Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 19.06.1979, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Valtýr Pétursson: Misnotkun listasafns Þau mistök urðu í blaðinu s.l. sunnudag, að síðari hluti grein- ar Valtýs Péturssonar, „Mis- notkun listasafns“, féll niður. Greinin er birt hér í heild: Þeir, sem muna örfá ár aftur í tímann, minnast þess, er Ragnar Jónsson í Smára tók heldur betur til hendi og færði Alþýðu- sambandi íslands gríðarmikla gjöf af mörgu því besta í íslenskri myndlist, sem hann hafði sankað að sér um langa tíð. Þessi rausnarlega gjöf fékk heit- ið LISTASAFN A.S.Í. og hefur líklegast verið vandræðabarn þessara fjölmennu landssam- taka, alla tíð síðan Ragnar gaf það. Að vísu hefur verið unnið ágætt starf með þessu safni á þann hátt að senda sýningar um landsbyggðina og koma fólki þar í tengsl við myndlist. Sumir kunningjar mínir í kaupstöðum og þorpum landsins hafa sagt mér hverja þýðingu slíkar sýn- ingar hafi haft fyrir sig. En hér í höfuðborginni hefur þetta stór- kostlega safn, sem frú Margrét Jónsdóttir jók myndarlega við fyrir r.okkrum árum, verið á vergangi og ætíð í miklu hús- næðishraki. Ragnar Jónsson gaf út ágæta listasögu íslenska, og er hún rituð af Birni Th. Björns- syni. Þessa bók gaf Ragnar einnig A.S.Í. til að afla fjár til byggingar undir safnið, en lítið hefur farið fyrir byggingu handa safninu, og ég er hræddur um, að sala þess verks hafi ekki gengið sem ætlast var til. Hvað um það, á næsta leiti mun vera sama- staður fyrir Listasafn A.S.I., og ef sú sögusögn er á rökum reist, skal því sannarlega fagnað. Fyrir nokkrum árum gerðist það, að hluti af þessu safni var hengdur á veggi einnar peninga- stofnunar hér viö Laugaveginn, Alþýðubankans auðvitað. Ég varð nokkuð hissa á þessari ráðstöfun, og ég man, að ég hafði samband við þáverandi forstöðu- mann safnsins og spurði hann, hvort hann gerði-sér grein fyrir hvert stefndi, ef verk listamanna yrðu lánuð til þeirra aðila, sem einna helst væru kaupendur að listaverkum í okkar litla þjóð- félagi. Hjörleifur Sigurðsson svaraði því til, að hér væri aðeins um millibilsástand að ræða og að Alþýðubankinn mundi kaupa sín eigin listaverk, eins og aðrir bankar, á næstu árum. Þar með var málið útrætt að sinni, og síðan hefur orðið mikil breyting í þjóðfélagi okk- ar. Til dæmis hefur verið lagt 30% vörugjald á allan efnivið til listsköpunar og gengi margfald- að, þannig að alltaf verður erfið- ara og erfiðara að koma saman listaverkum meðal þeirrar þjóð- ar, sem telur sig gáfuðustu þjóð heims. Ýmislegt annað má til telja, en verður látið kyrrt liggja að sinni. En það skulu allir muna, að hér í okkar dvergþjóð- félagi eru aðeins örfáar stofnan- ir, sem kaupa listaverk og styðja þannig að listsköpun meðal Islendinga. Ragnar Jónsson var í sérflokki hvað þetta snerti, og enginn, sem ég þekki til, hefur látið sér jafn ánnt um hag listamanna og hann. Ef þá hægt er að tala um hag listamanna, t>ví að sannast mála eru kjör listamanna þannig hér á íslandi, að þeir ná því ekki að teljast láglaunafólk, en verða að skapa sér lífsviðurværi á öðrum vett- vangi, og almáttugur einn má vita, hverju er kastað á glæ með slíku ráðalagi. Lifi nokkur þjóð- félagshópur á guði og gaddinum, þá eru það listamenn okkar. Svo er það fyrir nokkrum dögum, að fréttir berast í fjöl- miðlum um, að sett hafi verið upp sýning á verkum Jóns heit- ins Stefánssonar í nýlega inn- réttuðum Alþýðubanka við Laugaveginn. Nýr forstöðumað- ur Listasafns A.S.