Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJ.UDAGUR 19. JÚNÍ 1979 15 „Á það verkfall verður að bindaendi, ogþaðtín tafar” „Það stjórnfrelsi, sem vor mildasti konungur færði oss að þúsund ára afmælisgjöf, hið langþreyða hnoss, sem vér allir tókum við með fagnandi hjört- um, og sem vér vonum staðfast- lega að muni verða oss tryggur grundvöllur til hvers kyns fram- fara og undirrót til allra þjóð- þrifa og sannra þjóðarheilla um margar ókomnar aldir, — þetta stjórnfrelsi er eigi unnið á ein- um degi, heldur er það hinn fullþroskaði ávöxtur langrar undangenginnar baráttu, þeirrar baráttu, sem þreytt var með miklum áhuga, með öflugri sannfæringu, með sjaldgæfri staðfestu og frábæru þoli. Þessi barátta var háð undir forustu Jóns Sigurðssonar nálega allan þann tíma, sem hún stóð; og að hún var þannig háð, og leiddi til farsælla lykta, er — næst hinum almáttka, sem sigurinn gefur — hinum ágæta foringja að þakka, sem ekki einungis vísaði veg og afmarkaði stefnuna, sem halda skyldi, heldur vann einnig sjálf- ur hin flestu afreksverkin á þessum andlega orustuvelli, þar sem hann lagði fram allt sitt ótrauða þol, alla sína djúpsettu þekkingu, allan sinn mikla skarpleika, og allan sinn ein- beitta viljakraft...“ þjóðarinnar og stofnun lýðveldis á íslandi. En í vissum skilningi er vill- andi að tala um lokasigur í sjálfstæðisbaráttu. Fyrsti for- sætisráðherra íslenska lýðveld- isins sagði í merkri ræðu, að sjálfstæðisbarátta smáþjóðar væri ævarandi. Þau orð eru sannmæli. Baráttunni fyrir sjálfstæði og frelsi einstaklinga og þjóða lýk- ur í raun og veru aldrei — hún er ævarandi. Innan þjóðfélagsins ber að teyggja einstaklingunum frelsi til orða og athafna og í samfélagi þjóðanna eiga ríkin aö njóta jafnræðis og hafa ákvörð- unarrétt um eigin málefni. Þess- ar grundvallarreglur eru ekki ávallt hafðar í heiðri, þótt allir aðhyllist þær í orði. Samhliða virðingunni fyrir sjálfsákvörð- unarréttinum hafa menn fallist á, að hömlur séu settar og nokkrar skorður reistar, því að ákveðnum leikreglum verður að fylgja til þess að góð skipan haldist. I stjórnlögum þjóða er mælt fyrir um grundvallarrétt- indi og frumskyldur. Á alþjóða- vettvangi hafa ríkin/myndað með sér samtök í þvf skyni að draga úr árekstrum öín á milli og varðveita friðinn. Á engum öðrum hátíðsdegi en þessum á það betur við, að lögð sé áhersla á samstöðu þjóðarinn- ar, einingu hennar í baráttu fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. í sameining vorri er sigur til hálfs, í sundrungu glötun vors réttasta máls. Þannig kvað Einar Benedikts- son skáld á síðustu öld. Orð hans minna okkur á, að ekki nægir að strengja þess heit við hátíðleg tækifæri, að við ætlum að sam- einast um að bæta þjóðarhag. Á hverjum degi, í öllum störfum, verðum við að vera til þess búin að leggja okkur fram um að ná þessu markmiði. Saga íslands geymir óyggjandi dæmi um það, hvað kann að gerast, ef innbyrð- is átök og ófriður magnast svo mjög, að engum lögum er lengur hlýtt eða rétt stjórnvöld fá ekki lengur nokkru ráðið. Að þeirri sögulegu reynslu er ekki nægi- legt að hyggja endrum og eins, hún á ávallt að vera ofarlega í huga okkar. Þau vandamál, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir, eru þess eðlis, að enginn utanaðkom- andi aðili getur þar komið til hjálpar. Sagt er, að sjálfsskapar- vítin séu verst. Og svo lengi, sem ekki tekst að koma á gjörbreyt- ingu hér á landi, á þetta orðtæki er hér gangast með mestu kappi í móti, ok miðlum svá mál millum þeira, að hvárirtveggja hafi nökkut til síns máls, en vér höfum allir ein lög ok einn sið, því at þat mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér frið- inn.