Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ1979 waggy . 1111118 M «i IBK burstaði stefnu- laust Þróttarliðið LIÐ Þróttar hrundi gersamlega saman í síðari hálfleik leiks síns gegn ÍBK á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, eftir að hafa staðið uppi í hárinu á Suðurnesjamönnun- um og vist líklegir til að hafa á brott með sér a.m.k. eitt sitg. Keflvíkingar skoruðu fjögur mörk án svars frá Þrótti í síðari hálfleik og höfðu þá algera yfirburði. Var leikur liðsins svo yfirvegaður, að Þróttararnir áttu varla skot a markið si hefðu allt að vinna, en engu ÍBK hefðu átt að skora þegar á 2. mínútu, en þá sendi Skúli Rósants- son frábæra stungusendingu á Ragnar Margeirsson sem var á auðum sjó. Skot hans fór naumlega fram hjá. Allan fyrri hálfleik var leikurinn í góðu jafnvægi og bæði liðin sýndu ágæta leikkafla og nokkur þokkaleg færi féllu til. Markverðirnir sáu hins vegar um að ekkert lak inn og sýndu þeir báðir, einkum þó Þorsteinn Ólafs- son sem lék nú með að nýju, mikið öryggi. Þannig varði Þorsteinn tvívegis vel frá Halldóri Arasyni, frá Úlfari og Sverri Brynjólfssyni. í síðari hálfleik hrundi lið Þrótt- 20 mmúturnar, þótt þeir lengur að tapa. ar furðulega saman og liðið sem sýnt hafði góð tilþrif á köflum og stöðuga baráttu, reyndist nú hvorki fugl né fiskur og hafa hvorki haus né sporð. Fyrsta mark- ið kom á 54. mínútu og átti Ólafur markvörður Runólfsson stóra sök í því, en hann missti algerlega frá sér aukaspyrnu Ólafs Júlíussonar og Sigurbjörn Gústafsson skallaði örugglega í opið markið. 3 mínútum síðar yar Þrótti send væn eyrnafíkja frá ÍBK, en þá náði Ragnar Margeirsson knettinum af sljóum varnarmanni Þróttar, lék inn í teiginn og skoraði laglega fram hjá úthlaupandi markverðin- Einkunnagjölin VÍKINGUR: Diörik Ólafsson 3, Ragnar Gíslason 2, Magnús Þorvaldsson 4, Helgí Helgason 2, Róbert Agnarsson 3, Jóhannes Báröarson 2, Heimir Karlsson 2, Ómar Torfason 2, Hinrik Þórhallsson 2, Sigurlás Þorleifsson 4, Lárus Guðmundsson 2, Gunnar örn Kristjánsson (vm) 2, Gunnar Gunnarsson (vm) 2. KA: Aðalsteinn Jóhannsson 3, SteinÞór Þórarinsson 2, Gunnar Gíslason 2, Einar Þórhallsson 2, Haraldur Haraldsson 2, Ásbjörn Björnsson 1, Óskar Ingjmundarson 1, Njáll Eiösson 3, Gunnar BLöndal 1, Jóhann Jakobsson 2, Elrnar Geirsson 1, Dómari: Magnús V. Pétursson 1. ÍBV: Ársæll Sveinsson 2, Snorri Rútsson 2, Viðar Elíasson 2, Þórður Hallgrímsson 2, Friðfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 2, Örn Óskarsson 2, Óskar Valtýsson 3, Ómar Jóhannsson 2, Tómas Pálsson 3, Gústaf Baldvinsson 2. KR: Magnús Guðmundsson 3, Guðjón Hilmarsson 2, Siguröur Pétursson 2, Ottó Guðmundsson 3, Börkur Ingvarsson 2, Örn Guðmundsson 2, Birgir Guðjónsson 2, Jón Oddsson 2, Sverrir Herbertsson 3, Elías Guðmunds8on 1, Sigurður Indriöason 2, Wilhelm Fredriksen (vm) 1. Dómari: Arnpór Óskarsson 3. ÞRÓTTUR: Ólafur Runólfsson 2, Rúnar Sverrisson 1, Úlfar Hróarsson 2, Jóhann Hreiðarsson 2, Sverrir Einarsson 2, Daöi Haröarson 1, Baldur Hannesson 2, Ágúst Hauksson 1, Halldór Arason 2, Ársæll Kristjánsson 1, Sverrir Brynjólfsson 2, Þorgeir Þorgeirsson (vm) 2. ÍBK: Þorsteinn Ólafsson 4, Óskar Færseth 3, Guðjón Guöjónsson 3, Sigurbjörn Gústafsson 2, Kári Gunnlaugsson 2, Siguröur Björgvinsson 3, Þórður Karlsson 2, Gísli Eyjólfsson 1, Ragnar Margeirsson 3, Skúli Rósantsson 2, Ólafur Júlíusson 2, Rúnar Georgsson (vm) 2, Þórir Sigfússon (vm) 1. Dómari: Kjartan Jónsson 3. um. Þriðja markið kom á 65. mínútu en þá prjónuðu þeir Þórður Karlsson, Rúnar Georgsson og Ragnar Margeirsson sig upp að markteig Þróttar, en vörn Reykja- víkurliðsins fór öll skógarferð með manni og mús nokkru áður. Skor- aði Þórður örugglega enda enginn mótherji nálægur til að fipa hann. Síðustu vatnsgusuna fengu Þróttarar á 91. mínútu, en þá voru þeir enn að væflast með knöttinn við eigin vítateig með óljósar fyrirætlanir, Kári Gunnlaugsson tók knöttinn af þeim og sendi hann í netið með hörkuskoti frá vítateig, 4—0 og sannir Þróttarar hljóta að hafa roðnað og læðst með veggjum. Þróttur: íbK 0-4 Það er erfitt að átta sig á