Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Frystihúsin í Siglufirði: Segja upp 140 manns FYRIRTÆKIN Þormóður rammi og ísafold í' Siglufirði sögðu f gær upp öllu starfsfólki sínu við fisk- vinnslu með viku fyrirvara en í allt eru þetta um 140 manns. Ástæða þess að fyrirtækin segja upp starfs- fólki sínu er að allar frystigeymsl- ur í Siglufirði eru orðnar yfirfull- ar. Björn Þór Haraldsson, verk- stjóri hjá Þormóði ramma sagði að þeir hefðu ekki getað afskipað fiski úr geymslunum vegna farmanna- verkfallsins og nú væri búið að setja í allar frystigeymslur á staðn- um svo sem í frystihús sláturhúss- ins og hjá Egilssíld. Fram kom hjá Birni að um 70 stúlkur missa vinnuna hjá Þormóði ramma auk 20 unglinga og hjá ísafold hefur nær 50 manns verið sagt upp. Sagði Björn að Stálvíkin væri væntanleg til Siglufjarðar á fimmtudag og væri ætlunin að vinna þann afla. Þegar því væri lokið legðist öll fiskvinnsla niður í Siglu- firði, svo framarlega, sem far- mannadeilan leystist ekki. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Olíureikningur upp á 68,4 milljarða króna MIÐAÐ við olíuverð í lok maí sl. hækkar olíureikningur okk- ar íslendinga á þessu ári um 44 milljarða króna miðað við árið í fyrra; úr 24,4 milljörðum í 68,4 milljarða, sem er 2,8 földun á reikningsupphæðinni. Yrði þá olíureikningurinn allt að 28% af áætluðum útflutningstekjum þessa árs, sem samsvarar því að allt and- virði útfluttra fiskflaka á Bandaríkjamarkað fari í það að greiða fyrir olíuinnflutninginn. Verðhækkunin svarar til 750 þúsunda króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Sjá forystugrein Mbl. í dag. Innfluttar bygg- ingavörur eru nú margar á þrotum ÝMSAR tegundir af innfluttu byggingarefni er nú sem óðast að ganga til þurrðar hjá þeim fyrir- tækjum, er verzla með þessar vörur. Þannig eru nú ekki á boð- stólum timbur af ýmsum lengdum í uppistöður og ýmsar gerðir af plötum og klæðningum eru að ganga til þurrðar. Mismunandi cr þó hversu miklar birgðir hin ein- stöku fyrirtæki eiga. Þá er farið að bera á skorti á steypustyrktarjárni og neti í múrverk. Sama gildir um járnrör og járnfittings. Fram- Þjóðhátíðardagur regnhlífanna Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra flytur ávarp sitt á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins. Eins og sjá má var úrhellisrigning þessa morgunsturul og regnhlífarnar komu ígóðar þarfir, enda óspart notaðar íþessu Nóaflóði. Sjá blaðsíðu 19. Regnhlífar settu meiri svip ... ____ Verða gerðardómslög sett á farmenn í dag? Alþýðubandalagið samþykkt, en Alþýðuflokkur fjallaði um frumvarpið í gærkveldi ALLAR líkur bentu til þcss í gærkveldi, að ríkisstjórnin myndi í dag setja bráðabirgðalög um lausn farmannadcilunnar. Frumvarp að lögunum var í gær samþykkt á sameiginlegum fundi framkvæmdastjórnar og þingflokks Alþýðubandalagsins og í gærkveldi klukkan 21,15 hófst þingflokksíundur Alþýðuílokksins, þar sem fjallað var um frumvarpið. Búizt var við að bráðabirgðalögin yrðu sett í dag, cf Alþýðuflokkurinn gerði engar breytingar á þeim, en að öðrum kosti gæti setning laganna dregizt til morguns. Efni laganna er, að settur verði gerðardómur þriggja óvilhallra manna, sem ákveða skuli launatöl- ur inn í þann ramma, sem aðilar