Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 28
28 Þjóðhátíðarmótið: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 Úrhellið eyðilagði mettilraun FURÐUGÓÐUR árangur náðist í 17. júní mótinu í frjálsum íþrótt- um á Fögruvöllum í Laugardal þegar haft er í huga að veður var mjög óhagstætt báða keppnisdag- ana og karlalandslið okkar í keppni úti í Luxemburg og þátt- taka í karlagreinum því með minnsta móti. Sérstaka athygli vakti keppnin í stangarstökki og eru ár og dagar síðan stangar- stökkskeppni hefur vakið svo mikla athygli áhorfenda á frjáls- íþróttamóti. Þrír stökkvarar stukku vel ýfir 4 metra, Valbjörn Þorláksson sú gamia kempa sigr- aði, stökk 4,30 metra, Sigurður T. Sigurðsson fimleikameistari stökk sömu hæð en Kristján Gissurarson stökk 4,20 metra. Stukku þeir allir hálfum metra hærra en landsliðsmaður okkar í greininni úti í Luxemburg. Þeir Valbjörn og Sigurður reyndu við nýtt íslandsmet, 4,54 metrta en þegar þeir hófu tilraunir við metið fór skyndilega að rigna eins og hellt væri úr fötu og stangarstökksmetið stendur því enn. Enginn vafi er á því að metið feilur brátt því Sigurður og Kristján eru geysilega efnileg- ir stökkvarar og Valbjörn virðist hafa yngst um mörg ár við að fá keppni frá þeim félögum. Þá er enníremur ástæða til að benda á góðan árangur Sigríðar Kjart- ansdóttur í 100 og 200 metra hlaupunum en því miður var meðvindur aðeins of mikill í 100 mctra hlaupinu og tíminn því ekki löglegur. Hér fer á eftir árangur í einstökum greinum þjóðhátíöarmótsins og eru taldir upp þrír efstu menn í hverri grein: FYRRI DAGUR: KONUR: 1500 metra hlaup: mín. 1. Ragnheiður Ólafsdóttir FH 4.46.1 2. Thelma Björnsdóttir UBK 4.59.1 3. Guðrún Karlsdóttir UBK 5.10.9 400 metra hlaup: 1. Sigríður Kjartand. KA 56.6 sek. 2. Rut Ólafsdóttir FH 58.6 sek. 3. Helga Halldórsdóttir KR 59.6 sek. 100 metra grindahlaup: 1. Lára Sveinsdóttir Á 14.2 sek. 2. Helga Halldórsdóttir KR 15.1 sek. Kringlukast: 1. Guðrún Ingólfsdóttir Á 43.18 m 2. Kristjana Þorsteinsd. Víði 35.50 m 3. Margrét Óskarsdóttir ÍR 33.65 m KARLAR: 200 metra hlaup: 1. Jón Sverrisson UBK 22.8 sek. 2. Gísli Sigurösson UMSS 23.2 sek. 3. Guöm. Gunnarss. UBK 25.8 sek. 400 metra hlaup: 1. Þráinn Hafsteinsson ÍR 53.4 sek. 2. Gunnar Þ. Sigurðss. FH 53.8 sek. Kúluvarp: 1. Þráinn Hafsteinsson ÍR 13.90 m 2. Þorsteinn Þórsson UMSS 13.19 m 3. Sigurður Einarsson Á 12.18 m Hástökk: 1. Stefán Friöleifsson UÍA 1.90 m 2. Hafsteinn Jóhanness. UBK 1.87 m 3. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1.84 m 1500 metra hlaup: 1. Himar Hilmarsson Á 4.21.7 mín. 2. Lúðvík Björnsson UBK 4.22.4 mín. 3. Magnús Haraldss. FH 4.24.0 mín. SEINNI DAGUR: KONUR: Kúluvarp: 1. Guðrún Ingólfsdóttir Á 12.31 m 2. Dýrfinna Torfadóttir KA 10.41 m 3. Katrín Einarsdóttir ÍR 8.97 m 800 metra hlaup: 1. Thelma Björnsd. UBK 2.28.4 mín. 2. Guðrún Karlsd. UBK 2.31.5 mín. 3. Birgitta Guðbjörnsd. HSk 2.35.8 mín. 100 metra hlaup: 1 Sigríður Kjartansd. KA 12.0 sek. 2. Lára Sveinsdóttir Á 12.2 sek. 3. Þórdís Gísladóttir ÍR 12.7 sek. Langstökk: 1. Lára Sveinsdóttir Á 5.48 m 2. Bryndís Hólm ÍR 5.08 m 3. Jóna Björk Grétarsd. Á 4.87 m Stangarstökk: 1-Valbjörn Þorláksson KR 4.30 m 2. Sigurður T. Sigurðsson KR 4.30 m 3. Kristján Gissurarson Á 4.20 m 100 metra hlaup meyja: 1. Helga Halldórsdóttir