Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTT ABL AÐI
135. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Viðbrögð við Salt
II víðast jákvæð
Öljóst hvort
öldungadeildin
samþykkir
18. júní, AP. Reuter.
RÍKISSTJÓRNIR og þjóðarleið-
togar víða um heim fögnuðu í dag
þeim merka áfanga sem náðst
hefði í þeirri viðleitni að draga
úr ófriðarbliku í heiminum, með
undirritun Salt II. Létu flestir í
ljós von um að raunhæfur árang-
ur myndi skila sér af þessari
gjörð. Ríkisstjórn Finnlands sem
varð einna fyrst til að láta frá sér
heyra sagði að mikilvægi þessa
væri ekki sízt falið í skerfi til
„detente“ stefnunnar og væri
slökun spennu í þágu allra
manna.
Breska utanríkisráðuneytið
sagði að Bretar hefðu lengi stutt
allt sem gert hefði verið í þessa átt
og vonandi yrði samningurinn
staðfestur. James Callaghan, leið-
togi stjórnarandstöðunnar, sagði í
ræðu um helgina að það myndi
verða Evrópuþjóðum hræðilegt
áfall ef bandaríska öldungadeildin
staðfesti ekki samninginn. Utan-
ríkisráðherra Japans fór lofsam-
legum orðum um störf Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna í þessu
máli. Vestur-þýzka stjórnin birti
itarlega orðsendingu eftir að und-
irritun var lokið og þar tekið fram
að Vestur—Þjóðverjar væntu góðs
af því framhaldi sem yrði að tekið
yrði með í næsta samning tak-
mörkun á framleiðslu miðdrægra
vopna, þar sem sovéskar eldflaugar
af þeirri gerð væru einna mest
ógnun við Evrópu. En núverandi
samkomulag væri vitaskuld þýð-
ingamikið álfunni allri.
í umsögnum Kínverja gætti
nokkurrar tortryggni, en af Aust-
ur-Evrópuþjóðum sem tjáð höfðu
sig sögðu Tékkar í yfirlýsingu að
samningurinn væri „stórmerkileg-
ur“ og öllum kærkominn.
Kissinger, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagðist
að svo stöddu ekki vilja tjá sig um
málið fyrr en hann hefði fengið á
hreint hver áhrif samningurinn
myndi hafa á valdaaðstöðu Banda-
ríkjanna gagnvart Sovétríkjunum.
Að sumra dómi gæti vantrú Kiss-
ingers gert Carter Bandaríkjafor-
seta enn erfiðara fyrir, er hann
reynir að fá öldungadeildina til að
staðfesta samninginn, þar sem
mikil andstaða er gegn ýmsum
þáttum hans.
700 þús.
ára gamall
fíll fundinn
Moskvu, 18. júní. AP.
SOVÉZKIR fornleifafræðing-
ar hafa fundið leifar af risaffl
sem bjó í suðvestur Sovétríkj-
unum fyrir 700 þúsund árum,
að því er fréttastofan TASS
sagði á mánudag. Beinagrind
fflsins hafði varðveitzt merki-
lega vel að sögn Tass og
bendir allt til að ffll þessi hafi
verið yfir fimm metrar á hæð.
Carter og Brezhnev fögnuðu innilega eins og sjá má, þegar undirritun
Salt II var lokið í gær.
Thorpemálið:
Scott kallað-
ur óværudýr
og hrappur
London 18. júní Reuter
DÓMARINN í Jeremy Thorpe
málinu hóf í dag að draga
saman málsatvik og kallaði þá
aðalvitni saksóknarans óværu-
dýr og svikahrapp. Dómarinn
Sir Joseph Cantley lýsti mál-
inu öllu sem „furðulegu og
afkáralegu“ og í máli sínu
kaliaði hann einnig annað mik-
ilvægt vitni ákærandans fyrrv.
