Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Minning—Guðmundur Krístjánsson Hörðubóli Fæddur 9. apríl 1901. Dáinn 11. apríl 1979. Hann er horfinn yfir móðuna miklu, listamaðurinn og öðlingur- inn Guðmundur Kristjánsson, myndskeri og fyrrum bóndi á Hörðubóli í Dalasýslu. Þar með hefur kvatt þennan heim einn af beztu myndskurðarmeisturum þessa lands, maður, sem unni list sinni og lagði sig allan fram um að skapa listaverk til fegurðar og gleði þeim, sem vilja og kunna að njóta. Hann þekkti ekki auglýs- ingatækni nútímans og vildi ekki vita af því brambolti, sem sumir hafa í frammi til að auglýsa verk sín. Þess vegna þekkja e.t.v. ekki eins margir nafn hans né hans ágaetu verk og'eðlilegt væri, — en þau eru samt bezti vitnisburður- iqn, og í hugum þeirra, sem þau þekkja, var Guðmundur í hópi beztu listamanna þjoðarinnar á sinu sviði og hefði tvímælalaust verðskuldað meiri viðurkenningu en hann hlaut. En slíkt var mjög fjarri eðli hans sjálfs — aðalatrið- ið var að vera trúr list sinni og láta frá sér fara verk, sem glöddu og gáfu öðrum, og þá var minna skeytt um eigin hag eða viður- kenningu. Guðmundur var viðbúinn kall- inu — vissi að hverju dró — og beið sinnar stundar með æðruleysi og trú þess manns, sem veit, að lífið heldur áfram á eilífðarbraut og að allt er í hendi almáttugs Guðs, bæði þessa heims og annars. Hann var fæddur að Dúnki i Hörðudal hinn 9. apríl árið 1901. Voru foreldrar hans Kristján Guðmundsson frá Dúnki og kona hans Ólafía Hansdóttir frá Gauta- stöðum. Guðmundur var næstelztur af systkinahópnum, en elztur var Hans, fyrrum bóndi á Ketilsstöð- um, þá Kristín, búsett í Reykjavík, Snorri verkstjóri í Reykjavík og Kristján, sem lengi var trésmiður í Reykjavík. Hans og Kristján eru látnir fyrir allmörgum árum. Sökum veikinda Kristjáns, föð- ur hans, varð það að ráði, að Guðmundi var 5 ára gömlum komið í fóstur til föðurbróður síns, Jóns Guðmundssonar og konu hans Kristínar Ólafsdóttur, sem bjuggu á Skarði í Haukadal. Þau voru orðlögð myndarhjón, rómuð fyrir gestrisni og hjálpsemi. Hjá þeim ólst Guðmundur upp til 18 ára aldurs. Að lokinni skólagöngu heima í héraði, eins og hún þá tíðkaðist, sat Guðmundur í unglingaskóla á Hvammstanga í einn vetur, en hélt síðan til Reykjavíkur og hóf nám í myndskurði hjá Ríkarði Jónssyni myndhöggvara. Guð- mundur var góður teiknari og listrænn að eðlisfari og áhugi hans vaknaði fljótt á því að tileinka sér meiri þekkingu á listasviði. Og sannarlega var hann réttur maður á réttum stað á þessum vettvangi, það sýndu verk hans síðar. Hjá Ríkarði stundaði hann svo nám næstu árin í Reykjavík, og einnig á Djúpavogi í tvö ár, meðan Ríkarður var þar búsettur, og lauk námi árið 1925. Einnig sótti hann nám í teikni- skóla hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera. Veturinn 1930 dvald- ist hann í Kaupmannahöfn við listiðnaðarnám í Dansk Kunst Industri Skole. Þar kynntist hann mörgum listamönnum, bæði er- lendum og íslenzkum, sem síðan urðu góðvinir hans, og taldi hann þessa dvöl erlendis hafa haft mjög heillavænleg áhrif á nám sitt og listrænan þroska. Þegar heim kom var ekki hægt að hverfa að öruggri vinnu, og listrænir hæfileikar tréskurðar- meistarans urðu að fá útrás í þeim verkefnum, sem helzt þjónuðu þeim tilgangi að skapa lífsviður- væri, því eins og við vitum, þá hafa listamenn