Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. Meiri kraftur minni eyösla meö rafkertunum frá BOSCH BOSCH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 EF ÞAÐ ER FRETTNÆMT ÞA ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐENU Sjónvarp kl. 21,00: „Um- heimwiiui” Umheimurinn verður á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.00 í kvöld. í þessum þætti verður fjallaö um tvö málefni sem hafa verið efst á baugi í heimsmálunum að undanförnu. í fyrsta lagi verður hið mikla flugslys í Bandaríkj- unum rætt, en þar fórst farþegaþota af gerðinni DC-10 með fjölda farþega innanborðs. I þessu sambandi verður rætt um orsakir og afleiðingar slyssins, hvaða áhrif kyrrsetning allra flugvéla af þessari gerð hefur á rekstur Flugleiða, en Flugleiðir keyptu fyrir skömmu flugvél af þessari gerð. Þetta mál verður rætt við þrjá menn, þá Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða, Halldór Guðmundsson forstöðu- mann viðhaldsdeildar Flugleiða og Leif Magnússon verkfræðing. í öðru lagi verður fjallað nokkuð um för Jóhannesar Páls annars páfa til Póllands og áhrif þeirrar farar rædd. í því sambandi verður spjallað við Torfa Ólafsson, en hann ku vera manna fróðastur um kaþólsk efni. Umsjónarmaður þáttarins er Ögmundur Jónasson fréttamaður. Rætt verður um flugslysið mikla í Chicago, orsakir þess og afleiðingar og verður talað m.a. við ráðamenn Flugleiða um það mái. Páfinn kannar heiðursvörð hermanna í Pollandi, áhrif þessarar farar hans verða rædd í þættinum í kvöld. Útvarpkl. ll.OO: Sjávarútvegur og siglingar Á dagskrá útvarpsins kl. 11.00 í dag verður þáttur í umsjón Ingólfs Arnarsonar og fjallar hann um stöðu og stefnu í fiskiðnaði. Ingólfur mun ræða við Árna Benediktsson um þessi mál. I þessu sambandi verður aðallega fjallað um hraðfrystiið- naðinn og kemur þar m.a. fram að nýting í vinnslu fer batnandi frá því sem áður hefur verið. Einnig verður talað um fiskfrið- unarmál og þau áhrif sem friðun hefur á rekstur frystihúsa og stefnumörkun í þessum málum. Síðan verður rætt nokkuð um iðnaðinn og kröfur forsvars- manna hans um að fá að njóta samsvarandi aðstöðu og sjávar- útvegurinn. í máli Árna kemur fram að fiskiðnaðurinn mun geta bætt við sig mun fleira fólki en hingað til hefur verið talið, eða um 3—4 þús. manns, en það gerist að vísu ekki nema með breyttum vinnsluaðferðum. Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDKGUR 19. júní MORGUNNINN_________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- lcikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þorleifur Hauksson les síðari hluta þýðingar sinnar á ævintýrinu „Tu, tu, tu“ eftir Astrid Lindgren. 9.20 Leikfimi. 9.30. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar. Ingólfur Arnarson^ sér um þáttinn og talar við Árna Benediktsson framkvæmda- stjóra um stöðu og stefnu í fiskiðnaði. 11.15 Morguntónleikar: Noel Lec leikur „Grafíkmyndir“ (Estampes), svítu fyrir píanó eftir Claude Debussy/ Christian Ferras og Pierre Barbizet leika Sónötu í G-dúr fyrir fiðlu og pínó eftir Giull- aume Lekeu. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frí- vaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.00 Prestastefnan sett í ísa- fjarðarkirkju. Biskup ís- lands flytur ávarp og yfirlits- skýrslu um störf og hag þjóðkirkjunnar á synodusár- inu. 15.30 Miðdegistónleikar: Yara Bernette leikur Prelúdíur fyrir píanó op. 32 eftir Sergej Rakhmaninoff. 16.00 Fréttir. Tiikynningar. (16.15 Veðurfregnir). SIÐDEGIÐ 16.20 Þjóðleg tónlist frá ýms- um löndum. Áskell Másson kynnir tyrkneska tónlist. 16.40 Popp. 17.20 Sagan: „Mikael mjögsigl- andi“ eftir Olle Mattson. Guðni Kolbeinsson lýkur lestri þýðingar sinnar (11). ÞRIÐJUDAGUR 19. júní 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Iðnverkakona Kvikmynd, gerð af Ólafi Hauki Símonarsyni og Þorsteini Jónssyni, um kjör iðnverkakvcnna á ís- landi. í myndinni ræðast við Davíð Scheving Thorsteins- son, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks. 21.00 Umheimurinn Viðræðuþáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónarmaður ögmund- ur Jónasson fréttamaður. 21.50 Hulduherinn Grunsemdir Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 22.40 Dagskrárlok. 17.55 Á faraldsfæti. Endurtek- inn þáttur um útivist og ferðamál frá 17. þ.m. í umsjá Birnu G. Bjarnleifsdóttur. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Barnalæknirinn talar: Helga Hannesdóttir læknir flytur fimmta erindi flokks- ins: Börn, forgangshópur þjóðarinnar. 20.00 Sinfónia nr. 41 í C-dúr (K551) „Júpiter“-hljómkvið- an eftir Mozart Sinfóníu- hljómsveitin í Boston leikur; Eugen Jochum stj. 20.30 Útvarpssagan: „Nikulás“ eftir Jonas Lie. Valdís Hall- dórsdóttir les þýðingu sína (5). „ , , 21.00 Einsöngur: Guðrun Tómasdóttir syngur lög eftir Maríu Brynjólfsdóttur, Bodil Guðjónsson og Kolbrúnu á Árbakka. ólafur Vignir Al- bertsson leikur á píanó. 21.20 Sumarvaka a. Ferðaþankar í Skagafirði í fyrravor. Sigurður Kristins- son kennari flytur. b. Nokkur kvæði um konur. Baldur Pálmason les. . c. Frá séra Benedikt í Bjarnanesi. Rósa Gísladóttir frá Krossgerði les úr sögnum Sigmundar Long. d. Kórsöngur: Kvennakór Suðurncsja syngur. Söng- stjóri: Herbert H. Ágústsson. Píanóleikari: Ragnheiður Skúladóttir. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Ilarmonikkulög: Heidi Will og Renato Bui leika. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Myndin af Dorian Gray“ eftir Oscar Wilde. Hurd Hatfield les; — fyrri hluti. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.