Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 19.06.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 25 r, renndu sér gjarnan á fætur mót- herjanna næðu þeir ekki til knatt- arins. Fengu tveir KR-ingar að sjá gula spjald dómarans fyrir ítrek- uð slík brot. KR liðið er mjög jafnt og enginn sem ákveðið sker sig út úr hópnum. Magnús var öruggur í markinu en ekki reyndi þó veru- lega á hann. I framlínunni voru þeir sprækir Jón Oddsson og Sverrir Herbertsson en Ottó Guðmundsson hinn trausti „ör- yggisvörður" í vörninni. KR-ingar eiga eftir að koma mikið við sögu í mótinu í sumar og hala inn stigin. Eyjamenn komu niður á jörðina með dynk eftir Valssigurinn á dögunum. Barátta leikmanna var nú í lágmarki og lítið um keyrslur og skiptingar. Mjög erfitt er að átta sig á liðinu, stundum leikur það stórgóða knattspyrnu en síðan gengur ekkert upp hjá liðinu í næsta leik. Óskar Valtýsson var besti maður liðsins á laugardag- inn, berst ávallt vel kappinn sá og gefst aldrei upp. Tómas Pálsson og Omar Jóhannsson tóku góða spretti í sókninni en vörnin var nokkuð óörugg að þessu sinni. Ársæll verður ekki sakaður um mörkin. Annað er það sem er frásagn- arvert við þennan leik. Föngulegur kvenmaður, Guðbjörg Pedersen úr Ármanni, sá um línuvörslu í leiknum og skilaði hlutverki sínu með ágætum. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem kvenmaður tek- ur þátt í 1. deildarleik hér á landi. Jafnréttisbaráttan kemur víða við. — hkj. í STUTTU MÁLI: 1. deild, Vestmannaeyjavöllur 16. júní 1979. ÍBV — KRO—2(0—1). MÖRK KR: Sverrir Herbertsson á 30. mín. og Sigurður Indriöason á 82. mín. GUL SPJÖLD:Sigurður Pétursson KR, Guöjón Hilmarsson KR. ÁHORFENDUR:605. jósm. Mbl. Guðlaugur Sigurgeirsson. WMflfH flfflflffl • Víkingar sækja að marki KA í leiknum á Iaugardaginn en hinn efnilegi markvörður Aðalsteinn Jóhannsson er við öllu búinn. Leikmaður no. 7 hjá Víkingi er Heimir Karlsson. Ljósm. Mbl. Emelía. kafsigldu VÍKINGAR unnu stórsigur yfir KA frá Akureyri þegar liðin mættust í Laugardalnum s.l. laugardag. Leikurinn endaði 4:0 og var sigurinn síst of stór því Víkingarnir misnotuðu fjölmörg dauðafæri þar á meðal vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Leikmenn KA áttu afleitan dag að þessu sinni, þeir fengu varla umtalsverð tækifæri og það var eins og baráttuandinn hefði hreinlega orðið eftir á Akureyri. Þetta var fyrsti leikur KA á grasi og kann það að hafa átt hér hlut að máli. Víkingarnir hófu fljótlega stór- sókn að marki KA og hurð hafði tvívegis skollið nærri hælum við mark KA þegar Víkingur skoraði fyrsta markið á 12. mínútu. Vík- ingur fékk þá hornspyrnu, sem kom þegar KA bjargaði í horn eftir að Lárus Guðmundsson hafði átt lúmskt skot í stöngina. Sigur- lás Þorleifsson tók hornspyrnuna og gaf vel fyrir markið. Heimir Karlsson skallaði boltann út ' í teiginn til Lárusar og hann sendi boltann fyrir markið til Ómars Torfasonar. Ómar skaut að mark- inu en á leið sinni fór boltinn í Steinþór bakvörð og af honum í markið. Þremur mínútum síðar lá bolt- inn aftur í netinu. Víkingarnir fengu aftur hornspyrnu frá vinstri og aftur tók Sigurlás spyrnuna. Hann gaf vel fyrir markið, mark- vörðurinn sló boltann út í teiginn til Helga Helgasonar sem skaut viðstöðulausu skoti rétt innan vítateigslínunnar og boltinn hafn- aði efst í markvinklinum fjær, fallegt mark. Það sem eftir var hálfleiksins áttu Víkingarnir þrisvar góð tækifæri en Aðal- steinn markvörður bjargaði ætíð mjög vel og í eitt skipti með úthlaupi, mjög laglega. Sóttu meira móti vindinum Víkingarnir léku á móti strekk- ingsvindi í seinni hálfleik