Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JUNI 1979 11 Jónas H. Haralz: i Hvernig hugsaði Oskar Lange sér hagkerfi sósíalismans ? greinum, sem undanfarna mánuði hafa birzt í Morgunblað- inu um nokkur grundvallaratriði stjórnmála, hafa skoðanir pólska hagfræðingsins Oskars Langes um sósíalskt hagkerfi oftar en einu sinni borið á góma.1* Ég tel mikilvægt, að þeir, sem áhuga hafa fyrir þessum málum og fylgzt hafa með þessum skrifum, geri sér þess sem ljósasta grein, hverjar hafi í raun verið skoðanir Langes. Ég vil því biðja Morgun- blaðið fyrir þennan pistil, þar sem ég mun reyna að draga saman aðalatriði skoðana hans í örstuttu máli. í hagkerfi því, sem Lange lýsir, eru meginatriðin þau, að verð- myndun á neyzluvörum og vinnu á sér stað á frjálsum markaði en verðlag framleiðsluvöru og fram- leiðsluþátta, annarra en vinnu, er ákveðið af opinberum aðila, áætl- unarráðinu. Ástæðan fyrir þessari tvískiptingu er sú, að í sósíölsku kerfi eru öll framleiðslutæki í opinberri eigu, og því ekki unnt að hugsa sér frjálsan markað fjár- magns og náttúruauðlinda. Stjórnendur fyrirtækja eru opin- berir starfsmenn, sem fá fyrir- mæli um starfsemi sína í gegnum verðlagið, sem annars vegar er ákveðið á frjálsum markaði en hins vegar samkvæmt opinberri ákvörðun eins og áður segir. Auk verðlagsins starfa stjórnendur eftir fáum og einföldum reglum, sem áætlunarráðið setur og lýst er hér á eftir. Neytendur búa við frjálst neyzluval og ráðstafa tekjum sín- um á þann hátt, sem veitir þeim mesta fullnægingu. Sé ekki nægi- lega mikið framboð af einhverri vörutegund til að fullnægja eftir- spurn við ríkjandi verðlag, hækkar 1) Sbr. bæöi greinar eftir sjálfan mig og Hannes H. Gissurarson og nú síðast grein Ragnars Árnasonar, 16. júní s.l. Jónas H. Haralz verðið. Samkvæmt fyrirmælum áætlunarráðsins eiga stjórnendur framleiðslufyrirtækja að haga starfseminni þannig, að fram- leiðslukostnaður síðustu vöruein- ingar, sem þeir framleiða, (jarðar- kostnaðurinn) sé hinn sami og verð vörunnar, en þetta er það sem gerist sjálfkrafa í frjálsri samkeppni. Þegar verðið hækkar, auka þeir þess vegna framleiðsl- una, þar til jafnvægi hefur aftur náðst á nýju verði. Með þessum hætti hefur óskum neytenda verið fullnægt á grundvelli lægsta hugs- anlegs kostnaðar, en sá kostnaður byggist að nokkru á ákvörðun stjórnvalda, eins og fyrr getur. Gert er ráð fyrir fullu atvinnu- frelsi og frjálsri launamyndun. Verkamenn og aðrir launþegar bjóða vinnuafl sitt fram á almennum vinnumarkaði og taka hagkvæm- asta boði, sem þeir geta fengið. Hvorki verkalýðsfélög né önnur launþegasamtök hafa afskipti af launamyndun og engin samtök eru heldur í þessu efni á meðal fyrir- tækja. Hversu miklu vinnuafli fyrirtækin falast eftir og á hvaða verði, fer eftir því, hver eftir- spurnin er eftir þeirra eigin fram- leiðsluvörum og á hvaða verði þau þurfa að kaupa aðra framleiðslu- þætti. Mismunur launakjara fer eftir sérhæfingu og þeim sérstöku óþægindum, sem vinnunni fylgja Þá er komið að þeim þáttum, þar sem ekki er gert ráð fyrir frjálsum markaði, en það eru framleiðsluvörur, fjármagn og náttúruauðlindir. Verðlag þessara þátta er eitt þeirra grundvallarat- riða, sem stjórnendur fyrirtækja byggja starfsemi sína á. Megin- máli skiptir því, hvernig þetta verðlag er ákveðið, en verðlag fjármagns, vextirnir, varða hér mestu. Lange hugsar sér, að verð- lag þessara þátta sé ákveðið af opinberum aðila, áætlunarráðinu. Á hinn bóginn hugsar hann sér síður en svo, að þessi verðákvörð- un sé tekin af handahófi, heldur við það miðuð, að