hér á landi oft átt erfitt uppdráttar að lifa af list sinni. En Guðmundur hófst fljótt handa. Vann hann nokkur ár við húsgagnasmíði — og þá einkum að mubluskurði og sinnti öðrum verkefnum sem til féllu, skar út tækifærisgjafir og var með leik- Útför eiginkonu minnar FRIÐRIKKU JÓNSDÓTTUR Selvogsgrunni 26, veröur gerö frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. Fyrir mína hönd, föður hinnar látnu, barna, tengdabarna, barnabarna, Valdimars og Gógó. Ingólfur Þórðarson. t Faðir okkar og tengdafaðir, EINAR JÓSEPSSON REYNIS, Kleppsvegi 46, andaöist í Borgarspítalanum 16. júní. Börn og tengdabörn. t Bróðir minn og frændi, SVEINN SIGURÐUR HARALDSSON, frá Tandrastöðum í Norðfirði, veröur jarðsunginn 20. júní frá Keflavíkurkirkju kl. 2 e.h. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Haraldsdóttir, Áslaug Ólafsdóttir. fangagerð um skeið. Síðar lagði hann hönd að meistaraverkum, sem geyma munu nafn hans um langa framtíð. Má þar m.a. nefna útskorna altaristöflu í Hraungerð- iskirkju í Flóa, hinn merkasta grip, sem hann gerði ásamt skóla- félaga sínum og samverkamanni Karli Guðmundssyni myndskera. Einnig má nefna fagurlega út- skorið skrifborð og skrifborðsstól, sem nú er geymt í Þjóðminjasafni svo og skírnarfonta í Hjarðar- holtskirkju, Staðarhólskirkju og Stóra-Vatnshornskirkju í Dölum, sem allir eru hinir fegurstu gripir og svo mætti áfram telja, auk fjölmargra gripa í einkaeign, sem unnir eru af listamannshöndum og ber fagurt vitni listfengi hans og handbragði. Guðmundur starfrækti tréskurðarverkstæði í Reykjavík í rúm 30 ár, bæði einn og með öðrum, og kenndi einnig þessa listiðn, hann útskrifaði tvo myndskera og sá þriðji byrjaði hjá honum nám. Þá kenndi hann um skeið útskurð við Handíða og Myndlistarskólann í Reykjavík og var prófdómari í myndskurði við sveinspróf hjá meisturum. Þannig voru umsvif hans mikil í höfuð- borginni og marga gladdi hann með verkum sínum, en Dalirnir áttu alltaf sterk ítök í huga hans og sál, þangað hvarflaði hugur hans tíðum — og svo sterk varð þráin heim í sveitina, að árið 1952 tekur hann sig upp ásamt fjöl- skyldu sinni og flyzt vestur í Dali og gerist bóndi á Hörðubóli í Miðdölum. Arið 1931, hinn 6. desember kvæntist Guðmundur norskri konu; Beatrice Marie Stokke. Þau eignuðust einn son, Erling Nor- man, nú bónda á Hörðubóli, og ólu upp fósturdóttur, Auði, sem nú er húsmóðir í Búðardal. Áður hafði Guðmundur eignast son, Pál, sem býr í Vestmannaeyjum. Þau hjón- in bjuggu í Reykjavík til ársins 1952, sem fyrr segir, en settust þá að á Hörðubóli, þar sem tekið var til óspilltra málanna við búskap og ræktun og þau voru bæði mjög hlynnt skógrækt og garðyrkju og voru samhent um að rækta og prýða í kringum sig eftir því sem aðstæður leyfðu og bezt mátti verða. Hér lifðu þau annan þátt lífsstarfs síns, ef svo mætti segja, við ólíkar aðstæður, í skjóli ís- lenzkrar náttúru í faðmi Dalanna, sem Guðmundur unni. Trúlega hefur það oft verið ærið erfitt fyrir listamanninn að tileinka sér hlutverk bóndans og taka á sig það aukna erfiði, sem því fylgdi, enda þá kominn af léttasta skeiði. En áhuginn og gleðin yfir því að vera aftur kominn í sveitina sína kæru yfirunnu alla byrjunarerf- iðleika, og sameiginlega tókst þeim hjónum að skila góðu búi í hendur einkasonar síns, er þau sjálf hættu búskap. Þau hjón voru rausnarleg