og var þá búist við sókn KA en það var öðru nær. Strax á fyrstu mínútu hálfleiksins brauzt Sigurlás upp að endamörkum hægra megin og Víkingur — KA 4:0 • Sigurlás Þorleifsson átti stór- leik í liði Víkings og hlýtur þessi frábæri leikmaður að fá tækifæri í landsliði fyrr en seinna. gaf boltann fyrir markið til Gunn- ars Arnar. Opið markið blasti við af þriggja metra færi en á ein- hvern óskiljanlegan hátt tókst Gunnari að skjóta í eina manninn, sem staddur var á marklínunni, nafna sinn Gíslason, og hættunni var bægt frá. Mínútu síðar fékk KA sitt bezta tækifæri. Elmar brauzt þá upp hægra megin og var það í eina skiptið sem Magnús bakvörður hleypti KA manni í gegn hjá sér. Elmar gaf boltann fyrir markið til Óskars Ingimund- arsonar en skallabolti hans smaug yfir þverslána. Á 5. mínútu seinni hálfleiks skoruðu Víkingar sitt þriðja mark. Eftir góðan samleik Gunnars Arn- ars og Heimis fékk Sigurlás bolt- ann inn í vítateig, lék á varnar- mann og skoraði með þrumuskoti í stöngina og inn úr mjög þröngri aðstöðu. Aftur mjög fallegt mark hjá Víkingunum. Fjórða markið kom svo á 14. mínútu seinni hálfleiks og var það hrein gjöf dómarans. Gunnar Örn sendi góða sendingu inn fyrir vörn KA. Ómar Torfason og Aðalsteinn markvörður freistuðu þess báðir að ná boltanum og var Ómar að tapa þeirri baráttu þegar hann brá á það ráð að slá boltann með hendinni framhjá Aðalsteini. Leikmenn KA stoppuðu en Hinrik Þórhallsson sendi boltann til von- ar og vara í markið. Og viti menn, Magnús dómari hafði ekkert athugavert séð og dæmdi markið gilt. Tveimur mínútum síðar sendi Gunnar Örn aftur góða sendingu inn fyrir vörn KA. Hinrik Þór- hallsson brunaði með boltann í átt að markinu þegar honum var brugðið innan teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Gunnar Örn, sem hingað til hefur verið mjög örugg vítaskytta, var heldur kærulaus og skot hans fór í stöngina utanverða og útaf. Nokkru síðar sleppti Magnús dómari augljósri vítaspyrnu þegar varnarmaður KA handlék boltann inni í vítateig og vítaspyrnukeim- ur var af broti Helga Helgasonar gegn Njáli Einarssyni snemma í s.h. Það sem eftir lifði leiksins fékk Víkingur tvö mjög góð tækifæri en Aðalsteinn markvörður varði vel í bæði skiptin. Liðin ; Víkingsliðið virðist vera að rétta úr kútnum eftir slæma byrjun. í þessum leik lék það prýðilega knattspyrnu á köflum en datt niður þess á milli. Tveir menn áttu stórleik í Víkingsliðinu, Sigurlás Þorleifsson, sem er ein- hver albezti framherji okkar í dag ' og á skilyrðislaust að fá tækifæri1 til þess aö spreyta sig í landsliðinu og Magnús Þorvaldsson, sem var geysisterkur í bakvarðarstöðunni og tók einnig mikinn þátt í sókn- inni. Róbert Agnarsson og Diðrik Ólafsson voru og mjög sterkir. Gunnar Örn átti ágætan leik úti á vellinum en brást herfilega boga- listin í marktækifærunum. Um lið KA þarf ekki að hafa mörg orð. Þar voru tveir menn í sérflokki, Aðalsteinn markvörður og Njáll Eiðsson. Aðalsteinn er efnilegasti markvörður Akureyr- inga síðan Árni Stefánsson kom fram á sjónarsviðið og Njáll var sá eini í liði KA, sem reyndi virkilega að leika knattspyrnu. Dómari var Magnús Pétursson og var þetta einn af örfáum „slæmu dögum“ þessa annars mjög góða dómara. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 16. júní, Víkingur - KA 4:0 (2:0). MÖRK Víkings: Ómar Torfason á 12. mínútu, Helgi Helgason á 15. mínútu, Sigurlás Þorleifsson á 50. mínútu og Hinrik Þórhallsson á 59. mínútu. ÁMINNINGAR: Einar Þórhallsson KA bókaður í s.h. ÁHORFENDHR: 293. - SS. isiandsmAtia t. delld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.