Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979
Sviðsmynd úr Blómarósum: Kristín Kristjánsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Edda Björgvinsdóttir,
Sólveig Hauksdóttir, Guðný Ilelgadóttir og Elísabet B. Þórisdóttir í hlutverkum sínum.
Keypt líf og selt
BLÓMARÓSIR eftir Ólaf Hauk
Símonarson.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs-
dóttir.
Leikmynd: Þorbjörg Höskulds-
dóttir.
Búningar: Valgerður Bergs-
dóttir.
Lög og textar: Ólafur Haukur
Símonarson.
Útsetningar: Hróðmar Sigur-
björnsson.
Ahrifahljóð: Eggcrt Þorleifs-
son.
Aðstoðarmaður leikstjóra: Tone
Myklebost.
Til þín nefnist ljóð eftir Ólaf
Hauk Símonarson. I því er ort
um „þann sem daglega/ kaupir
brot af lífi þínu/ til þess að
breyta því í vöru/ og selja það
með gróða/ kallar þú vinnuveit-
anda“.
Vinnuveitendur eru ekki hátt
skrifaðir í Blómarósum. Már
Blöndal forstjóri Umbúðasmiðj-
unnar h.f er samnefnari þeirra.
Már er algjör skrípakarl sem
hefur á hraðbergi frasa eins og
„sameinaðir stöndum vér, en
sturlaðir föllum vér“ og fleiri í
sama anda. Hann hefur ekki
hundsvit á því sem hann er að
fást við, en er ávallt reiðubúinn
til að klekkja á starfsfólkinu
gangi reksturinn ekki nógu vel.
Lalli verkstjóri Umbúðasmiðj-
unnar er undirtylla sem hlýðir
húsbónda sínum í blindni.
Verkakonurnar eru ekki allar
steyptar í sama mót. Upp-
reisnarmaðurinn í hópnum er
Marta sem alin hefur verið upp í
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
kommúnískum fræðum. Málfríð-
ur er hið leiðitama vinnudýr sem
minnist með eftirsjá liðinna
daga þegar atvinnurekendur
voru menn með mönnum, eink-
um duglegir við að káfa á þeim
konum sem þeir höfðu í vinnu.
Upprifjun hennar á hegðun
nafngreindra manna er í grófara
lagi, einkum þegar athugasemd-
ir vinnufélaganna bætist við.
Allt miðast við það hjá höfund-
inum að draga upp ófegraða
mynd af verkakonum, daglegu
lífi þeirra og hugsunarhætti.
Skeytum er óspart beint að
karlmönnum sem eru upp til
hópa hálfgerðar skepnur og
frummenn. Vandamálin í leikn-
um eru fyrir utan lág laun
óhamingjusamar ástir, ótíma-
bær börn, kynslóðabil og fleiri
rósir á sorphaug samfélagsins.
Ólafur Haukur Símonarson boð-
ar baráttudag framundan og af
honum veitir svo sannarlega
ekki sé ástandið í Blómarósum
haft til viðmiðunar. En Ólafi
hættir eins og svo mörgum um-
bótamönnum til þess að ýkja um
of, viðfangsefnið er gert of ein-
falt og dregur dám af alkunnri
uppskrift. Það er að vísu rétt að
okkur ber „að leggja rækt við
skilningarvitin", og helst ættum
við að reyna að lifa skynsam-
lega, en í skáldverki sem höfund-
ur vill láta taka alvarlega gilda
aðrar reglur en í stjórnmála-
þrasinu sem er að færa alla
hugsun í kaf.
Blómarósir er að mörgu leyti
laglegt verk og þótt það sé langt
er það yfirleitt skemmtilegt.
Gamansemi þess er af ætt fars-
ans, margt hreinlega revíukennt,
samanber framúrskarandi leik
Gísla Rúnars Jónssonar í hlut-
verki Más forstjóra. Það er
dauður maður sem ekki getur
hlegið að Gísla Rúnari. Blóma-
rósirnar fóru yfirleitt vel með
hlutverk sín, t.d. Edda Björg-
vinsdóttir (Jónína), Guðný
Helgadóttir (Málfríður), Kristín
Kristjánsdóttir (Rósa) og Elísa-
bet B., Þórisdóttir (Þögla). Jafn
góðar leikkonur og Guðrún
Gísladóttir (Brynja), Helga
Thorberg (Hanna) og Sólveig
Hauksdóttir (Marta) guldu þess
aftur á móti að hlutverk þeirra
eru einum of spennt, einum of
haldin af ákveðnum skoðunum
höfundarins.
Það sem gerir Blómarósir
gallað verk er það hve tvískipt
það er. Annars vegar vill höf-
undurinn gera markvissa könn-
un á högum verkakvenna og
tekst það á köflum bærilega, en
hins vegar snýst verkið öðru
hverju upp í ærsl sem eru þess
eðlis að áhorfandinn veltist um
af hlátri. En boðskapurinn veik-
ist vegna þess hve persónugerðin
er einhliða.
Þetta er ef til vill gert til að
„skemmta firrtri borgarastétt"
svo að stuðst sé við orð leikstjór-
ans Þórhildar Þorleifsdóttur, en
minna verður úr þeirri „áhættu
að styggja alþýðuna".