“ Það þykir sjálfsagt ekki frum- legt að vitna til svo alkunnra orða, sem hvert skólabarn hér á landi á að kunna. En þessi orð eiga erindi til okkar í dag, ekki síður en fyrir nærfellt þúsund árum. Þau eru eins sönn nú eins og þá. Minnumst þess æ, að lögin — leikreglur settar af þjóðkjörnum fulltrúum eða í umboði þeirra, eiga jafnan að vera grundvöllur og leiðarstjarna þjóðarinnar. Þá getur hið litla samfélag okkar við ysta haf í raun og sannleika orðið „ísland farsælda frón“. Rœða Ólafs Jóhannessonar forsœtisráðherra 17. júní Herra forseti íslands, virðu- lega forsetafrú — Áheyrendur nær og fjár. í dag 17. júní minnumst við þess, að 35 ár eru liðin frá því að lýðveldi var stofnað á íslandi. Á þessu ári er þess einnig minnst, að 100 ár eru frá því að Jón Sigurðsson, forseti, og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir önduðust í Kaupmannahöfn. í virðingar- skyni við minningu Jóns Sigurðssonar völdum við fæðing- ardag hans sem þjóðhátíðardag. Og hér við fótstall styttu hans minnumst við fósturjarðarinnar á þessum degi. Þegar þau Jón og Ingibjörg voru til moldar borin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 4. maí 1880, komst séra Hallgrímur Sveinsson, dómkirkjuprestur, svo að orði: í þessum orðum kemur fram sú virðing, sem Islendingar hafa æ síðan borið fyrir minningu Jóns Sigurðssonar og baráttu þeirri sem hann og samherjar hans háðu á síðustu öld. Nú, einni öld síðar, getum við stað- fest, að stjórnfrelsið hafi þrátt fyrir ýmis bernskubrek og víxl- spor, orðið tryggur grundvöllur hvers kyns framfara og undirrót allra þjóðþrifa. En við vitum einnig, að sagan geymir aðrá merka áfanga í sjálfstæðisbar- áttunni en þá, sem náðust á síðustu öld. Þeirri baráttu, sem hófst undir merki Jóns Sigurðs- sonar, lauk ekki fyrr en með lýðveldistökunni 17. júní 1944. Og við minnumst með þökk allra þeirra, sem lögðu sinn skerf af mörkum til lokasigursins — óskoraðs sjálfstæðis íslensku við um allt þjóðlífið. Núverandi vandi verður ekki leystur með því að semja nýjar efnahagsfor- ' múlur, þótt þær séu nauðsynleg- ur þáttur í lausn hans, heldur með hugarfarsbreytingu alls þorra þjóðarinnar. Með því að menn átti sig á því, að þeir verða að láta af óbilgjarnri kröfugerð og sætta sig við þá málamiðlun, sem þjóðarbúið þolir. Stóryrði og sýndarmennska í augiýsinga- skyni leysa ekki þennan vanda Vandi íslensku þjóðarinn^r um þessar mundir krefst þess, að allir leggist á eitt og leiti sam- eiginlegrar niðurstöðu. Menn mega ekki hræðast erfiðar ákvarðanir þegar þörf krefur. En menn mega heldur ekki rasa um ráð fram. Og rnenn ættu aldrei að láta ögra sér til fljót- ræðisverka. Allir verða að gera sér grein fyrir því, að úr efna- hags flækjunt verður ekki greitt án nokkurra fórna um stundar- sakir — og allir verða eitthvað á sig að leggja, og eru sem betur fer flestir vel í stakk til þess búnir. Að þessu sinni er þjóðhátíð haldin í skugga farmannaverk- falls. Á það verkfall verður að binda endi, og það án tafar. Þegar kristni var lögleidd á Islandi, hélt Þorgeir ljósvetn- ingagoði sögufræga ræðu á Lög- bergi. Herma sögur, að hann hafi m.a. mælt svo: „ — ok þykir mér þat ráð at láta þá ekki ráða, Lárus Jóhannsson loftskeytamaður: Athugasemd við skrif As geirs M. Asgeirssonar Það sem gefur mér tilefni til að svara þessum skrifum Ás- geirs er sá rógur sem hann ber á loftskeytamenn. Ásgeir full- yrðir í skrifum sínum að loft- skeytamenn séu óþarfir með öllu og að það sé miklu betri þjónusta á 2ja stýrimanna skipi þar sem stýrimenn ann- ast loftskeytaþjónustu. Rógburður á loftskeyta- menn sem þessi er með öllu óskiljanlegur en lýsir helst vanþekkingu Ásgeirs á störf- um loftskeytamanna, eða ein- hverri persónulegri óvild hans í þeirra garð. Ég vil leiðrétta það sem fram kemur í hinni dæmalausu fullyrðingu Ás- geirs að stýrimenn annist loft- skeytaþjónustu. Það er alls ekki rétt. Stýrimenn annast sums staðar talstöðvaþjón- ustu. En loftskeytaþjónusta og talstöðvaþjónusta eru ólík hugtök og getur Ásgeir sjáfs- sagt aflað sér upplýsinga um mismuninn. Mig langar samt að trúa því að fullyrðing og árás Ásgeirs í garð loftskeytamanna stafi frekar af vanþekkingu og fljótfærni, heldur en óvild, enda hefur hún ekki við rök að styðjast. Slíkar fullyrðingar á ekki að bera á borð fyrir almenning. Lárus Jóhannsson loftskeytamaður ■ kxMMmmmi [Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariönaðarins hefur gert a steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komiö í Ijós aö eina varanlega lausnin, til aö koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæða þau alveg til dæmis meö álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veðráttu. A/klæöning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari uppiýsinga og kynnist möguleikum A/klæöningar. Sendiö teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIO KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.