æskilegt heild- arjafnvægi náist í hagkerfinu, sem sé hliðstætt því jafnvægi, sem frjáls samkeppni myndar. Til þess að þessi árangur náist hugsar Lange sér, að áætlunarráðið beiti tveimur meginreglum. I fyrsta lagi gefur ráðið öllum framleið- endum fyrirmæli um að byggja útreikninga sína og ákvarðanir á því verðlagi, sem ráðið hefur tilkynnt, en það verðlag er hið sama til allra framleiðenda. í öðru lagi endurskoðar ráðið verðlag þáttanna með jöfnu millibili og framkvæmir þær leiðréttingar þess, sem reynslan gefur til kynna. Lange talar um að beita „happa og glappa aðferð“. Sýni reynslan, að skortur verði á ákveð- inni framleiðsluvöru eða fram- leiðsluþætti við það verðlag, sem upphaflega var ákveðið, er verðið hækkað, þar til þolanlegt jafnvægi hefur náðst. Með þessum hætti verður það bókhaldsverð, sem í þessum greinum er beitt í sósí- ölsku hagkerfi, hlutlægt á sama hátt og það verð, sem myndast við frjálsa samkeppni í kapitölsku hagkerfi. Jafnframt er hringnum lokað. Fullt jafnvægi hefur náðst á milli framleiðslu og neyzlu, og á milli framboðs og eftirspurnar framleiðsluþátta. Þetta jafnvægi felur í sér hagkvæmustu nýtingu framleiðsluþátta og mestu full- nægingu þarfa, og er nákvæmlega sama niðurstaða og nást myndi á grundvelli frjálsrar samkeppni. Eðlilegt er, að spurt sé, hvers vegna Lange telji hagkerfi sósíal- ismans hafa yfirburði umfram hagkerfi kapítalismans, úr því að það takmark, sem hann stefnir að, er hið sama og vakir fyrir formæl- endum frjáls markaðskerfis. Svar- ið við þeirri spurningu er fyrst og fremst, að hann telur að skilyrði frjálsrar samkeppni séu ekki leng- ur til staðar í hagkerfi kapítalism- ans. 'Einokun og hringavald hafi tekið yfirhöndina. Auk þess getur Lange ekki, frekar en aðrir sósíal- istar, sætt sig við það óréttlæti í tekjuskiptingu, og þá skerðingu lýðréttinda, sem hann telur leiða af einkaeign framleiðslutækja. Loks efaðist Lange eins og margir fleiri á fjórða áratugnum um mátt kapítalismans til að halda uppi æskilegum hagvexti, þrátt fyrir þann glæsilega árangur, sem náðst hafði áður. Önnur spurning, ekki síður áleitin, er sú, hvernig Lange gat ímyndað sér, að unnt væri á grundvelli byltingar og alræðis í stjórnmálum að koma á frjálsu hagkerfi, sem byggðist á hagræn- um sjónarmiðum. Vissi hann þó fullvel, hvernig efnahagsástandið var í Sovétríkjunum á þessum tíma og hvernig efnahagsmál höfðu þróast þar í landi eftir byltinguna. Fróðlegt væri að vita, hvaða skoðanir Lange hafði á þessum málum eftir að hafa starf- að að nýju í heimalandi sínu, Póllandi, en um það eru af aug- ljósum ástæðum litlar upplýsing- ar. Það, sem mestu máli skiptir varðandi þau grundvallaratriði stjórnmálanna, sem að undan- förnu hafa verið til umræðu í dálkum þessa blaðs, er sú stað- reynd, að sú aðferð sem fræði- menn sósíalismans hafa hugsað sér til skipulagningar framleiðslu og neyzlu er frjáls markaðsbú- skapur og hreint ekkert annað. En þegar litið er á, hvernig til hefur tekist í þeim löndum, sem verið hafa að framkvæma sósíalisma, sum í meira en sextíu ár, getur það varla talizt undrunarefni þó að fleiri en við Hannes Gissurar- son kjósi ófullkominn en raun- verulegan markaðsbúskap kapítalismans, frekar en fullkom- inn en staðlausan markaðsbúskap sósíalismans. Auövitaö iiíi: * Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. Næsta brottför 11. júlí. Góöir greiðsluskilmálar. 1 Seljum farseöla um allan heim á lægsta veröi. || Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SIMI 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.