Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979
INNLENT
Iðgjald kaskótrygginga:
Kostar 96 þús.
fyrir Cortínu
— ef sjálfsábyrgð er 150 þúsund kr.
MORGUNBLAÐIÐ aflaði sér nýlega upplýsinga um
grunniðgjald kaskótrygginga bifreiða eftir hækkunina,
sem heimiluð var í sl. viku en hún var 54,6%.
Tryggingafélögin skipta bifreiðum í fimm flokka. í
eftirgreindum tölum er iðgjald miðað við 150 þúsund
króna sjálfsábyrgð, sem er algeng. Bónus dregst síðan
frá upphæðinni, en hann er annað hvort 20% eða 40% ef
hann er veittur en ofan á bætist svo 20% söluskattur.
Hið raunverulega gjald er því mismunandi.
Margur maðurinn notar sér margmennið á 17. júní til þess að selja það sem hann hefur á boðstólum. Á
þessari mynd eru þcir félagar Hannibal Valdimarsson og Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli að selja
minnispcning Jóns Sigurðssonar, sem Hrafnseyrarnefnd hefur gefið út. Verð hvers penings er 10 þúsund
krónur og munu þeir Hannibal og Halldór hafa selt drjúgt af peningunum, þar sem þeir stóðu undir vegg
Útvegsbankans við Lækjartorg. — Ljósm. Mbl. — mf.
Dómsmálaráðherra um aðgerðir Greenpeace:
Landhelgisgæzlunni £al-
ið að gæta laga af festu
—þó ekki þannig að það verði máístað Greenpeace til framdráttar
„MÁLIÐ hefur verið
kannað ítarlega, auk þess
sem rætt hefur verið við
forystumenn Hvals h.f. og
Greenpeacemenn voru
kallaðir til yfirheyrslu, og
Leiguflugvél
kom með vör-
urfráK.höfn
VÖRUFLUTNINGAR með flugi
til landsins hafa vaxið mjög
síðustu vikur vegna farmanna-
verkfallsins. Er hér bæði um að
ræða vörur frá Evrópu og
Ameríku. Vegna þess að DC-10
þota Flugleiða er ekki í umferð
þessa dagana tóku Flugleiðir í gær
á leigu flugvél af gerðinni CL-44
og kom sú vél síðdegis í gær með
nær 30 tonn af vörum til Keflavík-
ur frá Kaupmannahöfn. Að sögn
Sveins Sæmundssonar, blaðafull-
trúa Flugleiða, er þetta fyrsta
leiguvélin, sem Flugleiðir hafa
orðið að taka til vöruflutninga
vegna þessara miklu flutninga
síðustu vikur.
Landhelgisgæslunni hefur
verið falið að fylgjast
vandlega með framvindu
mála,“ sagði Steingrímur
Hermannsson dómsmála-
ráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær er
hann var spurður hvort á
döfinni væru nýjar að-
gerðir vegna aðgerða
Greenpeacemanna á hval-
miðunum við landið.
Dómsmálaráðherra sagði að
ljóst væri að Greenpeacemenn
hefðu brotið íslensk lög og reglur.
Meðal annars hefðu þeir verið með
menn um borð í skipi sínu sem
þeir hafa ekki tilkynnt til út-
lendingaeftirlitsins, auk þess sem
framkoma þeirra á miðunum væri
tvímælalaust brot á íslenskum
reglum.
„Við erum í þeirri stöðu, að
okkur ber skylda til þess að
vernda hvalveiðimennina við sín
löglegu störf,“ sagði Steingrímur
enn fremur, „en við viljum þó fara
þannig að, að aðgerðir okkar gefi
þessum mönnum ekki óeðlilega
áróðursstöðu, til dæmis í Banda-
ríkjunum þar sem hreyfingin er
nokkuð sterk og útbreidd. Ég hef
því gefið fyrirmæli um það að
Gæslunni beri að gera allt sem í
hennar valdi stendur til að forðast
vandræði, en þó gæta okkar laga
með festu. Gæslan mun því
fylgjast mun nánar með málinu,
og þá væntanlega sjálf standa
Greenpeacemenn að broti ef af
þeim verður."