KR 12.4 sek. 2. Jóna Björk Grétarsd. Á 12.6 sek. 3. Ragnheiður Jónsd. HSK 13.0 sek. 100 metra hlaup sveina: 1. Jóhann Jóhannesson ÍR 11.6 sek. 2. Guðm. Gunnarss. UBK 12.5 sek. 3. Einar Sveinbj.s. UBK 14.0 sek. — SS. • Sigurður T. Sigurðsson svífur léttilega yfir 4,30 í stangarstökki. Ljósm. Emilía. Skemmtileg tilþrif í unglingaleikjunum Hástökk: 1. Þórdís Gísladóttir ÍR 1.73 m 2. María Guönadóttir KA 1.65 m 3. Bryndís Hóm ÍR 1.55 m 200 metra hlaup: 1. Sigríður Kjartansd. KA 24,2 sek. 2. Helga Halldórdóttir KR 24.9 sek. 3. Lára Sveinsdóttir Á 25.2 sek. Spjótkast: 1. María Guðnadóttir KA 36.90 m 2. Dýrfinna Torfadóttir KA 34.10 m 3. íris Grönfeld UMSB 32.29 m 4x100 metra boöhlaup: 1. A-sveit Ármanns 51.3 sek. 2. Sveit HSK 53.7 sek. 3. Sveit UBK 54.0 sek. KARLAR. 800 metra hlaup: 1. Þráinn Hafsteinsson ÍR2.05.1 mín. 2. Gunnar Þ. Sig.s. FH 2.06.1 mín. 3. Lúövík Björnsson UBK 2.07.9 mín. Spjótkast: 1. Siguröur Einarsson Á 59.50 m 2. Hreinn Jónasson HSH 57.80 m 3. Guömundur Karlsson FH 52.37 m UNGIR knattspyrnumenn úr Reykjavík kepptu við jafnaldra sína úr nágrannabyggðalögun- um á þjóðhátfðardaginn. Leikirn- ir fóru fram á Laugardalsvellin- um og var auðséð að piltunum þótti fengur í því að fá að keppa á þessum helsta knattspyrnuleik- vangi landsins. Völlurinn var blautur og háll en engu að síður sýndu piltarnir góðan leik og oft sáust mjög skemmtileg tilþrif hjá hinum ungu knattspyrnumönn- um. Þurfum við engu að kvíða á knattspyrnusviðinu með svona góðan efnivið í yngri flokkunum. 3. flokkur: Úrval — Keflavík 0:2 (0:1) Reykjavíkurúrvalið keppti við 3. flokk Keflvíkinga. Reykvíkingarn- ir sóttu ákaft í byrjun en tókst ekki að skora. Þegar líða tók á leikinn sóttu Keflvíkingarnir í sig veðrið og skoruðu þeir tvivegis og unnu verðskuldaðan sigur. Fyrra markið var reyndar sjálfsmark eins varnarmanna Reykjavíkurúr- valsins en síðara markið skoraði Óli Þór Magnússon. Margir efni- legir piltar eru í báðum liðunum, sérstaklega sýndu nokkrir piltar í liði Keflavíkur eftirtektarverðan leik. 4. flokkur: Úrval — Akranes 8:0 (4:0) Reykjavíkurpiltarnir skoruðu þrjú mörk á fyrstu fimm mínútun- um og eftir þá slæmu byrjun áttu Skagapiltarnir sér aldrei viðreisn- ar von. Reykjavíkurpiltarnir léku oft á tíðum' skínandi góða knatt- spyrnu og þar var fremstur í flokki ungur Þróttari, Pétur Grét- arsson, smár en geysilega skemmtilegur leikmaður. Mörkin skoruðu Guðni Bergsson Val 2, Karl Þráinsson Víkingi 2, Pétur Grétarsson Þrótti 2 og hvor sitt markið skoruðu þeir Andri Mar- teinsson Víkingi og Steindór Elís- son Fram. 5. flokkur: Úrval — Hafnarfjörð- ur 2:1 (0:0) I yngsta aldursflokknum vant- aði ekki kappið frekar en fyrri daginn og var leikurinn hinn skemmtilegasti þó völlurinn væri í það stærsta fyrir þennan aldurs- flokk. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim seinni voru skoruð þrjú mörk. Finnur Pálma- son IR og Atli Helgason Þrótti skoruðu fyrir Reykjavíkurúrvalið en Sveinbjörn Árnason FH skor- aði mark Hafnarfjarðar á loka- mínútu leiksins. Framkvæmdin á þessum leikj- um var til sóma. Leikmenn að- komuliðanna fengu allir oddveifur að gjöf og öllum piltunum var boðið upp á kók og pylsu í leikslok. - SS. Frá keppni Reykjavíkur og Akraness í 4. flokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.