Morgunblaðið - 19.06.1979, Page 39

Morgunblaðið - 19.06.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 39 Hjónaminning: Þorgils Guðmunds- son bakarameistari— Anna 5. Jónsdóttir Amma og afi eru látin, í fjöl- skylduna hefur verið hoggið djúpt skarð, sem ekki verður aftur fyllt. Þau voru fulltrúar kynslóðar, sem óðum er að hverfa, voru baeði fædd síðari hluta nítjándu aldar, þegar þjóðinni fækkaði fyrir tilstuðlan margra afla, sem eru okkur svo fjarri er lifum á síðari hluta tuttugustu aldar, sem þessi kyn- slóð fleytti okkur fram á. Anna amma, en svo var hún alltaf kölluð af barnabörnum sín- um, var fædd 23. október 1891 að Þverhamri í Breiðdal elst þriggja barna þeirra hjóna Jóhönnu Bjarnadóttur frá Núpi á Beru- fjarðarströnd og Jóns Jónssonar sjómanns frá Þórshöfn í Færeyj- um. Frá sex ára aldri og fram að fermingu ólst amma upp hjá Jensínu og Bjarna Siggeirssyni kaupmanni að Selaesi. Heimili þeirra hjóna var henni mikils virði og undir handleiðslu þeirra hjóna fór amma þeim kostum búin er prýddu hana alla æfi. Lærði hún þar móðurmálið lýtalaust og dönskukunnátta hennar var mjög góð. Hannyrðir og bókmenntir voru þar í hávegum hafðar og þar lærði amma að spila á orgel, enda hafði hún gott eyra fyrir músík. Fyrir daga útvarpsins spilaði amma á orgel flest kvöld. Amma flyst til Reykjavíkur með fóstursystur sinni Jónu Bjarna- dóttur og manni hennar Svavari Svavars. Þénaði hún á heimili þeirra hjóna eins og þá var títt. Bar hún alla tíð mikinn hlýhug til þessarar fjölskyldu. Þorgils afi var fæddur 6. nóv- ember 1896 að Merkinesi í Höfn- um. Hann var þriðji yngstur af átta systkinum er upp komust. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson bóndi frá Merkinesi og kona hans Guðríður Sigurðardótt- ir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð. Á bernskuárum afa fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur. Móður sína missti hann nokkrum dögum fyrir fermingu en hún hafði verið honum ástrík móðir og syrgði hann hana alla tíð. Eftir móður- missinn fór afi í sveit, sem drengur að Elliðakoti í Mosfells- sveit til að vinna fyrir sér. Haust- ið 1913 fer afi til náms í bakaraiðn hjá Kristjáni P. Hall en lauk námi hjá H. J. Hansen. Starfaði hann fyrstu árin hjá ýmsum bakara- meisturum. Afi var alla tíð vin- sæll starfskraftur og á tímum atvinnuleysis og kreppu var sóst eftir honum til vinnu. Um þetta leyti bar saman fundum þeirra ömmu og afa. Þau gengu í hjónaband 13. október 1917. Fyrstu átta ár hjúskaparins bjuggu afi og amma við Hverfisgötu en 1925 keyptu þau fallegt hús við Lindargötu og bjuggu þar alla tíð er að kom að heilsan brast. Þeim varð fjögurra barna auðið, Harðar, sem lést af slysförum á barnsaldri, Guðríðar, húsmóður, Harðar, múrarameistara og Jó- hönnu, húsmóður. Á þeim tíma er börnin slitu barnsskónum bjó amma þeim gott og fallegt heimili þar sem kristnir siðir voru stoðir heimilisins. Heimili ömmu og afa var alltaf vettvangur barnanna því enginn var sá sunnudagurinn og engin voru þau jólin nema þangað væri farið í hús. Heimili ömmu og afa bar glöggan vott þess er hún hafði í vegarnesti frá Selnesi. Þangað var alltaf gott að koma og minningarnar hlýjar. Fyrstu ár hjónabandsins starfaði afi sem verkstjóri í Brauðgerð Reykjavikur en hún var til húsa í gömlu gasstöðinni við Hlemm. Þaðan réðst hann til G. Ólafsson- ar og Stefáns Sandholts