Morgunblaðið - 19.06.1979, Side 47

Morgunblaðið - 19.06.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 47 Helmings- verðlækkun á tómötum og gúrkum SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna hef- ur ákveðið að lækka verð á tómöt- um og gúrkum þessa viku um helming í kynningarskyni. Heild- söluverð á tómötum, fyrsta verð- flokki verður þessa viku G00 krón- ur og í smásölu kostar kflóið milli 800 og 850 krónur. Kflóið af gúrk- um fyrsta verðflokki kostar í heild- sölu meðan á kynningarvikunni stendur 400 krónur og í smásölu um 550 krónur. Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélagsins, sagði að þessi verðlækkun væri framhald á því kynningarstarfi, sem hafið var á sl. sumri og þeir vildu með þessu gefa fólki kost á að kaupa þessar vörur á sem hagstæðustu verði á þeim tíma, er framleiðsla þeirra væri í hámarki, í stað þess að þurfa að setja stóran hluta framleiðslunn- ar í niðursuðu. Sem fyrr sagði gildir þetta verð fram að næstu helgi. Rafveitan aðstoðar niðnrgöngulaxinn Hrönn Baldursdóttir f jölskyldu sína. veitir farmiðanum viðtöku fyrir sig og Fjölskylduboð Æsk- unnar og Flugíeiða HRÖNN Baldursdóttir, 14 ára, Jörfabakka 30, Reykjavík, hlaut fyrstu verðlaun í Verðlaunasam- keppni Æskunnar og Flugleiða þegar dregið var úr réttum lausnum. Verðlaunin eru ferð til Hækkun iðgjalda dugði ekki fyrir tjónakostnaðinum Frá aðalfundiHagtryggingar Á AÐALFUNDI Hagtryggingar sem haldinn var fyrir skömmu kom m.a. fram í skýrslu for- manns, Ragnars Ingimarssonar, að árið 1978 hefði verið félaginu óhagstætt þar sem hækkun ið- gjalda hefði ekki dugað til að mæta hækkunum á rekstrar og tjónakostnaði. Heildartekjur fé- lagsins voru um 361 milljón og höfðu iðgjaldatekjur þar af auk- ist um 58,5% eða 116,9 milljónir króna. Fram kemur í frétt frá félaginu að sú mikla verðbólga er ríkt hafi í þjóðfélaginu undanfarin ár hlyti að færa ýmislegt úr skorðum og hefði veruleg áhrif til hins verra á bótasjóði vátryggingarfélaga, sér í lagi bifreiðatrygginga. Þessu hefði verið mætt með síhækkandi ið- gjöldum sem oftast hefðu ekki nægt til að mæta tjónum og kostnaði. Rekstrartapi af reglu- legri vátryggingarstarfsemi fé- lagsins hefði verið mætt með hreinum fjármunatekjum, leigu- tekjum og gengishagnaði. Heild- arafkoman hefði því orðið sú að hagnaður af rekstri hefði numið 8,5 m.kr. þegar tekið hefði verið tillit til skatta og 'afskrifta. Valdimar J.Magnússon fram- kvæmdastjóri gerði á fundinum grein fyrir rekstrarhorfum á þessu ári. Taldi hann að sú stefnubreyting, sem fram hefði komið hjá yfirvöldum s.l. 2 ár á nauðsyn þess að vátryggingarið- gjöld væru ákvörðuð með tilliti til þess að þau nægðu til að mæta tilkostnaði og skuldbindingum vátryggingarfélaganna, hefði ver- ið fyrir borð borin á þessu ári. Heimiluð hefði verið 44% hækkun iðgjalda á grundvelli verðlagsspár um 35% verðbólgu sem var aug- Ijóslega óraunhæf á þeim tíma sem ákvörðun var tekin um og yrði fyrirsjáanlega mun óhag- stæðari þegar fram í sækti með fyrirsjáanlegu tapi í þessari grein. Ljóst væri að verðákvörðun bif- reiðatryggingarfélaga, sem byggðu á spám um verðlagsþróun á tryggingartímabilinu gætu reynst vátryggingafélögum mjög hættulegar og rýrt fjárhagsstöðu þeirra mjög ef verðlagsspár reyndúst óraunhæfar. Neytendum væri enginn greiði gerður með niðurgreiddum iðgjöldum, sem skertu gjaldþol tryggingarfélaga og þar með þá tryggingarvernd sem þeir teldu sig vera að greiða fyrir. Reynslan sýndi að verð- stöðvunarlögin, sem hagstjórnar- tæki hefðu gengið sér til húðar fyrir löngu og væru sú hætta fyrir hendi að afgreiðsla ríkisstjórnar- innar yrði pólitísk í stað þess að vera fagleg. Endurkjörið var í aðalstjórn og skipa hana: Ragnar Ingimarsson formaður, Arinbjörn Kolbeinsson varaformaður, Sveinn Torfi Sveinsson ritari og Jón Hákon Magnússon og Þorvaldur Tryggva- son meðstjórnendur. Kaupmannahafnar og má Hrönn