Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Vonbrigði þrátt fyrir sigurífjórum greinum ísland í neðsta sæti í Evrópubikarkeppninni í Luxemburg Frá Þórarni Ragnarssyni blm. Mbl. í Luxemburg MEÐ HEPPNI hefði ís- lenska landsliðinu getað tekist að komast í milli- riðla í Evrópukeppni í frjálsum íþróttum. Island hafnaði að vísu í síðasta sætinu í sínum riðli í keppninni hér í Luxem- borg um helgina, en geysi- lega hörð barátta var um 3.-5. sætið og aðeins þrjú stig skildu írland og ísl- and að. írar höfnuðu í þriðja sæti með 54 stig og komust þar af leiðandi áfram, en íslendingar hlutu 51 stig. Portúgalir sigruðu með nokkrum yfirburðum í keppninni, hlutu 74 stig og voru áberandi besta og jafnasta liðið. Danir urðu í öðru sæti með 65,5 stig, írar í þriðja sæti með 54 stig, Luxemborg í fjórða sæti með 53,5 stig og komu mjög á óvart með getu sinni, og íslendingarnir ráku lestina með 51 stig. Islendingar sigruðu í fjórum greinum í mótinu, Óskar Jakobs- son sigraði í spjótkasti og kringlu- kasti, Hreinn Halldórsson í kúlu- varpi og Friðrik Þór Óskarsson sigraði í þrístökki. Eitt íslands- met leit dagsins ljós. 23 ára gamalt met í 4x400 metra boð- hlaupi var slegið. íslenzka sveitin, en hana skipuðu þeir Vilmundur Vilhjálmsson, Oddur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson og Aðal- steinn Bernharðsson, hljóp á 3:15,2 sekúndum, sem er nýtt íslandsmet, og bætti gamla metið um tvær sekúndur, en það var sett í landskeppni við Dani árið 1956 og var 3:17,2 mínútur. Árangur íslenzku keppendanna á mótinu hér í Luxemborg var all þokkalegur í sumum greinum, en slakur í öðrum og þá fyrst og fremst í hlaupunum. Þá var það mjög slæmt fyrir íslenzka liðið, að Jón Diðriksson gat ekki keppt þar sem hann átti við meiðsl að stríða og þar töpuðust dýrmæt stig, þar sem fullvíst má telja að hann hefði náð þriðja sætinu bæði í 800 og 1500 metra hlaupunum. Þá kom frammistaða Vilmundar Vil- hjálmssonar nokkuð á óvart, áttu menn von á betri árangri frá honum, í spretthlaupunum, en hann varð síðastur bæði í 200 og 400 metra hlaupunum. Oddur Sig- urðsson kom í stað Vilmundar í 100 metra hlaupinu og stóð sig mjög vel, náði öðru sæti og að mati undirritaðs voru það mikil mistök hjá íslenzka liðinu, að láta Odd ekki hlaupa 200 metrana einnig seinni daginn, þar sem hann hafði staðið sig mjög vel í 100 metrunum og sýnt var að Vilmundur verkaði frekar þungur. Þá stóð Friðrik Þór Óskarsson sig vel bæði í þrístökkinu og lang- stökkinu. Fyrri dagur Eftir fyrri dag keppninnar stóðu stigin þannig, að Portúgalir höfðu örugga forystu með 38 stig, Lúxemborgarar voru í öðru sæti með 32,5 stig, og komu á óvart með frammistöðu sinni, flestir höfðu reiknað með því að þeir myndu reka lestina. Danir voru í þriðja sæti með 28,5 stig, hálfu stigi á undan íslendingum sem voru með 28 stig. írland rak svo lestina með 23 stig. Frammistaði íslenzku keppend- anna var nokkuð góð fyrri daginn, en þó nokkuð misjöfn. Mestu vonbrigðin voru með það hversu illa Vilmundi Vilhjálmssyni tókst upp í 400 metra hlaupinu og virtist Vilmundur alls ekki vera í nógu góðri æfingu. Hreinn var hinn öruggi sigurvegari í kúlu- varpinu og Óskar sigraði í spjót- kastinu. En lítum á úrslitin í keppnisgreinunum fyrri daginn. Kúluvarp: metrar 1) Hreinn Halldórsson ísl. 19,44 2) Nick Emoil írlandi 17,58 3) Michail Henningsen Danm. 16,66 4) Mario Silva Portúgal 16,27 5) Roger Per Luxemborg 15,86 Hreinn hafði mikla yfirburði yfir aðra keppendur og kastaði 2 metrum lengra en næsti maður. Hreinn virtist samt ekki í essinu sínu og var langt frá sínum besta árangri. Var hann óánægður með árangur sinn. Lengsta kast hans kom í annarri tilraun, en kastsería hans var sem hér segir: ógilt — 19,44 - 19,19 - 19,13 og 19,09 metrar. 400 metra grind sek. 1) Viles Kerput Luxemborg 51,61 2) Jose Carvalo Portúgal 51,68 3) Jesper Have Danm. 53,05 5) Aðalsteinn Bernh.s. ísl. 53,96 5) Kevin Currey írlandi 55,17 Aðalsteinn Bernharðsson keppti fyrir hönd íslands í grein þessari og var það jafnframt í fyrsta skiptið sem hann keppir í þeirri grein. Aðalsteinn, sem kom í stað Stefáns Hallgrímssonar sem for- fallaðist, hljóp allvel miðað við aðstæður, fór rólega til að byrja með, en vel yfir grindurnar, það var góður stígandi í hlaupinu hjá honum og síðustu 100 métranna hljóp hann mjög vel, varð aðeins 3 metrum á eftir Dananum í 3 sætinu. Aðalsteinn stóð sig það vel í sínu fyrsta hlaupi, að ekki er nokkur vafi á því, að hann getur bætt sig verulega leggi hann rækt við greinina. Luxemborgarinn Kerput kom á óvart í greininni, en hann tók Portúgalann með góðum endaspretti í lokin. 1500 metra hlaup: mín. 1) Eámon Coughland, írl. 3:41,9 2) Jesus Pilter Portúgal 3:45,5 3) Bo Nieteste Danm. 3:53,2 4) Andre Pirrard Lux. 4:03,4 5) Ágúst Ásgeirsson Isl. 4:10,9 Það fór aldrei á milli mála hver yrði sigurvegari í 1500 metra hlaupinu. Heimsmeistarinn í míluhlaupinu, Eamon Coughland frá írlandi tók þegar forystuna, hljóp létt og átakalaust og sigraði örugglega með miklum yfirburð- um. Ágúst Ásgeirsson, sem hljóp í forföllum Jóns Diðrikssonar, sleppti hlaupurunum frá sér þegar í upphafi, verkaði mjög þungur og hljóp á sínum lang lakasta tíma um langt skeið. Kenndi Ágúst því um eftir hlaupið, að hann hefði kennt máttleysis og þreytu og hann hefði aldrei fundið sig í hlaupinu. Munaði þarna miklu að Jón gat ekki keppt, því að hann hefði hæglega getað tryggt sér þriðja sætið. • Ilreinn Halldórsson sigraði eins og vænta mátti í kúluvarpinu en hann var langt frá sínu bezta. • Vilmundur Vilhjálmsson býr sig undir 200 metra hlaupið. d*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.