Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 Styrkveitingar Vísindasióds 1979 Lokið er úthlutun styrkja úr Vísindasjóði fyrir árið 1979 og er þetta 22. úthlutun úr sjóðnum. Eftirsókn eftir styrkjum vex stöðugt. Á undanförnum árum hefur heildarfjárhæð umsókna numið um þrefaldri þeirri fjár- hæð sem unnt var að veita og var svo enn í ár. Því þurfti að synja mörgum umsækjendum eða veita lægri styrki en æskilegt hefði verið og bitnaði það ekki sízt á þeim, sem í doktorsnámi eru og eiga aðgang að lánum úr LÍN. Deildarstjórnir eru skipaðar til fjögurra ára í senn og er þetta önnur úthlutun þeirra stjórna er nú sitja. Raunvísindadeild Stjórn Raunvísindadeildar skipa þessir menn: Eyþór Einars- son grasafræðingur formaður, Örnólfur Thorlacius líffræðingur yaraformaður, Guðm. E. Sigvalda- son jarðfræðingur, Gunnar Ólafs- son náttúrufræðingur, Magnús Jóhannsson læknir og Þorbjörn Sigurgeirsson eðlisfræðingur. Yaramenn eru, í sömu röð: Svend Age Malmberg haffræðingur, Sig- fús Schopka fiskifræðingur, Bjarni Þjóðleifsson læknir og Bragi Arnason efnafræðingur. Ritari Raunvísindadeildar er Guðmundur Arnlaugsson rektor. Alls veitti Raunvísindadeild að þessu sinni 43 styrki að fjárhæð samtals 58.070 þús. kr. Árið 1978 veitti deildin 44 styrki að fjárhæð alls 34.910 þús. kr. Hugvísindadeild Stjórn Hugvísindadeildar skipa þessir menn: Jóhannes Nordal seðlabankastjóri formaður, Andri ísaksson prófessor, Jón Guðnason dósent, Ólafur Björnsson prófess- or og Ólafur Halldórsson hand- ritafræðingur. Varamenn eru, í sömu röð: Halldór Halldórsson prófessor, Páll Skúlason prófess- or, Gunnar Karlsson lektor, Jóna- tan Þórmundson prófessor og Björn Þorsteinsson prófessor. Ritari Hugvísindadeildar er Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjala- vörður. Alls veitti Hugvísindadeild að þessu sinni 39 styrki að heildar- fjárhæð 25 miljónir króna. Árið 1978 veitti deildin 33 styrki að fjárhæð 16 milljónir og 450 þús. krónur. — í fréttatilkynningu frá 1978 er vantalinn styrkur til Eiríks Jónssonar kennara að fjárhæð kr. 400 þús. vegna rann- sóknar á tilurð íslandsklukkunnar eftir Halldór Laxness. Alls hafa því deildir Vísinda- sjóðs veitt að þessu sinni 82 styrki að fjárhæð kr. 83 milljónir og 70 þús. Árið 1978 voru veittir alls 77 styrkir að heildarfjárhæð kr. 51 milljón og 360 þús. A. Raunvísindadeild FLOKKUN STYRKJA EFTIR FJÁRHÆÐ: Fjárhæd Tvær milljónir króna eða meira Frá einni til tveggja milljóna Frá hálfri til heillar milljónar Undir hálfri milljón Samtals Skrá um veitta styrki og viðfangsefni 1. Aðalsteinn Sigurðsson fiski- fræðingur kr. 700 þús. Til botn- dýrarannsókna við Surtsey. 2. Arnþór Garðarsson fugla- fræðingur og Gísli Már Gíslason dýrafræðingur kr. 1.800 þús. Til framhaldsrannsókna á lífsferlum og framleiðslu botndýra í Laxá, S-Þing. 3. Ástráður Hreiðarsson læknir kr. 2 millj. Rannsóknir á truflun- um í starfsemi ósjálfráða tauga- kerfisins við sykursýki. (Unnið við háskólann í Árósum). 4. Bjarni E. Guðleifsson til- raunastjóri kr. 1.200 þús. Til rannsókna á öndun og köfnun grasa undir svellum að vetri. 