Í. er hróðugur og lætur mynda sig fyrir framan dýrgripina, sem hengdir hafa verið á veggi bankans, og lýsir því yfir, að þetta sé aðeins fyrsta sýning af mörgum, sem eigi eftir að fylgja í kjölfar þessarar. Auðvitað er hér um verk í eigu Listasafns A.S.Í. að ræða, en hafi ég misskilið þetta atriði, verð ég að draga í land. Mér vægast sagt brá í brún. Átti nú að byrja sama leikinn aftur og lána verk úr listasafni til að skreyta veggi Alþýðubankans? Var svo komið fyrir þessu fyrir- tæki, að það gat ekki eins og aðrar stofnanir af slíku tagi keypt verk hjá listamönnum til að skreyta veggi sína? Þessi sýning á verkum Jóns Stefáns- sonar er að visu stórkostleg og sýnir Jón í öllu sínu veldi, en forsendurnar fyrir henni eru hreinasta hneyksli, vægilega til orða tekið. Ég hafði samband við einn af þeim listamönnum, sem átti málverk á fyrri sýningu í þessum banka, og spurði hann, hvort hann hefði fengið þóknun fyrir lánið á mynd sinni. Hann kvað nei við. Þarna á í hlut einn af okkar yngri mönnum, sem verður að berjast upp á líf og dauða til að geta stundað mynd- list. En hinn aðilinn er enginn annar en Alþýðusamband íslands, sú stofnun, sem telur það sitt aðalverkefni að hugsa um hag láglaunafólks, hvað þá þeirra, sem ekki ná þeim flokki. Hvergi hjá siðmenntuðum þjóðum, sem ég þekki, til, við- gengst það, að hægt sé að ganga í söfn og fá að láni dýrgripi til að flikka upp á aðrar stofnanir. Það væri hliðstætt, ef gengið væri inn í Árnasafn og þaðan tekin handrit af Skarðsbók, Hauks- bók, Landnámu og fleiru, en síðan dreift í hótelanddyri borg- arinnar yfir ferðamannatímann. Það sjá allir, sem einhvern snefil af virðingu hafa fyrir menningu, að slíkt er ekki hægt að gera. En Listasafn A.S.Í. lætur sig ekki muna um slíkt. Sé fjárhagur Alþýðubankans svo aumur, að hann hafi ekki efni á að kaupa sér listaverk, þá væri til dæmis ekki nein frágangssök, að bank- inn byði listamönnum að halda sýningar á verkum sínum, sem þá yrðu til sölu. Það væri strax í áttina og mun viðfelldnara en núverandi slys. Satt að segja gekk svo yfir mig, hvernig farið er að þessum hlutum í AlJjýðu- bankanum og hvernig A.S.I. hef- ur hagað sér, að ég sneri mér til Rangars Jónssonar og spurði hann um álit hans á þessu máli. Ragnar Jónsson hafði þetta að segja: Myndasafnið, sem ég hef beðið Alþýðusambandið að kynna og varðveita til handa fólksins í landinu og komandi kynslóða að rísla sér við, var afhent á sínum tíma án allra skilyrða og skuld- bindinga frá minni hendi. Af því leiðir, að gagnrýni þín hittir mig ekki beinlínis. Áthugasemdir þínar útaf sýningu A.S.