þingmann Frjálslyndra Peter
Bessell „svikaskúm“. Dómar-
inn sagði að Norman Scott
hefði viðurkennt að hann hefði
á liðinni tíð sagt fráleitar
lygar og hélt svo áfram. „Har>n
er svikahrappur og
sníkjudýr... en auðvitað gæti
hann samt sem áður verið að
segja satt. Spurningin er um
að trúa orðum hans eða ekki".
Dómarinn var í allan dag að
draga málið saman og mun
verða að allan morgundaginn
einnig. Kviðdómendur munu
draga sig í hlé síðar í vikunni
til að velta fyrir sér dómsorði.
Dómarinn hvatti kviðdómend-
ur til að láta sér ekki vaxa
málið í augum.
Brezhnev vió Salt undirritun:
„Stöndum vörð um helgasta
rétt mannsins — til að lifa”
Vfnarborg. 18. júní. AP. Rcuter.
„MEÐ ÞESSARI undirrit-
un vonumst við til að geta
staðið vörð um helgasta
Sviss leyfir
DC-10 nug
ZilHch. 18. júní. Reuter. AP.
SVISSNESK stjórnvöld ákváðu í kvöld að aflétta flugbanninu á
DC—10 flugvélum sem væru skráðar í Sviss og myndu þær helja flug
hið snarasta, engar tæknilegar ástæður mæltu gegn því, svo fremi
fylgt yrði í hvívetna því eftirliti á vélum af þessari gerð sem
samþykkt var að hafa á af hálfu evrópskra flugfélaga sem eiga
DC-10.
Nokkru áður höfðu flugfélögin í
náð samkomulagi við flugmálayf-
irvöld landa sinna um að DC—10
yrðu teknar í notkun en lagt var í
vald stjórnvalda í hverju landi,
hvenær og hvort flug yrði leyft.
Fulltrúar bandarísku flugmála-
stjórnarinnar sem sátu fundinn í
Zúrich sögðu að ef ríkisstjórnir
viðkomandi Evrópulanda gæfu
samþykki sitt fengju evrópskar
DC—10 þotur ekki lendingarleyfi í
Bandaríkjunum en mættu yfir-
fljúga þar.
Yfirmaður hollenskra flugmála-
yfirvalda sagði í dag að hann teldi
að evrópsk flugfélög mundu fara
sínu fram þrátt fyrir andmæli
bandarísku flugmálastjórnarinnar
en sagði hins vegar að málið væri
í eðli sínu pólitískt og snerti
samskipti viðkomandi Evrópu-
landa við Bandaríkin.
Fulltrúar þrettán evrópskra
flugfélaga sátu fundinn í Zúrich
en samtals hafa þess flugfélög 58
DC-10 þotur í þjónustu sinni af
þeim 277 sem eru til staðar í
heiminum. Tap vegna kyrrsetn-
ingar vélanna er áætlað 40 mill-
jónir Bandaríkjadala.
Yfirmaður rannsóknarnefndar
Bandaríkjastjórnar á DC-10 slys-
inu í Chicago sagði að hönnun
hreyfilfestingar vélanna væri nú í
athugun. Eitt af vitnunum sem
kom fram við yfirheyrslur rann-
sóknarnefndar fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, forseti banda-
rísku flugmannasamtakanna John
O’Donnell, hvatti bandarísku
flugmálastjórnina til að leyfa
sjálfstæðar rannsóknir og opnar
yfirheyrslur áður en DC-10 vélum
yæri hleypt í loftið á ný.
rétt hvers manns — til
þess að lifa,“ sagði Leonid
Brezhnev forseti Sovet-
ríkjanna, er hann og
Jimmy Carter, Banda-
ríkjaforseti höfðu skipzt á
undirskrift Salt II samn-
ingsins um takmörkun
kjarnorkuvopna.
Athöfnin hófst kl. 1 í veizlusal
Keisarahallarinnar í Vínarborg.
Brezhnev og Carter settust niður
þegjandi og aðstoðarmenn komu
síðan með plögg þau sem undirrita
átti, á ensku og rússnesku.
