Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979
Hvernig
spara má
bensín
An efa hafa margir bfleigend-
ur lítið hugsað um hvernig þeir
gætu bezt hagað akstri sínum
með tilliti til bensíneyðslu. Menn
aka til og frá vinnu. einir á ferð
og þurfa e.t.v. ekki að nota bfl
sinn í vinnunni og má því segja
að ódýrara sé í þeim tilvikum að
notast við ferðir strætisvagna.
Margir þurfa þó að nota bflinn í
vinnunni og mörgum hentar illa
að ferðast með strætisvögnum.
þeir þurfa að reka ýmis erindi í
leiðinni.
En þar sem við ökum svo mikið
og teljum nauðsynlegt. enda oft-
ast til þæginda og hagræðis. að
nota bflinn. þá er ekki úr vegi að
tína til nokkur atriði er verða
mættu til að draga úr bensín-
eyðslu. Þessi atriði sem hér eru
nefnd eiga við alla bfla. eyðslu-
freka sem sparneytna. og eru þau
dregin saman úr tímaritum og
samtölum við bifvélavirkja.
Að hafa vélina ætíð vel og rétt
stillta og í fullkomnu lagi. Með því
vinnur hún léttast og bezt.
Að nota innsogið sem minnst.
Aka ekki á því nema fyrst í stað,
rétt á meðan bíllinn er kaldur, en
ýta því síðan inn.
Að þeysa ekki af stað meðan
bíllinn er kaldur. Það ýtir mjög
undir eyðslu af menn flýta sér af
stað að morgni og gefa mikið inn.
Að „vera blíður við bensíngjöf-
ina“ í öllum akstri, eins og einn
bifvélavirkinn orðaði það, gefa
ekki of mikið inn þegar ekið er af
stað, æða ekki áfram þegar græna
ljósið kemur o.s.frv., enda er
hranalegur akstur vafasamur
tímasparnaður. Því meira sem ýtt
er á bensíngjöfina því meira elds-
neyti fer í brennsluna og það getur
jafnvel skipt lítrum á einni bæjar-
leið ef ekið er með látum.
Að hafa réttan þrýsting í hjól-
börðum. Jafnvel mætti frekar
hafa hann meiri en uppgefið er, en
þó ekki svo að bíllinn verði til
muna hastari né að hjólbarðar
slitni um of.
Að skipta reglulega um kerti,
platínur, loftsíu og bensínsíu og
smyrja reglulega, því að grund-
vallaratriði er að alíir bílhlutarnir
snúist létt og eðlilega.
Að bremsurnar séu rétt stilltar,
þannig að þær liggi ekki út í.
Að aka á sem jöfnustum hraða á
langkeyrslu úti um land. 55—70
km hraði hentar oft vél og er
undir flestum kringumstæðum
hæfilegur.
( % * mmftá i' i .. 1 1 Samanhurður bensín- og dísilvéla
kostir ííallar
hljóðlát ódýrari í innkaupi skemmtilegri í akstri sparneytin ódýrt eldsneyti minna viðhald
dýrt bensín eyðslufrek meira viðhald hávaðasöm þungaskattur dýrari í innkaupi slappara viðbragð snúningar vegna álesturs
Kaupverð dísilbifreiða
meira en rekstur ódýr-
ari en á bensínbílum
Á tímum síhækkandi bensínverðs hafa menn e.t.v. velt
því enn meira fyrir sér en áður hvort hagkvæmara sé að
eiga og reka bfl með dísilvél. Mbl. leitaði til tveggja
bflaumboða til að heyra mismun á kaupverði bfla með
þessum tvenns konar vélum, en hann er sem kunnugt er
allnokkur. Þá hafa verið settar saman töflur yfir
rekstrarkostnað bensín- og dísilbfla miðað við 10—25 þ.
km akstur, þ.e. bensín- og olíunotkun ásamt þunga-
skatti sem eigendum disilbfla er gert að greiða.