5. Bændaskólinn á Hvanneyri og Tilraunastöð Háskólans í meinafræði Keldum kr. 1 millj. Til rannsókna á áhrifum beitar- skipta á heilsu og þrif búfjár. 6. Eiríkur Jensson grasafræð- ingur kr. 300 þús. Til rannsókna á útbreiðslu tveggja sveppaflokka sem lifa á birki á Islandi. 7. Grasafræðideild Náttúru- fræðistofnunar kr. 1.100 þús. rannsóknir á háplöntum í Árnes- sýslu og kortlagning á útbreiðslu þeirra. 8. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur kr. 2 millj. Kjarnsýrurannsóknir unnar við Líffræðistofnun Háskólans. 9. Guðmundur Guðmundsson stærðfræðingur kr. 600 þús. Töl- fræðileg rannsókn á stofnstærð og dánarstuðlum fisktegunda. 10. Gunnar Sigurðsson læknir kr. 1 millj. Áhrif gallsýrubind- andi lyfja á efnaskipti fituefna. 11. Guðrún Þorgerður Larsen jarðfræðingur kr. 3 millj. Til rannsóknar á orsökum og eðli basískra gjóskugosa á Tungnárör- æfum (unnið við Norrænu eld- fjallastöðina). 12. Hannes Pétursson læknir kr. 1.450 þús. Rannsóknir á litíum- meðferð á geðsjúkdómum. (Unnið við Lundúnaháskóla). 13. Helgi Björnsson jarðeðlis- fræðingur kr. 3 millj. Þykktar- mælingar á Vatnajökli. 14. Helgi Kristbjarnarson læknir kr. 700 þús. Til tækjakaupa vegna rannsókna i taugalífeðlisfræði. (Unnið við Nobel-stofnunina í Stokkhólmi). 15. Jóhann Pálsson grasafræð- ingur kr. 800 þús. Til rannsókna á óglöggum tegundaskilum nokk- urra íslenskra háplantna. Fjöldi Heildarfjárhæð Htyrkja 9 23.500 22 27.550 9 5.870 3 1.150 43 58.070 16. Jón Bragi Bjarnason efna- fræðingur kr. 2.700 þús. Kaup á tæki til rannsókna á ensímum úr sjávardýrum. 17. Jón Eiríksson jarðfræðingur kr. 1 millj. Til rannsókna á setlögum frá ísöld. 18. Jón Pétursson jarðeðlisfræð- ingur kr. 1.200 þús. Smíði á tæki til mælinga á árstíðasveiflum á rykmagni í jökulís. 19. Karl Gunnarsson þörunga- fræðingur og Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur kr. 1.500 þús. Til rannsókna á lífríki á hörðum botni grunnsævis við Suðvestur- land. 20. Kristinn J. Albertsson jarð- fræðingur kr. 650 þús. Til K/Ar aldursákvarðana á íslensku bergi. (Unnið við Raunvísindastofnun Háskólans). 21. Kristján R. Jessen líffræðing- ur kr. 1 millj. Rannsókn á sér- hæfðum boðefna- og lyfjaviðtök- um á glia-frumum í heila. 22. Kristján Sig. Kristjánsson efnafræðingur kr. 2.800 þús. Kaup á tæki til rannsókna á orkuflutningi milli sameinda. 23. Líffræðistofnun Háskóla ís- lands kr. 1 millj. Til að gera samanburð á gróðri beittra og friðaðra heiðalanda. Ábyrgðar- maður: Hörður Kristinsson grasa- fræðingur. 24. Náttúrufræðistofnun íslands kr. 1.200 þús. Leiðangur til Esju- fjalla, Mávabyggða og fleiri jök- ulskerja til rannsókna á líffræði og jarðfræði þeirra. 25. Norræna eldfjallastöðin kr. 1.800 þús. Rannsóknir á jarð- skorpuhreyfingum og gastegund- um á Hengilsvæðinu. 26. Ólafur S. Andrésson líffræð- ingur kr. 1 millj. Til rannsókna á stjórnpróteinum históngena. 27. ólafur Grímur Björnsson læknir kr. 2.200 þús. Stjórn hormóna á gallkerfis- og briskirtil starfsemi í mönnum. (Unnið við Hammersmith sjúkrahúsið í London). 28. Páll Hersteinsson líffræðing- ur kr. 1.500 þús. Atferli og lífshættir íslenska refsins, fram- hald rannsóknar. 