Eins og áður skal Alþýðuleik-
húsið lofað fyrir það hve vel er
að því unnið að skapa leikrænt
andrúmsloft og huga að tækni-
legum atriðum. Ég nefni leik-
mynd, búninga, tónlist, áhrifa-
hljóð. Það er ótrúlegt hve þetta
fólk á auðvelt með að nýta lítið
og vandmeðfarið svið Lindar-
bæjar. Verkefni Alþýðuleikhúss-
ins í vetur sýna og sanna að
leikhúsið er í sókn og hefur
góðum starfskröftum á að skipa.
Lalli verkstóri (Bjarni Ingvarsson) og Már forstjóri (Gísli Rúnar
Jónsson).
Kostnaður við hitun íbúðarhúsnæðis:
Olíuhitun dýr-
ust - jarðvarm-
inn ódýrastur
með einni undantekningu þó
MORGUNBLAÐIÐ gerði í síðustu viku úttekt á kostnaði við hitun
ibúðarhúsnæðis með olíu, rafmagni og jarðvarma. Er hér birt
samanburðartafla sem sýnir kostnað við að hita meðalstórt
einbýlishús með þessum þremur hitagjöfum. Tölur um áætlaða
orkunotkun eru fengnar hjá Orkustofnun, sem reiknað hcfur þær út
skv. heildarnotkun á landinu.
Árið 1977 var af heildarorkunotkun til húshitunar á landinu 4.5%
raforka, 66.1% jarðvarmi og 29.4% olía. Af því er talið, að u.þ.b. 67%
hafi verið íbúðarhúsnæði.
Allar þessar tölur eru reiknaðar út á verðlagi dagsins í dag á hverjum
stað fyrir sig. Þær tölur eru einnig fengnar hjá Orkustofnun.
450 rúmmetra cinbýlish. 3 einstakl. olía Rafmagn Jarðvarmi
Reykjavík 511.344 308.020 123.768
Stykkishólmur 511.344 424.012 EnBÍn
ísafjördur 511.344 429.480 Engin
SÍKlufjörður 511.344 377.580 406.056
Akuroyri 511.344 296.583 281.191
Neskaupstaður 511.344 424.012 Engin
Höfn 511.344 424.012 Enuin
Lauxarás 511.344 424.012 106.200
Selfoss 511.344 275.478 126.624
Keflavík 511.344 310.994 248.430
Hafnarfjörður 511.344 246.G00 123.768
Olía:
Reiknað er með, að 13 olíulítra
þurfi til að hita hvern rúmmetra
húss á ári. Heildarupphæð fyrir
að hita 450 rúmmetra er 602.842
kr. Til frádráttar kemur olíu-
styrkur að upphæð kr. 30.500 á
hvern einstakling á ári. Raunveru-
legur kostnaður þriggja manna
fjölskyldu yrði því eins og að ofan
greinir.
Rafmagn:
Reiknað er með, að uppsett afl í
þessari stærð húsa sé 16 kílóvött
og 91.7 kílóvattstundir þurfi til að
hita hvern rúmmetra íbúðarhús-
næðis.
Jarðvarmi:
Reiknað er með, að 2.08 rúm-
metra vatns þurfi til aö hita hvern
rúmmetra húsnæðis, þar sem
mælt er í tonnum (Reykjavík), en
þrjá og hálfan lítra með „mínútu-
lítrakerfinu" (notað á flestum
öðrum stöðuin en Reykjavík). í
Mbl. í síðustu viku var viðmið-
unartalan 1.86, en hún var fengin
hjá Hitaveitu Reykjavíkur og er
útreiknuð meðaltalsnotkun þar.
2.08 er meðaltalsnotkun á landinu,
reiknuð út af Orkustofnun og er sú
tala því notuð hér.
Innifalið í þessum útreikningum
eru öll gjöld, mælaleigur og annað.
Hópferðamiðstöðin tveggja ára:
Húsnæðismálin brýn-
asta úrlausnarefnið
Ilópferðamiðstöðin h/f átti
tveggja ára afmæli fyrir
skömmu. Hún var stofnuð 15. maí
1977 af 40 hópferðabifreiðastjór-
um. Bifreiðaeign félagsmanna er
nú 40—50 hópferðabifreiðar af
öllum stærðum og þar með taldar
allnokkrar tveggja drifa bifreið-
ar.
Hópferðamiðstöðin hefur flutt
45 þús. farþega frá opnun stöðvar-
innar. Bifreiðarnar, sem stöðin
hefur til afnota, eru allar í eigu
félagsmanna og reknar sérstak-
lega. Húsnæðismál hafa verið eitt
mesta vandamál stöðvarinnar.
Afgreiðsla hennar er í óhentugu
húsnæði við erfiða umferðargötu.
Telja aðstandendur brýna þörf á
úrbótum í því efni. Vænta þeir
þess að geta fengið inni í Umferð-
armiðstöðinni í Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Hópferða-
miðstöðvarinnar h/f hefur frá
upphafi verið Skarphéðinn D.
Eyþórsson. Núverandi stjórn
skipa: Júlíus Sigurbjörnsson,
Ragnar Kristinsson og Valgarð
Sigmarsson.
í tilefni af afmælinu var blaðamönnum boðið að skoða þann hluta
bifreiðaflota stöðvarinnar, sem ekki var bundinn í vinnu. Gat þar að
líta bifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum. Ljósm. Mbl. R.A.X.