Þróttarliðinu, liðið lék bærilega í fyrri hálfleik, en ekki til frásagnar um snilld í þeim síðari. Það voru helst þeir Baldur Hannesson og Halldór Arason sem eitthvað sýndu, en þeir gerðu einnig sín mistök. Ólafur markvörður var í erfiðu hlutverki og hann átti góðan leik ef frá er skilinn aðdragandinn að fyrsta marki ÍBK. IBK-liðið er með skemmtilegri liðum deildarinnar og það náði sér vel á strik í leiknum. Liðið á skilið að hvíla á toppi deildarinnar þessa stundina; hvort svo verður áfram, kemur í ljós. Fjórir menn skáru sig nokkuð úr hjá ÍBK, bakvarðarparið Guðjón Guðjónsson og Óskar Færseth, miðvörðurinn Sigurður Björgvins- son og markvörðurinn Þorsteinn Ólafsson, sem átti í alla staði lýtalausan leik. Flestir hinna leik- manna ÍBK áttu góða spretti, þá einkum Óli Júl. að öðrum ólöstuð- um. Kjartan Ólafsson sá um dóm- gæsluna og þó hann hafi dæmt vel, komust leikmenn upp með full mikla hörku á stundum óátalið. í stuttu máli: Islandsmótið 1. deild Laugar- dalsvöllur Þróttur — ÍBK 0—4 (0—0). Mörk ÍBK: Sigurbjörn Gúst- afsson (54. mín), Ragnar Margeirs- son (57. mín.) Þórður Karlsson (65. mín.) og Kári Gunnlaugsson (91. mín.). Gul spjöld: Ágúst Hauksson Þrótti. Dómari: Kjartan Ólafsson. - gg • IBV leng læra á n grasvöll HINN nýi grasvöllur í Vestmannaeyjum ætlar ekki að verða heimamönnum gjöfull. Úr tveimur fyrstu leikjum sínum þar hefur ÍBV aðeins hlotið eitt stig og ekki skorað eitt einasta mark. Sól rís, sól sest hjá ÍBV. Eftir stórgóðan sigur á Val fyrr í vikunni mátti ÍBV þola súrt tap fyrir sprækum og baráttuglöðum KR-ingum í Eyjum á laugardaginn, 0—2. Leikur þessi var slakur knattspyrnulega séð, mikil hlaup og mikil spörk en lítið fór fyrir nettri spilamennsku. Eyjamenn byrjuðu þó leikinn vel og léku þá ágætlega án þess að geta opnað KR vörnina að nokkru marki. En á 30. mín. gerðist svo það sem enginn bjóst við í stöð- unni. Magnús Guðmundsson átti feikna langt útspark undan rok- inu, boltinn barst yfir á miðjan vallarhelming ÍBV þar sem Frið- finni Finnbogasyni mistókst al- gjörlega að skalla boltann frá. Boltinn barst yfir í vítateigshorn- ið hægra megin þar sem Sverrir Herbertsson kom á fullri ferð og skallaði af geysilegum krafti í netið. Ársæll Sveinsson átti ekki minnstu möguleika á að verja. Stórglæsilega að verki staðið hjá Sverri. Eftir markið sóttu KR-ingar nokkuð stíft en Eyjamenn vörðust og tókst að bægja frekari hættu frá marki sínu. í seinni hálfleik hafði ÍBV vindinn í bakið og er skemmst frá að segja, að ÍBV réði lögum og STAÐAN STAÐAN í 1. deild er nú þessi: ÍBK 5 2 3 0 9-1 7 KR 5 3 11 6-4 7 Fram 4 13 0 6-4 5 ÍA 4 2 11 7-5 5 ÍBV 5 2 12 4-3 5 Valur 4 12 1 5-4 4 Víkingur 5 2 0 3 7-9 4 KA 5 2 0 3 6-10 4 Þróttur 5 113 3-10 3 Haukar 4 10 3 3-8 2 Markhæstu leikmenn eru: Sveinbjörn Hákonarson ÍA 5 Pétur Ormslev Fram 3 ÍBV— KR 0:2 lofum á vellinum, sótti nær lát- laust allan hálfleikinn, en þrátt fyrir það þurfti Magnús Guð- mundsson markvörður KR sjaldan að beita sér verulega við mark- vörsluna. Eyjamenn féllu í þá gryfju að dæla inn háum send- ingum á miðjuna þar sem KR-vörnin var þéttust í stað 'jess að leika upp kantana, halda bolt- anum niðri, og senda jarðarbolta fyrir markið. Besta tækifæri Eyjamanna kom þegar Ómar Jó- hannsson átti gott skot í stöng, þá varði Magnús tvívegis vel, fyrst frá Erni Öskarsssyni og síðan frá Ómari. Eyjamenn léku stífan sóknar- leik en KR-ingar skutu inn á milli skyndisóknum. Á 82. mín. var dæmd aukaspyrna á ÍBV á víta- teigslínu upp við endamörk. Sverrir Herbertsson sendi jarð- arbolta fyrir markið þar sem Sigurður Indriðason stýrði boltan- um laglega í netið framhjá Ársæli. 2—0 fyrir KR og úrslit þessa leiks ráðin. KR-ingar flugu því kampakátir heim með stigin tvö og láta fara vel um sig á toppnum. Liðið sem kom upp úr 2. deild hefur spjarað sig.vel, 7 stig úr fýrstu 5 leikjum sínum. Það er mikil barátta í liðinu, barist um hvern bolta. Annars setti það nokkurn blett á liðið í þessum leik, að leikmenn • Jón Oddsson hefur betur í viðureign við einn varnarmanna Vestmannae Lj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.