heim að sækja og tóku gestum sínum tveim höndum. Ríkarður, lærifað- ir Guðmundar, hafði t.d. þetta að segja um viðtökur á Hörðubóli fyrir mörgum árum: Á Híirðubóli hélt ég jól hlýja aumardaKa. llndi éx Jiar við yl og sól er það gomul saga. Setið hef ég hér með kurt hlýtt er í vina skjóli. Það er hart að hverfa burt frá Harðar — fríðu bóli. Heimili þeirra var myndarlegt . menningarheimili, sem bar með sér hlyju og reisn og listfengi húsráðenda, þar var gestrisni og alúð í öndvegi og gott þangað aö koma og eiga þar stund með góðum vinum. Fyrir nokkrum árum slitu þau hjón samvistum, og hefur Beatrice síðan átt heimili í Reykjavík, en Guðmundur verið áfram á Hörðu- bóli hjá syni sínum og tengdadótt- ur, Ragnhildi Hafliðadóttur. Guðmundur hélt áfram að sinna listrænni köllun sinni, enda þótt hann væri orðinn önnum kafinn sveitabóndi — og skar jafnan út ýmsa gripi fyrir vini sína og samferðamenn — meira þó hin síðari árin, eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu, en vanheilsu átti hann við að stríða mörg hin síðustu ár þó hann gæti lengst af sinnt hugðarefnum sínum sér til hugarhægðar, eftir að hann lét búskapinn í hendur syni sínum og tengdadóttur. Guðmundur var um margt sér- stæður maður, hæglátur jafnan og skapstillingarmaður í hvívetna, hlýr og ljúfmannlegur í allri framkomu. Hann var hógvær í anda, lítillátur, hlédrægur og heimakær, en þó glaður í góðra vina hópi. Hann var ljóðelskur og unni góðum kveðskap, hafði yndi af lestri góðra bóka, enda greindur vel, hann var vel lesinn, ágætlega minnugur og fróður um hin marg- víslegustu efni. Varð fljótt fundið Minning: Bjarnveig Guðjóns- dóttir Seljabrekku Fædd 5. nóv. 1896 Dáin 14. júní 1979 „Uún syngur sömu lögin og ncíar husía minn. — Við barm hennar bleikan verð ég að barni f annað sinn.“ Svo kvað skáldið Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi í kvæði sínu Fóstra mín. Þau orð hans vil ég gera að mínum, þegar ég nú minnist fáeinum fátæklegum orð- um þeirrar konu, sem ég hef þekkt bezta um ævina, hennar Veigu á Seljabrekku. Hjá henni áttu allir heima, er áttu bágt. Hjá henni fann enginn til þeirrar smæðar, er sumir, af fávizku sinni, láta bitna á þeim, er þeir þykjast hafa í fullu tré við. Hjá henni voru allir jafningjar og sátu við sama borð. Þeir voru margir smælingjarnir, er hún tók að sér að annast og ganga í móðurstað. Þar hefði Ólafi Kárasyni Ljósvíking liðið vel og hjá henni leið mér vel. Eftir sex ára legu á sjúkrahúsi var mér komið fyrir hjá þeim hjónum, Bjarnveigu og Guðmundi Þorlákssyni, og varð vist mín hjá þeim sennilega lengri en í upphafi var til ætlast. Það var mín gæfa. Útlistun á tilgangi með striti manns og skepnu fyrir tilveru sinni gerði fyrirhafnarlaust líf á spítala fyrst í stað að drungalegri staðreynd, en síðar að björtum veruleik. Mér var kennt, að letin væri upphaf allrar ógæfu, þó ég hafi aldrei tekið fullnaðarpróf í þeirri fræðigrein. Virðing fyrir landinu góða með öllum þess gæðum og gjöfum, sól og sumri, rigningu og súld, fegurð og ljót- leik, var vakin hjá þessum álfi út úr hól, sem eins og var að fæðast þrettán ára gamall. Mest áherzla í uppeldinu var þó lögð á hina umkomulausu. Sá, sem hændi að sér dýrin og var þeirra vinur, öðlaðist örugglega Himnaríkis- í samtali við hann hversu vel hann var heima á hinum ýmsu sviðum. Þess vegna