bjóða með sér foreldrum sínum og einu systkini til ferðar- innar. Verðlaunasamkeppni Flugleiða og Æskunnar árið 1979 fór fram í blaðinu í vetur og var þátttaka góð að vanda. I þetta sinn var um fjölskylduboð að ræða, þannig að sá sem fyrstu verðlaun hlaut mátti jafnframt bjóða með sér foreldrum og einu systkini. Þetta er í 21. sinn sem efnt er til slíkrar samkeppni og í ár voru verðlaun- in fjölskylduboð, vegna stóraf- mælis Æskunnar, sem verður 80 ára á þessu ári. Dregið var um fleiri verðlaun og flugferðir innanlands og hlutu Laufey Einarsdóttir, Seftjörn, Patreksfirði, og Guðbjörg Ragn- arsdóttir, Torfastöðum, Miðfirði. Bókaverðlaun hlutu Helgi Þór Ingason, Hraunbæ 70, Reykjavík, Gunnar Björnsson, Sandfells- haga, Öxarfirði, og Ágústa Þor- valdsdóttir, Skarði I, Lundar- reykjadal. Jónas Thoroddsen var fulltrúi borgarfógeta er dregið var úr réttum lausnum og við- staddir voru Grímur Engilberts ritstjóri Æskunnar og Sveinn Sæmundsson fulltrúi Flugleiða. Fréttatilkynning ÁÐ undanförnu hafa margir veitt því athygli, að mikill fjöldi niðurgöngulaxa hefur safnast saman við teljaragirðinguna í Elliðaánum. Teljarinn er settur niður vissa dag ár hvert, en nú ber svo við að hoplaxinn er mun seinna á ferðinni en áður. Lax getur synt í teljarann og upp ána, en niður f gegn um hann kemst hann ekki. Var þvf svo að sjá, að hér væri um sannkallaðan biðsal dauðans að ræða. Besti laxinn í hverri á er oft sá sem hrygnt hefur áður og því væri það Elliðaárstofninum ekki til framdráttar að láta laxaskarann veslast upp fyirr ofan teljara- hliðið. Auk þess væri það í meira lagi grimmilegt ef ekkert væri að gert. Garðar Þórhallsson formaður Elliðaárnefndar SVFR sagði í stuttu spjalli við Mbl. í gær, að Rafveitan hefði nýlega látið til skarar skríða og sér ''vitandi tvívegis dregið á og tekið rimlana frá teljaranum. Gallinn væri bara sá, að þetta væri svo óvenjulega mikið nú, að strengurinn ofan teljarans fylltist jafnóðum á ný. „Auðvitað þarf að hleypa laxinum niður reglubundið og það mun rafveitan gera.“ Síðasti dagur sýn- ingar 25 kvenna I DAG, þriðjudaginn 19. júní, er síðasti sýningardagur á verkum tuttugu og fimm ungra myndlistar- kvenna í Ásmundarsal við Freyju- götu. Að sýningunni standa Rauð- sokkahreyfingin og Gallerí Suður- gata 7. Sýningin er í dag opin frá klukkan 17 til 22. Sextán manns fengu fálkaorðu Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN, 17. júní sæmdi forseti íslands eftir- talda 16 íslendinga heiðursmerki hinnar fslensku fálkaorðu. Árna Snævarr, fyrrrv. ráðu- neytisstjóra, stórriddarakrossi, fyrir embættis- og verkfræðistörf. Arnþór Jensen, framkvæmda- stjóra, Eskifirði, riddarakrossi, fyrir viðskipta- og félagsmála- störf. o INNLENT Minni sala vanabind- andi lyfja hér á landi Stórneytendur finnast meðal ekkla, ekkna, fráskil- inna og þeirra sem lítið vinna, að sögn landlæknis SALA vanabindandi lyfja heíur dregist verulega saman á síðustu árum vegna herts eftirlits með sölu þeirra, að bví er fram kom á blaðamannafundi hjá landlækni f s.l. viku. f skýrslu sem landlæknisembættið hefur látið gera kemur það fram að magn ávísaðs amphetamíns og skyldra örvandi lyfja hefur minnkað um 63% á árunum 1976 — 1978. Ávísanir á eftirritunarskyld svefnlyf hefur fækkað um 48,8%, en róandi lyf um 33%. Minnkun á ávísuðu magni sterkra verkjalyíja (narcotica analgesics) ncmur tæpum 20%. Ávísað magn diazcpams (valium) hefur minnkað um 30%. f könnunni kemur það einnig fram að einstakiingum sem fá eftirritunarskyld lyf hefur fækkað úr 7.250 í 4.164 eða um 42,6%. Hcildarmagn eftirritunarskyldra lyfja hefur minnkað um rúmlega 40% á þessum tveimur árum, 1976—1978, og alls hefur einstaklingum sem fá ávísað eftirritunarskyldum og róandi lyfjum fækkað um 5000. Um 17.000 íslcndingar nota róandi lyf um þessar mundir. Á blaðamannafundinum kom það fram að á síðustu árum hefur eftirlit með ávísunum lækna