Hjá Heklu hf fengust þær upp-
lýsingar að margir hefðu spurst
fyrir um það á síðustu mánuðum
hversu mikið dísilbílarnir kostuðu
og þá einnig spurst fyrir um
þungaskattinn. Sagði sölustjórinn
að nú væri t.d. Volkswagen Golf
fáanlegur með bensín- eða dísilvél
og kostaði bensínbíllinn kringum
4,2 m. kr. en bíllinn með dísilvél-
inni rúmar 4,9 m. kr. Sagði sölu-
stjórinn að um þessar mundir
væri næstum þriðji hver Golf-bíll
sem verksmiðjan framleiddi með
dísilvél eða kringum 800 bílar af
hverjum 3000. Þá sagðist sölu-
stjórinn hafa orðið mjög var við
þá stefnu margra er væru í bíla-
hugleiðingum að fara úr stórum
bílum í litla og spurningin um
eyðslu væri nú yfirleitt efst á
blaði, en áður var það spurningin
um hversu hátt væri undir bílana.
Það sem sölustjórinn sagði að
helzt vægi á móti hærra innkaups-
verði dísilbíla væri m.a. minni
eyðsla eða kringum 6,5 á móti
rúmum 8 og væri þar miðað við
akstur úti á landi, en á móti þessu
kæmi hins vegar skatturinn, ann-
að hvort fastagjald eða 11,10 kr. á
hvern ekinn km.
Hjá Hafrafelli var upplýst að
mismunur á innkaupsverði
Peugeot-bíla af 504 gerð væri um
milljón, bensínbíllinn kostaði
rúmar 6,2 og dísilbillinn 7,2.
Eyðsluna taldi hann um 7 á
dísilbíl en 12 á bensínbíl. — Það er
mun meira spurt um disilvélar,
sagði umboðsmaðurinn, en t.d. má
nefna að áður fyrr var nokkuð
erfitt að selja 2—3 ára gamla
dísilbíla af þessari gerð, en nú
rjúka þeir út. Ég held að það sé
vegna þess að fólk vill reyna að
draga úr eldsneytiskostnaði og
óhætt er að segja að dísilbíll er
fljótur að borga sig ef ekið er
eitthvað að ráði og jafnvel þarf
ekki svo mikinn akstur þar sem
dæmið er að verða svo óhagstætt
fyrir eigendur bensínbíla. Það má
einnig nefna að dísilbílar eru oft
mun léttari í viðhaldi, eru ending-
arbetri, en hins vegar eru þeir
kannski örlítið slappari í við-
bragði og eru oft hávaðasamari.
Það sem m.a. má finna dísilvél-
um til foráttu er að á þær er
lagður hinn margnefndi þunga-
skattur. Er hann í dag kr. 276.800
fyrir bíla allt að 2.000 kg og
bætast síðan við fyrir hver 200 kg
þar fram yfir nokkur þúsund
krónur. Þannig er fastagjald af 3
tonna bíl komið í 371.750 kr., en
geta skal þess, að langflestir
fólksbílar eru undir 2 tonnum.
Hins vegar þarf ekki að greiða
þetta fastagjald frekar en menn
vilja, en verða þá að láta setja
sérstaka mæla í bílana er kosta
kringum 80—100 þúsund krónur
og greiða kr. 11,10 fyrir hvern
ekinn km, en hækkun mun jafnvel
standa fyrir dyrum. Er lesið af
mælunum þrisvar á ári og er síðan
greitt eftir álestur. Er yfirleitt
gefið upp kringum 20 daga tímabil
í janúar, maí og september til að
ökumenn geti komið í bifreiða-
eftirlit og látið skrá akstur sinn.
Auk þessara snúninga má telja
mjög aukið innkaupsverð til galla,
en hins vegar kemur minni rekstr-
arkostnaður á móti og mætti því
ætla skv. meðfylgjandi töflum að
heldur ódýrara sé jafnan að reka
dísilbíl en bensínbíl.
Tafla I Dieselbfll Tafla II Benzínbfll
Akstur km Olíunotkun km þunvtaskattur Alls km 71/101 Akstur km eyðsla 7 1 10 1 121
fastavcjald 355.201/'
10.000 78.400 / 276.800 / 388.800 10.000 179.200 256.000 307.200
189.400/'
X 112.000 111.000 / 223.000
117.600 / skv. mæli 394.400 /
/
15.000 276.800 /'l44.800 15.000 268.800 384.000 460.801/
/ 168.000 166.500 284.100/'
/334.500
196.000 / 276.000 472.800i/"
25.000 / 556.800 25.000 448.000 640.000 768.000
473.500Z'
/ 280.000 277.500 /557.500