deilunnar höfðu náð samkomulagi um. Utan við gerðardóminn er 3% grunnkaupshækkun.sem gilda á frá 1. júní. Alþýðubandalagið gerði þann fyrirvara við umboð það, sem það veitti ráðherrum sínum til samþykktar frumvarpsins, að sér- stakt tillit yrði tekið til undir- manna á farskipum, þar sem þeir væru „þolendur en ekki gerendur í deilunni", eins og heimildarmaður Morgunblaðsins komst að orði. Ekkert þak mun vera í lagafrum- varpinu, en gert mun ráð fyrir að það verði sett með öðrum bráða- birgðalögum, sem eru í smíðum og jafnframt eiga að færa ASÍ-félög- um 3% grunnkaupshækkun. Um það frumvarp hefur þó ekki náðst neitt samkomulag innan stjórnar- flokkanna. Á ríkisstjórnarfundi í gær gaf sáttanefnd ríkisins skýrslu um stöðu farmannadeilunnar og lét þar í ljós þá skoðun, að samninga- umleitanir hefðu reynzt árangurs- lausar og að ekki þýddi að reyna sættir frekar. Ríkisstjórnin hafði m.a. hugleitt að lögbinda þá sátta- hugmynd, sem viðruð hafði verið við aðila deilunnar á laugardag og báðir aðilar, samninganefnd F.F.S.I. og vinnuveitendur, höfn- uðu. Þegar sáttanefndarmenn voru spurðir að því, hverjar kjarabætur væru innifaldar í þeim hugmynd- um, munu nefndarmenn ekki hafa verið á eitt sáttir um það. Því var horfið frá að lögbinda hugmyndir sáttanefndarinnar. Kerfisbreytingin, sem aðilar far- mannadeilunnar hafa orðið sam- mála um og gerðardómnum verður gert að vinna eftir, veitir skipstjór- um og stýrimönnum meiri kjarabót en öðrum, þar sem breytingin miðar að því að leiðrétta launa- hlutföll milli farmanna, sem skekkzt hafa undanfarin ár vegna ríkjandi láglaunastefnu. Miðar breytingin að því að þau launa- hlutföll, sem ríktu árið 1974, verði aftur upp tekin. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkveldi, fjallaði þingflokkur Alþýðufiokksins enn um frumvarp- ið. leiðsla á plaströrum hjá Reykja- lundi hefur legið niðri um fjagra vikna skeið og hafa vatnsveitu- framkvæmdir víða dregist af þeim sökum. Kristján Óli Hjaltason, formaður Félags byggingarefnakaupmanna sagði að töluvert hefði að undan- förnu borið á því að byggingarvörur væru hamstraðar og væri nú skortur á þeim vörutegundum, sem menn legðu ekki í að fá að utan með flugi vegna þunga vörunnar. Þar sem hann þekkti best til varðandi pípu- lagningaefni, þá væru vatnsrör, járnfittings og kranar af ýmsum gerðum á þrotum og úrval hrein- lætistækja væri minna. Hreinn Árnason hjá Byggingar- vöruverzlun Kópavogs sagði að hjá þeim væri uppgengið timbur af vissum lengdum í uppistöður, klæðningar væru á þrotum og ýmsar tegundir af spónaplötum yrðu vart til nema rétt næstu daga. Leifur Sveinsson hjá Völundi sagði að þeir ættu nóg af timbri en hins vegar hefði verið áberandi meiri sala í því síðustu daga og menn væru greini- lega hræddir við að gengisbreyting- ar og hækkun á farmgjöldum væru á næsta leiti. Björn Ásmundsson, framkvæmda- stjóri Reykjalundar, sagði þeir hefðu orðið að hætta framleiðslu á plast- rörum fljótlega eftir að verkfall farmanna skall á vegna hráefnis- skorts. Sigurbára VE seldi ytra VÉLBÁTURINN Sigurbára VE scldi í gærmorgun í Fleetwood 64 tonn fyrir 25,5 milljónir króna. Var meðalverðið 401 króna á kíló en aflinn var blandaður, þó mest ýsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.