í VIÐRÆÐUM, sem Benedikt
Gröndal utanríkisráðherra átti
sl. laugardag við Knud Fryden-
lund, utanríkisráðherra Noregs,
í Noregi, skýrði Benedikt frá
þeim þungu búsifjum, sem verð-
hækkanir á olfu hafa valdið
íslendingum, þar sem þeir séu
bundnir við Rottardam-verð að
í flokki 1A eru minnstu
bifreiðarnar og þar eru grunnið-
gjald miðað við 150 þúsund króna
sjálfsábyrgð 78.050 krónur. í
flokki 1B, þar sem eru bílar eins
Lenti á ljósa-
staurogvalt
UMFERÐARSLYS varð í gær-
kvöldi um kl. 20 á Reykjanes-
braut á mótum Hafnarfjarðar-
vegar í Engidal.
Fólksbifreið var ekið norður
Reykjanesbraut og lenti hún á
ljósastaur. Fór bifreiðin eina veltu
og hafnaði á toppnum. Ökumaður-
inn var einn í bílnum og hlaut
hann höfuðmeiðsl og var fluttur á
Slysadeild Borgarspítalans en
rannsókn á meiðslum hans stóð
enn yfir seint í gærkvöldi.
FORSETI bæjarstjórnar í Vest-
mannaeyjum, Sveinn Tómasson,
fótbrotnaði í einu skemmtiatrið-
anna á þjóðhátíðardaginn í Eyj-
því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu. Spurði Benedikt Fryden-
lund, hvernig Norðmenn myndu
taka ósk frá íslendingum um
viðræður um sölu á norskri olíu
til íslands næstu áratugi á hag-
stæðara verðlagi en nú tíðkaðist.
Segir í tilkynningu ráðuneytis-
og t.d. Ford Escort og Austin
Allegro er iðgjaldið 91.560
krónur. I flokki 1C, þar sem eru
bílar eins og t.d. Ford Cortina og
Mazda 923 eru iðgjaldið 95.900
krónur. í flokki 1D, þar sem eru
bílar eins og Audi 100 og Lancer
er iðgjaldið 134.960 krónur. Loks í
flokki 1E, þar sem eru stærstu
fólksbílarnir er iðgjaldið 146.230
krónur.
Iðgjaldið hækkar svo eftir því
sem sjálfsábyrgðin er lægri en
lækkar aftur á móti ef sjálfs-
ábyrgðin er hærri, en hæst er
sjálfsábyrgð 600 þúsund krónur.
25hvalir
í GÆRKVÖLDi voru komnir á land í
Hvalstöðinni í Hvalfirði 24 hvalir og
að sögn starfsmanna í stöðinni var
einn hvalbátanna búinn að fá einn
hval til viðbótar en var enn úti.
Meirihluti og minnihluti bæjar-
stjórnarinnar kepptu í poka-
handbolta. Lentu meirihlutinn og
minnihlutinn í einni kös og kom
forsetinn fótbrotinn úr kösinni.
ins að Frydenlund hafi tekið þessu
máli mjög vel og sagt það yfirlýsta
stefnu Norðmanna að taka tillit til
annarra Norðurlanda í olíuvið-
skiptum. Kvaðst Benedikt mundu
leggja þetta mál fyrir ríkisstjórn
Islands.