Geysilegur fjöldi fréttamanna
fylgdist með, auk bandarískra og
sovézkra sendinefndarmanna, en á
meðan leiðtogarnir skrifuðu undir
heyrðist ekki annað hljóð í salnum
en suð í kvikmyndatökuvélum, að
sögn fréttamanna.
Þegar undirritun var lokið
fluttu báðir leiðtogarnir stutt
ávörp. Brezhnev sagði meðal ann-
ars að allar þjóðir heims hefðu
beðið þessarar stundar, allir þeir
sem æsktu varanlegs friðar og
gerðu sér grein fyrir þeirri hættu
sem væri samfara frekari kjarn-
orkuvopnakapphlaupi. Meðan
Brezhnev talaði laut Carter höfði
en tók síðan til máls og tók undir
orð Brezhnevs og sagði að ekki
mætti rjúfa þá þróun sem orðiö
hefði á takmörkun vígbúnaðar.
Honum væri treyst fyrir öryggi
Bandaríkjanna og myndi aldrei
gera neitt sem stefndi því mikla
trausti í voða.
Að svo búnu klöppuðu allir
viðstaddir, Carter og Brezhnev
risu á fætur og tókust í hendur og
síðan breiddi Carter út faðminn
og kysstust þeir hressilega á báðar
kinnar.
I orðsendingu sem var gefin út
var sagt að á einkafundi fyrr í dag
hefðu þeir skipzt á persónulegum
heimboðum og ákveðið að hittast
oftar í framtíðinni, en bíða þess
ekki að brýn nauðsyn kallaði á
fund þeirra í millum. Sagði að þeir
hefðu orðið ásáttir um nokkra
þætti í nýjum samningi, þar sem
kveðið verður á um bann við
framleiðslu og notkun geisla-
vopna.
Carter hélt siðan rakleitt til
flugvallarins og lagði af stað til
Bandaríkjanna og Brezhnev fór
heimleiðis tæpum tveimur
klukkustundum síðar. Carter mun
ávarpa öldungadeild Bandarikja-
þings mjög fljótlega eftir aö hann
kemur heim til þess að reyna að fá
hana til að fallast á Salt II en eins
og margsinnis hefur komið fram
er þar sem og meðal ýmissa aðila í
Bandaríkjunum veruleg andstaða
við samninginn.
Sjá bls. 44: „Ilalda áfram
viðra'ðum í framhaldi af Salt
II“.
Leonávaldi
Sandinista
ManKua, 18. júní. AP.
SKÆRULIÐAR Sandinista náðu
í dag borginni Leon á sitt vald og
ráða þar með annarri stærstu
borg Nicaragua. Aðrar fréttir
hcrma að skæruliðar hafi raun-
verulega náð á sitt vald tveimur
öðrum borgum í norðurhluta
lands.
Bardagar skæruliða og þjóð-
varðliða halda áfram í suður-
hlutanum og stór hluti höfuð-
borgarinnar Managua er á valdi
uppreisnarmanna.
Anastasio Somoza forseti hefur
setið á nær stöðugum fundum með
helztu hernaðarráðuneytum sín-
Leon er 88 km fyrir norðan
höfuðborgina og fall bæjarins
varð til þess að stjórnarhermenn
einangruðust í litlu virki í út-
hverfunum og þaðan halda þeir
áfram að skjóta inn í Leon.
Nokkrir þjóðvarðliðar reyndu
að flýja á nærklæðunum þegar
stöð þeirra féll. Læknar í nálægu
sjúkrahúsi segja að aðrir varð-
liðar hafi krafizt þess að fá
klæðnað sjúklinga og lækna.
Frá Leon má stjórna aðalþjóð-
veginum til Chichigalpa og Chin-
andega, þeirra tveggja bæja sem
eru svo að segja á valdi skæruliða,
og Corinto, aðalhafnarborgarinn-
ar.