og starf- aði þar í fimmtán ár. Bar hann mikinn hlýhug til þeirra alla æfi. Hjá Alþýðubrauðgerðinni var hann verkstjóri fram til 1946 er hann stofnsetti eigin brauðgerð ásamt mági sínum. Þorgils afi bar alla tíð málefni bakarasveinafélagsins fyrir brjósti sér. Hann var varafulltrúi félagsins í stjórn A.S.I. 1923— 1926, ritari 1933 og formaður 1936—1940. Hann var í útgáfu- nefnd merkrar bókar er ber nafnið Aldarminning brauðgerðar á ís- landi 1834 —1934. Bók þessi er einstæð frásögn um sögu iðnþró- unar á Islandi. Afi var al'vörumaður en hafði gaman af glettni. Sem lítill snáði heimsótti ég afa oft í bakaríið til að horfa á baksturinn. Þótti mér mikið um og sat ég venjulega á tómum rúsínukassa afsíðis og fylgdist með af áhuga. Stakk afi oftast að mér eitthverju góðgæti. Þó fór svo að einn góðan veðurdag að litli snáðinn gerði það heyrum kunriugt að mamma bakaði líka vel. Setti afi nú upp merkissvip svo mér varð ekki um sel og ákvað ég nú að koma mér heim og þorði ekki í heimsókn í nokkra daga. Hafði afi hið mesta gaman af er snáðinn seldi sannfæringuna fyrir vænan snúð í næstu heimsókn. Vegna heilsubrests varð afi að hætta vinnu 67 ára. Það var erfitt hlutskipti fyrir hann þar sem strfið hafði verið honum svo mikils virði. Afi og amma áttu saman ánægjulegt ævikvöld, sem varð erfitt er æfisólin hneig. Langt dagsverk var af hendi lagt. Anna amma lést 12. janúar 1979 og Þorgils afi 9. júní 1979. Þau voru bæði sannfærð um endur- fundi hjá guði sínum. Eg þakka ykkur fyrir gleðiríka og góða samferð. Þorgils Axelsson. Kristín Benediktsdóttir fráDynjanda -Minning Þann 26. maí sl. andaðist í Sjúkrahúsi ísafjarðar móður- amma mín Kristín Benediktsdótt- ir frá Dynjanda í Leirufirði. Hún var einn þeirra mörgu íslensku alþýðumanna sem lítið mun fara fyrir í íslandssögunni, en sem unnið hafa þjóð sinni ómetanlegt gagn með starfi sínu. Kristín fæddist á Dynjanda 5. júní 1896, dóttir Benedikts Benediktssonar og Kristínar Jakobsdóttur. Hún ólst upp á Dynjanda, en árið 1922—3 stundaði hún nám við Ljósmæðraskóla íslands í Reykja- vík. Að því loknu fór hún aftur norður á Dynjanda til starfa í heimabyggð sinni. Árið 1925 gift- ist hún Hallgrími Jónssyni, og það sama ár fæddist fyrsta barn þeirra. Var Kristín þá 29 ára gömul en átti eftir að ala 9 til viðbótar, tvö þeirra dóu í bernsku. Þau Kristín og Hallgrímur bjuggu á Dynjanda til ársins 1952, en fluttu sig þá um set og bjuggu að Sætúni í Grunnavík til ársins 1962 er þau fluttust til ísafjarðar, en með þeim fólksflutningum lagðist Grunnavíkurhreppur algjörlega í eyði. Kristín hafði alltaf ærinn starfa. Hún stjórnaði mannmörgu heimili sínu af festu og ákveðni. Bærinn lá í „þjóðbraut", og þar var mjög gestkvæmt. Menn komu til lengri eða skemmri dvalar, og aldrei fór neinn hjá án viðkomu. Á milli þess sem Kristín gegndi húsfreyjuskyldum sínum þeysti hún milli bæja til að hjálpa sængurkonum og taka á móti nýjum einstaklingum. Víða var aðstaðan til fæðinga bágborin í þröngum húsakynnum, fátækt mikil og skortur á hreinlæti. Starf hennar var því erfitt og ábyrgð- armikið og hefur hún án efa bjargað lífi og heilsu margra. Ljósmóðir í afskekktri sveit þarf í eiginlegri merkingu að vera ávallt viðbúin. Veðráttan á Jökulfjörðum er oft óblíð, en börnin gá ekki til veðurs áður en þau fæðast. Því varð Kristín oft að ferðast í vondum veðrum og erfiðri