Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Samkomusalur Njálsbúðar var þétt setinn veiziuífestum 0g einnig var þétt setið á sviði hússins. y Ingólfur og Eva ásamt börnum og tengdabörnum. Vinstra megin við þau eru Garðar Ólafsson úrsmiður og Guðlaug dóttir þeirra og hægra megin eru Jón Örn sonur þeirra og Ástríður Jónsdóttir kona hans. Ljósmyndir Mbl. Árni Johnsen. Fjölmennthóf til heiðurs Ingólfi UM 400 gestir sátu hóf sem haldið var til heiðurs Ingólfi Jónssyni fyrrverandi ráðherra s.l. laugardagskvöld í félagsheimilinu Njálsbúð á Rangárvöllum og var hófið tengt 70 ára afmæli Ingólfs sem var fyrir skömmu. Að hófinu stóðu sýslunefnd Rangárvallasýslu, sjálfstæðisfélögin í Rangárvallasýslu, Kaupfélagið Þór og Rangárvallahreppur. Svipmyndir af gestum í hófinu. Á efri myndinni er Sigríður Arinbjarnardóttir ásamt manni sfnum Guðmund Daníelssyni rithöfundi á tali við Sigurjón í Taftholti. Á neðri myndinni eru nokkur úr hópi ungs fólks sem sótti hófið. frá vinstri Stefán Olafsson Eystri-IIól, Ragnhciður Sigurkarlsdóttir Skúmsstöð- Arni Jónsson söngvari söng nokkur lög við um og Aðalheiður Ilögnadóttir. góðar undirtektir. Hófið hófst með samsæti kl. 20.30, margar ræður voru fluttar, fjöldasöngur og einsöngur Árna Jónssonar söngvara. Ræðumenn fjölluðu um feril Ingólfs Jónssonar og Evu konu hans og þökkuðu þeim hjónum það mikla starf sem þau hafa lagt af mörkum í þágu Suðurlands og landsins alls. Rómuðu menn störf Ingólfs á vettvangi þjóðmála sem heima í héraði. Veizlustjóri var Eggert Haukdal alþingismaður, en til máls tóku Jón Þorgilsson sveitarstjóri Hellu, Sigurður Haraldsson í Kirkjubæ, Böðvar Bragason sýslumaður Rangæinga, Grímur Thorarensen kaupfélagsstjóri Hellu, Sigurður Oskarsson formaður Sjálfstæðis- félagsins Rangæings, Óli Már Aronsson formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu, Páll Björnsson oddviti Hellu, Pálmi Eyjólfsson Hvolsvelli, Sigurjón Sigurðsson Raftholti, séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli, Geir Hallgrímsson form. Sjálfstæðis- flokksins, Helgi Ivarsson formaður kjördæmisráðs sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, Siggeir Björnsson í Holti, Óli Þ. Guðbjartsson á Selfossi, Sigurður Sigurðsson á Skammbeinsstöðum, Sigurjón Guðmundsson í Hólakoti, Árni Johnsen frá Vestmannaeyjum og Theodóra Sæmundsdóttir húsfreyja í Skarði. Síðastur talaði síðan Ingólfur Jónsson. I hófinu söng Árni Jónsson einsöng og Sigurbjartur Guðjónsson stjórnaði fjöldasöng. Undirleikarar voru Eiríkur ísaksson og Pálmar Ólason. Að loknum ræðuhöldum og glæsilegu samsæti þar sem kven- félagskonur sáu um veitingar, var stiginn dans fram eftir nóttu. Erna Finnsdóttir o)í Geir IlallKrímsson ásamt InKÓlIi Jónssyni og Evu Jónsdóttur í hóíinu í Njálsbúð. Þótt setinn salurinn í Njálsbúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.