29. Páll Þ. Imsland jarðfræðing- ur kr. 3 millj. Til rannsókna á bergfræðilegri þróun Jan Mayen. Unnið á Norrænu eldfjallastöð- inni. 30. Pétur M. Jónasson lfffræðing- ur kr. 600 þús. Til framhalds- rannsókna á vistfræði Þingvalla- yatns. 31. Rannsóknastofnun landbún- aðarins I kr. 1.300 þús. Áhrif vaxtarlags sauðfjár á vöxt og kjötgæði, lokastyrkur. Ábyrgð- armaður er Sigurgeir Þorgeirsson. 32. Rannsóknastofnun landbún- aðarins kr. 1.100 þús. Fram- haldsstyrkur til samnorræns verkefnis: Samsetning ljóss og vöxtur jurta. Ábyrgðarmaður er Þorsteinn Tómasson. 33. Rannsóknarstofa Norður- lands kr. 1.100 þús. Framhalds- styrkur til tilrauna með selen- og kóboltköggla handa sauðfé. Ábyrgðarmenn eru Jóhannes Sig- valdason og Þórarinn Lárusson. 34. Rannsóknastöð skógræktar ríkisins, Varmá kr. 450 þús. Rannsókn á fylgni skjólleysis við trjávöxt á íslandi. Ábyrgðarmenn eru Þórarinn Benedikz og Guð- ■ mundur Örn Árnason. 35. Sigurður Steinþórsson jarð- fræðingur kr. 1.900 þús. Fram- haldsstyrkur vegna smíði á há- þrýstiofni til bergfræðirannsókna. 36. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur kr. 600 þús. Til könn- unar erlendra heimilda um Skaft- árelda. 37. Stefán Arnórsson jarðeðlis- fræðingur kr. 1.400 þús. Efna- jafnvægi milli steinda og vatns í jarðhitakerfum. 38. Stefán Karlsson læknir kr. 2.800 þús. Rannsóknir á erfða- mörkun í íslenskum fjölskyldum. (Unnið við Galton Laboratory, University College, London). 39. Sven Þ. Sigurðsson stærð- fræðingur kr. 1 millj. Reiknilíkan fyrir rennsli jökulhlaupa. 40. Unnsteinn Stefánsson haf- fræðingur og Björn Jóhannesson jarðvegsfræðingur kr. 400 þús. Rannsókn á efnabúskap Ólafs- fjarðarvatns (framhaldsstyrkur). 41. Þorkell Helgason stærðfræð- ingur kr. 720 þús. Reiknilíkan til mats á stofnstærðum fisktegunda. 42. Þorsteinn Blöndal læknir kr. 1 millj. Rannsókn á notagildi kjarnasýrumælinga við greiningu jungnakrabbameins. Unnið við Akademiska Sjukhuset í Uppsöl- um. 43. Þuríður Þorbjarnardóttir líf- fræðingur kr. 500 þús. Mælingar á magni nitrats og nítrits í magasafa manna. Skrá um veitta styrki og rannsóknarefni: 1. Atli Rafn Kristinsson cand. mag. kr. 500 þús. Rannsókn á skáldskap Jóhanns Sigurjónsson- ar. 2. Birgir BJörn Sigurjónsson cand. oecon. kr. 500 þús. Verð- bólga á íslandi (doktorsverkefni við Stokkhólmsháskóla). 3. Bjarni Reynarsson M.A. kr. 400 þús. Búferlaflutningar á höf- uðborgarsvæðinu (doktorsverk- efni við Illinois-háskóla)(. 4. Sr. Bjarni Sigurðsson dósent kr. 500 þús. Þróun íslenzks kirkjuréttar frá upphafi og fram til 1874 (doktorsverkefni við Köln- arháskóla). 5. Björn S. Stefánsson lic. agric. Nýjungar í skipan sveitar- stjórnarmála á íslandi fra 1945 (hluti samnorræns verkefnis á vegum Nordisk Forbund for Statskundskab). 6. Björn Teitsson mag. art. kr. 500 þús. Saga byggðar í Þingeyj- arsýslu og Eyjafjarðarsýslu á 14.-16. öld. 7. Elías Héðinsson B.A. kr. 500 þús. Notkun unglinga á sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum og hugsanleg áhrif þeirrar notkunar (doktors- verkefni við háskólann í Lundi). 