færð. Einnig kom fyrir að hún reis upp af eigin sæng eftir örstutta legu og brá sér bæjarleið til starfa. Á Dynjanda voru tveir bæir, hærri og neðri bær sem kallað var. I neðri bænum bjuggu Jóhannes Einarsson og Rebekka Pálsdóttir ásamt börnum sínum, og föðurfor- eldrar mínir þau Alexander Ein- arsson og Jóna Sigríður Bjarna- dóttir og börn. Frændsemi var og vinskapur mikill milli bæjanna. Minnisstæð er mér sagan af því er föðuramma mín Jóna Sigríður ól tvíbura og gekk fæðingin mjög illa. Hún hafði verið heilsutæp um meðgönguna, en tók því af æðru- leysi, og vildi fæða heima eins og svo oft áður, í stað þess að fara langa sjóleið á sjúkrahús. Var annað barnið líflítið við fæðing- una og móðirin í alvarlegri lífs- hættu. Með skjótri hugsun og snörum handtökum tókst Kristínu að bjarga bæði móður og barni, en seinna sagði hún svo frá að þetta hefði verið ein erfiðasta stund ævi sinnar. Þær voru alla tíð stórvin- konur ömmur mínar tvær, en Jóna Sigríður lést árið 1976. Þarna norður undir Drangajökli var langt til læknis, og varð Kristín því oft að bregða sér í ýmis önnur gervi, svo sem læknis og dýralæknis. Hún framkvæmdi litlar aðgerðir, bjó um og saumaði sár, og var oft kölluð til hjálpar dýrum, enda mikill dýravinur. Stína amma var orðin gömul kona þegar við kynntumst. Ég minnist hennar frá því ég var smástelpa í Grunnavíkinni, þá var hún sístarfandi, en einna ljósust er minningin um hana með gráar síðar fléttur þar sem hún er að lesa blöð eða bækur. Hún las mjög mikið og það var mikið áfall er fjarlægja varð annað auga hennar vegna sjúkdóms fyrir tólf árum. Sjónin var döpur á hinu auganu, og um tíma var hún alveg blind. Þáði hún þá með þökkum að maður læsi fyrir hana því hún vildi ævinlega fylgjast með. Hún var stálminnug og um þjóðlegan fróðleik og ættfræði var hún eins og tölva, sem fyrir mátti leggja hinar erfiðustu spurningar og vænta skjótra og óbrigðulla svara. Þegar Kristín dó hafði hún legið lengi á sjúkrahúsi og dauðinn færði henni hvíld og líkn. Við sem eftir lifum munum minnast henn- ar með virðingu og þakklæti. Þórey Einarsdóttir. minn og fóstri, og öllum ykkar ástvinum, styrk, þrótt og trú til að sigrast á mótlætinu og þerra tár af hvörmum. Hugsunin um mikil- hæfa, góða konu og frábæra móð- ur er smyrsl á ógróin sár, sem tíminn einn fær læknað. Blessuð sé minning Bjarnveigar Guðjóns- dóttur. Guðmundur Gíslason Skammt er stórra högga milli í sveitinni okkar. Nú hefir maður- inn með ljáinn komið við í Selja- brekku en frú Bjarnveig lést á Landspítalanum í síðustu viku. Bjarnveig Guðjónsdóttir er sunnlenzkrar ættar en fæddist á Patreksfirði þann 5. nóvember 1896 þar sem foreldrar hennar fluttu búferlum vestur um þetta leyti. Lengst af voru þau búsett að Geitagildi í Örlygshöfn og þar ólst Bjarnveig upp. Um tvítugsaldurinn lá leiðin til Reykjavíkur og þar var atvinnu að fá svo sem í Viðey en þarna hitti hún mannsefni sitt Guðmund Þor- láksson frá Korpúlfsstöðum. Hann lifir konu sína nú í hárri elli og situr að búi sínu að Selja- brekku í Mosfellssveit. Þeim hjón- um varð sex barna auðið en þar að auki ólst dóttursonur upp á heim- ilinu og er nú stoð og stytta gamla mannsins. Lífsferill Bjarnveigar er sá að þau hefja sinn búskap í Reykjavík en flytjast að Minna-Mosfelli 1927 og þaðan að nýbýlinu Seljabrekku 1934 en þar hófst búseta þeirra í tjaldi meðan húsið var byggt. Þau