Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 37 . . Lengsta leikfang í heimiY, gert úr kassakúlum. í tvo daga bjuggu gestir til kassakúlur undir stjórn Einars Þorsteins, sem síðan á að setja saman í eina stóra Unnur Jensdóttir söngkona skemmtir gestum inni í Kjarvalsstöðum. Nýstárleg uppákoma Samtökin Líf og land efndu um helgina til nýstárlegrar samkomu á Kjarvalsstöðum. í tvo daga sátu ráðstefnugestir í Kjarvalssal og hlýddu á 24 erindi um „Manninn og borgina“, og reyndu að kryfja skipulagsmál borgarinnar og lifnaðarhætti borgarbúa. En þar sem markmið samtakanna er öðrum þraibi að glæða umhverfið meira lífi, var ákvcðið að efna jafnframt til útihátíðar eftir hádegi báða dagana, sem einkum var ætluð yngri kynslóðinni og sköruðust þessir tveir þættir. Á útihátíðinni, sem raunar fluttist að sumu leyti inn í húsið vegna veðurs, voru margs konar „uppákomur". Alls konar flokkar skemmtu í sjálfboðavinnu. Tvær söngkonur opnuðu skemmtunina sín hvorn daginn, þær Unnur Jensdóttir og Elisabet Eiríks- dóttir. Svo tók við hvað af öðru inni og úti, popphljómsveitin Stormsveitin, Tóti trúður og félagar, Alþýðuleikhúsið með þætti úr Norninni Baba Jaga, Oddur Sigurðsson þandi harmo- nikuna, Trítiltoppa tríóið skemmti. brúðuleikhúsflokkur sýndi, nýlistamenn voru með gjörninga inni og úti, stúlkur úr Handíða- og myndlistarskólan- um teiknuöu. Uti á túni voru skátar með klifurgrindur og kassabíla, og þar var bæði flóa- markaður og blómatjald. Báða dagana lögðu gestir sitt fram til að koma íslandi í heimsmetabók Guinness, með því að búa til heimsins lengsta leikfang úr kassakúlum, sem Einar Þor- steinn arkitekt var með. Og stanslausar kvikmyndasýningar voru.fyrir börn í fundasal. Var mikið líf- og fjör á staðnum. Útisamkomurnar settu Elín Pálmadóttir á laugardag og Guðrún Helgadóttir á sunnudag. Á meðan fjölluðu ráðstefnu- gestir um borgarmál, „Reykjavík í dag“ á laugardagsmorgun og „Frið og varðveislu" síðdegis, „Manninn og borgarkerfið" á sunnudagsmorgun og síðdegis „Skipulag og nýsköpun". Ráð- stefnan hófst með ávarpi Jóns Ottars Ragnarssonar, formanns Lífs og lands. Erindin voru öll tilbúin í bók, sem er til sölu. Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, nefndi sitt erindi „Borg skoðuð", Logi Kristjánsson, bæjarstjóri í Neskaupstað talaði um borg og land, Hörður Ágústsson sagði með myndum ágrip af húsagerð- arsögu þéttbýlis á íslandi, Guð- rún Hannesdóttir, félagsfræð- ingur fjallaði um félagslegt sam- neyti í Reykjavík, Sturia Frið- riksson, vistfræðingur um lífríki Reykjavíkur, Hjörleifur Stefáns- son, arkitekt, ræddi viðfangsefn- iö „hvenær á að friða hús?“, Björn Bjarnason, skrifstofu- stjóri, ræddi um afstöðuna til Bernhöftstorfunnar, Þór Magn- ússon, þjóðminjavörður, um Bernhöftstorfuna og Nanna Hermannsson um framtíð Grjótaþorps. Ólafur Davíðsson, hagfræðingur, talaði um kostnað við verndun, Sigurður Líndal, prófessor, um lög og friðunarað- gerðir, Ingimar Erlendur Sig- urðsson, skáld, um mann í borg og borg í manni, Eiður Guðna- son, alþingismaður, um fólkið og fjölmiðlana, Jón E. Ragnarsson, hdl., um lög og reglur í borg, Þórður Þorbjarnarson, borgar- verkfræðingur, um samgöngur í borg, Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, fjall- aði um það hver ræður neysluvenjum, Birgir ísl. Gunn- arsson talaði um aðalskipulag Reykjavíkur og Stefán Thors arkitekt um aðalskipulagið og raunveruleikann, Sigurður Guð- mundsson, skipulagsfræðingur, um landnotkun og skipulag, Björn G. Ólafsson um hlutverk borga í hagþróun, Bjarki Jó- hannesson, arkitekt, um Reykja- vík framtíðarinnar, Haukur Viktorsson, arkitekt, um miðbæ- inn í Reykjavik og Jónas Kristjánsson, ritstjóri, um líf í borg. Sýnir þetta frá hve mörg- um hliðurn var fjallað um við- fangsefnið, en báða dagana urðu fjörugar almennar umræður í lokin, fyrri daginn einkum um friðunarmál og Bernhöftstorf- una og síðari daginn um skipu- lag Reykjavíkur. Og á meðan skemmtu börn og fullorðnir sér á göngum og kaffistofu hússins og úti á túni. Meðan yngri kynslóðin skemmti sér úti og inni. sátu virðulegir ráðstefnugestir í Kjarvalssal og hlýddu á fyrirlestra um borgina. Gaman og alvara Skátar höfðu klifurgrindur og kassabfla til afnota fyrir gesti úti á Miklatúni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.