Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 KArriNU \ r ®<§f$ Það væri í lagi að setjast hjá honum eí kominn væri vetur? Auðvitað hef ég fyrr verið á ski'ðum, en hvar er hraðbátur- ínn: Orð í tíma töluð Kæri Velvakandi. Tilefni þess, að ég geri þér ónæði að þessu sinni, eru orð Sigurðar Líndals í sjónvarpsþætti sl. þriðjudagskvöld.. En ég hefi sjaldan orðið ánægðari með nokk- uð það sem sagt hefir verið á vettvangi stjórnmálanna en hans einarðlega málflutning, sem sannarlega voru orð í tíma töluð. Og ég efa ekki, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar sé honum sam- mála og þakklátur fyrir það, sem hann sagði og þorði að segja. Þeir fámennu hálaunahópar, sem undanfarið hafa haldið uppi hernaði gegn þjóðinni, ættu að vita það, hve ískyggilega heitt landsmönnum er orðið innan- brjósts vegna fráleitrar heimtu- frekju þeirra og tilburða til að knýja fram hærri laun sér til handa, þótt allir sjái aðrir, að enginn grundvöllur sé fyrir kjara- bótum núna. Vilji þessir menn BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sögn eftir opnun andstæðings er eitt algengasta fyrirbrigði spilsins. Flestir líta svo á, að litarsögn í þannig stöðu lofi fimmlit og spilið í dag er gott dæmi um hve hættulegt það er að segja á of lélegan lit. Norður gaf, norður-suður á hættu. Norður S. ÁKG3 H. 1094 T. 74 L. ÁKDG Vestur Austur S. 106 S. D8542 H. 632 H. 85 T. 962 T. ÁK5 L. 109853 L. 762 Suður Q7 H. ÁKDG7 T. DG1083 L. 4 Reyndar eru sagnirnar ekki allar til skráðar. En norður opnaði á einu laufi og sýndi með því lauflit en lofaði ekki svona sterk- um spilum. Austur sagði þá einn spaða og síðan varð suður sagn- hafi í sex hjörtum. Ekki var hægt að búast við, að vestur fyndi tígulútspilið, sem hefði banað spilinu örugglega. Hann spilaði eðlilega út spaðatíu og sagnhafi sá, að ef eitthvert mark mátti taka á sögn austurs var gagnslaust að svína en í staðinn mátti koma honum í klemmu. Stuttu seinna voru eftir fjögur spil á hendi. COSPER Ég er læknaður að fullu og veit, að ég er ekki Napóleon! ekki þola súrt og sætt með þjóð sinni (og hlutskipti þeirra sýnist ekki sérlega „súrt“ ennþá), þá væri þeim ráðlegast að leita fyrir sér annars staðar á jarðarkringl- unni. Menn tala nú orðið um „Sturlungaöld" í landinu, og ekki að ástæðulausu. En íslendinga ætti að reka minni til þess, hvað Sturlungaöldin leiddi af sér forð- um, frelsissviptingu landsmanna. Og líka var orsök Sturlungaaldar- innar talin veikt eða ekkert fram- kvæmdavald í landinu. Allt þetta stemmir við það, sem nú á sér stað. Alþingi og ríkisstjórn hefir á síðari tímum verið að hamast við að afhenda öðrum þau völd, sem þeim ber að hafa. Löggjafar- og framkvæmdavaldið situr eftir með ábyrgðina — og skömmina — en lætur ábyrgðarlausa og ófyrir- leitna foringja ýmissa sérhags- munahópa ráðskast með völdin í Vestur Norður S. ÁG3 H. - T. 7 L. - Austur S. - S. D8 H. - H. - T. 962 T. ÁK L. 10 Suður S. 9 H. 7 T. DG L. - L. - Austur varð að láta tígulháspil í síðasta hjartað, fékk síðan tígul- slag en blindur sá um tvo síðustu slagina. Hverfi skelfinaarinnar 67 hurðarhúninn. Innan úr stofu heyrðist beattónlist. Konan hafði risið upp. Blótsyrði hrutu af vörum hans þegar hann fann að dyrnar voru læstar. Hann sneri sér við og skelfingin færðist yfir andlit hans, en honum gafst ekki tími til að verjast. Eltthvað þungt skall í andlit honum. Blóðið flæddi fram og hljóðlaust seig hann niður. Maðurinn sem greitt hafði höggið tók þéttingsfast í krag- ann og dró máttvana manninn frá. — Ég klófesti hann, sagði hann sigri hrósandi, þegar Paaske kom fyrir hornið í sömu svipan. — Bara þú haíir ekki nefbrotið hann, sagði Paaske áhyggjufullur eftir að hafa hugað nánar að honum. — 0, ég held mér sé nú nokk sama um það, sagði Torp drýgindalega og brosti. — Aðalatriðið er að við höfum haft hendur í hári hans og komið í veg fyrir að hann fremdi enn eitt morð. Það var gott að kona þín skyldi setja okkur á sporið. Og nú skulum við drífa í að hringja til lög- rcglunnar. Ég hlakka til að afhenda hann þessum hroka- gikk, lögregluforingjanum, sem stöðugt hefur verið að hæðast að okkur. Bo var að ranka við sér. Fyrst hélt hann að reynda konan á barnum hefði rotað hann. Svo áttaði hann sig á því hvar hann var staddur. Hann þekkti radd- ir Torps og Paaske og hann fann brennandi sársauka í and- litinu og það var blóðbragð í munninum á honum. Með erfiðismunum tókst hon- um að skreiðast á fætur. Hann svimaði og stundi við. — Og ekkert vesen, sagði Torp hryssingslega og tók í handleginn á honum og aðstoð- aði hann við að rísa upp. — Það er . . . Bo reyndi að tala en tungan þvældist fyrir honum og hann fann að það sló út um hann allan svita. En það varð að gera eitthvað snarlega. Áður en það væri of seint. Hann ætlaði að lyfta hendinni og benda en Torp misskildi hreyf- ingu hans og sté skref aftur á bak og mundaði hjólkeðjuna. — Nú skaltu halda þér á mottunni, Bo, sagði Paaske fastmæltur. Bo hristi höfuðið. Tárin runnu niður kinnarnar og blandaðist bióði. Hvernig átti hann að gera þeim skiljanlegt að innan fárra mínútna yrði framið morð fyrir innan þessi þykku tjöld. Hann hafði séð hana draga hanskana á hendur sér og taka hnífinn fram og þreifa á blaðinu til að kanna bitið. — Komdu. Torp togaði í hann í áttina að dyrum. Fæturnir megnuðu varla að bera hann og Torp varð að styðja hann. Dyrunum var lokið upp. Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku Kirsten náfölnaði þegar hún sá þrenninguna tröppunum. — Megum við koma inn, frú Elmer, sagði Torp en orð hans voru öllu íremur skipun en spurning. Kirsten starði fast á blóðugt andlit Bos. — Hvað hafið þið nú gert, rödd hennar var bæld. — Það skal ég segja yður, sagði Torp mynduglega — við höfum bjargað lífi yðar. Ég býst ekki við þakklæti en þér vilduð kannski vera svo al- mennilegar að víkja til hliðar svo að við getum komið inn með morðingjann. — Þið eruð hálfvitar, æpti Kirsten íjúkandi reið, en hún vék þó frá. Á leiðinni inn í stofu tókst Bo loks að mæla af vörum skiljan- lega setningu: — Morðinginn er inni í stofu, sagði hann þvoglumælt- ur. — Kjaftæði! sagði Kirsten og opnaði dyrnar svo að hersingin gæti stigið inn fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.