Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 29 Birgir IsL Gunnarsson: Forðast ber öfgar í skipulagsmálum Samtökin Líf og land stóðu fyrir lofsverðu framtaki hér í Reykjavík um aðra helgi. Laugardag og sunnudag fór fram fjölþætt hátíð við Kjarvalsstaði með fjölbreyttum dagskráratriðum fyrir unga sem gamla og útimarkaði á Mikla- túni, þar sem jafnframt var komið fyrir leiktækjum. Þrátt fyrir óhagstætt veður og harða samkeppni við landsleik á laugardag og sjómannadags- hátíðarhöld á sunnudag, kom mikill mannfjöldi á staðinn þessa tvo daga og undu menn sér hið bezta. Slíkt frumkvæði borgaranna er til fyrirmyndar og vonandi að áframhald verði á starfsemi þessa dugnaðarfólks, sem forystu hefur í þessum samtökum. Maður og borg I tengslum við hátíðina var haldin ráðstefna að Kjarvals- stöðum, sem bar heitið „Maður og borg“, þar sem rætt var um ýmsa þætti er varða lífið í borginni. Flutt voru 23 erindi og miklar umræður urðu um ýmis atriði, sem máli skipta. Athyglisvert var. t.d. að fylgjast með umræðunum um „skipulag og nýsköpun", en þar lögðu ýmsir ungir arkitektar og sérfræðingar orð í belg og sögðu sínar skoðanir. Þegar á slíkar umræður er hlustað, getur maður ekki varizt þeirri hugsun, að skoðanir ýmissa sérfræðinga á skipulagsmálum séu æði tízku- kenndar og ákveðnar stefnur eða fyrirbæri gangi í bylgjum og hafi oft tilhneygingu til að fara út í öfgar. Orð í tíma töluð Varnarorð, sem Gestur Ólafsson arkitekt flutti, voru því orð í tíma töluð, en hann varaði við þeirri hugsun, að ofmeta möguleika skipulags til að leysa alls konar vandamál og að menn yrðu að sýna umburðarlyndi gagnvart skoðunum hvers ann- ars í skipulagsmálum. Öfgar í umræðum um þessi mál og í framkvæmd þeirra eru alltof algengar. í skipulagsmálum eins og annars staðar gildir hið forn- kveðna, að allt orkar tvímælis þá gjört er. Stóri sannleikur í skipulagsmálum verður aldrei til. Öf gar í skipulags- málum I Reykjavík hafa menn ekki farið varhluta af öfgum í skipu- lagsmálum. Nokkur dæmi um það skulu nefnd. Á árunum eftir stríð og allt fram undir 1960 (jafnvel lengur) var það ríkjandi stefna, að allt gamalt skyldi rifið og nýtt byggt upp í staðinn og að ekkert tillit skyldi taka til þess gamla, þegar nýtt væri byggt. Það voru öfgar. Á síðustu árum hafa verndunar- sjónarmiðin hinsvegar gengið út í öfgar, þegar helzt ekki má hrófla við neinu án stórfelldra mótmæla. Hér vantar enn hinn gullna meðalveg, þar sem menn sýni skoðunum hvers annars umburðarlyndi. íbúðarbyggð — atvinnuhúsa- byggð Þegar aðalskipulag Reykja- víkur var samþykkt 1965, var það eindregin skoðun skipulags- fræðinga, að gera ætti sem mestan greinarmun á íbúðar- byggð og atvinnuhúsabyggð. Þessi skoðun kom frá útlöndum. Nú er önnur stefna ríkjandi og menn sjá nú, að í hinni fyrri fólust nokkrar öfgar og rétt sé að blanda meir þessum mikil- vægu þáttum í skipulagi. Staðlað skipulag Á árunum upp úr 1960 gagn- rýndu skipulagsfræðingar mjög hin nýju íbúðarhverfi í borginni, þau væru ósamstæð og þar ægði saman, jafnvel í húsum hlið við hlið, hinum ólíkustu stíltegund- um. Niðurstaðan varð sú að sveiflast var yfir á hina hliðina. Byrjað var í Fossvogshverfinu og þar gert mjög bundið skipu- lag, þar sem allt hverfið var steypt í sama mót. Út úr þessu öfgakennda, rígbundna skipulagi höfum við ekki ennþá komizt. Þétting byggðar Undanfarna mánuði hefur nýtt Iausnarorð í skipulags- málum orðið æ fyrirferðarmeira, en það er „þétting byggðar“. Þá er ekki átt við þéttingu í gamla bænum, eins 'og endurskoðaða aðalskipulagið gerði ráð fyrir, heldur með því að byggja á ýmsum auðum svæðum í borg- inni. Enginn vafi er á því, að það er hægt í ákveðnum mæli, en einhvern veginn er eins og öfgarnar ætli að ná tökum á þessu máli, því að nú er varla til sá græni blettur eða útivistar- svæði 'í borginni, sem ekki er verið að velta fyrir sér að taka undir byggingar að einhverju eða öllu leyti. Fara verður í þetta mál með stakri gát, því að útivistarsvæðin eru ekki sízt frátekin fyrir komandi kynslóðir í borginni, sem eiga að geta mótað þau og notað eftir eigin höfði, en við sjáum að notkun þeirra fer mjög vaxandi með auknum frístundum borgarbúa. Fólkið í öndvegi Samtökin Líf og Land hafa sýnt það og sannað, að þeirra markmið er