var hann víða til starfa kvaddur og tók verulegan þátt í almennum félagsstörfum sveitar sinnar og héraðs, var m.a. safnaðarfulltrúi á héraðsfundum kirkjunnar í mörg ár, og þar kynntist ég honum fyrst og fann fljótt hvílíkur drengskaparmaður hann var — og minnist ég þeirra stunda jafnan með gleði og þakk- læti. Einnig sat hann oft fundi búnaðarsambands Dalamanna og fulltrúafundi hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar, hann var um' skeið í sóknarnefnd Snóksdals- kirkju og söng með kirkjukórnum þar, var í byggðasafnsnefnd Dala- manna um skeið og svo mætti lengur áfram telja. Alls staðar stuðlaði hann að framgangi góðra málefna og lagði jafnan gott til mála. Guðmundur var hógvær og af hjarta lítillátur og í samræmi við það óskaði hann þess sjálfur, að útför hans færi fram í kyrrþey. Það er einkenni þeirra, sem meira eiga, að kunna að gefa og veita öðrum ómælt án þess að ætlast til mikils á móti. Að kunna að vera trúr yfir litlu er mikil gæfa — en að geta verið trúr yfir því sem meira er og meira gefur — er oft vandinn meiri — og þeim einum gefið, sem finna mikilvægi köllun- ar sinnar og vegsemd þeirrar virðingar sem varir. Á fimmtugsafmæli Guðmundar ritaði vinur hans og sveitungi, skáldið Jóhannes úr Kötlum, þess- ar vísur í gestabök hans: Marga góða og glaða stund gcymi ég í hjarta er ég gekk á ykkar fund inn í Ijósið bjarta: veittist oss að vfsu þar víns og kvenna hylli — andrúmið þð ætíð var ástúð þín og sniili. Því er enn mín úsk og þrá eins og jafnan. vinur. að þú verðir álram sá óbrotgjarni hlynur og þitt lífstré sérhvert sinn sýni tfma liðinn yndislega útskorinn eftir himnasmiðinn. Það fer vel á því að enda þessi minningarorð á þessum vísum skáldsins. Margs er enn að minn- ast, en mál er að linni. Með Guðmundi er genginn mætur sam- ferðamaður, traustur vinur, góður drengur og sannur listamaður. Ég vil þakka honum ánægjulegt sam- starf hér í héraði að ýmsum framfaramálum og persónuleg samskipti við mig og mína fjöl- skyldu, — og öll þjóðin þakkar þau listaverk, sem komu frá hans hendi og mun geyma nafn hans um ókomna tíð. Góður Guð leiði hann á nýrri vegferð og verndi og styrki eftirlifandi ástvini hans. Blessuð sé hans minning. Ingiberg J. Hannesson. vist, hvernig svo sem allt annað velktist. Hún var sannur málsvari allra þeirra, • er einhvers þurftu með. Áldrei sá ég Veigu bregðast verr við en þá, er á þá var hallað í orði eða verki. Hroki og yfirlæti voru eitur í hennar beinum. Aldrei hef ég kynnst hjónum, er höfðu meiri trú á kærleikanum í mann- inum, þó mér sjálfum hafi oft gleymst að meta þann boðskap að verðleikum. Svo vinmörg voru hjónin á Seljabrekku, að fáir gengu þar hjá garði án þess að staldra við. Tilefnið var oft smátt utan sú ánægja og gleði að hitta fyrir góðsemi og gestrisni húsráðenda, enda var í samræðum við þau af mikiu að taka. Þau voru bæði víðlesin og fróð um menn og málefni, enda má í því efni minna á orð Hávamála, að Veiztu. ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vill þú ai hánum gótt geta, geði skaltu við þann blanda, ok gjöium akípta, fara at finna oft. Með trega í huga en ljúfar minningar kveð ég þig nú, Veiga mín, og bið þér Guðs blessunar. Þú syngur sömu lögin og sefar huga minn. Ég bið þann, sem er öllu ofar, að veita þér, Guðmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.