Fund Benedikts og Frydenlund
sátu einnig Páll Tryggvason
sendiherra í Ósló og Jens Evenson,
hafréttarfræðingur ásamt fleiri
norskum embættismönnum. Var á
fundinum rætt ítarlega um mál-
efni Jan Mayen, sérstaklega um
hugsanlega loðnuveiði á þessu
sumri á Jan Mayen-Grænlands-
svæðinu. Ákveðið var, að sérfræð-
ingar sjávarútvegsráðuneytanna
einbeittu sér í viðræðum að
loðnuveiðum og reynt yrði að
koma í veg fyrir árekstra í veiðun-
um í sumar og þátttöku nýrra
aðila.
Benedikt Gröndal dvaldist í
Noregi sl. föstudag og laugardag í
boði Fræðslusambands alþýðu
(AOF) og tók þátt í umræðum á
fjölmennu þingi í Lillehammer að
því er segir í tilkynningu ráðu-
neytisins.
um.
Frydenlund í samtali við Benedikt Gröndal:
Tók vel í sölu á olíu til
íslands næstu áratugi
Forsetinn í Eyjum fótbrotnadi
ísland greiddi atk vædi gegn
rádum vísindanefndarinnar
-segir David McTaggart, einn af forystumönnum Greenpeacsamtakanna
„YFIRLÝSING Hvals h.f. um að
Island hafi ávallt farið eftir
ráðum vísindanefndar Alþjóða
hvalveiðiráðsins er ekki rétt. Til
að mynda hafa farið fram
mikilvægar atkvæðagreiðslur í
ráðinu síðustu tvö árin um
friðun búrhvala í Indlandshafi.
ísland greiddi þá atkvæði gegn
tillögum visindanefndarinnar
og olli þar með nær því út-
rýmingu hvala þar,“ sagði David
McTaggart, einn af forsvars-
mönnum Greenpeacesamtak-
anna á Rainbow Warrior í
samtali við Mbl.
„Hinn 9. júlí liggja fyrir Al-
þjóða hvalveiðiráðinu tvær tillög-
ur, ákaflega mikilvægar báðar.
Hin fyrri er frá Bandaríkjamönn-
um, sem gerir ráð fyrir algjöru
tímabundnu banni á hvalveiðar
til iðnaðar, en þar eru undan-
skildar til að mynda hrefnuveiðar
eins og þið stundið. Ástæðan
fyrir þessu banni er, að hvalveiði-
þjóðirnar hafa ekki fylgt ráð-
leggingum vísindanefndar Al-
þjóða hvalveiðiráðsins. Þær þjóð-
ir, sem hafa einkum brotið gegn
þessu eru Japanir og Sovétmenn
en einnig íslendingar, Norðmenn
og Danir. Það á enginn von á því,
að ísland sé fylgjandi algeru
banni en Islendingar verða að
átta sig á af hverju tillagan
liggur frammi. Hún er fram
komin af því að ísland ásamt
öðrum þjóðum hefur ekki fylgt
ráðum vísindanefndarinnar.
í öðru lagi liggur fyrir tillaga
frá Shesheyelseyjum í Indlands-
hafi um friðun búrhvala í Ind-
landshafi og hluta af Kyrrahafi.
Það er mjög mikilvægt að ísland
sé fylgjandi þessu banni en ís-
lendingar eiga ekki hagsmuna að
gæta þar. Atkvæði íslands getur
riðið baggamuninn í atkvæða-
greiðslunni en allir vita að bann á
búrhvalaveiðar á þessu svæði
mundi verulega minnka
hvalveiðar Japana. Það munu
margir fylgjast af eftirtekt með
því hvernig þessari atkvæða-
greiðslu lyktar í Lundúnum.
Þá hefur það valdið furðu
okkar, sem fylgjumst með þess-
um málum, að hvalveiðar skuli
ekki hafa verið ræddar í þinginu,
þar sem jafnmikilvæg mál eru.
Báðar þingdeildir Bandaríkja-
þings hafa lýst fylgi sínu við
bann, hvers vegna er þetta þá
ekki til umræðu á Alþingi. Af
hverju þessi leynd — hér er ekki
um stríð að ræða,“ sagði David
McTaggart að lokum.