8. Eysteinn Þorvaldsson kr. 500 þús. Nýjungar og breytingar í íslenzkri ljóðagerð á 20. öld (kostnaðarstyrkur). 9. Gfsli Hannes Guðjónsson M.Sc. kr. 500 þús. Hlutverk sekt- arkenndar og annarra persónu- leikaeinkenna, sem eiga sér stað, þegar fólk reynir að blekkja aðra (doktorsverkefni við Surrey- háskóla). 10. Gísli Gunnarsson M.A. kr. 500 þús. Félagsleg stöðnun og verzlunargróði á einokunartíma- bilinu á Islandi (doktorsverkefni við háskólann í Lundi). 11. Guðmundur S. Alfreðsson cand. jur. kr. 700 þús. Réttar- staða Grænlands (doktorsverkefni við Harvard Law School). 12. Gunnlaugur SE Briem M.A. kr. 400 þús. Höfðaletur (doktors- verkefni við Royal College of Art í London). 13. Dr. Haraldur Matthfasson kr. 700 þús. Rannsókn á staðfræði Landnámabókar. 14. Haraldur Sigurðsson fyrrv. bókavörður kr. 500 þús. Könnun á íslenzkri kortasögu 1848—1939. 15. Helga Kress cand. mag. kr. 700 þús. íslenzk kvennabók- menntasaga. 16. Hjörleifur Stefánsson arki- tekt kr. 500 þús. Saga og gerð húsa frá tíma einokunarverzlun- arinnar hér á landi. 17. Hrafn Gunnlaugsson leiklist- arfræðingur kr. 500 þús. Leikrit Heildarfjárhæð: 4.500 2.000 800 3.500 2.400 11.000 800 kr. 25.000 á íslandi (doktorsverkefni í dramaturgi við Stokkhólmshá- skóla). 18. Hreinn Ragnarsson B.A. kr. 500 þús. Heimildaöflun vegna síldarsögu íslands (kostnaðar- styrkur). 19. Ingi Valur Jóhannsson B.A. kr. 500 þús. Könnun á félagsleg- um þáttum húsnæðismála á Reykjavíkursvæðinu (sbr. einnig styrk til Jóns Rúnars Sveinsson- ar). B. Hugvísindadeild Flokkun styrkja eftir fjárhæð: Fjárhæð í þús. kr.: 1500 1000 800 700 600 500 400 Samtals Fjöldi styrkja: 3 2 1 5 4 22 2 39 Glæðir norsk olía norræna samvinnu á Norðurkolli? Á FUNDI samstarfsráð- herra Norðurlanda á Húsavík í síðustu viku bar norski olíu- og orkumála- ráðherrann, Bjartmar Gjerde fram þá spurningu, hvernig mætti hagnýta þær olíu- og gaslindir, sem finnast kunna á hafbotni út af Norður-Noregi, í þágu Norðurkolls og íbúanna á því svæði? I frétt frá blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar segir að Gjerde hafi sagt að tök ættu að vera á að hagnýta orkugjafa sem þarna fyndust til að fjölga at- vinnutækifærum á þessu norðlæga svæði. Norska stórþingið tók nýlega ákvörðun um að hefja skyldi borun eftir olíu á hafsbotni út af Norður-Noregi árið 1980. Um er að ræða svæði norðan Tromsö og vestur af Hammerfest, þar sem líkur eru taldar vænlegar á að olíu sé að finna. Á fundinum lagði Gjerde ráð- herra til, að nú yrði hrint í framkvæmd fyrri ákvörðun for- sætisráðherra Norðurlanda um að norræn könnun yrði gerð á mögu- leikum til samstarfs á Norður- kolli, ef svo færi að olía eða gas fyndist úti fyrir Norður-Noregi. Norræna ráðherranefndin ákvað að fela þetta könnunarverk- efni norrænu embættismanna- nefndinni sem fjallar um iðnaðar- og orkumál. Bókhlaðan h/f hefur nýlega flutt á Laugaveg 39 (áður Andersen & Lauth). Hefur neðri hæð húsnæð isins verið tekin í notkun nú þegar. Allar innrétt- ingar eru framleiddar innanlands og eru mjög nýtískulegar og skemmtilegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.