að setja fólkið í öndvegi með þess mismunandi þörfum og áhugamálum. Fólkið í borginni verður aldrei staðlað sem betur fer. Ég vonast til að samtökunum auðnist að stuðla að betra umhverfi í lifandi borg í þágu fjölþætts einkalífs og at- vinnulífs borgarbúa. Æfingar á„ Óðali feðranna” hefjast á morgun: „íslenzk kvikmyndagerð er erfið en spennandi vegna veðráttunnar,“ sögðu þau. Talið frá vinstri: Guðrún Sigríður, Hrafn og Ragnheiður. Ljósm. Mbi. Krístján. „Þar éta menn hug- sjónir og lifa á þeim ” —segirHrafn Gunnlaugsson höfundur og leikstjóri ÆFINGAR aö kvikmynd- inni „Óðal feðranna“ hefj- ast á morgun. Fer þá fyrsti hópur leikara og starfsmanna upp í Borgar- fjörð, þar sem æfingar fara fram. 30 leikarar hafa þegar verið valdir, en þeir verða alls um 40 tals- ins. Margir koma til með að vinna að gerð kvik- myndarinnar, sem verður breiðtjaldsmynd, 90 mín- útna löng. Leikstjóri og höfundur verksins er Hrafn Gunnlaugsson, að- stoðarleikstjóri Valgarð Guðjónsson. Mbl. ræddi við Hrafn Gunnlaugsson, Ragnheiði Harwey, sem sjá mun um förðun og skriffinnsku og Guðrúnu Sigríði Haralds- dóttur en hún mun sjá um allt er viðkemur búning- um leikaranna. — Hver er boðskapur myndarinnar? Hrafn: Myndin fjallar um fjölskyldu í sveit í dag, lífsbaráttu hennar. Höfuð- persónan er yngri sonurinn á bænum. Segir frá baráttu hans fyrir því að fá að ákveða sitt eigið líf sjálfur — ráða sinni eigin framtíð. Myndin fjallar um íslenzkan raunveruleika, eins og hann gerist í dag, þannig að trú- lega munu einhverjir sjá sjálfa sig í myndinni. Manni hefur þá fyrst tekist að fjalla um raunveruleikann, þegar áhorfendunum finnst að þeir kannist við sjálfa sig og myndin tekur heima í hans eigin hugarheimi. Og því fleiri, sem munu hafa það á tilfinningunni, að at- burðirnir sem gerast í myndinni séu sóttir í þeirra eigin umhverfi, því betra. Þá fyrst hefur okkur tekist upp. — Er þörf á að farða leikarana, fyrst myndin á að vera þetta raunveruleg? Ragnheiður: Tilgangurinn með förðun er ekki að fegra fólkið. Fólkið sem við höfum valið hefur allt það sem við erum að leita að. En það þarf að gera ýmsa hluti — það koma fyrir slys — við þurfum að hafa einn leikaranna þreytt- an í einu atriðinu, fölan í öðru, grátbólginn o.s.frv. Við tökum kannski hluta af atriði einn daginn og fram- haldið ekki fyrr en eftir marga daga, jafnvel vikur. Þá varður allt að vera eins, hárlokkar, andlitslínur o.fl. En galdurinn við að sminka er sá, að það má aldrei sjást að átt hafi verið við útlit viðkomandi. Hrafn: Já, það er rétt hjá Ragnheiði. Við völdum fólk- ið með það í huga, að maður trúi því að það sé komið beint úr þessu umhverfi. Þegar maður fjallar um veruleikann þá er mikið atriði að hafa það á tilfinn- ingunni að viðkomandi per- sóna hafi raunverulega gengið í gegnum þessa at- burði, en það sé ekki verið að leika þá og búa til per- sónur. Ákveðin leið er valin í þessu tilfelli, en það er síður en svo verið að segja, að þetta sé eitthvað algengt, þvert á móti. — Hvað með búninga? Guðrún Sigríður: Eg er nú einmitt á leið upp í Borgarfjörð til að athuga klæðnað fólks. Ég fer í Borgarnes og á bæina og athuga hvernig fólk klæðist daglega t.a. m. þegar það fer að verzla, við mjaltir o.s. frv. og vinn síðan út frá því. Ekki að ég telji að fólk upp til sveita sé eitthvað öðru- vísi klætt en fólk hér í Reykjavík. En það er til- finningin sem maður verður að fá til að geta útfært klæðnað leikaranna í mynd- inni. Hrafn: Menn halda oft, að kvikmynd sé eins manns verk. En kvikmynd er sam- vinna margra aðila. Útkom- an er ekki sízt undir því komin hvernig samvinnan gengur. Það er hægt að yrkja ljóð einn en kvikmynd verður ekki til nema margir geti sameinast um eina hugsun. Þau tóku sérstaklega fram, að allir þeir sem munu vinna að kvikmynda- gerðinni gerðu það í sjálf- boðavinnu, eða eins og Hrafn sagði: „Menn éta hug- sjónir og lifa á þeim.“ Þau sögðust einnig vilja nota tækifærið og koma sérstöku þakklæti til allra þeirra sem leitað hefði verið til. „Hversu vel tekst til er mikið undir því komið hvaða móttökur við fáum á þeim stöðum, sem við þurfum að vera á. Hlýjar móttökur geta gert útslagið um, hvort tekst að halda réttum vinnuanda,“ sagði Hrafn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.