Bjarnveig og Guðmundur eignuðust 6 börn og önnur sex voru fermd frá þessu heimili en þau voru bæði skyld og óvanda- bundin og segir þetta sína sögu sem engu þarf við að bæta. Bjarn- veig stóð fyrir sínu heimili oft við erfiðar aðstæður eins og títt er um fólk sem sest að á eyðijörð. Við samferðamenn Bjarnveigar viljum senda henni og hennar fólki þökk fyrir samveruna. Sjálf var hún ákaflega félagslynd og starfaði í félögum sveitarinnar t.d. ungmennafélagi, kvenfélagi og í kirkjukór Lágafellskirkju um langt árabil með sinn bjarta sópran. Við kveðjum Bjarnveigu í dag og þökkum samfylgdina en eftir eru störfin hennar sem minnis- varði um konu sem ekkert má aumt sjá. Hjarta hennar var þannig úr garði gert að mildi og miskunnsemi sat þar ávallt í fyrirrúmi, ég og fleiri hafa notið þess á undanförnum árum. Jón M. Guðmundsson. Amma mín er látin og mig langar að minnast hennar í fáum orðum. í mínum augum var hún alltaf eins í útliti, og eins og hún áttu allar ömmur að vera, með síðar fléttur og klædd íslenskum bún- ingi á mannamótum og umfram allt, búa í sveit. Amma og afi hófu búskap á Seljabrekku í Mosfellssveit fyrir tæpum 50 árum og höfðu því búið þar u.þ.b. 25 ár, þegar ég fæddist en þá hefur amma verið 58 ára. Það þykir ef til vill einkennilegt að mér hafi þótt hún vera eins þá og hún var nú hin síðari ár. Að sjálfsögðu eltist hún, það gerum við öll, en aldursmunurinn var alltaf sá sami og þess vegna þótti mér hún ekkert breytast. Hún var falleg kona og alltaf í góðu skapi. Amma var ákaflega barngóð, börn löðuðust að henni, enda var barnahópurinn umhverfis hana stór, börnin eru 6, barnabörnin urðu 25 og 16. barnabarnabarnið fæddist fyrir stuttu. Auk þess voru fósturbörnin mörg. Allir voru velkomnir að Seljabrekku, hvort sem var í stutta heimsókn eða til langrar dvalar. Ekkert skorti á gestrisni, að gömlum íslenskum sið var alltaf hlaðið borð af kræsingum, hvort sem gesti bar óvænt að garði eða ekki. Enginn bakaði eins góðar pönnu- kökur, jólakökur eða flatkökur eins og amma og oft var leitað aðstoðar hennar í þeim efnum. Frá því ég man eftir mér var mikið sungið við mannamót á Seljabrekku. Eins og öll hennar fjölskylda var amma mjög söng- elsk.og söng.Qft.. í morg ár var. hún í kirkjukór sveitarinnar og kunni heil ósköp af lögum. Oft bað hún mig að leika fyrir sig á orgelið, þegar ég kom í heimsókn og var erfitt að peita henni um það, þótt mér fyndist eins og svo mörgum, sem eitthvað hafa lært til slíkra hluta, að ég kynni ekki mikið. Ég get ekki lokið þessum orðum án þess að geta þess, hve stórkost- legt viljaþrek hún sýndi fram undir síðasta dag. Þótt alvarlegur sjúkdómur drægi hana til dauða á stuttum tíma, lét hún aldrei bil- bug á sér finna, hún var alltaf eins til þess dags, er hún lagðist á sjúkrahús fyrir rúmum mánuði síðan. Að hún skyldi eiga svo stutt eftir, hvarflaði aldrei að nokkrum manni. Þótt við öll eigum eftir að mæta dauðanum einhvern tima sættum við okkur ekki við nálægð hans. Ömrnu minni, Bjarnveigu, þakka ég allar dýrmætar sam- verustundir og bið Guð að styrkja afa, sem mest hefur misst, en mikið á til að minnast, því að í dag 19. júní, eru 60 ár liðin síðan hjúskapur þeirra hófst. Að síðustu flyt ég ástkærar kveðjur frá systkinum mínum Kristbjörgu og Gunnari. Blessuð sé minning hennar. Bjarnveig Ingvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.