og upplýsingar til þeirra farið sívax- andi. Árið 1975 voru ábendingar um hámarks mánaðarskammta af nokkrum svefnlyfjum og róandi lyfjum sendar læknum. Síðan árið 1976 var, samkvæmt auglýsingu sem birt var, aðeins unnt að ávísa örvandi lyfjum með sérstöku leyfi landlæknis og þá við sérstökum nánar tilgreindum ábendingum. Diazepam-töflur á 10 mg voru teknar af skrá árið 1977 vegna þess að lyfjakannanir höfðu leitt í ljós að einmitt þessi töflustærð var eftirsótt af tiltölulega stórum hópi sjúklinga. Þetta var talin staðfest- ing á ávanahættu af þessu lyfi. Frá árinu 1977 hafa læknum verið send tölvuskráð yfirlit yfir þær eftirritunarskyldu lyfjaávís- anir sem þeir hafa skrifað á einum mánuði og einnig hafa íslenskir læknanemar fengið ítarlegar upp- lýsingar um ávísanareglur lækna í félagslæknifræðinni. Landlæknisembættið hefur eftirlit með lyfjaávísunum lækna og Lyfjaeftirlit ríkisins sér um framkvæmd lyfjaeftirlitsins og er embættinu til aðstoðar í þessu efni. í könnun á fjölda lyfjaávísana í Reykjavík 1972—1976 kemur það fram að miðað við önnur Norður- lönd en Danmörku reyndust læknar hérlendis ávísa mestu af vanabindandi lyfjum. Á fundinum hjá landlækni kom það fram að á milli áranna 1960 og 1970 hefði amphetamin alda skollið yfir þjóð- ina og hefðu þá um 2000 manns notað þetta lyf, en 130 manns nota það nú. Er Ólafur var spurður að því hvort unglingar sæktu í vanabind- andi lyf kvað hann það vera undantekningu ef maður undir tvítugu tæki slík lyf. Sagði hann það e.t.v. vera til í dæminu að unglingar hefðu róandi lyf undir höndum en það væri þá vegna þess að viðkomandi hefði komist yfir þau hjá eldri fjölskyldumeðlimum. Sagði Ólafur að þeir sem helst notuðu þessi lyf væru fráskilið fólk, ekkjur, ekklar og þeir sem lítið ynnu. Hann sagði að þeir sem ynnu mikið, yfir 40—50 stundir á viku, þyrftu sjaldan á slíkum lyfjum að halda, eða aðeins um 2% þeirra. Hins vegar þurfa um 17% þeirra sem vinna lítið sem ekkert á róandi lyfjum að halda. Benedikt Tómasson, lækni, ridd- arakrossi, fyrir læknis- og embættisstörf. Guðmund Arnlaugsson, rektor, riddarakrossi, fyrir störf að skóla- málum. Guðmund Jóhannesson, félags- málaráðunaut, riddarakrossi fyrir störf í þágu áfengissjúkra. Harald Sigurðsson, bókavörð, riddarakrossi, fyrir fræðistörf. Frú Hermínu Sigurgeirsdóttur Kristjánsson, píanókennara, ridd- arakrossi, fyrir störf að tónlist- armálum. Ingvar Vilhjálmsson, útgerð- armann, stjörnu stórriddara, fyrir störf á sviði sjávarútvegs. Jón Björnsson, söngstjóra, Haf- steinsstöðum, Skagafirði, riddara- krossi, fyrir störf að söngmálum. Matthías Bjarnason, fyrrv. ráðherra, stórriddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Dri Selmu Jónsdóttur, forstöðu- mann Listasafns íslands, riddara- krossi, fyrir embættis- og fræði- störf. Frú Sigríði Thorlacius, stórridd- arakrossi, fyrir störf að félags- málum kvenna. Sveinbjörn Jónsson, forstjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf að iðnaðarmálum. Tómas Þorvaldsson, forstjóra, Grindavík, stórriddarakrossi, fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Þorstein Sigfússon, bónda, Sandbrekku, Hjaltastaðahreppi, Norður-Múlasýslu, riddarakrossi, fyir störf að félagsmálum bænda. Þorstein Sveinsson, héraðs- dómslögmann, riddarakrossi, fyrir störf að söngmálum. Unnumink íHólminum Stykkishólmi. 18. júní. UNDANFARIÐ hefur orðið vart við mink hér í hólmanum út úm Eyjar. Gerð hefur verið gangskör að því að vinna á minknum og í dag náðist einn í kauptúninu eftir nokkurn eltingarleik. Það var Bergsveinn Gests- son, sem lagði minkinn að velli í Gullhólma, sem fjarar uppi. Krían sem þessa dagana hefur verið að búa um sig í hólman- um var orðin áberandi stygg og í dag tókst að vinna þennan varg í fuglabyggðum. Þess má geta að Brokeyingar vinni fjölda minka úti í eyjum á hverju sumri. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.