Í., eru mjög athyglisverðar. Þó listunn- andi eignist verk eftir víðfrægan málara, sem hann hefur greitt fullu verði, þýðir það auðvitað engan veginn, að hann hafi tryggt sér rétt til að nota verkið eftir geðþótta til auglýsinga fyrir óskyldar stofnanir. Ekki kom mér til hugar, að þessi gjöf mín yrði til þess að þrengja kost listamanna í landinu. Þannig svaraði Ragnar Jóns- son. Þessi greinarstúfur gæti verið lengri, en látum þetta nægja. Ég held að ekkert fari hér milli mála, og ef þeir, sem í hlut eiga, hrökkva upp af værum blundi, er tilganginum náð, og slíkir atburðir ættu ekki að endurtaka sig. Valtýr Pétursson Iðnskólinn býr við mik- inn húsnæðisvanda Frá afhendingu myndsegulbandsins talið f.v. Skúli G. Johnsen. Otto Michelsen, Adda Bára Sigfúsdóttir, Gísli Teitsson, Bergljót Li'ndal, Grímur Laxdal. Páll Gíslason og Hermann Karlsson. Myndsegulband á Heilsuverndarstöðina 74. STARFSÁRI Iðnskólans í Reykjavík lauk nú fyrir skömmu. AJls útskrifuðust 340 nemendur að þessu sinni. Bestum námsárangri náði Arnar Sigmarsson, húsasmíða- nemi, en næstbcstum árangri náði Bergþór Einarsson, húsasmiða- nemi. Við skólaslitin voru afhent mörg vcrðlaun þeim nemendum skólans. sem á einhvern hátt höfðu skarað fram úr í námi sínu. Nemendafjöldi í skólanum á þessu skólaári var 1235, þar af voru 76 í tækniteiknun og 42 í meistara- skóla. Á haustönn var kennt í 53 deildum og 60 á vorönn. Til viðbótar við reglulegan nemendafjölda koma 900 nemendur, sem stunduðu nám við skólann á námskeiðum eða tóku próf utanskóla og verður þá heildarfjöldi nemenda 2132. Námsframboð skólans er: 1. Samingsbundið námií rúmlega 40 iðngreinum, þar sem nemendur eru á samningi hjá meistara í viðkomandi iðngrein, en sækja hluta af námi sínu til skólans. 2. Verknámsdeildir í málmiðnum, tréiðnum, rafiðnum, hársnyrti- iðnum, fataiðnum og bókaiðnum. Nám fyrsta ársins er undirstaða fyrir 18 framhaldsdeildir. í þessúm verknámsdeildum er nemendum séð fyrir bæði verklegri og bóklegri kennslu, en jafnframt er hluti náms- ins verkþjálfun undir eftirliti skólans. 3. Tækniteiknaraskóli. 4. Meistaraskóli. Námstíminn í verknámsdeildum er frá rúmlega ári til 3ja ára eftir því hvaða iðngrein verður fyrir valinu. Nám í flestum iðngreinum tekur 2 ár í skóla og eitt til eitt og hálft ár í starfsþjálfun í atvinnulíf- inu. Húsnæði skólans á Skólavörðu- holtinu er gjörnýtt, og að auki er kennt í 9 bóknámsstofum og 1 verknámsstofu í Vörðuskóla og 2 verknámsstofum í Ármúlaskóla. Mikii óvissa ríkir um áframhaldandi afnot af þessu viðbótarhúsnæði, sem að auki er of lítið og er því bráðnauð- synlegt fyrir skólann að fá leyfi og fjárveitingu til að byggja á lóð við Bergþórugötu, sem skólinn hefur átt síðan árið 1973. Kennarar við Iðnskólann í Reykja- vík eru 134 og annað starfslið telur 14 manns. Skólastjóri er Þór Sandholt og aðstoðarskólastjóri er Halldór Arnórsson. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fékk nýlega að gjöf frá Radiobúðinni h.f. fullkomið myndsegulbands- tæki ásamt nokkru magni af myndsegulbandsspólum. Er ætlunin að nota tækið bæði við fræðslustarf fyrir al- menning á vegum hinna fjöl- mörgu deilda stofnunarinnar svo og vegna fræðslu fyrir starfsfólk. Gjöfinni veittu móttöku fulltrúar heilbrigð- isráðs og framkvæmdanefnd Heilsuverndarstöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.