. Ég vil að lokum hvetja
alla, sem eitthvað hugsa um
stjórnmál, að missa ekki af
næsta tækifæri."
„Ástæða fyrir lýðræðis-
sinna að standa samanu
„Ég hef oft áður ætlað mér að
taka þátt í Stjórnmálaskólan-
um, en aldrei haft aðstöðu til
þess vegna vinnu minnar. Þar
sem skólinn er nú í fyrsta sinn
kvöld- og helgarskóli var ég ekki
lengi að taka ákvörðun. Ég hef
mikinn áhuga á stjórnmálum og
einnig hafði ég hug á að fá
æfingu í að koma fram opinber-
lega.
Mér hefur líkað mjög vel.
Kennsluefnið var gagnlegt og
uppbyggilegt. Einnig tel ég mig
hafa haft mjög gott af æfingun-
um og fræðslunni um ræðu-
mennsku."
Sigurbjartur sagði að lokum:
„Kosningarnar s.l. sumar ýttu
við manni að hugsa fyrir því, að
það er ástæða fyrir lýðræðis-
sinna að standa saman. Við
skulum ekki bíða eftir að við
missum ákvörðunarvaldið úr
höndum okkar. Ég vil því hvetja
allt frjálshyggjufólk til að
sækja skólann."
„Auðveldar mér starfið
innan flokksinsu
Ég fór í skólann af einskærum
áhuga á landsmálapólitík, og
gerði mér vonir um að geta bætt
við þekkingu mína.
Mér hefur líkað afar vel
skólavistin. Öll erindi hafa verið
innihaldsrík og er erfitt að gera
upp á milli þeirra. Þó má ég til
með að nefna sérstaklega erindi
Sigurðar Líndal um sögu og
stefnu íslenzkra stjórnmála-
flokka, sökum þess hversu
skemmtilega hann segir frá.
Ég hefi starfað nokkuð innan
flokksins, er í stjórn Hverfafé-
lags Árbæjar- Seláss og félagi í
Hvöt. Ég vil sérstaklega undir-
strika, hversu mikla hjálp ég tel
skólasetuna vera til að auðvelda
mér starfið innan flokksins.
Einnig er þetta mikil hvetning
til áframhaldandi og meira
starfs. Ég vil að lokum þakka
samveruna og hvetja sjálfstæð-
isfólk til að sækja skólann."
„Skólinn uppfyllti
vonir mínar og óskiru
„Mig langaði fyrst og fremst
til að fræðast um sögu og stefnu
Sjálfstæðisflokksins og annarra
flokka. Einnig vildi ég öðlast
reynslu og þjálfun í almennum
félagsstörfum, svo og ræðu-
mennsku.
Skólinn uppfyllti að fullu þær
vonir sem ég gerði mér um hann
og ég vil hvetja alla, sem mögu-
lega geta, til þess að sækja
skólann í framtíðinni." F.P.
Krlstmann Guömundsson
Elnn a» víðlesnustu hötundum
landsins. Nokkrar af bókum
hans hafa veriö þýddar aö
minnsta kosti á 36 tungumát.
Skáldverk
Kristmanns Guömundssonar
Brúöarkyrtillinn
Morgunn lífsins
Arfur kynslóöanna
Ármann og Vildís
Ströndin blá
Fjalliö helga
Góugróöur
Nátttrölliö glottir
Gyöjan og nautiö
Þokan rauöa
Safn smásagna
Almenna Bókafélagiö,
Austuratmti 18, Skammuvsgur 36,
simi 18707 s(mi 73066